Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 24
Séra Císli Brynjólfsson tók saman
Séra Valdimar Briem
HEIIISÍ M
SIM HITTASIII
VÍSUR Á STÚDENTSAFMÆU EFTIR V ALDIMAR BRIEM
Árið 1869 útskrifuðust 13 stúdentar frá Lærða skólanum. Á meðal þeirra var sr. Yaldi
mar Briem. Aldarfjórðungi síðar — vorið 1894 — hittust 5 þeirra í Reykjavík til að
minnast skólaáranna og rifja upp gamlar sa mverustundir. Þar flutti sr. Valdimar kvæði
það, sem hér birtist. Björn Jónsson lét prenta það á fjórblöðung, sem nú mun í fárra
manna höndum. Ef til vill hefur það líka birzt í einhverju blaði.
1.
Nú er margt að minnast á,
margt frá æskustundum,
er við sveinar sátum þá
saman oft á fundum.
Straumur tímans burt oss bar,
burt um heiminn víða.
Enginn vissi af því hvar
æfin mundi líða.
2.
Saman vorum þrettán þá
þegar hér vér skildum.
Æfin fyrir framan lá,
fremja margt vér vildum.
Oss hvort hefur auðnazt það
ei er vort að meta.
Sannast oft að sitt er hvað,
sumt að vilja og geta.
3'.
Stoltir voru og státnir menn
stúdentarnir nýju.
Flestir lifa af þeim enn
ei þó nema tíu.
Af þeim tíu einir fimm
eru hér í salnum.
Bráðum, ó þau örlög grimm,
allir liggja í valnum.
4.
Hversu margt er mikið breytt,
mjög er timinn annar.
Stöðugt ekki stendur neitt,
stundin nú það sannar.
Mörg ei teljast mega ár,
mjög þó breyttir erum,
sumir hafa silfurhár,
sumir skalla berum.
5.
Drifið hefur á daga margt
daga þessa alla,
sumt var leitt en sumt var hart,
sumt má niður faila.
Yfir það við förum fljótt,
flestu er bezt að sleppa.
Keppum aftur nú í nótt
nýja gleði að hreppa.
6.
Minnumst hver og einn nú á
okkar kærir bræður,
lifnum við og látum sjá
líf að ennþá ræður.
Afreksverk vor auðvitað
ei vér talið getum,
ailt of mikið yrði það
allt ef til vér létum.
7.
Fyrst skal telja frægan hal
fyrir sambekkingum,
nú á Birni byrja skal,
blaðastjóra slyngum.
Fáir hafa bleksins brand
borið meir með þreki,
unnið hefur hann fsaland
allt með tómu bleki.
8.
Þá er annar: Ólsen Björn,
ei í störfum trauður,
flogið hefur hann eins og örn
yfir sæ og hauður.
Fór að Grikklands frægri strönd
frægðar hetjan mesta,
ótal lagði undir lönd,
orðstír fékk hinn bezta.
9.
Veit ég kappinn Valdimar
vildi ei gjöra minna.
Heimurinn lítill honum var
himin fýsti hann vinna.
Af því skylt er málið mér
margt og var að tálma,
ekki lengra ég nú fer
út í slíka sálma.
1°.
Á við hina Jónsson Jón
jafnazt fullvel getur.
undarleg er sögð hans sjón,
sér þó flestum betur.
Sér á bók ei nema nær
nefið beri að letri,
sér þó glöggt í fornöld fjær,
fáir reynast betri.
11.
Þá er Ólafs arfi Páll
allra bezti drengur,
sannkailaður séra Njáll
sæmdarbrautir gengur.
Hógvær mjög og horskur er
heima fús að sitja,
þrisvar lætur segja sér
suður hingað vitja.
12.
Þá er gildur Guttormur
góður sómaprestur,
prýðilegur prófastur,
præ-latínu hestur.
Fastur pro- og fyrir því
feliur ei neinn af baki.
Salve frater, quippe qui.
