Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Síða 19
af vitlausa
herbúðastjóranum
Veijo Meri er finnskur rithöf-
undur, fæddur 1928. Hann hefur
skrifað fjölmargar skáldsögur,
eitt leikrit og tvö söfn smásagna.
Verk lians hafa verið þýdd á
margar erlendar tungur, m.a.
ensku, frönsku, þýzku og rúss-
nesku. Þessi kafli sem hér birtist
er þýddur úr skáldsögunni
Manillareipið sem kom út 1957.
Sagan er að formi til frásögn af
ferðalagi hermanna á leið
heim í orlof, sem stytta sér
stundir við að segja hver öðrum
sögur. Sagan af vitlausa herbúða-
stjóranum er ein þeirra. — Þýð.
STRAX í upphafi var ljóst að hann
var ekki eins og fólk er flest, en
herdeildin átti bágt með að átta sig
á hvers konar náungi hann eiginlega
var. Forvitni hans var takmarka-
laus. Þegar þeir hjóluðu fylktu liði
eftir þjóðveginum átti hann það til
að hrópa allt í einu: hvað er það
sem hreyfist þarna niðri á strönd-
inni? Við skulum koma og athuga
það.
Þeir stönzu'ðu og herbúðastjórinn
lagði af stað eftir skurðbakkanum
niður að ströndinni með alla strák-
ana á eftir sér.
Þar rákust þeir á fiskimann sem
bograði við að hreinsa fisk. í hvert
sinn sem hann fleygði slóginu í sjó-
inn sveiflaði hann hægri handleggn-
um í stórum boga í loftinu. Það
var einmitt þessi handarhreyfing
sem hafði vakið athygli herbúða-
stjórans.
Fiskimaðurinn vissi ekki hvaðan
á hann stóð veðrið, þegar hann sá,
að hann var allt í einu umkringdur
heilli herdeild. Og í hópnum miðjum
var sjálfur herbúðastjórinn með
uppglennt augu, stuttur og gildur,
breiður eins og gaflveggur á minni-
háttar sveitabæ. Hermennirnir sögðu
ekkert, þeir störðu bara án afláts og
gengu í hring umhverfis fiskikarlinn
til þess að geta virt þetta fyrirbæri
fyrir sér frá öllum hliðum. En nú
tóku hendur karlsins að titra og hann
skotraði augunum órólega í allar
áttir eins og hann hefði verið stað-
inn að ólöglegum verknaði.
Þarna skemmdist fiskurinn. Gall-
blaðran sprakk, sagði herbúðastjór-
inn.
Og svo sannarlega hafði fiskikarl-
inn sprengt gallblöðruna með kutan-
um, gulur vökvinn rann inn í slægð-
an fiskinn.
Hermennirnir fylgdust þegjandi
með því hvernig vesalings fiskikarl-
inn fór að því að gera að fiskinum
þangað til hann rak hnífinn á kaf
í höndina á sér. Þá veifaði herbúða-
stjórinn hendinni til merkis um að
þeir ættu að raða sér upp og svo
leiddi hann flokkinn sinn aftur með-
fram skurðinum yfir akrana og upp
á veginn. Kannski skildist honum
sjálfum, að hann hefði gengið of
langt í forvitni sinni, því að hann lét
fiskikarlana í friði upp frá þessu.
En í bardögum fannst honum hann
aldrei fara nógu langt. Hvenær sem
herdeildin hafði með mestu erfiðis-
munum náð settum áfanga, sagði
herbúðastjórinn: mér finnst við ætt-
um að halda svolítinn spöl enn, pilt-
ar. Þetta var ekki skipun, en þeir
fylgdu honum eftir, því að smámuna-
samir voru þeir ekki. Stundum var
svo erfitt að komast áfram, að þeir
lentu í staðinn smáspöl afturábak.
— Mér finnst, piltar, að við ættum
að sækja fram svolítinn spöl enn,
sagði herbúðastjórinn. Kannski átti
það að vera brandari. Og svo, þeg-
ar þeir höfðu sótt fram svo sem
einn kílómeter eða hálfan, og lágu í
kjarrinu og köstuðu mæðinni, heyrð-
ist í herbúðastjóranum: mér finnst
við ættum að halda svolítinn spöl
enn, piltar.
Það kom fyrir, að hinir eyðilögðu
allt þetta sóknarbrölt og þá komust
þeir ekki nema hundrað metra fram.
Heil lína af skotbyrgjum varð fyrir
þeim. — Ekki getum við legið hér,
sagði herbúðastjórinn. Og svo sóttu
þeir fram enn um stund.
Loks komu þeir að strönd Onega-
vatns. Það var numið staðar á vatns-
bakkanum. í kjarrinu á ströndinni
voru teknir um tveir tugir fanga,
fallnir lágu á víð og dreif. Líkastir
litlum deplum sáust fáeinir fjand-
menn á sundi á leið út í fjarðarmynn-
ið, strandlengjan hinum megiin sást
ekki. — Hér getum við ekki staðið,
mér finnst, piltar, að við ættum að
halda svolítinn spöl enn, sagði einn
strákanna skyndilega. Líkt og sam-
kvæmt skipun sneru þeir sér allir
að herbúðastjóranum — hann var
reyndar þá orðinn liðsforingi — þeir
virtu hann fyrir sér til að sjá, hvort
hann 'hefði skilið sneiðina. Loksins
hafði gefizt tækifæri til að launa
honum lambið gráa. Þetta var mik-
ið áfall fyrir herbúðastjórann, því
að hann gat ekkert sagt. Eftir þetta
sagði hann ekki einu sinni af mis-
gáningi: mér finnst, piltar, að við ætt
um að halda svolítinn spöl enn.
