Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 23
sem betur hefðu þótt ódreymd- ir. Pétur vinnumaður í Múla, hraustmennið, sem bezt dugði í þessari ferð, honum hafði í draumi fundizt hann standa á hlaðinu á Mosfelli í Mosfells- sveit og sá sex menn dregna á sleðum niður af heiðinni, en þegar hann spurði hverjir væru þar fluttir, var honum svarað, að þar væru samferðamenn hans. Það var löngum venja íslendinga að bera saman drauma sína fyrir stórátök. Það sama gerðu þessir fjórtán ver- menn, en eins og löngum áður, þegar draumar voru illir, var reynt að varpa af sér fargi þeirra með þeirri karlmann- legu staðhæfingu, að eigi væri mark að draumum. EIR voru komnir utarlega í Vilborgarkeldu, nokk uð langt vestur á heið- inni, þegar veður breyttist í skjótri svip- an. Hafa þeir lýst þeim umskiptum þannig, að lítinn skýhnoðra dró upp yfir Esj- unni og um leið var sem hel- kaldur gustur færi um heiðina. Á fáeinum mínútum skall á harðviðri svo mikið, áð þeim þótti með ódæmum og voru þó ýmsu vanir. Herti frost að sama skapi; norðan stórhríð var skollin á og vildu sumir freista þess að snúa við og ná til bæja í Þingvallasveit. Hinir munu þó hafa verið fleiri, sem leizt það óráð; bæði er þar strjálbýlt og erfitt að hitta á bæi, en hættulegt að villast út á vatnið, þar sem víða eru afætur vegna kaldavermsla. Þótti þeim hyggilegra áð halda áfram, því sæluhúskofi var vestar á heiðinni, en misstu þeir af honum, færi brátt að halla niður í Mosfellsdalinn. Hægt og bítandi seig hópur- inn af stað í veðurofsanum; Egill á Hjálmstöðum fór fyrir, hann var þeirra elztur. Eftir skamma stund voru klæði þeirra hlaupin í klaka- stokk og heftu mjög gönguna. Og hér gerðist það sama og oft áður, þegar íslendingar háðu viðureign uppá lif og dauða við stórhríðina: Höfuðfötin urðu ekki hamin, sumir sáu á eftir þeim út í sortann og þáð var þýðingarlaust að reyna að ná þeim aftur. Mátti og vera augljóst mál, að byrðarnar yrðu þeir að láta af sér og skilja farangurinn eftir, ef von ætti að vera um að ná vestur yfir heiði. En hér fór sem oftar áður, að slíkt gerðu menn ekki fyrr en um seinan. Aldalöng barátta við skort hafði kennt mönnum að bera þá virðingu fyrir matföngum, a'ð heldur gerðu þeir sig örmagna og urðu úti en að skilja við sig nestið og farangurinn. TÓKU margir að mæðast og lýjast áður en langt um leið og buðust þá hinir þrekmeiri til að bæta á sig byrðum þeirra; ekki kom til greina að skilja neitt eftir. Er þá Péturs í Múla fyrst getið að afskiptum, er þetta bar á góma: Kvað hann einu gilda þó pokar lægju eftir og muni hann einskis manns farangri á sig bæta. Réðist hann nú ó- sjálfrátt til forystunnar ásamt Einari í Hrauntúni og kom þeim saman um, áð Egill á Hjálmsstöðum mundi ekki hafa haldið réttri stefnu. Litlu síðar standa þeir frammi fyrir því, að fimm þeirra félaga eru svo kröftum þrotnir, að þeir 'treysta sér ekki lengra. Fannst sumum, að hver væri sjálfum sér næstur og væri nú ekki um annað að ræða en láta þá liggja sem þryti, en hinir reyndu að bjarga lifinu og ná bæjum. Pétur í Múla tók enn af skarið; kvaðst hann aldrei mundu láta slíkt henda sig að yfirgefa fé- laga sína í nauðum og urðu þá allir um kyrrt hjá þeim er þrotnir voru. Þá lifði enn löng stund af degi, þegar þeir afréðu áð láta fyrirberast á hjarninu. Mörgum atvikum virtist að því stefnt, að nú var svo komið fyrir þeim, sem raun bar vitni um. Fyrst höfðu þeir allir beð- ið eftir Kristjáni frá Arnar- holti, hann hafði orðið síðbú- inn að heiman. Hefðu þeir far- ið yfir vatnið og gist í Heiðar- bæ, væri mjög líklegt, að þeir hefðu ná'ð til sæluhússins, jafn- vel ef þeir hefðu sleppt hinni afdrifaríku bið eftir kaffinu hjá Þingvallaklerki. Flestir fleygðu sér samstund- is eða reyndu að gera sér gróf í hjarnið með stöfum sínum, svo fyrr skefldi yfir þá. Undir dagsetur stangaði grái griðung- urinn þann fyrsta: Þorsteinn frá Kjaranstöðum, seytján ára unglingurinn, gaf frá sér hljóð þrisvar og var örendur. Stóðu