Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 28
Alls sta'ðar er gengið á hina ósnortnu náttúru og borgírnar vaxa með ofsahraða. Mannkyninu fjölgar um GO milljónir á ári og vandamál þess eru hér á jörðinni, en samt er svimandi fjárhæðum veitt til þess að komast til annarra hnatta. myndbreytingar lífsins. Einnig vitum vlð dæmi þess, að sum form lífsins ttóku á sig óheppilega mynd, sem þróunin varð svo að drepa af sér tl að forða allsherjar eyðinvu. Nægir bar að nefna risaeðlurnar, sam dæmi. En þrúunin hélt markvisst áfram, þar tid fram kom sú lífsmynd, sem í fyll- ingu tímans reyndi að snúa blaðinu við og stjórna þróuninni, en það var maður- inn. Með tilkomu hans, eða öilu heldur með tilkomu getu hans til að framkvæma hugsanÍT sínar og virkja þær til nýrra dáða, var broitið blað í sögu láfsins á jörðinni. í skjóli þess einstæða afls, sem hugsunin varð manninum, gerðist hann drottnari jarðarinnar og greip á margan hátt inn í þróunina og breytti henni. En þxútt fyrir síaukinn hugsanaþroska hefur siðgæðisþroski mannsins ekki fylgit þar með í kaupunum og nú er svo komið, að eilífur ótti við sinn eigin tortímingarmátt virðisit það eina sem getur skapað manninum jafnvægi og þó getur hann ekki látið vera að leika sér að eldinum. Sögu mannsins mætti ef til vill bera saman við sögu risae'ðlanna — dýranna, sem þróunin varð að drepa af sér —; erx þar er þó sá reginmunur á, að eðlurnar gátu ekki hamlað gegn endalokum sínum, sem maðurinn þó hefur tækifæri til. Við ófyrirsjáanlegum breytingum er erfitt að gera, en okkur ætti að vera vork- unnarlaust að íhuga aðeins þær, sem við vitum þegar að eru óumflýjanlegar. Mannfjölgunin er nú meir en 60.000.000 einstaklingar á ári og sú tala hækkar stöðugt. Ef ekkert verður við gert, mun mannkyninu hafa fjölgað um hekning um næstxi aldamót og það táknar snöggtum óþægilegra líf fyrir afkomexxidur okkar um það leytið. Með sama áframihaldi missum við af tækifærinu til að veita þró- uninni í heppilegan farveg og verðum um leið sjálfir okkar örlaganornir. Þetta vandamál leiðir af sér fleiri, sem öll enda í sama punfcti. Vandamálið' með stórborgirnar er t.d. eitt þeirra, Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hefur borg'xim með yfir xnilljón íbúa fjölgað úr 30 í rúmjlega 80, og sumar þeirra telja allt að tólf miHjón ibúa, eða jafnvel sextán milljónir svo sem Tokyo. Jafnhliða þessu fjölgar farartækjum svo allt að helmingi hraðar og afleiðingin er öngþveiti á mörgum sviðum. Nú vitum við, að offjölgun sem þessi hjá öðrum dýrum leiðir til afbrigðilegrar hegðunar og jafnvel sjálfseyðingar og það er ekfcert, sem bendir til þest,, að viðbrögð okkar yrðu önnur, ef til kæmi. Síaukið bil milli þróaðra og vanþróaðr>a rífcja er enu eitt áhyggjuefnið. Það er að vfeu einn anginn af offjölgunarvandamá 1 inu, sem þar spilar inn í líka. Við verðum að horfast í augu vi'ð það, að vanþróað ríki verður vart iðnvætt að nökkru ráði á meðan fjölgunaxihlutfan íbúa þess er of hiátt. Of miklir fjármunir og of margar hendur verða þá að fara í t d. aukið húsnæði og það nauðsynlega viðihald, sem þarf til að þjóðin aðeins geti lifað. Freysteinn Jóhannsson MAÐUR LÍTTU ÞÉR NÆR E INKENNT iífsins á jörðinni í dag er síaukinn hraði á ölluttn sviðuttrx. Þróunin, sem áður var marbviss en hæg — svo hæg að vart varð greint í fljótu bragði — er nú orðin hraðari en svo, að hún verði talin í ,,kynslúðum“ eða árhundruðum. Róttækar breytingar eiga sér nú stað með fárra ára millitoili og við verðum að kúvenda okkar daglegu háttum í samræmi vi’ð þær. Það getur því orðið nokkuð áieitin