Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Síða 12
□RÐ í BELG Nokkur orð um málfar eftir Halldór Stefánsson Mikil stund er lögð á að kenna óbjag- a’ð málfar og leiðrétta málspjöll, sem stöðugt sækja á — samt hafa komizt inn í málfarið, bæði í ræðu og riti, ýmis mállýti, sem hvorki kennarar íié málhreinsunarmenn virðast hafa veitt athygli, né látið sig máli skipta. Sem leikmaður í málkunnáttu hyggst ég hér á eftir að minnast á nokkur mál- farsspjöll, sem komizt hafa í hefð — að því er virðist — án þess því hafi verið veitt athygli. Má þó vera að mér mál- fróðari menn séu á annarri skoðun. 1. Telpa fyrir stúlka. Tæpitungunafnið telpa er nú mjög að útrýma nafninu stúlka. „Þrettán ára telpa“, „unglingstelpa" og fleiri þesshátt- ar oröasambönd eru orðin algeng í blaðamáli. Orðin strákur og stelpa eru tíðum höfð um börn á óvita- og ærslaaldri, meðan þau þekkja lítt að meta annað en eigin geðþótta, og fremja það sem nefnt er strákapör og stelpupör. Nöfn þessi geta fylgt þeim út á götuna, sbr. orðin götustrákur og götustelpa. Eftir að þau hafa náð skólaaldri, hef- ur aukizt vit og skilningur, og eru komin undir aga bæði heimilis og skóla á þessi nafngift ekki lengur við. Því síður þegar þau eru komin á unglings- aldur. Tæpitunguorðið telpa er fengi'ð með því að nema bókstafinn s framan af nafninu stelpa. Jafn réttmætt væri að nema s-ið framan af nafninu strákur og hafa trákur fyrir ritmál um drengi fram á unglingsár. ítarlegri greinargerð ætti að vera óþörf til að gjöra það skiljanlegt að tæpitungunafnið telpa á engan rétt á sér í ritmáli. 2. Ofnotkun forsetninga og tenginga. a) Algengt er, og hefur lengi verið, að nota að óþörfu forsetninguna í með tímaákvörðunum. Menn eru sagðir hafa dvali'ð, eða gegnt störfum í tiltekinn árafjölda. Dæmi: Hann er bóndi — prestur — læknir í (tiltekinn árafjölda). Forsetningunni er ofaukið og málfarinu til lýta. b) Þá er og algengt, og hefur lengi verið, að nota forsetninguna á að óþörfu í veðurfarslýsingum. Nokkur dæmi orð- rétt úr nýlega útkominni bók: „Það var á logn“. „Stormur hefur verið á seinni hluta dagsins". „Það var á bull- andi suðvestan úrfelli“. — „Þennan dag var á hlýr austanvindur.“ c) Algengt er einnig í ræðu og riti að nota gagntenginguna eða að óþörfu og til lýta. Um það má vitna bæði til blaðanna og útvarpsins. Þegar veri'ð er að segja frá vísitölu framfærslukostn- aðar frá einum mánuði til annars — breyttri eða óbreyttri — er frásögnin á þessa leið: „Vísitalan er óbreytt frá fyrra mánuði, eða — og svo er nefnt stigatal fyrra mánaðar. Hafi vísitalan hækkað er stigamunur- inn nefndur, og svo er framhaldið eða — tilgreindum stigamun hærri, en í síð- asta mánuði. Tengiorðinu eða er hér ofaukið. í rit- u'ðu máli nægir komma til aðgreiningar, en í mæltu máli kommu-þögn. 3. Orð notuð í rangri merkingu eða rangt raðað. a) Oft eru notuð orð, sem lýsa kennd- um (tilfinningum) þar sem betur færi á að nota orð, sem lýsa áliti eða mati. Dæmi: „Mér finnst Jökulsá ljótasta áin á landinu" — „Mér finnst mest gaman að leikritunum í Útvarpinu" — Hlið- stæð dæmi eru