Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Síða 11
khr na hibim U SJðlNM Ettir Helgu Þ. Smára E, I itt atvik frá bernskuárunum man ég mjög glöggt, og sumt orði til orðs, en ég var líka komin á tólfta árið, þegar það gerðist. Það var snemma í júní, ég átti að fá að fara til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Það var nýbúið að gefa mér lamb, og ég átti sem sé að sitja yfir og smala 40 til 50 ám yfir sumari'ð. Ég hafði und- anfarin sumur setið hjá og smalað með eldri systur minni. Ég vissi því, hvað mér bar að gera. Ég þekkti allar ærn- ar með nafni, því þaer hétu allar sitt hverju nafninu, svo sem: Smáspen, Stróka, Fríða, Snoppa og Bauga, o. s. frv. En nú átti ég að gæta þeirra ein. Það var því ekki laust við, svona til að byrja með, að ég væri dálítið upp me'ð mér yfir þessu, að mér skyldi vera trú- að fyrir svo mikilsverðu starfi, en ég var að reyna að láta lítið á því bera. En þessi Reykjavíkurför mín var samt af allt öðru tilefni. Pabbi var að fara með ullina til að leggja inn í Brydes- verzlun en þar var hann í reikningi og tók hann þar út allt til heimilisins sem verzlunin hafði. Ólafur Ámundason hét faktorinn og líka'ði pabba vel við hann og fannst hann vera sanngjarn. u. I ndanfarið hafði ég verið slæm í hálsi og átti stundum mjög bágt með að renna niður. Var ég því oft þreytt, sveitt og uppgefin, að mér fannst. Var þetta af sumum kölluð kylpayeiki, sér- hlífni, eða bara hreint og beint „leti“. Þótti því rétt að nota þessa Reykja- víkurferð meðal annars til að láta Ólaf Ólafsson hómópata í Lækjarkoti líta í hálsinn á mér. En Ólafur var vinur for- eldra minna og var alltaf komið þar og í Arabæ til þeirra Gu'ðríðar og Jóhanns foreldra Magnúsar Jóhannssonar læknis á Hofsós. Var þá alltaf farið með rjóma- flösku, smjörsköku og stundum lax eða kálfslæri ef svo stóð á. Ólafur í Lækjar- koti var faðir Ólafs fríkirkjuprests. Ól- afur þótti ágætur læknir í þá daga. Ég svaf lítið þessa nótt af tómri til- hlökkun. Það var tilvinnandi að vera illt í hálsi og fá að fara til Reykjavíkur, það var ekki laust við að ég væri öfund- uð af því. Þeir sem fóru í þessa ferð voru pabbi, mamma og litla systir mín á áttunda ári. Sigur’ður bróðir minn, þá um tvítugt, og vinnumaður, sem Bær- ing hét. Var hann óvanur sjómennsku þó hann væri ættaður af Suðurnesjum og alinn þar upp. T eðrið var yndislegt þennan morg- un. Pabbi átti bát, sem hann notaði í allar kaupstaðarferðir, auk þess voru fáir dagar, sem ekki var farið á sjó, árið um kring, því fiskur gekk þá svo að segja upp í landsteina. Einnig var ágæt hrognkelsaveiði hjá okkur. Svo bjó pabbi til laxanót eftir erlendri fyrir- mynd sem lnann fékk hjá einhverjum í Reykjavík. Við höfðum því alltaf nóg af allskonar nýmeti árfð um kring. Öll kunnum við því áralagið systkynin. Pabbi gat ekki róið sjálfur, en hann var altaf með og stjórnaði öllu. Ég man ekki eftir pabba öðruvísi en hann gengi alltaf hálfboginn með báðar hendur studdar við lærin, því hann hafði hrygg- brotnað þegar hann var að ryðja vör niður undan bænum. Hafði hann aðeins einn járnkall að verkfæri. Slapp járn- kallinn undan stórum steini með þeim afleiðingum, að