Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 29
--—'—■ - - — ■■ -
$
Bjarni Gissurarson:
Ur söngvísu
á jólahátíðinni
Loft ókalt
leikur allt
ljósi uppfyllt,
foldin víð
og fjallshlíðin
forgyllt,
vindur hlýr,
fönnin flýr,
fölnar lítt jörð,
grasið nóg
grænt um skóg,
gengur feit hjörð.
Himinn stór,
saltur sjór,
so og land allt
lánið góða
guðs bjóða
gjörvallt
ár og síð
öllum lýð,
ef vér bæðum;
brunnar þeir
meir og meir
miðla gæðum.
Fögur jól,
r'agra sól,
færðu í mitt hús.
Ég vil glaður
játa það,
minn Jesús,
þú ert skjól,
sæla sól,
sanna líf, hrós,
bótin meina,
braut hreina,
bjart ljós.
(Úr Sólarsýn, sem kom í
Smábókaflokki Menning-
arsjóðs 1960).
- LEIFTURSÓKN OC ...
Framihald af bls. 13
sýnist Spassky traustari skákmaður,
leggur sig enda í minni áhættu sjálf-
viijugur. Spassky stendur líklega einna
næst heimsmeistaratign af hinum rúss-
nesku meisturum.
Tal svipar mjög til Aljechins um
áræðni og hugmyndaflug. En hann
minnir einnig á Capablanca að því leyti,
hve fljótt og íyrirhafnarlítið hann reikn-
ar út flókin afbrigði. Loks minnir hann
á Lasker, hvað viðkemur þrautseigju
og mótspilsaðgerðum í erfiðum stöðum
og sálfræðilegu mati á andstæðingum
sínum.
Stíll Korshnojs er ekki alls ólíkur stil
Laskers. Hann er fjölhæfur skákmaður,
sem virðist nokuð jafnvígur í sókn og
vörn, en teflir stundum nokkuð glanna-
lega. Rússneski skákmeistarinn, Geller
er meir í ætt við Aljechin, lætur bezt
að tefla sókn og er hugmyndaríkur og
djarfur skákmeistari. Loks mundi skák-
stíll Steins minna allmikið á stil bæði
Aljechins og Capablanca.
sig að styrkleika mieð raniíSókn fræði-
bóka um skák — einkum byrjendabóka
og þátttöku í skákmótum.
Yf;rleitt eru því skákir þeirra meistara,
sem skák þreyttu fyrir svona hálfri öld,
tefldar af minni tækni og kunnáttu en
skókir nútímameistara, þótt baráttu-
þrotlur, út'hald og sigurvilji væru oft
siz.t minni. — — —
Og nú situr Botvinnik, fyrrvérandi
heimsmeistari, dag hvern á rannsóknar-
stofu sinni og reynir að smíða „skákvél“,
er tefli skák af algjörum fullkomleika.
— Við skulum vona, að slíkt apparat
komist aldrei í ganginn.
JÓL í CRIKKLANDI
Framhald af bls. 8
Auðvitað vorum vi'ð' angurvær, rifj-
uðum upp gamlar jólasögur, töluðum
u-m jólin heima og eldn drengurinn
sneri sér undan ofurlitla stund og sagði
síðan, að þetta væru nú samt allra beztu
jólin.
Ekki er ástæða ti'l að gera lítið úr
þeim áhrifum, sem Botvinnik fyrrver-
andi heimsmeistari hefur haft á kyn-
slóð hinna yngri sovézku meistara. Skák
stíl Botvinniks hefur mörgum þótt
erfitt að skilgreina eða bera saman við
stíl eldri skákmeistara, en á hinu er
engin vafi, að Botvinnik var um árabil
einhver öflugasti skákmeistari, sem uppi
hefur verið á þessari öld. — Botvinnik
sjálfur hefur mestar mætur á Capa-
blanca, en þó hafa þeir ekki mjög likan
stíl. Fremur mundi stíll Laskers og Bot--
vinniks vera sambærilegur.
