Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 2
*> Sagt er að á banabeði sínum hafi Shank aracharya sagt við Mahesh: „I>ú verð- ur að Ijúka verki mínu eins og sonur tekur við af föður sínum. Ég hef gefið þér allt. Af því verður þú að finna einfalda aðferð til hugleiðslu, sem fært geti veraldlegum mönnum frið.“ Mahesh tók sig því upp og flutti meðfram Himalayafjallgarðinum til Utt- ar Kashi og dvaldi þar í einveru við hugleiðslu í 2% ár- Þaðan kom hann með undirstöðuatriði sín að yfirskilvit- legri hugleiðslu handa almenningi og bauð þau fram í fyrsta sinn í Suður- Indlandi árið 1955 við fremur fálegar undirtektir. Þrem árum síðar lagði hann upp í utanlandsferðir sínar með það fyrir augum að vinna til fylgis við sig tíunda hluta þess mannkyns sem til næðist á hnettinum, innan tíu ára. Maharishinn hefur sagt mér að aðr- ir lærisveinar Brahmanand — og þeir skipta þúsundum — eigi nú ekki sam- leið með honura. Það er í rauninni aug- ljóst að flestir hinna helgu manna Ind- lands líta á hann sem einskonar villu- trúarmann eða að minnsta kosti hættu- legan og afvegaleiddan formbyltingar- mann. Jafnvel venjulegir Indverjar líta hornauga á það sem þeir telja áform hans um að gera dulspekina „vinsæla". Að sögn Maharishans var hin einfalda hugleiðsluaðferð, sem hann býður heim- inum uppá, velþekkt fyrir þúsundum ára en hefur verið mannkyninu gleymd og grafin um margar aldir þar til nú. Þetta gerðist, segir hann, vegna þess að hið skæra leiðarljós ritningarinnar — Gita Hindúanna og guðspjöll krist- inn manna — var afskræmt og rang- túlkað. Saklaus einfaldleiki hinnar fyrstu trúarvakningar hefur verið lát- inn víkja fyrir miklu hastarlegri kenn- ingu sem krefst þess af öllum í leit að ljósi þekkingarinnar, að þeir af- neiti veröldinni og leggi á sig hvers- kyns píslir og meinlætalifnað. Og þetta er ennþá uppistaðan í trúarlífi rétttrú- aðra Hindúa. Þrátt fyrir mótbyrinn í heimalandinu, hefur Maharishinn enn bækistöðvar sín- ar í Indlandi, í Rishikesh á bökkum Ganges. Þar var það sem guðinn Shiva steig niður af Kailas fjalli í Tíbet til að kenna hinum upprunalegu sjö Rishi áður en sagan hefst í Indlandi, en nú búa þarna 12.000 manns, þar af 10.000 munkar. „Ashram“ Maharishans er fallegur staður og mjög friðsæll. Hann nær yfir 15 ekrur lands, sem leigðar eru frá Skógræktarráðuneytinu og liggur á höfða einum þar sem sér yfir fljótið helga. Hann er langt frá því að vera sá lúxusbústaður, sem oft er lýst í vest- rænum blöðum — venjulega af ind- verskum blaðamönnum. Hús Maharish- ans er lítið og fáskrúðugt, eina skraut- ið í svefnklefa hans er ásaumaður vegg- dúkur með gangandi Egyptum: greini- lega minj agripur úr Egyptalandsferða- lagi hans. Eini hluti byggingarinnar, sem segja má að eitthvað sé í borið, er hugleiðsluherbergið í kjallaranum — þiljað innan með fjórum lögum af reyr, með innbyggðum Ijósum, loftvindu og stórri mynd af lærimeistara hans. Aðr- ir klefar liggja að herberginu og eru ekki ætlaðir fólki með innilokun- arkennd. Vestrænir menn, er Maharish- inn hefur valið sem