spurning, hvort mannkynið geti, þegar tímar líða fram, aðhæft sxg öllum þeim breytingum, sem yfir því vofa. Breytingar nútímans eru yfirleitt svo afgerandi, að við getum með engum sanni sagt til um, hvernig það verður að lifa í okkar vistarveru eftir 100 ár eða svo. En auk þeirra breytinga, sem eiga eftir að dynja óvæn.t yfir okkur, eru líka breytingar, sem við getuim að nokkru gert okkur í hugarlund, hvernig verði og það sem meira er: sumar þeirra stefna á takmörkun eða jafnvel endalok. Tökum tiil dæmis vandamálin, sem síaukin mannfjölgun hefur í för með sér, eða æ breikkandi bil milli þróaðra og vanþróaðra rikja. Gegndarlaus ágangur manns- inis á villía náttúru stefnir nokkuð örugglega að útrýmingu og eú tillhugsun, að við erum ekki þroskaðri en það, að manrndráp og styrjaldir þykja sjálfsagðir hlutir enn í dag, er allt annað en skemmtileg. Fleira mœtti án efa tína til, en þetta verður að nægja í bili. Þegar þessi mál svo eru skoðúó niður í kjölinn, vaknar ósjálfrátt sú spurning, hvort maðurinn þoli í raun og veru að lifa í þeirri þróun, sem orðin er og hvaða afleiðingar enn frekari þróun hafi? Ekki er vitað með vissu, hvenær líf kviknaði á jörðinni fyrst, né heldur vifcum við, hvernig það ííf varð tifl. Við segjuim aðeins, að á einhverju vissu stigi hafi skapszt ski'yrði til þess, að lífið gat hafizt í formi einfrumúnga, sem æxluðuist með skiptingu. Þar með var ísinn biotinn og sú þróun, sem við þykjuttnst geta rakið allt til okkar sjálfra, fékk byr undir báða vængi. Sérhver megin- breyting í þessari þróun var afleiðing markvissrar foriþróunar, sem leiddi tíl Ágangur mannsins á vilflta náttúru er líka áhyggjuefni, sem vex sumum í aug- um. Þar ætti að nægja að minna enn einu sinni á endalok risaeðlanna, sem voi-u orðnar of aðgangsharðar til að eðlileg þróun og uppbygging lífsins gæti átt sér stað. Síðast skal dregin fram sú hætta, sem okkur stafar af skorti okkar á siðgœðiB- þroska. Hugis.u>n mannsins og sú tækni, sem hún hefur skapað, hafa lagt honum upp í hendurnar vopn, sem geta eytt öllu lífi á jörðinni. Að lifa í stiöðugum ótta við sinn eigin torfcímingaranátt er enguim hollt, ailra sízt, ef höfð er í huga sú sitaðreynd, að enn á því herrans ári 1967, má segja að víða ramtoi á bartmi styrj- aldar og að vopnaviðskipti eiga sér stað. Það fer að verða heldur hæpinn ávinn- ingurinn okkar af öllum tækniframförunum. Siðgæðislega séð höfum við ekkert breytzt í mörg hundruð ár og enn stöndum við nálægt þeirn, sem eitt sinn kross- festu góðan mann fyrir botxxi Miðjarðanhaflsins. Hugur mannsins er furðulegt fyrirbrigði, sem lítið er vitað um með vissu. Vi® eyðuim meira fé í rannsóknir á himingeimnum og fáfengilegar tilraunir til að verða fyrstir til tunglsins en við leggjum í rannsóknir á okkur sjálfum. Vi'ð látum meira íé af mörkum til að geta borizt á banaspjótum en við látum af hendi rakna til þeir.rar nauðsynjar, að mannkynið geti raunverulega lifað í friði. En undir- rót alls þessa er sá ofmetnaður, sem maðurinn hefur tiieinkað sér og sú stað- reynd, að hnefarétturinn er enn í fullu gildi, segir sína sögu. Það er mikil ábyrgð að vera drottnari jarðarinnar. Þessari ábyrgð virðumst við ætla að skjóta okkur skammarlega undan með því einfalda ráði að tortíma jörðinni. Það stendur einhvers staðar, að það þurfi oft meiri þroska til að viðurkenna mis- tök sín en að loka fyrir þeim augunum og vonardi eigum við eftir að sýna þann þixnska, semn til þarf svo að mannkynið geti enn uim stund notið þess hlutskiptis, sem því uipphaflega var ætlað. 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.