Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 5
ILJA EHRENBURG FJÓRDA PÍPAN miðnætti voru þrjár stundir og fimmtán mínútur. Hann hafði tíma til að festa á sig tölu og skrifa Jeanne til að minna hana á að úða með brennisteinslegi ungu vínvið- arplöntumar. Svo smjattaði hann á svörtu kaffinu sínu, og þegar hann hafði vermt hendurnar yfir kaffikrúsinnni, hvolfdi hann í sig sfðasta sopanum. Klukkan tvö eftir miðnætti skreið Pierre af stað út í hálan leirinn til að leggja undir sig „Einskis land“. Hann var lengi að skríða gegnum skotgröfina „Kattaforstof- una“, því að hann var alltaf að rekast á bein og gaddavír. Loks hafði hann skot- gröfina að baki. Til beggja handa voru sams konar, yfirgefnar skotgrafir, einmana- legar eins og yfirgefin hús. Meðan Pierre hugleiddi, hvorn veginn hann skyldi velja, hægra eða vinstra — báðir iágu þeir í átt til óvinanna, það er að segja — til dau'ðans, þá ókvað hann að hvílast ögn og nota felusfaðinn til að kveikja í leirugri pípunni sinni. Það var mjög hljótt — á daginn voru þeir vanir að láta skotln dynja, en á næturnar drápu þeir hver annan hávaðalaust með því að senda einn og einn skríðandi eins og Pierre, og þá grófu þeir einnig skotgrafir. Pierre reykti pípuna sina og starði upp í stjörnubjartan himininn. Hann var ekki með neinar getgátur um hinn stóra heim né tilraun til að mæla hann og bera sarrian við litla þorpið sitt heima. Honum datt bara í hug, ef veðrið þar suður frá væri eins og hér þessa nótt, þá væri það ekki amalegt fyrir vínberin og ekki heldur fyrir Jeanne, henni voru kærar hlýjar nætur. Hann lá kyrr og reykti. Hitinn streymdi um loðinn vöðvastæltan kroppinn, og hann gladdist yfir því, að á þessu dauða „Einskis landi“ var hann þó ennþá með lifi. Hann sogaði að sér reykinn og biés frá sér og gat bært hendur og fætur. En Pierre hafði ekki ennþá lokið við að reykja pípuna, þegar maður birtist hinum megin við dálitla hæð. Þarna kom einhve/ skriðandi á móti honum. Pierre gat greint andlit hans, ljóst og kringluleitt, ekki lílr.t andlitum vínyrkjubændanna né smalanna í heimahögum hans, ókunnugt andlit, annarleg húfa og hnappar. Þetla var Peter Debau, en fyrir Pierre var hann bara óvinur — rétt eins og stríði'ð — og dauðinn. Hann vissi ekki, að um kvöldið hafði þýzkur liðsforingi kallað fyrir sig dátann Pet- er og gefið honum fyrirskipanir, og að Peter hafði lika stagað í hettukápuna sína, skrifað Jóhönnu og minnt hana á að gæta vel kálffullu kúnna og svo smjattandi sötr- a'ð súpuglundrið sitt. Pierre vissi ekkert af þessu, og jafnvel þótt hann hefði vitað það, þá hefði hann ekki skilið það — þetta ár var nefnilega stríð. Peter var fyrir Pierre bara óvinur, en þegar hann mætti óvininum, sem kom skríðandi á móti hon- um, þá fór honum eins og frumstaeðum skógarbúa eða eins og úlfinum, hann hnipr- aði sig saman og strengdi alla vöðva albúinn að læsa krumlunum í bráðina. Og þeg- ar Peter vai'ð óvinarins var svo nærri, að hann gat heyrt hið ókunna hjarta slá, brást hann einnig við eins og fornaldar skógarbúi, hann losaði hendurnar, dró að sér fæt- urna og mældi fjarlægðina áður en hann tæki stökkið. Þannig lágu þeir, hvor gegnt öðrum. Hvor um sig beið þess, að hinn hæfi árás- ina. Hendur beggja voru sýnilegar. Þeir horfðust ekki í augu, en báðir horfðu á hendur hins. Og enn lifði í pípunni hans Pierres. Óvinirnir lágu þarna saman, vildu ekki drepa, en voru sér þess meðvifandi, að hjá því yrði ekki komizt. Þeir lágu kyrrir og önd- uðu hvor framan í annan. Þeir þefuðu hvor af öðrum eins og dýrin. Þefurinn var af sama tagi og vel þekktur, dátalykt af gegnblautum yfirhöfnum, svita, vondri súpu, leir. Þessir a'ðkomumenn frá fjar- lægum stöðum, frá Suður-Frakklandi, frá Pommern, staddir á þessu ókunna landsvæði, sem enginn átti, þeir vissu það, óvinirnir, að þeim bar að kyrkja hvor annan. Þeir reyndu ekki að tala saman. Það eru svo mörg ókunn lönd og annarlegar tungur. En þeir lágu kyrr- ir, og það rauk úr pípunni hans Pierres. Peter, sem gat ekki kveikt í sinni pípu, því að hann vissi vel, að hver minnsta hreyfing myndi orsaka áflog og dauða, hafði andað að sér reyknum, og nú opn- aði hann munninn. Þetta var hæn af hans hálf.u, og Pierre skildi hann og teygði höfu’ðið fram. Peter greip pípuna með tönnunum úr munni hins. Og beggja augu mæítust, sem hingað til höfðu starað á hendur óvinarins, hreyf- ingarlausar sem dauðar væru. Þegar