Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl Björn Vignir Sigurpálsson: ÞEGAR DAIMSKURIIMIM FÉLL FVRIR HARÐSPERRUM Fyrsta knattspyrnu- heimsóknin til íslands var árið 1919. Þá unnu íslenzkir knattspyrnumenn fyrsta sigurinn og kynntust því líka að tapa Þátttakendur í síðasta kapp leiknum, taldir frá vinstri til hægri: Aftari röð: Chr. Bendi, L. Fredrikssen, Friðþjófur Thor steinsson, A. Nyberg, Kristján Gestsson, G. Schram, Magnús Guðbrandsson, H. Scharff, Samúei Thorsteinsson, G. Aaby, Óskar Norðmann, R. Hansen, Ernst Petersen, H. Kierulf, M. Bendixen, B. Grae. E. Schwartz (línuvörður), Erik Beaa. E. Hansen, Benedikt Waage og Þórður Albertsson. Fremri röð: Stefán Ólafsson, Gísli Pálsson, Pétur Sigurðsson, Páll Andrés- son, Tryggvi Magnússon og K. Rosberg. Vart þykir það stórviðburð- ur í borgarlífinu lengur, þegar 'erlend knattspyrnulið sækja okkur heim og keppa við ís- lenzka knattspyrnumenn, þó að alltaf þyki að því fengur. Til þess eru heimsóknirnar orðnar of tíðar, og knattspyrnuunn- endum nútímans ekkert ný- mæli. En á öðrum tug þessar- ar aldar horfði þetta öðruvísi við. Knattspyrnuíþróttin var um þær mundir að slíta hér barnskónum. f bænum börðust fjögur félagslið innbyrðis um titla þá, sem enn þekkjast, en vegna einangrunarinnar lá í rauninni engin vitneskja um stöðu íslenzkrar knattspyrnu á erlendum vettvangi. Lengi hafði það verið kapps mál unnenda þessarar íþróttar að fá til landsins erlent knatt- spyrnulið til keppni, svo að hægt væri að sjá hver geta okkar manna væri á erlendan mælikvarða, en heimsstyrjöld- in fyrri, 1914-18, tafði þar fyr- ir, eins og margt annað. Árið 1919 urðu loks þáttaskil, er danska knattspyrnuliðið Aka- demisk Boldklubb þekktist boð íslenzkra knattspyrnumanna og kom hingað til keppni í önd- verðum ágústmánuði. Þar með biðum við okkar fyrstu ósigra í keppni við erlend lið, en okk ur hlotnaðist líka fyrsti sigur- inn við þetta tækifæri, og þótti sá sætur. Dönum þótti á hinn bóginn mjög miður að hafa orðið að láta í minni pokann í þessum leik, og höfðu í flimt- ingum, að óvenjuleg herkænska okkar manna hefði ráðið þar mestu um. Áttu þeir þar við útreiðatúr, sem landinn bauð þeim í suður til Hafnarfjarðar daginn fyrir leikinn, og kváðu þeir harðsperrur eftir þá ferð hafa orðið sér að fjörtjóni, þeg ar á hólminn kom daginn eftir. En hvað um það — heimsókn þessi þótti hinn mesti viðburð- ur á þeim tíma, enda varð hún íslenzkri knattspyrnu heillarík og skipulagning hennar hefur löngum verið fyrirmynd síð- ari heimsókna á þessu sviði allt fram á vora daga. Víkjum þá beint að efninu. í Morgunblaðinu 16. apríl árið 1919 birtíst á forsíðu frétt þess efnis, að afráðið sé, að „knatt- spyrnufélag danskra stúdenta komi hingað í sumar og þreyti leik við íslenzka knatt- menn“. Þess er getið að ekki sé ráðizt á garðinn, þar sem hann sé lægstur, því að Danir séu næstbeztu knattspyrnu menn í heimi og félag þetta muni að öiiu samanlögðu vera hið bezta þar í landi. Sé því harla lítil von um sigur, því að íþróttin sé í bernsku á íslandi og ekki úr eins miklu að velja og þar sem margt sé um mann- inn. Aðstaða okkar hafi líka haft það í för með sér, að ekki hafi gefizt tækifæri til að keppa við aðrar þjóðir og læra af þeim. „Fyrsta tækifærið gefst í sumar.