Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 26
ilsgeir Jakobsson: Tveir skipstjórar segja fra
J ólin eru fagnaðarhátíð kristinna
manna. Sennilega rennur blóðrásin í
mér öfugt. í hlýju og björtu húsinu við
tendrað jólatréð og veizluborð en
skammdegismyrkrið og kuldann úti,
verða utangarðsmennirnir áleitnari við
samvizkuna en endranær. Við loga jóla-
kertanna verðum við skyggnari en hvun
dags á margvíslegar hörmungar mann-
lífsins. Það finnst enn mörg kytran
með einmana sál, sem finnur daprar og
sárar til örlaga sinna, þegar hún veit
af húsi gleðinnar og birtunnar hinu
megin við vegginn, heyrir óminn af
söng barnanna, finnur ilminn af rétt-
unum; klukknahljómur hinnar miklu
fagnaðarhátíðar berst eins og flóðbylgja
örvæntingarinnar inn til þessa fólks.
Litla stúlkan með eldspýturnar er
enn á ferli i þjóðlífinu, og gægist inn
um glugga í skinandi stofur og rjálar
við lokaðar dyr. Við höldum jól í ár
eins og um aldir og vonandi fyllir hið
eilífa Ijós hjörtu góðra manna og gefur
þeim sinn frið og að fornum sið segjum
við jólasögur.
Lesbók Morgunblaðsins bað mig um
tvær sögur af sjó og ég rölti á fund
tveggja skipstjóra sem ég vissi sögu-
fróða og áttu langan feril að baki á
höfum úti.
Sigurjón Einarsson býr í Hafnarfirði,
er alinn þar upp í fjörunni og var fað-
ir hans ötull skútumaður og sjómaður
frábær.
Sigurjón var ekki nema 9 ára að
aldri, þegar hann steig um borð í skjóli
föður síns og ýtti frá. Hann tók land
fyrir fullt og allt 51 árum síðar. Hann
var á skútum og þýzkum togurum frá
1906 til 1915 að hann fór í Stýrimanna-
skólann. Hann var síðan stýrimaður eða
bátsmaður ýmist á mótorbátum eða tog-
urum um nokkurra ára skeið. Hann
varð fyrst skipstjórnarmaður tuttugu og
tveggja ára að aldri á skozkum tog-
ara. Næst var hann með e.s. Paul á
síldveiðum og árið 1927 tók hann tog-
arann Surprise og var með hann til
1930, að hann tók Garðar, sem hann
var jafnan kenndur við. Síðan var
hann á ýmsum nýsköpunartogurum eft-
ir að þeir komu til sögunnar.
Af hálfrar aldar sjómannsferli sínum
var Sigurjón óslitið skipstjóri í 30 ár.
Hann hefur lifað þrjú atvinnuskeið
þjóðarinnar, skúturnar, vélbátana og
togarana gömlu og loks nýsköpunina.
Hann hefur kynnzt fleiri veiðiaðferð-
um en nokkur annar sjómaðaur, sem ég
þekki til, allt frá grásleppuveiðum á
smákænu til síldveiða í troll á nýtízku
togara.
S igurjón er sennilega þekktastur
meðal almennings allra islenzkra tog-
araskipstjóra og kemur þar hvorttveggja
til, að hann var afburða aflamaður
bæði á síld og þorski, og síðan hefur
hann með skrifum sínum lagt margt
merkilegt af mörkum til hagsbóta í sjó-
sókn landsmanna.
Það kom á daginn, að þrátt fyrir langa
og mikla sjósókn, átti þessi aldni skip-
stjóri ekki svo ýkja mörg jól að baki
á höfum úti. Hann hafði jafnan stillt
svo til, ef þess var nokkur kostur, að
halda jólin í landi, og strax í byrjun
skipstjórnar sinnar, lagði hann niður
þann sið að fara út á Þorláksmessu,
eins og altítt var í gamla daga á tog-
urunum.
Hann átti þó í fórum sínum eina litla
sögu af frásagnarverðu jólahaldi. Sög-
una hafði ég einnig heyrt úr öðrum
stað, en ekki munu nema fjórir eða
fimm menn á lífi af þeirri skipshöfn,
sem lifði það jólahald, sem hér segir
frá. Sagan gerist á árunum eftir 1920
og er ekki á stæða til að ársetja hana
nánar, og ég hef fært hana upp á mitt
eindæmi í þann búning, sem hún er í
hér.
að er frostkaldur dagur í miðj-
um desember; verið er að taka ís og
kost um borð í togara í Reykjavikur-
höfn. Hann var að fara til veiða.
„Af hverju á þessi kjöttunna að fara
upp aftur,“ segir einn hásetanna, þeg-
ar hætt er við að láta aðra kjöttunnuna
af tveimur um borð.
„Hin á að duga okkur“, svarar ann-
ar, „við eigum að fiska mikið og vera
fljótir“.
„Á nú að fara að svelta okkur líka“,
segir sá þriðji.
Kjöttunnan fór sína leið aftur upp
í geymslur, og skipið lagði frá.
Það var haldið beina leið norður á
Hala. Fiskur var undir, þegar hægt var
að vera að, en tíðin var stirð og um-
hleypingasöm og túrinn dróst á lang-
inn.