kennaraefni, eru þar við hugleiðslu langtímum saman á meðan á tveggja til þriggja mánaða dvöl þeirra stendur. Þar fær reynsla þeirra „meiri heiðríkju", sem síðan er útskýrð fyrir þeim í löngum samtölum við Maharishann sjálfan. Fyrir bragð- ið geta þeir snúið heim fullfærir um að skíra og leiðbeina hugleiðslunýliðum í heimalöndum sínum og að þjálfa þá sem Mia Farrow, kvikmyndaleikkona. Ein af nemendum Maharishans. lengra eru komnir, í að „athuga og bæta“ hugleiðslutæknina. Þótt Maharishinn hafi til þessa aðal- lega beint kröftum sínum að hinum vest- ræna heimi, lætur hann sér ekki lynda að landar hans afneiti honum. Áður en hann fór frá Englandi ráðgerði hann að takast umfangsmikla ferð á hendur um Indland sjálft og nota til þess einka- flugvél, sem evrópskir aðdáendur létu honum í té og er flugmaðurinn Dani. Nú nýlega hóf hann byrjunarhríð þess- arar herferðar í Rishikesh, og gerði lýðum ljóst, að hann myndi ekki reyna að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Og hann sparaði vissulega ekki keyrið á meðbræður sína. Hann sagði að Indland nútímans hjakkaði sífellt í sama farinu vegna þess að kenningin um helgi meinlætanna hefur um þús- undir ára leitt þjóð þess út í hálf- velgju, sljóleika og leti. Hann sagði þeim að nota orkuna sem þeim stæði til boða með hugleiðsluaðferð sinni, til að rétta úr kútnum og gera eitthvað, njóta lífsins, reka af höndum sér ör- birgðina, sem verið hefði landlæg í Indlandi frá ómunatíð og hefja sjálfa sig og landið til vegs og virðingar. Mótsnúinn hlustendaskarinn stóð að lokum í þyrpingu utanum ræðumanninn og gleypti hvert orð af vörum hans. í vetur hefur Maharishinn dvalizt að mestu í Evrópu. Við leituðum hann uppi og fundum hann í Falsterbo í Svíþjóð, en það er baðstaður, mann- laus á vetrum og liggur yzt á löngu sandnesi. Erfitt væri að ímynda sér öllu afkáralegri sviðsetningu eða ólík- legri til að sannfæra nokkurn mann um að hugleiðsla geti raunverulega orð- ið eðlileg hversdagsiðkun. í fyrstu virtist allt leggjast á eitt um að gera áhrifin sem annarlegust. Frá hráslagalegu hafnarhverfi Málmeyjar ókum við um 30 kílómetra yfir vott flatlendi. í vikunni á undan hafði felli- bilur farið um þetta láglenda nes. Á allar hliðar lágu stór tré eins og hrá- viði, rifin upp með rótum eða stóðu sundurtætt í skóginum, eins og ef tir sprengjuhríð. Við ókum upp að auðnarlegri fram- hliðinni á Falsterbohus, gríðarstóru gistihúsi, sem venjulega er lokað á vetr- um, en hýsir nú hugleiðsluiðkendur um hverja helgi. Húsið var byggt árið 1908 hugleiðsla i Hansa-stíl, bakvið lágar sandöldur, sem liggja að skolgráu grunnsævinu. Við vorum degi of snemma á ferðinni og dvöldum að segja má einir í gal tómu húsinu og lásum auglýsingar, þar sem boðið var uppá „Lumbagobehandl- ing“, eða lofað „að gera dvöl yðar að einmitt þeirri afþreyingu sem vér vitum að þér hafið þráð.