þeir að lokum einir uppi Pétur og Einar, báðir fílhraustir og jafn gamlir, tuttugu og fimm ára og fullharðnaðir. Hétu þeir hvor öðrum, að báðir skyldu þeir uppi standa meðan þeim entist þrek og ræna. Það má fullyrða að nætur- staða þeirra Péturs og Einars yfir félögum sínum sé með mestu afrekum, sem menn hafa unnið í viðureign við fárviðri. Það er í rauninni ofurmann- legt að ætlast til þess, þegar flestum er gersamlega þrotinn máttur, að tveir hafi svo mikið þrek umfram, að þeim endist það til að standa uppréttir frá því síðla dags og þar til morguninn eftir. Að sjálfsögðu reyndist þeim vakan hin mesta þrekraun; sótti mjög á þá svefn, enda illa fyrirkallaðir eftir vonda nótt og litla hvíld á Þingvöllum. Svo hörð var hríðin um nóttina, áð þeir máttu hafa sig alla við að standa og hrekjast ekki burt, hvor frá öðrum. Klæði þeirra voru þá orðin ein klakabrynja og hlóðst mjög klaki fyrir vit þeirra, en þeir brutu jafnóðum hvor af öðrum. Þá hafði skeflt yfir hina, sem lágu. ÖNDIR morguninn heyrð- ist einn félaga þeirra kalla úr skaflinum, að snjórinn yrði rofinn fyrir guðs skuld, því sér lægi við köfnun. Þeir Pétur og Einar gengu þá í að losa þá undan hjarninu, en sumir voru frosnir niður og einn til vi'ðbótar látinn: Jón frá Ketilvöllum. Það gránaði af degi og birt- an jók þeim lífsvon; þeir voru nú tólf sem uppi stóðu, en þá Pétur og Einar hafði kalið mjög við að ná hinum úr skaflinum. Enn var það harðasta eftir. Um dagmálin virtist enn herða frostið og hríðarofsinn nálgað- ist aftök; skellti þeim flötum hvað eftir annað, en þeir sem meira máttu sín studdu þá, sem óstyrkari voru á fótunum. Þó varð ekki aðgert, lífi'ð fjar- aði úr þrem til viðbótar í þess- um átökum. Laugdælingarnir þrír, ísak og Diðrik frá Útey og Egill frá Hjálmsstöðum lét- ust í höndum þeirra hinna. Þá hafði hlaðizt svo mikill klaki á andlit Péturs, að hann skip- aði Kristjáni frá Arnarholti að brjóta hann af með broddstaf; lagðist hann niður, en Kristján beitti broddstafnum varlega. Pétri þótti hinsvegar nóg um varfærnina, náði hann taki á brotskörinni og reif allt frá og fylgdi með hár og skegg. Níu voru þeir eftir og kom nú saman um að skilja eftir áttu vonda nótt. byr'ðar sínar og freista þess að ná niður af heiðinni. Þá hafði lítilsháttar lægt veðrið, var þó mjög hvasst og hörkufrost. Hinsvegar var komið harð- fenni í staðinn fyrir þungfæra lausamjöll og veittist þeim gangan léttari. Þó mundu ör- lagahyggjumennirnir í hópnum og þeir, sem þrátt fyrir allt tóku mark á draumum hafa grunað, að enn mundi einn hníga, enda var þess ekki langt að bíða. Annar unglingurinn úr hópnum, Guðmundur í Múla, lagsmaður Péturs, hafði staðið sig vel til þessa. Nú bað hann Pétur að hjálpa sér, því máttinn þryti. Gengu þeir und- ir honum lengi, Einar og Pét- ur og hálfdrógu Gísla Jónsson. Eftir að þeir höfðu borið Guð- mund stundarkorn, tók hann fyrsta andvarpið og var látinn. Griðungurinn grái hafði stang- að sex og í sömu andrá vildi svo einkennilega til, að hríðinni slotaði jafn skyndilega og hún hafði byrjað. EIR náðu að Bringum; bærinn stendur í heið- arhallanum nor’ðaust- anvert við Grímmanns- fell og sést af Þing- vallaveginum. Þá var svo af þeim dregið, að ekki komust. þeir hjálparlaust upp lág baðstofuþrepin. Síðar virt- ist Pétur ekkert muna af því, sem þarna hafði gerst. Hann var eins og maður, sem geng- ur í svefn:, en svarar samt öllu skilmerkilega, sem um er spurt. „Því ætli ég vilji ekki kaffi“, svaraði hann, þegar það var boðið. Hann drakk það standandi, meðan Jóhannes bóndi í Bringum náði af hon- um klakabrynjuðum fötunum. Meðan Pétur og Einar stumr- uðu yfir Gúðmundi og drógu Gísla Jónsson, höfðu fimm far- ið á undan og náð að Bringum. Þeir voru þá svo rænulitlir, að ekki höfðu þeir hugsun á að segja til hinna, sem á eftir Framh. á bls. 30 Á Mosfellsheiði. Þar eir langl milli kennileitanna og erfitt að átta sig í dimmviðrum. 24. desember 1967 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.