pabbi féll aftur á bak og hryggurinn gekk úr skorðum, og sást vel utan yfir fötin að einn liðurinn kom út sem stór kúla. Enginn læknir var þá hér sem vissi ráð við þessu, en þegar Schierbeck læknir kom til landsins, fór pabbi til hans og sagði læknirinn þá, að pabbi væri hryggbrotinn og við því væri ekkert að gera. i abbi fékk ógurlegar kvalir í bak- i’ð öðru hvoru, sérstaklega eftir að hann var eitthvað að smíða í smiðjunni eða við aðrar smíðar, því allt lék í höndum hans, sem hann snerti við, hvort heldur var tré, járn eða koparsteypa. Á ég eftir hann ýmsa muni svo sem reizlu, beiziis- stengur og margt fleira, sem ég geymi eins og helgidóm. Pabbi dó rúmlega fimmtugur úr afleiðingum af þessu slysi. Þá voru engin deyfilyf til, hér á landi að minnsta kosti, til að lina þrautir manna. En þeim kvalaópum gleymi ég aldrei. Ferðin su’ður gekk ágætlega, logn og blíða alla leiðina og þurfti því oftast að róa. Var lent vfð bryggju Bjöms múrara, sem kallað var. Var nú farið beina leið til Ólafs í Lækjarkoti, þess ágæta manns, leit hann í hálsinn á mér og sagði: „Þessu á ég ekkert við, þið skuluð fara með krakkann til Jónassens landlæknis". Var nú ekki beði'ð boðanna en haldið til Jónassens. Var okkur boðið inn í fína stofu og hafði ég aldrei komið í svona fínt hús. Ég vissi hreint ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég var þó aðalpersónan og sneri þessi mikli maður sér strax að mér eftir að pabbi hafði sagt honum orð Ólafs í Lækjarkoti. Ekki man ég hvað læknirinn sag*ði, en hann opnaði verkfæra-skúffu sína og tók þar upp úr hníf eða eitthvað þessháttar og sprengdi með því báða kirtlana sitt hvoru megin við úfinn, og ég fann óskaplega sárt til, en ég skammaðist mín fyrir að fara að orga í svona fínu húsi og hjá svona fínum manni, en tárin runnu í lækjum niður kinnar mínar. En þegar mamma kom með vasaklútinn sinn og ætlaði a'ð þurrka mér í framan, þá rak ég snöggvast upp öskur, en átt- aði mig fljótlega á því hvar ég var stödd. Eftir að ég hafði skolað hálsinn úr einhverju sem mig sveið undan, fann ég samt að mér leið eitthvað betur í hálsinum, en læknirinn bannaði mér að borða nokkuð fyrr en daginn eftir. *r egar við kvöddum, klappaði læknirinn mér á kinnina og sagði, að ég væri dugleg stúlka. Mér létti mikið við þessa vinsemd læknisins, og ég ásetti mér að eiga þetta lof skilið. Aldrei batn- aði mér samt alveg í hálsinum. Ég átti bágt me'ð að vinna erfiðisvinnu, því þá vildu kirtlarnir fara að bólgna aftur bæði utan og innan á hálsinum. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, að Gunnlaugur Einarsson læknir tók þá alveg. Þegar við fórum frá dr. Jónassen, fóru foreldrar mínir að verzla hjá Bryde. Mamma fór í dömubúðina en pabbi í matvöruverzlunina og pakkhúsið og tók þar út allskonar matvörur, ennfremur sitthvað til smíða sinna og járnplötur á hlöðu, sem nýbúið var að reisa. í dömubúðinni keypti mamma sitt af hvoru, bæði leirtau og eitthvað af álna- vöru, en við stelpurnar gleymdum okk- ur fyrir framan diskinn eins og bú'ðar- borðið var þá kallað. Við gleymdum okkur við að virða fyrir okkur allar þessar dásemdir í hillunum. En ég man glögglega ennþá, hvað við