Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 30
JÓLASYRPA Framh. af bls. 23 voru. Þó álpaði einn þeirra því út úr sér, að bágara ættu þeir, sem á eftir væru og réðu heimamenn það á þann veg, að fleiri væru á eftir. Sýnir þetta, hvað hugsunin lamast gersamlega, þegar svona nærri þrekinu er gengið. Pétur lá lengst á eftir og varð jafnvel að tálga burtu sumt af beinunum úr fótum hans; var hörku hans viðbrugðtð. Einar lá og lengi með óráði, illa farinn af kalsárum. Þeim tveim áttu hinir tvímælalaust líf sitt að launa, án aðstoðar þeirra hefðu þeir varla getað losað sig úr skaflinum. Að einum undan- skildum, sem þótti hlifa sér um of við hverskonar aðstoð, munu allir þeir, sem eftir lifðu hafa borið nokkur merki. Töldu menn, að þessi þrekraun hefði fengið mjög á Pétur, en hann var ekki or’ðmargur þar um. Hann bjó síðar á Felli í Biskups tungum og fluttist til Vestur- heims eins og fleiri á þeim ár- um; gerðist landnemi þar og hefur án efa haft nóg við þrek sitt að gera. Sumir töldu hann hafa farið til að auðveida sér að gleyma. en um það verður að sjálfsögðu aidrei neitt vit- að. Það lætur að líkum. að menn hafi átt ekki aillítið undir gest- risni og hiálpsemi á bæium hér fyrr meir. Yfirleitt mun ekki hafa tíðkazt, að borgun kæmi fyrir gistingu, enda þótt gestanauð væri mikil. Ef til viil hefur það verið þessvegna, að menn áttu stundum á hættu að vera úthýst, nema á sér- stökum ágætisbæ.ium. þar sem heimilisfólk vakti siálft frem- ur en að vísa gesti frá. Það hefur sagt mér gamall maður, sem á sinni tið stund- aði sjóróðra frá Stokksevri. að eitt sinn var honum og fleir- um úthýst á sex bæjum í röð í Flóanum. Þetta voru að vísu örreitiskot og húsakosturinn eftir þvi. Það er sagt að fá- tæktin geri menn harða í lund . og miskunnarlausa. Þa'ð er ó- Hku saman að jafna með sam- tímann; nú þætti ósvinna að vísa manni á dyr, blautum og þreyttum. Við skilium ekki fortíðina að þessu leyti fremur en öðru. Vandamál fóiks á öld- inni sem leið eru okkur fram- andj. Við erum að reyna að hjálpa snauðum fiskimönnum við Ala-Oíra vatn á Madagas- kar; við sk'Jjum þá og vanda- mál þeirra að mörgu leyti bet- ur en þá félagana fjórtán á Mosfellsheiði og samtíma þeirra á íslandi, sem ekki réði við það tæknilega vandamál að gera vindþéttar úipur úr sauðargærum eða höfuðföt, sem ekki hyrfu út í buskann, þegar hvessti. Einn kotbóndinn í Flóanum sagði, þegar hann úthýsti ver- manninum: „Ég held það sé nú nógu þröngt í kotinu því arna“ — og skeilti síðan dyrunum. Honum hefur líklega fundizt hver vera sjálfum sér næstur og vafalaust hefur hann engu logið um þrengslin. RÍKAR frú í Bandaríkjun- um, sem eiga allt til alls og þar að auki uppkomin börn, sem farin eru að heiman, finna sér fróun í því að sökkva sér niður í „charity work“, allskonar mannúðar- og hjálparstarfsemi. Þá finnst þeim, að þær hafi eitthvað til a’ð lifa fyrir, eitthvað fyrir stafni og auk þess nærir það sjálfið, að láta gott af r5r leiða. Það er mergurinn máls- ins. Þær eru auðvitað fyrst og fremst að þessu fyrir sig sjálf- ar. Það er svo auðvelt að vera góður og örlátur, þegar það kostar ekki neitt og kannski hægt að skemmta sér við það. En hvað gerist þegar á reynir. Þá er maðurinn skepna og sú saga heyrir ekki bara til for- tíðinni. Menn taka sig ógjarnan fram um að hjálpa náungan- um, ef það kostar veruleg ó- þægindi. Nægir í þvi sambandi að benda á, að fólk er slegið, rænt og myrt á götum stór- borganna og vegfarandinn flýt- ir sér framhjá, jafnvel þótt einhver liggi í blóði sinu, þyk- ist ekki taka eftir neinu því annað mundi hugsanlega kosta óþægindi. Það skal ósagi iátið, hvort ísléndingar séu að þessu leyti nokkuð betri öðrum, sem helzt