Margir hafa líkt Pet.rosjan, núverandi
heimsmeistara, við Capablanca, einkum
um það leyti sem Petrosjan varð heims-
meistari, en þá tefldi hann af því ör-
yggi, að hrein hending var, ef hann '
tapaði skák. Ekki er stíll þeirra þó mjög
líkur. Stíll ,,Capa“ var tærari og ein-
faidari á yfirborði, byggðist á rökrétt-
um hál'fgeometriskum útreikningum.
Petrosjan er meira fyrir taflflækjur,
hann gengur ekki eins beinum, örugg-
um skrefum að marki og Capablanca
gerði tíðum. Tefli Petrosjan gegn sterk-
um mönnum forðast hann þó yfirleitt
miklar taflflækjur eða á að minnsta
kosti sjaldnast frumkvæði að þeim.
Verður Petrosjan því líklega helzt líkt
við Capablanca eða Steinitz af hinum .
eldri heimsmeisturum, en síður við
Lasker eða Aljedhin, enda er hann
snöggtum minni ævintýramaður en þeir
í skák og tekur ógjarnan á sig verulega
áhættu.
Hér hefi ég leitazt við að bera nokkuð
saman hina eldri og yngri skákmeistara
með þeim fyrirvara, sem ég gat um áð-
ar.. Ég h-efi rúmsins vegna látið hjá líða
að geta nokkurra mjög öflugra skák-
mei.stara á þessari öld, sem staðið hafa
næi ri heimsmeistaratign, án þess að
hreppa hana. Sumir þeirra hafa komið
fram með ný kerfi og haft allmikil áhrif
á semtíð og eftirkomendur.
Nú til dags er svo komið, að heims-
meistari skarar ekki neitt verulega fram
úr skæðustu keppinautum sínum, og
jafnvel þykjast menn stundum með
nokkrum rökum geta bent á jafnsterka
eða sterkari menn en hann. Þannig er
það til dæmis með Petrosjan í dag.
Hann hefur ekki staðið sig sérstaklega
vel á skákmótum, eftir að hann varð
heimsmeistari og varla orðið einn efstur
á nokkru meiriháttar skákmóti siðan.
Hinir eldri heimsmeistarar, einfcum
Steinitz, Lasker og Capablanca höfðu
snöggtum méiri yfirburði yfir helztu
andstæðinga sína, þegar þeir voru heiims
meistarar. Þeir voru sterkari skákmenn
niið'að við sína samtíð en til dæmis
Botvinnik, Tal og Petrösjan. Það stafar
fyrst og fremst af þvi, að nú eru miklu
fleiri öflugir stórmeistarat uppi en í
fyrri daga og fleiri tækifæri til að efla
/jl jóladagsm'orgun fóru all.ir,
sem vettlingi gátu valdið í kirkju klukk-
an-fimm. Atlhöfnin stóð fram undir há-
degi og þar sem ég.gætti bús og yngsta
bárns, hef ..ég .litlar frásagnir um guðs-
þjónustuna. Þegar.messu var lokið voru
allar búðir opnaðar aftur, fólk settist
á kaffi'húsin og lífið var að hefja sinn
yanagang..
Þá heyrðum við skip blása úti á fló-
anum. Það var þá Esperos kominn.
Hann var á leiðinni frá, Rhodos til
Krítar og átti ekki að koma við í Piga-
dia að því sinni.
Eins og venjulega þustu menn nú
niður að höfii til að sjá ' hvers kyns
vær:. Þar var læknabíllinn fyrir, dr.
Loisos var á vakki og horfði til skips-
ins. Svo var báti skotið frá skipinu
og.siglt að bryggju. Nokkrir tiienn lyftu
sjúkrakörfu úr bátnum upp á vörubíl,
sem kom að í þessu.
— Skipið kom -í nótt, sagði Loisos.
— Það gerði lykkju á leið sína til að
sækja veikan mann ofan úr Aperi. Hann
át:i að fara á sjúkrahús á Krít. Svo
dó hann áður en skipið næði áfanga-
stað. Hann var ríkur maður og gat borg-
að. — Þeim fannst bezt, að snúa við
aftur með líkið. Hann hefði hvort sem
er viljað korna aftur heim. Hann var
þrjátíu ár í Ameríku og var ríkasti
maðurinn í Karpaþos, hann var ekki
gamall maður, kannski sextíu og fimm
ára. . . Og svo dó hann á leiðinni — á
jólunum.