“ Og daginn eftir var þokkaleg tilraun gerð í þá átt. Hugleiðarar tóku að streyma að frá öllum Norðurlöndunum ásamt strjálingi af brezkum fulltrúum. Þetta var viðkunnanleg og mjög kunn- ugleg millistéttarblanda. Annarsvegar voru norrænir viðskiptajöfrar og em- bættismenn í dökkum jakkafötum ásamt konum sínum í peysusettum með perlu- festar og hinsvegar skandinaviskir hippí ar um og innan við tvítugt, með sítt gullhár. Það kom brátt í ljós, að þessir tveir flokkar, sem hver um sig var svo nota- lega samkvæmur sjálfum sér í háttum og klæðaburði, voru oft náskyldir, voru reyndar foreldrar með börn sín. Því þessi helgarnámskeið eru haldin að mestu sem fjölskyldufyrirtæki út frá þeim forsendum, að ef allir fjölskyldu- meðlimirnir iðka hugleiðslu, ríkir sá friður á milli þeirra, sem erfitt er að gera sér í hugarlund. í Falsterbo virt- ust þessar tvær kynslóðir vissulega ó- venju umburðarlyndar hvor við aðra. Og þegar hinar stóru setustofur tóku að fyllast varð einnig ljóst, að sam- komur hugleiðenda eru óvenju kyrrlát- ar, jafnvel þótt í þessari væri stór hópur Þjóðverja, sem eru áberandi há- vaðasamir og þreytandi þegar þeir eru staddir á erlendri grund. Værðarleg ánægja fyllti loftið. Og vitundin um hana varð greinilegri fyrir það, að þessa helgi hélt skipasmíðafélag frá Málmey einnig ráðstefnu þarna í hótel- inu og á milli viðskiptaumræðna upp- hófu þeir gjarnan mikinn glaum til aukningar framleiðninni og þrömmuðu gegnum kaffistofuna syngjandi af blöð- um. Ég varð þess einnig óþægilega var, að í þessum hópi hugleiðenda var ég sá eini, sem reykti, og að enginn maður drakk. Ennfremur reyndust máltíðir vera afar fábrotnar, jafnvel indversku karríréttirnir, sem sænska eldhúsið gerði aumkvunarlega tilraun til að fram- reiða. Því þótt Maharishinn sé alger- lega mótfallinn hverskonar sjálfsafneit- un hjá hugleiðendum, vegna þess að hún skerðir hugtæknina með því að mynda þenslu í huganum, þá er raun- in sú að sællifi í flestum myndum „fell- ur niður“ og árangursríkur hugleið- andi þarfnast þess ekki. Maharishinn kom seint — lítill, bros- andi maður í dhoti og með sjal í fylgd með Blómastúlkunni, sem bar ferðatösku hans og var klædd í rósóttar buxur svo þunnar og þröngar, að þegar hún hreyfði sig sýndist hún nakin. Með honum var og aðalaðstoðarmaður hans, Brahmachari (nýmunkur) Devendra, sem Maharishinn kallaði til liðs við sig í fyrstu hnattferðinni. Hann er mynd- arlegur, vel vaxinn maður og gengur í Suður-Indverskum „lungi“ — einskon- ar sarong — úr þunnu, hvítu silki. Norðurlandabúarnir tóku á móti meistara sínum með samblandi af virð- ingu og vingjarnlegu jafnaðargeði. Það var bersýnlegt í Falsterbo að Mahar- ishinn átti mikið af áhrifum sínum í Skandinavíu dularljóma Hindúamunks- ins að þakka, en þessu er allt öðru- vísi varið í Bretlandi, þar sem gamlar heimsveldisminningar koma í veg fyrir að fólk fyllist lotningu gagnvart aust- rænum dularfyrirbrigðum yfirleitt. Mah- arishinn ávinnur sér virðingu allra, sem hugleiðslu stunda, en kona ein ensk sagði mér að sjálfur hefði hann aldrei getað fengið hana til að taka upp hug- leiðsluiðkun. „Eini Indverjinn, sem ég þekkti var Peter Sellers", sagði hún, „og þessi var allt of líkur honum.