algeng. b) Algengt er að notað sé orðið setja fyrir okðin láta eða leggja — Dæmi: „Hvar setti ég stafinn minn — vettling- ana mína, — húfuna mína — hattinn minn — töskuna mína“, í stað „Hvar lét ( eða lagði) ég stafinn, vettlingana, húfuna, hattinn, töskuna“ — þetta eru áhrif úr dönsku máli. — Hvor satte jeg min stokk o. s. frv. c) Altítt er að orðið aðeins sé sett einu sæti framar í setningu en rétt er, eða bezt fer á — Dæmi: „í Reykjavík eru aðeins dagheimili fyrir 300 börn“ í stað: dagheimili fyrir aðeins 300 börn — Takmörkunin á við tölu barna en ekki heimila. Annað dæmi: „Áin var aðeins fær stærstu bílurn" -— Hér er ekki verið að segja hvort áin sé fær eða ófær held- ur hverskonar bilum hún sé fær. Slík dæmi eru algeng. 4. Óþörf orð til lýta. a) Ritdómarar margir segja um bæk- ur, áð þær séu skemmtilegar (eða leið- inlegar) aflestrar. Þetta er bæði óþarft órð og orðskrípi. Bækur eru ætlaðar til lesturs, og eru annaðhvort skemmti- legar eða leiðinlegar. Það nægir. b) 1 pólitískum áróðursræðum er orðið tíðnotað orðasambandið mannsæmandi. Forskeytið (mann-) er algjörlega óþarft og til lýta. Hverju á þetta að vera til mótvægis? Hundsæmandi — e'ða hvað? c) „Heilbrigt menningarlíf" er eitt nýjasta málblómið, sem ég hef veitt at- hygli. — Svo það er þá líka til óheil- brigt menningarlíf. Þá veit maður það. d) Algengt er að táknstafirnir pr (framb. per) séu notaðir með frásögn- um af verðlagi, algjörlega að óþörfu og til lýta íslenzku málfæri: Per kíló, per lítra, per metra, í stað þess að segja: Kílóið, eða kílógrammið, lítrinn eða lít- erinn, meterinn — eða þá hvert kíló — hver lítri — eða hver metri. II. Um fallbeygingu ættarnafna og útlendra eiginnafna. íslenzk tunga hefur fastar og full- komnar beygingarreglur en þær taka hvorki til ættarnafna né annarra tungu- mála. Þáð eru því ótvíræð málglöp, þeg- ar ættarnöfn og útlend eiginnöfn eru tekin undir beygingarreglur íslenzkrar tungu og einber afbökun. Ættarnöfn eru ekki af íslenzkum upp- runa en hafa af nokkrum einstaklingum verið tekin upp að erlendum nafnasið. Þau eru, sem nafnið bendir til, eins- konar stuðull eða einkennisnöfn ætt- stofna, sem ætlað er að fylgi þeim frá kynslóð til kynslóð óbreytt að formi til aðgreiningar frá öðrum ættstuðlum. Sá var einnig tilgangur þeirra Islendinga, sem tekið hafa upp þennan erlenda nafnasið. Ættarnöfnin eru upptekin sem ein- kennisnöfn sérstaks ættleggs alla ókomna tíð. Einkanöfnin fallbeygjast, og þa'ð nægir til að fullnægja beygingar- reglum íslenzkrar tungu. Sumir þeir sem tekið hafa sér ættamöfn hafa „séð við lekanum og sett undir“ og valið ættarnöfn sín þannig, að þau eru óbeygj- anleg, t. d. Péturs, (Helgi), Laxness (Halldór), Thors (Ólafur) — allir eflaust af ásettu ráði. Einkum eru það þágufalls- og eignar- fallssambönd ættarnafna, sem ver’ða fyrir afbökun fallbeyginganna. Eitt nýj- asta og augljósasta dæmið um það er ættarnafnið Gíslason, sem þeir hafa tek- ið sér synir Þorsteins ritstjóra og skálds Gíslasonar. Þágufallsmynd ættarnafns- ins verður þá Gíslasyni og eignarfalls- myndin Gíslasonar. Þar með