Curtiusar maki.
13.
Þá er Páll minn Sívertsen
sá er mörgum fremur.
í honum er þó eitthvert slen
ekki fyrst hann kemur.
Honum þó ei hallmælum
hér er mikill vandi,
heldur hann á Hornströndum
hafísnum frá landi.
14.
Ég er hissa.Júlíus
jötunmennið sterka,
þú minn frægi fýsikus,
flýr þú gamla klerka?
Hvar er nú þitt fræga fjör
og feykimikli dugur?
Ertu nú í eina för
orðinn vanmáttugur?
15.
Þá er Jón minn Þorsteinsson
þrýstinn karl í roði.
Hingað eigi var hans von
vildi ei sinna boði.
Hvað ber til að þegir þú
Þorsteinssonurinn góði?
Hvar eru fögru hljóðin nú?
Hvert er gengið óði?
16.
Þá er Eldjárn Kristján karl,
kviknar hjá mér öfund
er ég minnist á þann jarl
eins og Kristján höfund.
Hreppstjóri var hann eitt sinn
harla stór og merkur.
Nú er herra hreppstjórinn
heiðarlegur klerkur.
17.
Yðar minnumst einnig vér
Einar, Helgi, Bogi,
hjá oss slökktur enn ei er
æskutryggðar logi.
Eruð þér í anda nær
yðar nú er minnumst.
Yðar minning oss mun kær
unz vér síðar finnumst.
18.
Framar varla finnumst vér
fimm hér allir saman.
Þessa stund sem örstutt er
æsku fremjum gaman.
Stutt er lífið stund er fljót,
straumur tímans líður,
gjörum oss nú gleðimót
gleðin enn vor bíður.
19.
Heill sé þeim sem hittast nú
hér á fegins stundu.
Heill sé þeim sem hirða bú
heima á sinni grundu.
Heill sé hér og heill sé þar,
heill sé miklu víðar,
heill sé öllum allsstaðar
ætíð fyr og síðar.
7. erindi.
Björn Jónsson var fæddur 8.
október 1846 og því orðinn 22
ára er hann varð stúdent. Hann
var dúxinn, fékk 95 stig, jafn
vígur á allar námsgreinar. í
meðmælum, sem rektor, Jens
Sigurðsson, gaf honum til þess
að hann fengi Garðstyrk, tók
hann fram að Björn væri „einn
af færustu námsmönnum, sem
útskrifazt hafi úr skólanum, síð-
an er skólinn hafi til Reykja-
víkur komið“. Vísa sr. Valdi-
mars lýtur að útbreiðslu fsa-
foldar og þeim áhrifum, sem
Björn hafði með skrifum sín-
um.
Björn Jónsson andaðist 24.
nóvember 1912.
8. erindi.
Björn M. Óisen var annar í
röðinni á stúdentsprófinu, fékk
90 stig. Hann varð stúdent tæp
lega 19 ára, fæddur 14. júlí 1850,
en sigldi ekki til háskólans fyrr
en þremur árum síðar vegna
heilsubrests. Árið 1878 ferðað-
ist hann til Ítalíu og Grikklands
og að því víkur sr. Valdimar í
vísu sinni. Dr. Björn varð fyrsti
rektor Háskólans. Hann andað-
ist 16. janúar 1919.
9. erindi.
Valdimar Briean var fæddur
1. febrúar 1848. Alla sína em-
bættistíð var hann í Hreppun-
um og á Stóra-Núpi orti hann
sína mörgu sálima og önnur
andleg ljóð. „Fram af Núpi
flæða ljóðin fossinum undir
stendur þjóðin“, kvað Matthías.
„Heimurinn lítill honum var“,
en mieð sínum mörgu innilegu
trúarljóðum hefur sr. Valdimar
leitt mörg íslandsbörn í heim
Björn Jónsson
Ekki tókst að ná í mynd af
Helga Melsted, en hann dó
ungur.
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
24. desember 1967