“ En honum var auðvitað ljós þessi ann- marki í Englandi. „Hvað ætli þeim finn- ist um mig“, sagði hann, „lítinn, skrýt- inn Indverja." Á tveim dögum í Falsterbo var auð- velt að gera sér grein fyrir hversvegna fólkinu semur vel við hinn andlega ,,guru“ sinn. Maharishinn telur aðaltak- mark hugleiðslunnar vera hamingju og hann gerir vissulega sitt bezta til að tryggja það að sjálf eftirsóknin verði ánægjuleg. Ég sat tvo fundi þar sei*. hann bauð hugleiðendunum, er flestir voru nýliðar, að segja sér frá feng- inni reynslu. Frásagnir voru sumar hverjar all ískyggilegar. „Ég gleymdi Orðinu mínu og varð gripinn skelfingu," sagði einn. „Höfuðið á mér stækkaði og stækkaði“, sagði annar, og — það sem skelfilegast var af öllu — tvær frúr til- kynntu hvor í sínu lagi að þær hefðu með öllu hætt að anda. Aðrir höfðu lítið haft uppúr krafsinu. „Ég sofnaði bara,“ sagði einn og annar spurði blátt áfram og var þungur á brúnina „Hvað á að gerast?“ og gerði með því lýðum ljóst, að hjá honum hafði alls ekkert gerzt. Hvers eðlis sem frásögnin var, hló Maharihsinn hjartanlega að öllu sam- an svaraði hverju vonleysisandvarpi með smáskrýtlu, sneri hverri von- brigðafrásögn á allar hliðar þar til hugleiðandinn var fús til að viður- kenna, að þetta hefði verið fremur við- felldið. Hann notaði sömu snilldar að- ferðina við þá, sem virtust of sigri hrósandi í frásögnum sínum. „Ég finn stöðugan fögnuð:“ sagði ein ung kona, alsæl. „Allir vinir mínir finna hann líka,“ hélt hún áfram. „Finna þeir líka gegnum símann?“ sagði Maharishinn og skellihló. Það er alþekkt staðreynd, að fylgj- endur austrænna trúarbragða jafnvel þeir sem hæst komast í andlegum iðk- unum, virðast oft haldnir léttúð, sem vestrænir menn eiga bágt með að skilja l>ða jafnvel þola. Flestir ferðamenn hafa séð hópa „bikkhus“ á Ceylon tflissandi eins og skólastelpur, eða horft á tíbetska lama skokka um fjalls- hlíðarnar með fjarrænt bros á vörum. Svo virðist, sem hátíðleiki sé ekki ó- rækt vitni um einlæga trúhneigð. En þegar haldið er lengra inn í heim hugleiðslunnar, verður frammistaða Maharishans í Falsterbo skiljanleg. Því svo virðist sem erfiðleikar og von- brigði steðji oft að hugleiðandanum á fyrstu stigum hugleiðslunnar og letj- andi áhrifum þeirra verður að bægja frá þar til kennarinn getur ráðlagt þær tilfærslur í hugleiðslutækninni sem greiða myndu fyrir hinni fullu bless- un hennar er þar að kæmi. Ég átti síðar langt samtal við Mah- arishann í svefnherbergi hans og fann hjá honum mikið af þeirri „jarðbundnu skynsemi“, sem maður rekst iðulega á hjá hinum miklu dulspekingum fortíð- arinnar. Ég spurði hann til dæmis, hversvegna hann héldi að hugleiðsla hefði átt svo furðulegu gengi að fagna í Þýzkalandi. „Vegna þess að hún hefur góð áhrif á framleiðsluna“, sagði hann undireins. Er ég spurði hann hvort hon- um fyndist þetta ekki fremur auðvirði- legur grundvöllur fyrir því sem væri þó, þegar allt kæmi til alls, háalvarleg trúarathöfn, svaraði hann: „Mér er sama hvað þeim gengur til. Andleg og sið- Framhald á bls. 11 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.