eru þeir bræður gerðir synir afa síns eftir ís- lenzkum málfarsreglum. Nokkur íslenzk nafnorð taka ekki fall- beygingum í eintölu. Má þar til nefna nöfn tveggja skynfæranna, augans og eyrans, sömulei'ðis nöfn nokkurra líf- færa, hjarta, lunga, nýra, eista. Það brýtur þannig ekki bág við beyg- ingarreglur íslenzkrar tungu að ættar- nöfn séu látin óbeygð, auk þess sem það er í samræmi við tilgang og eðli ættarnafnanna, sem áður hefur verið gjörð grein fyrir. Fallbeyging erlendra eiginnafna. Sem fyrr er innt að, taka beygingar- reglur islenzkrar tungu ekki til annarra tungumála, hvorki orðstofna né eigin- nafna, nema þau hafi verið stofnfærð til íslenzks máls. Það er þess vegna af- bökun ein, þegar verið er að klína ís- lenzkum eignarfallsbeygingum á erlend eiginnöfn og fer þeim líka afkáralega, til dæmis að taka nokkur nöfn, sem oft koma fram í útvarps- og blaðafréttum s. s. Genfar, Berlínar, Óslóar, Parísar, Rómar, Vínar, Pakistans, írans, Japans o. fl. Vera má að sum þau mállýti, sem ég tel hér fram, þyki smávægileg og orka tvímælis, eða séu orðin gömul og rót- gróin í málinu og hafi áunnið sér hefð. Læt ég hvern og einn um mat sitt á því, þó með þeirri athugasemd að mállýti geta ekki unnið sér hefðarrétt. Málkennd og málsmekkur er einkamál manna. Og um smekk er ekki unnt að deila. Framanritaðar athugasemdir um mál- far legg ég fram til ábendingar og um- þenkinga. lan Kirby Framhald af bls. 7 vant sem vísindariti, — í bók Bels- heims er t. d. aðeins getið um tvær tilvitnanir í Jóhannes I, 29 — Sjá, Guðs lambið o. s. frv. — þar sem ég hef aftur á móti fundið ekki færri en þrettán alls. — Og hvenær er áætlað að verkinu Ijúki? — Það þori ég ekki segja. Hefði ég verið kyrr í Uppsölum, hefði ég trú- lega lokið því á næstu tveim árum, en starf mitt hér við háskólann ver'ð- ur auðvitað að ganga fyrir öðru. — Og það var enginn uggur í ykk- ur að flytja til Islands? — Síður en svo — við höfum reyndar komið til Islands áður, vor- um hér í sumarleyfi okkar fyrir tveim árum. Þá ferðuðumst við talsVert um landið, fórum norður til Akureyrar og í Mývatnssveit og austur að Kirkju- bæjarklaustri. Ég hafði gaman af að koma hingað og prófa íslenzkukunn- áttu mína — fram að því hafði ég aðeins lesið íslenzku, en aldrei haft aðstöðu til að tala hana — en ein- hverra hluta vegna héldu allir, að ég væri Dani og svöruðu mér á dönsku eða skandinavísku. Þá kynntumst við mörgu ágætu fólki, sem við hlökk- um til að hitta á ný — og þótt við höfum ekki dvalizt hér nú nema stutt, verð ég a‘ð segja, að við höfum mætt ákaflega góðri gestrisni af hálfu Is- lendinga. Og meðan ég kveð nýju prófessors- hjónin, kemur upp úr kafinu, að að- eins eitt atvik hefur valdið leiðind- um á íslandi, — sonurinn Neil, eða Njáll eins og hann mundi líklega heita á íslenzku, var ekki ánægður með bólusetninguna á Heilsuverndar- stöðinni. Læknirinn talaði prýðilega ensku — en samt grét Njáll. sv.j. Þegar við • •• Framhald af bls. 11 festan í bátnum, matvaran, hefði bjarg- að bátnum frá að hvolfa strax í lend- ingunni. En að við systurnar skyldum ekki verða