Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 15
Inni í tröllastofu nálæg't Stenstrup í Danmörku.
Þess sér víða stað í þessum forn,u graf-
hýsurn, að menn hafa raunverulega
klofið stórbjörgin, sem til bygginganna
fóru og er talið að til þess hafi verið
notuð frumstæð sprengitækni með eldi
og vatni, sem þekkit er frá ýmsurm
fruimstæðum þjóðum.
IV æst var að mæla þykkt og
breidd þeirra heltusteina, sem kom til
greina að nota og síðan hefur verið
markað fyrir grunni grafhýsisins. Þá
hefur steinum hliðveggianna verið
stU.lt upp og þeir látnir styðja hver
annan en sléttasta fletinum snúið inn í
grafhýsið. Op hefur verið skilið eftir
á þeirri hlið þar sem gangurinn skyldi
vera út úr tröHastofunni. í sambandi við
gerð þessa gangs hefur þurft að leysa
tæknilegt vandamál, því að gangurinn
með þa/ki varð að vera í sömu hæð og
aðrir veggir grafhýsisins. Þetta hafa
menn leyst með því að hafa
nokkru lægri steina sitt hvoru
megin við ganginn. Þegar hlið-
arsteinar voru reistir a.lt umhverf-
is og gengið frá umbúnaði við gang-
irm var komið að því að refta yfir
grafhýsið. Var það oft gert á þann veg,
að fyrst var lögð röð hellusteina á vegg-
ina allt í kring og þeir látnir slúta svo-
lítið inn yfir veggjarbrúnina. Stundum
voru tvö til þrjú lög af slíkum steiri-
um, þar sem efri röð slútti ætíð inn
yfir meðri. Á þennan hátt var hægt að
hafa grafhýsið rýmra að gólfmáli en
eila, því að ætíð voru takmörk fyrir
stærð þaikhellnanna. Þegar lokið var
gerð tröllastofunnar var þak hennar
hvolflaga og enda þótt inn þrön.gan og
lágan gang væri að fara var rúmt og
sæmilega hátt til lofts þegar inn var
komið.
Nokkrar tröllastofur í Danmörku hafa
verið grafnar upp og endurbyggðar
þarinlg SÍ'rr.ý-'Vl, geta skoðað þær og virt
fyrir sér niákvæimlega hvernig paeÍ* hSfd
verið gerðar. Og inni í þessum fornu
grafhýsum er nútímamaðurinn kominn
þúsundir ára aftur í tímann og virðir
fyrir sér handaverk steinaldarmannsins
eiris og hann skildist við þau.
M.rSt fleira fróðlegt tekur Glob
fyrir í þessari bók sinni, er hann flettir
spjöldum forsögunnar og les úr forn-
minjum og grafarumbúnaði allt að því
Steindys við Vig í Ods héraði í Dan-
mörku.
dagleg atvik fólks á steinöld, brons-
öld og járnöld. Greinilegustu minjarnar
eru í flestum tilvikum grafirnar
og grafarumbúnaðurinn, en frá bronsöld
eru einnig til mörg helgitákn á klett-
um og steinum, sem vitna um trú
marrna á þeim tíma. Eru það skipsmynd-
ir, sóltákn, skálarmerki og fleiri tákn,
sem menn hjuggu í bergið til þess að
trvggja hamingju sína og lífslán. Þá hef-
ur eldurinn stundum lagt lið varðveizlu
fornminja. Bæir hafa brunnið og menn
hafa byggt nýja án þess að hreyfa við
brunarústum gamla bæjarins. Og nú
hefur hann verið gi'Eifinn fram á síð-
ustu árum og einstakir hlutir dregnir
fram í dagsljósið úr þeim stöðum er
skilizt var við þá þegar fólk hjálp út
út brennahuí W$S$*S lyrir.. nokkrum
þúsundum ára.
S íðustu fornminjar sem Glob tek-
ur með í bóik sinni eru rúnasteinar,
þessi elztu talandi tákn norrænnar
sögu. Elztu rúnasteinar í Danmörku eru
frá öndverðri víkingaöld, en á annarri
öld víkingatímabilsins voru ristir yfir
hundrað rúnasteinar í Danmörku. Venju
Saga árþúsunda
iesin úr danskri mold
lega eru þeir einfaldir að gerð og rún-
irnar skýra aðeins frá því, að tiltékinn
maður hafi látíð reisa þennan stein yfir
annan tiltekinn mann. Stundum er þess
þó einnig getið hver risti rúnirnar og
einstöku sinnum er Þór ákallaður í
þessum rúnarristum. „Þór vígi þessar
rúnir“, stendur þannig á einum rúna-
6 SENDIBRÉF
Framh. af bls. 6.
þjer brigzlum, sízt eins og nú stendur
á; því jeg samhryggist þjer af alhuga,
fyrst með lát seinni konu þinnar, enn
stjúpmóður minnar, og svo nú með missi
yngsta sonar þíns, enn bróður míns, og
óska þjer af alhuga allrar huggunar og
blessunar í bráð og lengd.