Einhver kom og breiddi teppi yfir
andlúið á líkinu. Við sáum að bláir
inniskór stóðu undan teppinu. Svo ók
vörubíllinn af stað með körfuna á pall-
inum, við stóðum eftir á bryggjunni
stundarkorn áður en við gengum aft-
ur upp í þorpið. Það var jóladagur.
SACAN
Framhald af bls. 19
var auðsjáanlega ánægður með á-
horfendaskarann.
Ég hefði velt húsinu um koll, sagði
hann, og varð mjög alvarlegur í
bragði. Ennið varð aftur slétt. Her-
búðastjórinn var ekki léttúðarfullur
maður. Málefnið var alvarlegt og það
varð að taka það alvarlegum tökum.
Alger þögn ríkti.
Hvað sögðuð þér? spurði læknir-
inn efablandinn.
Ég hefði velt húsinu um koll, sagði
herbúðastjórinn hvasst. Hafði hann
ekki talað nægilega skýrt eða hvað?
Þá gerði hann það að minnsta kosti
núna.
Vandræðaleg þögn hvíldi yfir garð
inum.
Jæja, sagði læknirinn kæruleysis-
lega. — Það hefði orðið meiri skell-
urinn. Þetta hús hefur nefnilega
kostað margar miljónir.
Læknirinn gaut augunum snöggt
milli hermannanna og herbúða-
stjórans. Hann var að reyna að átta
sig á, hvort þetta ætti að vera grín.
Það var þá heppilegt að hann kom
með góðu. Það var ódýrara, sagði
herbúðastjórinn og gaf síðan merki
út á þjóðveginn. — Nú förum við.
Læknirinn greip í handlegg her-
mannsins sem síðastur varð og hélt
, h'Onum eftir. Hvernig átti hann að
geta vitað, að einmitt þessi hermað-
ur var dálítið klikkaður?
Hvað haldið þér? Hefði herbúða-
stjórinn í raun og veru farið að
velta um húsinu, ef sjúklingurinn
hefði ekki komið niður af þakinu?
Það hefði hann áreiðanlega gert.
Hann er alveg nógu vitlaus til þess,
svaraði hermaðurinn.
Eftir höfðinu dansa limirnir, sagði
læknirinn.
Svava Jakobsdóttir
þýddi úr sænsku.
MARÍUBÆN
Framhald .aí bls. 21
árangurs, Þá voru útbúin af þeim hálm-
líkön sem biskupinn stökkti vígðu vatni
á, en síðan var ‘haldið til - sjávar með
þessar hálmbrúður og þeim ýtt á-flot.
Allan daginn sáum við báta, lóna á
eftir hálmbrúðunum þar sem þær flutu
fyrir straumum og vindum á yfirborði
sjávar, en það var .trú þarlendra. að
,1'íkneskjurar myndu nema staðar á sjón-
um þar sem líkin lægju á botninum.
Sagði mr. Tierney mér að þánnig. hefði
sjódrukknuðum mar-gsinnis verið bjarg-
að úr hinni votu gröf Ránar.
Þeir leituðu alla nóttina með .smá-
lömpum á, báiunum. en frú Tierney
vakt-i' með foreldrum drengsins við dýr-
língamyndir, kertaljós og heimabakað
rúsínubrauð —i- kannski „tár af heima-
brugguðu vískíi, og þau lásu Maríubæn-
ir.
Líkin voru enn ófundin þegar mr.
Tierney ók okkur af stað í bílnum sín-
um um morguninn, en hann fullvissaði
okkur um að gráðugur sjórinn myndi
verða að sleppa þeim fyrir heitar bænir
og áköU.
Við stóðum við gluggann í lestinni og
veifuðum til mr. Tierney sem hljóp með
lestinni um leið og hún fór að síga af
stað. Hann kallaði til okkar að senda
sér kort af hans heilagleika ef við
gengjum suður, og það efndi ég nokkr-
um misserum síðar.
24. desember 1967
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29