Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 27
stjóri, minntist fornra og nýrra væringa við kokkinn og sú hugsun greip hann föstum tökum, að það myndi ekki skaða heiminn, þó að fækkaði um slíkan kokk í honum. Tók hann nú til að búa kokk- inn undir burtförina með mörgum og þungum orðum en þegar honum þótti nóg talað, fylgdi hann orðum sínum eftir með því að þrífa kokkinn á loft og keyra hann niður á sjóðheita elda- vélina og hélt honum þar sem fastast og var þetta í þann mund, sem hringt var út frá hádegismessu á jóladag. Kokknum varð mannhjálp en einn karlanna, sem hafði eitthvað hýrgað sig, hoppaði um í ganginum og öskr- aði svo heyra mátti um allan flot- ann: „Nú er nóg að éta á Leifi, við erum búnir að steikja kokkinn.“ Rœtt við Bjarna Jónsson skipstjóra Húsið er þar sem áður voru Selin um, þar sem nú er bílastæðið við Garða- þrjú en nú heitir Séljavegur. strætið nyrzt, næst Vesturgötunni. ■— Serðu mig ekki, er kallað fram til Bjarni byrjaði snemma að vinna hjá mín, þar sem ég er að fara úr frakkan- Sameinaða og kynntist þá skipstjórnar- um frammi í forstofiu. mcnnum og ráðamönnum þar, og komst Ég rýni innum gaettina á rökfevaðri á Hóla tvítugur að aldri eða 1909 (F. sfccfunni, og sé glytta þar á hærukoll. 3 6. 1889). •' — ’ skipstjóri góður, ég sé þig, Holar voru'. all-veglegt skip á þess það má nú sjá minna. tíma mælikvarða. Það lestáði 8-900 lest -Bjarni Jónsson er „alletiaers“ skipp- ir og gekk 9 mílur. Bjarni var þarna e|. , Hann er tvö hundruð og sextíu eirin íslendinga. Hér verður farið hratt ptínd á þyngd, reýkir pípu af heim- yfir lífshláupið, erindið var annað; ég spekilegri ró með glettni í auga. var í söguleit. Af Hólum fór Bjarni á Hann er borinn og barnfæddur Vest- Vestra, síðan á flóabátinn Ingólf, þar urbaeingur. Faðir hans bjó í Vigfúsar- sá hann manninn, og þó að mikið liggi koti, en sá bær stóð vestast í Grjótúh- á að komast í jólatúrinn fyrir Lesbók- þykir mönnum mest um vert að kokk- urinn skyldi halda lífi allt kvöldið. Vindstaðan breyttist um nóttina og allir togararnir færðu sig inn á Pollinn og lögðust þar við bryggjur og náðu menn þá að ganga milli skipa. Skips- höfnin á Leifi lá nú ekki lengur á því, hvemig högum hennar væri komið og að henni búið með jólakost. Þeim var þá gefið að borða og veittur margskon- ar beini um borð í hinum skipunum. Nokkrum skipverjanna tókst einnig að gleðja sitt hrellda hjarta á vínlögg og komu góðglaðir um borð aftur. Það er nú svo með vínið eins og allir vita, að eins og það magnar gleðina svo magn- ar það og reiðina. F M~i inn hásetinn, síðar þekktur skip ina, ætla ég að skjóta þeirri sögu inn, er.da er þeíta hálfgildings jólasaga; hún gerðist milli jóla og nýárs 1910. Skipstjórnarmenn á Ingólfi höfðu farið í land á ball, sem Stýrimannaskólinn hélt, og aðrir skipsmenn höfðu einnig farið frá borði nokkurra erinda. Bjarna var falið að standa vakt og var hann einn um borð. Ingólfur lá frammi á höíninni, um það bil, þar sem nú er hausinn á Ægisgarðinum. Rjómalogn var um kvöldið. Bjarni sat aftur í eld- húsi og las í bók. Það var svo seint um kvöldið, að hann heyrir að bátur skellur í skipshliðina. Hann fer íram á dekk að hyggja að mannaferðum. Hann sér mann frammi á dekkinu við lunninguna, gengur til hans og segir: — Hvaða erindi átt þú um borð, maður minn? í stað þess að svara gufaði maðurinn upp fyrir augum Bjarna, svo að hvorki sá eftir af honum tangur né tetur. Ekki þótti Bjarna þetta gott, en lét þó kyrrt liggja, enda lítið annað að gera, og hvarf hann aftur til eldhússins að lesa .