Tíminn er svo naumur, að jeg kemst
ekki til að skrifa þjer meira í þetta
sinn; en ætla, ef g.l., að gera betri skil
með næstu gufuskipsferð (sem verður
í næsta mánuði). Vænt þætti mjer að
sjá frá þjer eitt orð aptur þegar kost-
ur er; enn hvað sem því líður, ætla jeg
nú að skrifa þjer stöðugt og þreytast
ekki fyr en þú bænheyrir mig um þetta.
Má þá vera, sumt verði ljósara fyrir
. [þjer hvað] mig snertir.
Vertu nú að sinni hjartanlegast
kvaddur af syni þínum
Konráði.
Kaupmannahöfn,
9. júlí 1860.
6. bréf
Kaupmanahöfn, 12. október 1865.
Elsku faðir!
Því er miður, að tíminn er orðinn svo
naumur. Mig hafði langað til að senda
þjer eina línu með Hafliða og ætlaði að
tala við hann áður, enn hef ekki getað
fundið hann. Hann hafði gert mjer boð
með Magnúsi Eiríkssyni, að hann hefði
í huga að koma til mín; enn jeg sendi
þau boð aptur, að jeg vildi heldur koma
til hans inni í borginni, af því jeg var
hræddur um, vera kynni, hann hitti mig
ekki heima þessa daga, og gengi svo
langa leið til ónýtis.
Það er ekki nema tilferðin að skrifa
þjer línur þessar. Jeg hef svo margt að
skrifa, að mjer veitti ekki af heilli viku,
eða að minnsta kosti mörgum dögum,
ef jeg þyrði á ananð borð að skrifa
þjer allan hug minn, eða þó heldur; ef
mjer þætti það rjett, þar sem svo marg-
ir eru umspillendur og margar manna
vjelar. Að vísu veit jeg ekki, faðir góð-
ur, hvernig þjer er farið; enn hitt veit
jeg, að annar af nánustu frændum mín-
um er hleypifífl andskota minna. —
Jeg nefndi nú „andskota“ mína; enn
þeir eru örfáir, ef liðirnir í rófunni
eru ekki taldir með. Sök til þess, að
jeg hef ekki skrifað þjer langa lengi,
er engin önnur enn sú, að jeg þykist
vita, ao alit, 50™ til jnín nær, muni
vera úr lagi fært þegar það kemur í
þín eyru; því jeg veit hvaðan fregnir
koma mestar til íslands um íslenzka
menn og íslenzk málefni í Kaupmanna-
höfn.
Gaman þætti mjer að geta komið til
íslands til að vera þar einn mánuð eða
tvo, einkanlega til að geta talað við
þig; enn því er miður, að þess háttar
steini og á öðrum er mynd af hamri
Þórs.
Það er fróðlegt að fletta dönsku for-
sögunni undir leiðsögn prófessors Globs
og fjölmargar myndir fornminja, sem
taidar eru einstakar í sinm röð, gefa efn
inu lifandi og raunsannan blæ.
ferð er bæði kostnaður og tímatöf. Þó
veit jeg ekki hvað takast kynni að
sumri, ef guð lofar, einkum ef kona
mín yrði svo frísk, að hún gæti ferð-
ast með mjer. Að minnsta kosti skal
jeg skrifa þjer að mjer heilum og lif-
andi, ef jeg frjetti að þú sjert á lífi.
Enn jeg tek það upp aptur, að mjer
þætti bezt að geta komið sjálfur og tal-
að við þig fyrsta sinni eptir 35 ár.
Jeg hlakka til að fá frá þér línu með
næstu ferð, ef þú átt hægt með. Enn
ekki ætla jeg að bíða þess að. Jeg sagð-
ist ætla að skrifa, ef jeg frjetti þig á
lífi. Enn jeg tek það aptur; því jeg
ætla að skrifa með næstu gufuskipa-
ferð, og býst ekki við að áður verði
komnar frjettir frá íslandi. Mjer dett-
ur í hug að láta það brjef innan í brjef
til Brynjólfs Bogasonar Benedictsen.
Honura bið jeg að heilsa. Hann þekki
jeg og við hann er mjer vel, því jeg
held hann vera sómamann og gera
margt gott. Varla mun hann heldur
vera þess konar maður, að hann leiði
landa sína í ógöngur til að fá lof þeirra
um stundar sakir.
Þegar þú skrifar mjer aptur, þá segðu
mjer svo mikið sem þú getur — fyrst
af þjer sjálfum og því næst af öðrum
ættingjum, og af þeim, sem þú veizt jeg
þekki eða hef þekkt. Um systur mínar
veit jeg ekki neitt. Það má nærri geta
jeg hafi eltki skrifazt á við aðra ætt-
ingja mína, fyrir skyldleika sakir, þann
tíma sem jeg hef ekki skrifazt, á við þig.
Þó það sje nokkuð undarlegt, verð
jeg að biðja þig að heilsa þeim manni,
sem jeg vona að færi þjer brjef þetta.
Jeg heyri hans að góðu getið.
Að svo mæltu, hætti jeg í þetta sinn
að skrifa þjer um ekki neitt. Að frá
tekinni konu minni, er mjer ekki jafn-
vel við neinn mann á jarðríki og við
þig. Jeg bið þig trúa til þess
þínum elskandi syni:
Konráði.
Guð veri þjer allt í öllu í bráð og
lengd, bæði hjer og síðar.
Til föður míns elskulegs
Gísla Konráðssonar.
24. desember 1967
•LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15