undir járninu þótti næstum ótrúlegt, þegar það stakkst á endann út úr bátnum og við sátum á því. Ekkert varð neinu okkar meint vfð þetta nema pabba. Hann lá lengi í rúm- inu, mjög þjáður, komst samt á fætur aftur, en dó tveimur árum seinna við óskaplegar þjáningar. Tungumálin Framhald af bls. 10 engu móti að tungumál annars stór- veldis verði fyrir því. Það er ekki fyrir- sjáanlegt að þessar aðstæður geti breytzt að neinu ráði, hversu sem draga kynni úr viðsjám í heiminum. En nú telur próf. Pei, að meðal gervi- málanna séu mörg ágætlega hæf. Þau ættu ekki að vekja jafn óviðrá’ðanlega andstöðu hjá stórþjóðunum eins og þjóð- tungur keppinautanna. Það væri því ekki óhugsandi, að einhvern tíma gæti náðst samkomulag um það meðal ríkis- stjórna heims að taka upp eitthvert gervimál sem alþjóðamál. En ef svo skyldi fara að slíkt kæmi til álita, þá væri það ekki einskis vert, að uppi hefðu verið félög einstaklinga, sem notáð hefðu mál þessi, þó í smáum stíl væri, í sam- skiptum við menn af öðrum þjóðum víðsvegar um heim, svo að nokkuð mætti af því ráða, hvernig þau hefðu reynzt og hvers mætti af þeim vænta. Meiri reynslu mætti fá um þetta, ef nokkur ríki gerðu sáttmála sín á milli um að taka upp kennslu í einhverju gervimáli í skólum sínum, annaðhvort sem sTtyldunámsgrein eða með valfrelsi milli þess og annarra mála. Ef mörg fleiri ríki gerðust síðar aðilar áð slík- um sáttmála, mætti ef til vill búast við að að því kæmi, að farið yrði fram á það á alþjóðavettvangi, að lögleitt yrði skyldunám í málinu í öllum löndum. Og slík ráðstöfun ætti ekki að þurfa að fara í bága við þjó'ðernistilfinningu eða þjóðarstolt neinna ríkja, hvorki stórra né smárra. Þorsteinn Þorsteinsson. Jón Pálsson Framlhald á bls. 6 að segja, að hann hafi verið drykkju- maður, þó hann hafnaði ekki víni, ef það var á boðstólum. Ég held að það sem háði honum mest hafi verið kvenmannsleysi. Hann var hæverskur og kurteis og bar svo ótak- markaða lotningu fyrir konunni, að hann gat aldrei nálgazt kvenmann. Einhvern tima hafði hann þó komizt í kynni við þýzka stúlku og hún farið heim me‘ð honum, en gárungarnir sögðu að hann hefði aldrei komizt lengra en að orna henni á fótunum. Jón var meðalmaður á hæð og grann- ur. Andlitið var fremur stórskorið og eftirminnilegt, ennið hátt með kollvik- um aftur á mitt höfuð, loðnar augabrún- ir, augun gráblá, gó'ðleg og greindarleg, og neðrivör eða kjálkar svo framskag- andi, að það hafði áhrif á málfar hans. Hár hans gránaði snemma. Ég málaði mynd af Jóni, sem enn er til, og gerði af honum gipshöfuð, sem er nokkuð góð mynd. Þau urðu endalok Jóns, að lík hans fannst í fjörunni úti í Örfirisey. Ég var í Englandi þegar þetta skeði og gat því ekki fylgzt með atburðum. Jón var sund- maður góður, iðkaði bæði sund og sjó- böð. Vinir hans áttu þessvegna erfitt með að trúa því, að hann- hefði valið þann dauðdaga, að drekkja sér. Og sum- ir héldu því blákalt fram, til dæmis Ásmundur frá Skúfstöðum, að það hefði ekki verið allt með felldu í sambandi við andlát hans. t 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.