Það var enn stafalogn. Nú líður nokkur stund svo að ekki ber til tíð- inda, en þá er báti aftur rennt að skips- hlið. Bjarni fer fram á dekk á ný að gá, hver kominn sé, ef sá skyldi reynast úr varanlegra efni en fyrri gesturinn. Hann sé mann standa á sama stað við lunninguna og í fyrra sinnið og nú mæli Bjarni ekki til þessa manns, held- ur gengur þegjandi að honum. — Hann var ekki lengra frá mér, en þú, góði, segir Bjarni. (Milli okkar við borðið var ekki meterinn). Það fór á sömu lund, nema hvað Bjarni var nú enn nær manninum en í fy'ra skiptið. í sama mund og maðurinn hverfur skellur fyrsta rokhviðan á sk'pinu, og upp úr blæjalogninu brest- Ur hann á með fárviðri eins og skot- ið væri úr byssu. Ekkert ráðrúm vannst Bjarna til að komast í land á skipsjullunni. Hann lét annað akkerið falla og fól sig á vald forlögum sínum, annarra kosta átti hann ekki völ. karna mátti hann híma um borð í þrjá sólanhringa í manndrápsveðri ali- an tímann því að manndrápsveður var þetta, það urðu miklir skipsskaðar og manntjón, Bjarni einn í stóru skipi í hávaðaroki, blindbyl og skammdegis- myrkri, eigandi það yfir höfði sér að akkeriskeðjurnar hryklkju, éða skipið drægi akkerin. Matur allur var undir lás og slá, því að kokkurinn hafði tek- ið með sér búrlyklana og ætlaði sér ekki að vera lengi i landi. Bjarni veiddi sér ufsa til matar. Akkerin héldu og Bjarni komst til lands á gamlárs- dag. Næsta skip, sem Bjarni var á, var Skálholt, síðan Ceres, en á honum var Bjarni tvívegis. Á árunum 1912 til 1914 var Bjarni í skólanum og á togurum þessi ár, þegar hann var ekki á skóla- bekknum. Árið 1915 fór hann á Goða- foss nýjan, en slasaðist þar í jómfrúar- ferðmni á ströndinni og hefur aldrei beðið þess bætur; stingur jafnan við. Síð'ara skiptið, sem hann var á Ceres, var sumarið sem Ceres var skotinn nið- ur (1917), en nú munu ekki a'ðrir lif- andi af þeim, sem þar voru um borð, en Bjarni og Ricliard Thors. Um haust- ið 1917 fór hann á Lagarfoss og þar næst 3. stýrimaður á Sterling og síðan á Esjuna, sem Eimskip hafði þá af- greiðslu fyrir, en af henni fór hann, þegar ríkið tók við rekstri skipsins og þá á Gullfoss og þar var hann í 11 ár. Hann var því starfandi, stýrimað- ur eða skipstjóri hjá Eimskip í 35 ár, en hætti árið 1952 og var þá skip- stjóri á Tröllafossi. Hann sigldi all't striðið á Lagarfossi. Reyndar er hann annað veifið enn hjá Eimskip, því að það var síðast í fyrra, að hann leysti af á finnsku leiguskipi, sem Eimskip haíði og hann er alltaf að bregða sér i túr og fcúr hér eða þar, ef hann sér sér færi. Hann hefur nýlegt heyrnar- og sjónvottorð, og gleraugu þekkir hann ekki nema af afspurn. Honum veiður aldrei misdægurt. Það kemur lítil telpa inní stofuna þar sem við érum að rabba saman. — Barnabarn? spyr ég. — Þetta er þrettánda barnið, sem ég el upp, svarar hann, aurarnir hjá mér hafa ekki farið í brennivín. — Hefurðu nokkurn tírnann orðið fyiii slæmum áföllum, árekstri