Pet- er hafði sogað að sér tóbaksreykinn, rétti hann pípuna til baka, og Pierre fékk sér einn leig og rétti hana aftur án þess að bíða eftir, að hinn bæði hann þess. Þetta endurtóku þeir nokkrum sinnum og nutu þess að icykja dátapípuna, þess- ir tveir óvinir á þessu landi, sem enginn átti, en sem endilega þurfti að ná eignar- haldi á. Þeir sugu að sér reikjareiminn varlega, hægt, mjög, mjög hægt. Ljós- geislinn þýtur hljóður um þúsundir ára, en þeir vissu, a’ð annarhvor þeirra reykti þarna sína síðustu pípu. Og þá skeði ógæfan — eldurinn dó í pípunni, án þess að búið væri úr henni. Annarhvor rank- aði við sér og ákvað á réttu augnabliki að lengja ekki stutta ævi hins. Var það Pierre, sem varð hugsað til hinnar brún- leitu Jeanne eða Peter, sem var að kveðja hana glóhærðu Jóhönnu sína? Annar þessara tveggja. ... Þeir vissu, að ekki var mögulegt að ná í eidfæri, a‘ð hin allra minnsta hreyfing orsakaði áflog og dauða. Annar tók ákvörðun fyrst, annaðhvort Pierre, sem var að verja franska lýðveldið og geymdi kveikjarann með löngu snúrunni í bak- vasanum — eða Peter, sem hafði eld- spýtur og barðist fyrir þýzka keisara- dæmið. Annar þessara tveggja. .. . Þeir tókust á og reyndu að kyrkja hvor annan. Pípan féll niður og ataðist leir. Þögulir leituðust þeir við áð þjarma hvor að öðrum og börðu hvor annan lengi og vægðarlaust, ultu eins og kefb og urðu allir leirstokknir. Þegar hvor- ugur gat unnið á öðrum á þennan hátt, tóku þeir til að læsa tönnunum í loðna vangana og æðaberan hálsinn hvor á öðrum, og þá gaus upp hinn kunni þef- ur um leið og leirinn vættist af heitu blóði. Aftur varð hljótt, og aftur lágu þeir saman, a'ðeins án pípunnar, dauðir á hinu dauða „Einskis landi“. Brátt hurfu sjónum hinir hljóðu geisl- ar, sem ferðast frá stjörnunum til jarð- arinnar, það var kominn dagur. Menn- imir, sem drápu hijóðlega að nætur- lagi, skríðandi í leimum og grafandi skotgrafir, fóru nú, þegar sólina sá, að drepa með hávaða, skjóta með rifflum og fallbyssum. í skýrslur herforingjaráð- anna um horfna dáta voru færð nöfn þessara tveggja ólíku og þó í rauninni líku hermanna. En eftir næsta lágnætti skriðu nýir menn út á svæ'ðið, sem nefnt var „Einskis land“ til að koma því í kring, sem hvorki Pierre né Peter hafði tekizt — þetta ár var nefnilega stríð. í litlu þorpi í Suður-Frakklandi var hin brúnleita Jeanne að úða vínviðinn með hrennisteinslegi og grét vegna *■ Pierres. Og þegar hún var hætt að gráta, leiddi hún annan eiginmann, Paul, inn á heimilið, því að einhver varð að upp- skera vínberin og strjúka brjóst henn- ar, mjúk og brúnleit eins og vínberja- klasamir á sólríku sumri. Og langt, langt í burtu, en í miklu minni fjarlægjð, en frá einni stjörnu til annarrar, í litlu þorpi í Pommern grét hin glóhærða Jóhanna, þegar hún var að gefa kún- um, sem komnar voru að burði. Og af því að kýrnar þurftu mikla umhirðu, og hún sjálf, hvít á hörund sem mjólk, gat ekki lifað án kærleiksatlota, kom nýr eiginmaður, sem menn nefndu Paul að skírnarnafni. Þegar fréttin hafði bor- izt um, að mennirnir hefðu reykt síð- ustu pípuna sína, syr,gðu tvær konur, en seinna glöddust þær me'ð síðari eigin- mönnum sínum, því að þetta ár eins og ( öli önnux gekk lifið sinn gang. í april 1917 hætti „Einskis land“, daunillt af saur og blóði að vera einskis manns land. Á björtum og heiðum degi féll fjöldi manna frá ýmsum héruðum, og gulur leirinn, blóði drifinn varð ein- hvers lögleg eign. Fram bjá skotgröf- inni, sem hafði borið nafnið „Katta- forstofan“, þar sem menn höfðu áður skriði'ð á maganum, gengu menn nú ró- lega, án þess jafnvel að lúta höfði. Við grafarhornið, þar sem ,,Kattaforstoían“ endaði og aðrar, nafnlausar skotgrafir teygðu sig til hægri og vinstri, gaf að líta tvær beinagrindur í faðmlögum eins og hamingjusama elskendur, sem dauðinn hefði hrifið til sín. Við hlið þeirra lá litla pípan í hirðuleysi. Hérna er hún fyrir framan mig, dáta- pípan, leirug og blóðug, pípan, sem í stríðinu varð „Friðarpípan". Enn eru í henni gráleitar öskuleifar — þær minna á hin tvö mannslíf, sem brunnu út á skemmri tíma en tóbaksögnin í pípunni, mannslíf, fátækleg, en fögur. Hvernig á að smíða vog, sem vegur þroskaferil mannsins eða metaskálar, að láta megi á aðra milljónir ára, en á hina tímann, sem tekur a'ð reykja eina dátapípu? Stefás Sigurðsson þýddi. 1. október 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.