Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 2
Heimsins eina von
^J/óíalwiCýuelija e^tir óéra Uac^nar Jjalar cJlá
aruóóon
Lúk. 2. 7. Fœddi hún þá son sinn frum-
getinn, vafði reifum og lagði í jötu.
Á liðnum öldum og allt til þessa dags
hafa jólin haft hið mikla seiðmagn, boð-
skapurinn um barnið og jötuna hefur ætíð
haft sama áhrifavaldið í hugum mannanna.
Kristnar kynslóðir hafa allar leitað uppi
jötuna og barnið, sem þar hvílir. Hverju
sætir þessi lífseiga leit? Hún er ekki ann-
að en þörf sjálfs mannshjartans. Og sú
þörf, sem knýr kynslóðirnar öld af öld
jafnvel tæknikynslóð tuttugustu aldarinn-
ar út að jötunni er vonin, vonin um hjálp
og frelsi, traustan og öruggan grundvöll
í hinu hverfula jarðneska lífi.
Þessi sama von rak fyrstu votta fæðing-
arinnar, fjárhirðana á Betlehemsvöllum að
jötunni, þeir óttuðust myrkrið og ógnir
tílverunnar og væntu lausnar hjá hinum
komandi Messíasi, syni Guðs. Þeir væntu
hjá honum frelsis og öruggs lífs.
Þannig er tilkomin hin óþrotlega leit
kynslóðanna að jötunni, leitin í kvöldhúm-
inu í Betlehem. Hún er tilfinning, já sann-
færing fyrir því, að reifabarnið, sem þar
hvílir, sé heimsins eina von.
Reifabarn, heimsins eina von. Hversu
fáránleg niðurstaða. Að vísu ekki reifa-
barnið sjálft. í því bjó vísir til manns. Og
sá maður varð slíkur, að enginn varð sem
hann. í honum bjó hin guðlega fylling. I
honum fékk jörðin að líta ásjónu hins
heilaga, hjarta hans birti innsta eðli Guðs.
Hvort sem hann gekk um sandinn eða
klöppina má enn í dag rekja slóð hans.
Vindur og regn hafa ekki megnað að má
spor hans úr sandinum og rósir hafa á
klöppina vaxið í sporunum hans. Fyrir því
er hann enn í dag heimsins eina von.
Reifabarn, heimsins eina von. Þannig
geta prestarnir talað, kunna menn að
hugsa. Því skal svarað: Þannig tala marg-
ir í dag, ef til vill fleiri en nokkru sinni
Pyrr. Þannig ættu stjórnmálamennirnir,
ráðamenn þjóðanna, einnig að tala. Og það
er eftirtektarvert, að sumir þeirra setja
von sína um framtíð mannkynsins á hann
einan.
Og þetta er ekkert undarlegt, því að vit-
að er að enn lifir mannkynið við mikil
bágindi. Enn í dag flakir veröldin í sárum,
enn í dag búa menn við öryggisleysi, ugg
og ótta, enn í dag búa menn við hörmung-
ar grimmrar styrjaldar.
Þess vegna skilst öllum góðum mönnum
betur og betur, einnig sumum stjórnmála-
mönnum, að gagnkvæmur skilningur, vin-
átta og kærleikur, verður að vera grund-
völlur í samskiptum þjóðanna, eigi þær að
lifa áfram á þessari jörð. Og mannkynið
verður hvergi betur mettað slíkum góðum
gjöfum en með því að kynnast reifabarn-
inu, læra af lífsbraut þess og orðum.
Þess vegna er það, að allir skynsamir
menn sjá í Jesú Kristi heimsins einu von.
Menn sjá að allt það, sem stríði veldur, er
fordæmt í honum: Ágirndin, drottnunar-
girnin, sjálfselskan, hatrið, en í orðum
hans og fordæmi liggur lausnin fyrir far-
sæld mannkynsins.
Reifabarnið í jötunni er ímynd frelsara
heimsins. Og frelsarinn kom til þess að
endurleysa mannshjartað úr viðjum synda-
lífsins. Hann gerði það með því að gerast
ímynd Guðs og bera guðlegan kærleika
inn í líf mannanna. Kærleiksleitin er ein-
asta leið heimsins í dag, allar aðrar leiðir
enda í vegleysu.
En megnar þá kærleikurinn, megnar
Jesús Kristur að vinna hlutverk sitt? Er
ekki magnleysi kristindómsins of augljóst
til þess að hann fái valdið byltingu í
mannheimi?
Þessu svarar kirkja Krists á þessa lund:
Kærleiksþel Guðs, sem Jesús Kristur flutti
mannheimi, er ekki ætlað til þess að taka
neinn með valdi. Hver einstakur maður
verður sjálfur að vilja þiggja hjálp Guðs
og náð til þess að njóta blessunar hans.
Enginn, hvorki einstaklingur né þjóð né
heimurinn í heild, verður með valdi hrif-
inn frá hinu illa til hins góða. Hugmynd-
ir manna um magnleysi kristindómsins
spretta vísast af því, að menn ætla honum
að taka hinn synduga heim með valdi og
gera hann góðan. En það getur ekki einu
sinni hinn almáttugi Guð. Þroski manns-
ins er bundinn því skilyrði, að maðurinn
vilji sjálfur öðlast þroska.
Og kristindómurinn hefur nægan mátt
til þess að umskapa hvern þann mann,
sem gefur sig í einlægni honum á vald,
gera úr syndara Guðs barn. Um það vitn-
ar Nýja testamentið, kristnisagan, reynsla
kynslóðanna, einnig fjölmargra á atómöld.
Biðjum Guð um þennan umskapandi
mátt í hjörtu okkar svo að við getum lagt
okkar litla lóð á vogarskálarnar til þess
að umbreyta syndugum heimi. Biðjum
Guð um það að ráðamenn þjóðanna sjái
lausnina, heimsins einu von.
Ef svo fer þarf enginn að kvíða. Þá munu
niðjar okkar eins og við, lifa gleðileg jól.
9
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
24. desember 1987