eða strandi á skipstjórnarferli þínum. — Nei, aldrei, ég hef ekki einu sinni raæ;t fyrir sjórétti um dagana, nema sem meðdómari. — Hverju þakkarðu farsældina? — Ég hef treyst á sjálfan mig, en ekki aðra. Ef mér hefur fundizt eitt- hvað að, hef ég staðið sjálfur og fylgzt með ganginum. Ég var vakandi við þetta. Það þýðir ekki annað. Enn vakna ég þrisvar á nóttu, fer fram í eldhús og lít út og gái til veðurs. Bjarni hefur lítið af jólahaldi úti á sjó að segja ,þó hefur hann haldið all- mörg jól á höfum úti, en þau hafa flest verið tíðindalítil. Fyrstu jólin um berð í skipi eru þó Bjarna minnisstæð og reyndar allur jólatúrinn. Það var haustið 1909. Hólar héldu úr höfn í Reykjavík síðast í nóvember og var ferðinni heitið til Austfjarða og þaðan norður um og til Akureyrar, en þar átti að snúa við til baka. Það var út af Langanesinu, sem þeir lentu í foráttuveðri. í framlestinni voru þrír farþegar, kellingar, og þegar far- þegar voru þarna, var hafður kappi yf- ir lúguopi, og var Þar gengið niður í lestina. Þegar skipið fór að taka yfir sig brotsjói, fór skipstjórinn að óttast að kappinn brotnaði af og sjór næði þá að flæða niður í lestina og vildi því slkálka lúgurnar. Bjarna, sem var eini íslendingurinn um borð, á Hólum, serr fyrr er sagt, var falið að sækja kellingarnar framí og koma þeim aft- ur á 2. farrými. Þetta reyndist hin mesta mannraun. Stiginn upp úr lest- inni var snarbrattur, kellingarnar stirð- ar, sjóveikar og hræddar og skipið lét öllum illum látum og tók á sig sjói. Bjarni selflutti þær affcur eftir. bíann var ekki frýnilegur þarna út af Langanesinu í þetta skiptið og þeg- ar aumingja kellingarnar sáu hvsð hann var ótótlegur, ekkert nema brot- sjóir hvert sem litið var, veinuðu þær ákaflega og jesúuðu sig, en Bjarri dröslaði þeim yfir sjóblautt dekkið á- fallalaust, hverri af annarri og þótti hans framganga með ágætum. Þegar þeir hægðu vissu þeir ekkart, hvav þeir voru staddir. en svartaþoka var þá á og engin landsýn. Það mun- aði litlu, að þeir lentu vestur á Húna- flóa. Bjarni var í brúnni ásamt stýri- manninum og skipstjóranum, þegar honum var litið útum bakborðsglugg- ann að aftan og sá þá móta fyrir landi. Hann þekkti Grímsey og varð skipstjóri hans feginn. Þeir komust inn til Akur- evrar og sneru þar við austur um og 'héldu út frá Seyðisfirði. Þeir voru um jólin í Höfn. Bjarna var gert að standa vakt á aðfangadags- kvöld, og fóru allir danskirnir frá borði, en Bjarna var skipað að pússa kopar ■og starfaði hann að því alla jólanótt- ina og mátti keppast við, því að kait var í veðri. Hann fór af vakt um morg- uninn og svaf til hádegis, en fór aftur á vakt á jóladags'kvöldið, því að dansk- ir fóru enn allir sem einn í land. íslendingnum þótti þetta döpur jól, en viðurgerningur var nægur. Strax eftir jólin var haldið af stað og farið til Hamborgar. Þangað var kcmið á gamlársdag, og voru skips- menn að vona, að þeir fengju áramót- in í Hamborg, en það varð ekki. Út- skipunin gekk svo hratt að henni var lokið fyrir kl. 6 og þeir á Hólum héldu enn af stað til hafs, og þannig urðu áramótin ekki nein teljandi raunabót :í: hátíðaskemmtan fyrir þennan unga . farmann af Islandi. ■ 24. desember 1967 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.