væri þá sökum fámennis. Og þess minnist ég nú, að blaða- menn við eitt af dagblöðunum hér í borg, sáu út um glugga hvar maður einn féll á gang- stéttina og iá þar eins og dauð- ur væri. Það iá við að sumir gengju yfir hann, en aðrir kræktu, þar til gömul kona, sem þar átti leið framhjá, nam staðar og veitti manninum að- stoð. Sá miskunnsami Samverji, sem oft hefur verið gerður að umtalsefni í stólræðum, lætur furðanlega á sér standa og er ekki um að verða fyrir óþæg- indum. SAMT eru margir gegnir menn á þeirri skoðun, að siðferðileg ábyrgð- artilfinning manna hafi þrátt fyrir ailt færzt i aukana og að harla ó- líklegt sé til dæmis, að atburð- ur sá, sem átti sér stað norður í Skagafirði haustið 1730, gæti átt sér stað í nútímanum. Þá bar svo við, að sexæring frá Grímsey rak að landi vi'ð Neðranes í Skefilsstaðahreppi; hafði ,iann hreppt aftakaveður, en hvolfdi að lokum. Aðeins emn af sjö skipverjum komst a kjöl; hinir drukknuðu aliir. Sá sem af komst var formað- urinn, Jón Björnsson. Hann var þrekaður mjög, en neytti síð- ustu kvaftanna við að komast á þurrt land og iagðist fyrir und- ir marbakka. Hann hafði iegið þar á þriðja dægur og var a'ð þrotum kominn, þegar Her- þrúður húsfreyja í Neðranesi var að huga að kindum og rakst á hann. Væri þá nærtækt að álykta, að nú mundi Jóni borgið, en eitthvað mun hon- um hafa sýnzt húsfreyja sein- lát til hjálpar. Bað hann hana í guðanna bænum að hjálpa sér og bauð meira að segja borgun fyrir, en líklega hefur hún tal- ið vafasamt, að hann væri borgunarmaður fyrir björgun- inni. Aftur á móti sá hún, a'ð ágætir silfurhnappar voru á peysu hans og gerði húsfreyja sér lítið fyrir og skar þá af og hirti. Sömuleiðis náði hún af ósjálfbjarga manninum pen- ingabuddu hans, en hélt að því búnu heim á leið og lét hann eiga sig. Nokkru síðar bar þar að bóndann á Neðranesi, Einar Halidcrsson ásamt bónda af næsta bæ. Þeir tóku þó skip- brotsmanninn upp, en hvorug- ur vildi eða þóttist géta hjúkr- að honum heima hjá- sér, svo þeir afréðu að flytja hann af höndum sér alllanga leið út að Mallandi. Veður var kalt, enda þoldi Jón skipstjóri ekki flutn- inginn og andaðist hann á lei'ð- inni. Samt þótti meðferð þeirra Neðraneshjóna á Jóni ekki sem bezt og var húsfreyjan eftir þetta kölluð „guðlausa Þrúða“. Málaferli spunnust út af með- ferðinni á Grímseyingnum og sýslumaðurinn komst að þeirri niðurstöðu, að hjónin í Neðra- nesi hefðu sýnt „ókristiiegt at- hugaieysi og ótiiheyriiegt mis- kunnarleysi við þeirra sam- kristinn náunga“. Dæmdi hann þau til ailhárra fjársekta, en sökum fátæktar var ekkert af þeim tækt og urðu þau á manntaisþingi á Skefilsstöðum, 2. maí, 1731 að „betala með kroppnum og úti- standa líkamlega refsingu, sem gekk næst lífi þeirra“. HÉR er nær að álykta, að manniegt volæði og allsleysi hafi út þurrk- að alla tilfinningu; jafnvel fyrir því sem annars er talið rétt og rangt. En ekki er að spyrja að refsigleði yfirvaldsins, sem eins og oft áður á þessum tíma er í ætt við kvalalosta og sadisma. Stundum er því líkast að aðkallandi nauðsyn hafi þótt að láta einhvern „betala me'ð kroppnum" og þá lítið sinnt mildandi kringumstæðum, ef einhverjar væru. Bóndinn á Arnarhóli hér í Reykjavík var meðal þeirra, sem fékk óþyrmi- lega að kenna á þessu. Sem landseti konungs átti hann að ferja þá Bessastaðamenn út í Viðey, en raunar hvíldi kvöðin á jörðinni, en ekki manninum. Nú var liann fiuttur búferlum frá Arnarhóli, eða því sem næst, þegar honum barst skip- un um flutninga á Bessastaða- mönnum. Þessu neitaði hann og hefur sjálfsagt á forsendum heilbrigðrar skynsemi talið sig hafa gilda ástæðu til þess. Þær ástæður voru þó léttvægar í augum embættismanna kóngs- ins. Bóndinn