hrukkum við, þegar faíttorinn stendur fyrir fram- an okkur við borðið og segir höstuglega. „Hvað er það fyrir ykkur, stelpur litlu?" „Ekkert", segi ég í dauðans angist. „Adíu þá“, segir faktorinn höstuglega og skellir saman lófunum, eins og hann hefði sta’ð- ið okkur að einhverju ódæði. Við stukk- um í ofboði til mömmu og hjúfruðum okkur upp að henni. Skifti faktorinn sér ekki af okkur eftir það. Ekki vorum við tilbúin til heimferð- ar fyrr en komið var langt fram á kvöld. Það tók langan tíma að bera á bakinu allt þetta dót ofan í bátinn og koma allri matvörunni vel fyrir, en hún var kjöl- festan i bátnum. Járnplöturnar voru efstar þversum yfir bátinn, það var varla hægt að róa fyrir þeim, en á þeim sát- um við systurnar. Mamma sat í stafnin- um en pabbi í skutnum og stýrtii, og strákarnir réru. Það hafði verið nokkuð hvöss útræna um daginn en var nú kom- ið logn eða því sem næst. xr að var farið þessa vanalegu leið fram hjá Laugarnesi og Skarfakletti, austur fyrir Viðey og svo norð-vestur með henni fyrir oddann á Geldinganesi og svo inn Réttarsund, en það er sundið á milli Geldinganess og Þerneyjar inn á Þerneyjarsund. Þegar við erum komin þangað, segir pabbi. „Við ættum líklega áð lenda í „Kotinu" (en það var eyðikot beint á móti Þerney í vestri) „Þar er aldrei brim, en ég býst við að það sé nokkurt brim í heimavörinni, því það var snörp útræna í dag og við erum með hlaðinn bátinn." En þeir ungu mennirnir vildu ómögulega lenda í kotinu, það væri svo mikill tvíverknaður og aukavinna og þeir væru orðnir svo dauðþreyttir eftir allan róðurinn fram og aftur, og allan burðinn í dag með járni'ð og alla mat- vælasekkina. „Við verðum þá að treysta á lukkuna", sagði pabbi, „því ekki situr á mér að leggja hart að ykkur, þar sem ég get ekkert hjálpað til. Við skulum þá vona að allt gangi að óskum. En þið verðið að ábyrgjast að vera samtaka, þegar ég kalla til ykkar. Á því getur allt oltfð, þegar brim er, að bátnum ekki slái flötum." Ég man hvað ég var spennt að vita, hvernig lendingin gengi, en datt ekki í hug að vera neitt hrædd. Ég gleymdi sárindunum í hálsinum og öllu því standi. Pabbi var við stýrið og þá hlaut öllu að vera óhætt. Svo kallaði pabbi allt í einu: „Samtaka nú“, en þeir urðu ekki samtaka. Aldan sneri bátnum á hliðina og þegar báturinn tók niðri, fór allt lauslegt í sjóinn með járnplötunum. Mr egar mér skaut upp, sá ég bróður minn vera með mömmu í fanginu og ég heyrði hann kalla til Bærings: „Taktu báðar stelpurnar". En svo sá ég Bæring ösla í land með systur mína. Meira man ég ekki fyrr en annar hvor þeirra setti mig ni'ður á kambinn við hliðina á mömmu. Heyri ég þá , að mamma hljóð- ar upp yfir sig og segir eitthvað. Verð- ur mér þá litið niður að bátnum og sé ég þá hvar pabbi stendur og styður sig við bátinn, og stóð aðeins höfuðið upp úr sjónum, en þeir strákarnir voru á hlaup- um til hans og leiddu hann á milli sín í land. Öll matvaran varð ónýt, og jámið kolryðgáði og varð líka ónýtt. Það varð að fara aðra ferð til Reykjavíkur til þess að sækja björg í bú. Ég heyrði seinna fólk segja, að kjöl- Framhald á bls. 12 1. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.