Þremur dögum fyrir jól lá togarinn
inni á Onundarfirði. Menn voru þá að
impra á því við kokkinn að kaupa nú
eitthvað til jólanna af mat, því að þess
var farið að gæta að matföng myndu
vera orðin af skornum skammti.
Kokkurinn tók þessu fjarri.
„Við eigum ekki eftir nema nokkui
höl í skipið og þá höldum við heim.
Þetta vedður að duga okkur“.
En þessi fáu höl reyndust torteknari
en kokkurinn hafði ráð fyrir gert. Tog-
arinn komst út af Önundarfirði á Þor-
láksmesssu, en á aðfangadag brældi
hann upp aftur og nú var leitað vars
inni á Prestabugt en hún er utan til
við Skutulseyrina, sem ísafjarðarkaup-
staður stendur á. Þar söfnuðust togar-
ar gjarnan, ef þeir voru að veiðum
út af Djúpinu, og vindstaða leyfði, að
þar væri legið.
T
A ogarinn, sem hér segir frá, kom
með síðustu skipum þarna inná leguna
og lagðist að hliðinni á Skúla fógeta II.,
og fór skipstjórinn þegar um borð að
hitta stallbróður sinn á Skúla, en skips-
menn tóku til að bæta bakborðstrollið.
Sá siður var ríkjandi á þessum tíma,
að mönnum væri fengið nokkuð að
starfa, þegar legið var um kyrrt. Logn
var þarna inni á legunni en hörkufrost
og var verkið kaldsamt.
„Hvað skyldi maður fá að éta“, sagði
einn hásetanna um leið og hann rétti
sig upp frá bætingunnni og barði sér
til að fá hita í limina.
„Ætli þú fáir ekki þann skammt, sem
þér ber úr mjólkurdósinni, sem eftir er,
sagði annar.
„Þær eru þrjár,“ sagði sá þriðji, „þið
megið ekki ljúga á kokkinn."
Á Skúla voru menn einnig við bæt-
ingu. Kl. 6 barst mér hljómur klukkn-
anna í Eyrarkirkju út yfir Prestabugt-
ina og út á Djúpið. Jólin voru gengiin
í garð. Það sá hvergi á dökkan díl í
fjöllum og stafaði af þeim birtu. í tæru
og kyrru loftinu kvað hátt og hvellt
við í klukkunum.
Karlarnir á Skúla biðu ekki boðanna
með að fara í matinn, þegar þeir vissu
að klukkan var orðiin sex, en þeir
veittu því athygli að mennirnir um borð
í hinum togaranum létu sér hægt og
því kallaði einn Skúlamanna yfir um
leið og hann lagði frá sér nálina:
„Gefið þið ykkur á Leifi ekki einu
sinni tíma til að éta á jólunum. Þetta
er meiri vinnugleðin."
Einn karlanna á Leifi hafði skropp-
ið aftur á borðsal sennilega til að
hyggja að mat, nema hann kom í dyrn-
ar á borðsalnum um leið og þessi orð
voru töluð. Hann sneri snarlega inn
aftur og kom með mjólkurdós í hend-
inni og fleygði henni af hendi ýfir á
dekkið á Skúla um leið og hann sagði:
„Þarna hafið þið nú jólamatinn okk-
ar hér um borð.“
c
O kipstjórarnir tveir voru að stikla
upp í brúnni á Skúla. Brúargluggarn-
ir voru opnir. Þeim var lokað.
Það reyndist staðreynd, að hið eina
matarkyns til jólanna um borð í Leifi
voru þrjár mjólkurdósir. Kokkurinn
þótti að jafnaði dálítið matsár, og bera
hag útgerðarinnar meir fyrir brjósti en
hæfilegt var og nú bættist það við, að
hann hafði misreiknað sig herfilega og
ekki búizt við jafnlangri útivist og raun
varð á. Skipstjóranum hefur sennilega
ekki verið ástandið fyllilega ljóst, ann-
ars hefði hann með einhverjum hætti
reynt að komast í verzlun á ísafirði og
afla matfanga í stað þess að fara sjálf-
ur yfir í Skúla og setjast þar að kræs-
ingum.
Mennirnir á Leifi ákváðu að halda
áfram bætingunni, þar til henni væri
lokið fyrst engan mat var að hafa og
líklegt er að talsmátinn sé ekki Lesbók-
arefni og verður hann ekki rakinn hér,
en sennilega hefur hann ekki skánað,
þegar hásetarnir á Skúla fóru að koma
úr mat með vindla í munni og glað-
klakkalegir. Ekki er fyrir það að synja,
að Leifsmenn hefðu getað fengið eitt-
hvað matarkyns um borð í Skúla, ef
þeir hefðu leitað eftir því, en þeim var
orðið svo þungt í skapi að þeir fundu
sig ekki menn til þess, enda áttu þeir
von á því að skipstjórinn þeirra gengi
þá í það mál, þegar hann sá hvernig
ástatt var um borð. Það varð þó ekki
og leið svo þetta aðfangadagskvöld við
sult og seyru, og bætingu og barsmíð
sér til hita, og misfagurt jólatal. Það
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'
24. desember 1967