“ segir í fréttinni áfram „Og það er engum vafa bundið að heimsóknin getur orðið til hins mesta gagns knattspyrnu íþróttinni í landinu Okkar knattspyrnumenn geta lært mik ið og áhorfendur líka- Vér höf um séð einstaka menn, sem framazt hafa í íþróttinni er- lendis, t.d. Friðþjóf og Samúel Thorsteinsson og dáðst af fimi þeirra. Og þessir menn hafa kennt öðrum og eflt íþróttina. En nú fáum vér að sjá heilan hóp af úrvalsmönnum og heild- arleik þeirra. Og fáum að sjá hversu íþróttin er vel á veg komið hjá oss, hvort íslenzkir knattspyrnumenn standast þessum dönsku snúning.“ Þegar þessar línur eru skrif- aðar eru blikur í lofti í sam- skiptum íslendinga og Dana og blaðamaðurinn eygir póli- tískan hagnað af þessari heimsókn, því að hann segir undir lokin: „Mönnum ber saman um, að heldur andi köldu í okkar garð í Danmörku núna. Vér megum ekki láta neitt tækifæri ónotað til þess að efla samhug með oss, hvort sem Danir eiga í hlut eða aðrir. Það er því mikið undir því komið, að knattspyrnumennirn ir, sem allir eru uppvaxandi menntamenn, hafi góðar endur minningar héðan.“ Málinu var haldið vel vak- andi í næstu blöðum og allt fram að því, er liðið kom loks til landsins. Greint var frá því að búið væri að koma dönsku knattspyrnumönnum fyrir hjá ýmsum borgurum og ákveðið hefði verið af fara með þá í skemmtiför austur á Þingvöll og jafnvel lengra, þegar kapp- leikirnir væru afstaðnir. Þá voru allir liðsmenn A.B. kynnt ir rækilega og árangur liðsins á erlendum og innlendum vett- vangi rakinn undanfarin 5-10 ár. Var mikill viðbúnaður til að gera dönsku stúdentunum förina sem ánægjulegasta. Þriðjudaginn 5. ágúst birtist stór og mikil frétt á forsíðu blaðsins og hófst á þessum orð um: „Þá eru þeir hingað komn ir íþróttagestir vorir, sem svo mikið hefur verið talað um síð an í vetur, að það kom til orða að þeir kæmu hingað.“ Ekki er fregnritarinn sérlega bjart- sýnn á sigurhorfur landsins, en getur þess, að ekki séu allir fræknustu leikmenn A.B. með í förinni „sem betur fer — liggur oss við að segja“. En allt væru þetta þó hinir frækn- ustu knattspyrnumenn, og bæj- arbúum gæfist kostur á að sjá „fótatak þeirra strax í kvöld“ í Iðnó var haldið samsæti til að fagna komu dönsku stúd- entanna, en áður hafði sérstök móttökunefnd verið skipuð til að sjá um skipulagningu kapp leikja, og dvöl Dananna hér. í þeirri nefnd átti m.a. sæti Gunnar Schram, fyrrverandi ritsímastjóri, og fengum við hann til að rifja upp þessa heimsókn með okkur. Gunnar lék í þá daga með K.R. og lék gegn Dönum í tveimur leikjum af fimm, er háðir voru. Um aðdraganda heimsóknarinnar segir Gunnar: „Knattspyrnan hafði verið iðk uð hér í Reykjavík allt frá aldamótum, og átti vaxandi fylgi að fagna, en við höfðum aldrei átt þess kost að heyja keppni gegn erlendum knatt- spyrnumönnum. Oll knatt- spyrnufélögin voru ásátt um nauðsyn þess að fá hingað er- lent lið til að lífga upp á innlenda knattspyrnu, sjá hver geta íslenzkra knattspyrnu- manna væri miðað við erlenda og síðast en ekki sízt — til að læra af þeim. í þá daga lék einn fslendingur með A.B., Sam úel Thorsteinsson, bróðir Frið- þjófs í Fram (þeir voru bræð- ur Muggs, listmálara) en hann var ennfremur leikmaður í 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.