Víst kann ég lagið á vitfirringum,
var annað eftirlætisorðtækið hans.
Tilefni þessa orðtækis var atburður
sem átti sér stað sumarið milli styrj-
aldanna. Herdeildin átti einu sinni
leið framhjá geðveikrahæli. Þar var
eitthvað óvenjulegt á seyði, það
heyrðust hróp og gæzlumenn í hvít-
um sloppum hlupu um garðinn. Engu
var líkara en hópur brjálæðinga
hefðu brotizt út úr klefum sínum og
væru komnir í hringdans úti á blett-
inum.
— Hvað er þarna að gerast? spurði
herbúðastjórinn. Við skulum koma
og sjá.
Herdeildin hætti göngunni og elti
foringja sinn að trjálundi við sjúkra-
húsbygginguna.
Uppi á þaki sex hæða byggingar-
innar stóð geðveikur maður, guð
veit hvernig hann hafði komizt þang
að upp. Hann öskraði niður þá fyrir-
ætlun sína að stökkva beinustu leið
niður í iður jarðar þar sem hann
þyrfti aldrei framar að hlusta á
hávaðann í vitleysingunum.
Gæzlumennirnir reyndu að lokka
hann burt frá þakbrúninni, en hvorki
bænir né hótanir stoðuðu. Það er
sagt, að brennivínsflaska hafi meira
að segja verið dregin fram, en árang
urslaust.
— Hland, bara hland, æpti vitfirr-
ingurinn.
Gæzlumennirnir þorðu ekki að
nálgast hann af ótta við að hann
stykki þá samstundis. Það var um að
gera að reyna að draga þetta á lang-
inn til að finna ráð. Ekki gátu þeir
horft á það aðgerðarlausir, að hann
hrapaði niður, þótt þá langaði til
þess, því að sæmd sjúkrahússins var
í veði. Gæzlumennirnir niðri í garð-
inum festu nokkurs konar net og segl
milli glugganna á neðstu hæðum
byggingarinnar og trjánna sem næst
voru, það var gersamlega tilgangs-
laust staut. Vitfirringurinn uppi á
þakinu skildi það líka, hann gekk
meðfram þakrennunni og hreytti úr
sér hæðnisglósum. Hann hafði allt
þakið til umráða og gat stokkið
hvaðan sem hann lysti, en netin
náðu ekki langt.
Haldið þið að ég sá sá asni að ég
fari að stökkva niður í netin ykk-
ar, æpti hann. Þið gerið enga sultu
úr mér handa vitleysingunum þarna.
Hann hélt nefnilega á köflum að
hann væri einhver tegund af vilii-
bráð sem menn veiða í net.
Herbúðastjórinn hallaði sér upp
að trjábol og skellihló.
Þið fáið hann aldrei niður svona,
sagði hann. Lofið mér að reyna. Ég
heiti ykkur því að hvorki þið né
sjúkrahúsið bíðið álitshnekki, en vit
firringurinn þarna uppi kemur þjót-
andi niður stigana eins og byssu-
brenndur.
Menn féllust á að leyfa herbúða-
stjóranum að reyna. Allir störðu á
hann í ofvæni, gæzlumennirnir og
svo læknirinn sem hafði reynt að
koma vitinu fyrir karlinn með því að
tala til hans gegnum þakgluggann,
en komið niður aftur þegar það
reyndist árangurslaust. Hermennirnir
tóku sér nú líka stöðu meðal áhorf-
enda.
Herbúðastjórinn gekk virðulegum
skrefum að húsveggnum, studdi á
hann báðum lófum og gerði sig lík-
legan til að ýta á af öllum kröftum.
Ef þú kemur ekki niður af þak-
inu og það eins og skot, þá velti ég
húsinu um koll.
Fljótlega birtist andlit vitfirrings-
ins ofan við þakrennuna.
Hvað sagðirðu? spurði hann van-
trúaður. Af fyrri hortugheitum var
nú ekki snefill eftir.
Ef þú kemur ekki niður af þak-
inu og það eins og skot, þá velti ég
húsinu um koll, svaraði herbúða-
stjórinn.
Andlit vitfirringsins hvarf. Innan
hálfrar mínútu var hann kominn
hlaupandi út um dyrnar og út í garð-
inn. Gæzlumennirnir tóku hann í
sína vörzlu og fóru með hann inn.
Þetta er að kunna lagið á vitfirr-
ingum, sagði herbúðastjórinn drýg-
indalega.
Læknirinn starði furðu lostinn á
hann. Svo yppti hann öxlum.
Svona sjúklingar eru óútreiknanleg
ir eins og þér sjáið sjálfur, sagði
hann. En hvað hefðuð þér tekið til
bragðs, ef öll yðar ráðsnilld hefði
nú samt ekki bitið á karlinn? spurði
hann. Kannski var metnaði hans mis-
boðið úr því hann hafði sjálfur ekki
getað bjargað vitfirringnum. Og nú
vildi hann ná sér niðri á herbúða-
stjóranum. Hann hugsaði með sér, að
iþessu gæti hann ekki svarað,
Herbúðastjórinn renndi augum út
i loftið um stund, hann var afar
hugsandi á svipinn. Með annað aug-
að í pung og djúpar hrukkur á enni,
leit hann á hvern af öðrum. Hann
Framh. á bls. 29
24. desember 1967
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19