var hýddur fyrir neitunína, þó hann væri fiutt- ur af jörðinni og það með þeirri hörku, að hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi. Nú verður liklega að leita til Grikklands til að finna hlið- stæðan skepnuskap í dómsupp- kvaðningum. Arnarhólsbóndinn, Grímseyj- arskipstjórinn og þeir sex- menningarnir, sem létu líf sitt á Mosfellsheiði, voru fórnar- lömb fátæktar, úrræðaleysis og mannlegs ræfilsháttar, sem vonandi he.yrir til fortíðinni að fullu og öllu. Að vísu má eiga von á því í þessu landi, að menn geti orðið úti. En til þess þarf bæði óa'ðgætni og kæru- leysislegan búnað. Grænu úlp- urnar, sem kallaðar hafa verið þjóðbúningur íslendinga nú á dögum. mundu hafa bjargað mörgu mannslífi fyrr á öldum. Þó mikið hafi verið gumað af iíkamsþreki einstakra manna í fortíðinni, er ekkert sem bend- ir til þess að allur fjöldinn hafi haft gott úthald og þrek. Ef at- hugað er betur hin örlagarika ferðasaga Tungnamanna og Laugdæla af Mosfellsheiði, þá sést að skammur tími líður frá því hríðin skeilur á í Vilborg- arkeldu og þar til þá fyrstu þrýtur. Ásókn íslendinga í feitmeti var skiljanleg; þa'ð var sjálfur hitagjafinn i endalausri baráttu við kuldann, ir.nanbæiar og utan. En þar fyrir utan hefur fæðið verið of fábrotið og bæti- efnasnautt. Það lá í landi, að einungis ket væri mönnum bjóðandi. Flest annað var kall- að iéttmeti. Fátækhn hefur líka átt sinn þátt í því, að íslenzkur matar- kúltúr hefur framundir þetta verið á lágu stigi. Til dæmis um þróngsýni og fastheldni við venjur feðranna, dettur mér í hug saga af ungum bónda, sem raunar var uppaiinn i Reykja- vik, en keypti sér jörð fyrir norðar. og fór að búa. Hann vissi ekki a'ð það er talið allt að því fáránlegt að hafa annað kjötmeti en hangikjöt með sér í göngur. Honum þótti hins- vegar hænsnakjöt gott og slagt- aði ungum hænum í stað þess að lóga fjalllambi; Hann skildi mistök sín á sama augnabliki sem hann dró upp hænuna, því himr urðu mállausir af undr- un, og í þessari sveit geymist enn eftir marga áratugi, sagan af „fjallhænunni." ENDA þótt farið sé að Hða á síðari hluta aldarinn- ar, er gamli tíminn að sumu leyti furðu líf- seigur. Ég hygg að víða til sveita komi naumast til umræðu að hafa annan jóla- mat en hangikjöt. Það er að vísu prýðilegur matur, sé það vel verkað og failega til reitt. En hér í þéttbýlinu, að minnsta kosti, er það ekki fremur keypt í hátíðamat en svínakjöt, kjúkl- ingar eða rjúpur. Vonandi er þó menningin, þetta brothætta ker, ekki í hættu, þótt horfið sé frá „þjóð- legum“ matarvenjum. Eini gall- inn við fjölbreyttari og betri mat er sá, að við verðum sennilega ögn feitari og krans- æðastíflan verður sífellt fleir- um að aldurtila. Nýlega kvað einn af íþrótta- þjálfurum okkar upp þann úr- skurð, áð íslendingar stæðu sig vei á stuttum spretti, en þá skorti úthald. Við eigum þá eftir allt saman talsvert sameiginlegt með svarta kynstofninum, sem fengið hefur sömu einkunn. 1 fljótu bragði virðist það und- arlegt og naumast rökrétt. í viðureign við ljónfrá dýr skóg- anna hafa þeir svörtu þurft á spretthörkunni að halda og hún hefur þróazt með þeim. Þeim hefur verið farið eins og tófunni, sem sýnist fljúga fyrsta sprettinn, en venjulegur smalahundur nær henni þó fljótlega, því úthald hefur hún takmarkað. En hvað um íslend- inga, þessi seiglukvikindi, sem gengu sextíu kílómetra á dag í þæfingsófærð og báru fær- ur sínar á bakinu? Hvað er orðið af seiglunni og þolinu, þessum langþjálfaða eiginleika, sem öld fram af öld var hert- ur i viðureignum við stórhríð- ar og óbrúuð fljót? 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desember IMT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.