Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 13
„Allir á bak og burt“, sagði hann
og gat ekki dulið ánægjuna í rödd-
inni. Lovísa veitti því athygli og varð
reið mitt í sorg sinni. Hún gekk að
kassanum og virtist fyrir sér lausu
fjölina.
„Þetta hefur enginn köttur gert“,
sagði hún bitur. „Miklu fremur hund-
ur, — mannhundur! Veslings kisurnar
mínar“,
„Kettirnir bjarga sér í skóginum“,
sagði forstöðukonan. „Og taki refurinn
þá, er það einungis samkvæmt eðlileg-
um lögmálum náttúrunnar. Þar getur
engin manneskja gripið í taumana".
„Þar ætla ég að grípa í taumana“,
svaraði Lovísa. „Hingað skuluð þið ekki
véla mig í annað sinn“. Og hún hélt
af stað út í myrkrið.
„Notaðu skynsemina", kallaði forstöðu
konan og fór á eftir henni. „Bíddu að
minnsta kosti til morguns“.
En Lovísa hélt áfram steinþegjandi,
og þegar forstöðukonan hljóp á eftir
henni og greip um handlegg hennar,
reif hún sig lausa.
„Taktu ljóskerið að minnsta kosti,
manneskja“, sagði forstöðukonan loks í
úrræðaleysi, og þá rétti Lovísa magra
hönd sína eftir ljóskerinu. Forstöðu-
ki»nan stanzaði og horfði á eftir vagg-
andi ljóskerinu hverfa til skógar.
„Kis, kis!“ kallaði Lovísa út í hljóð-
látt myrkur skógarins. „Snælda, Pétur,
Sara, Mána, — kis, kis!“
Ekki leið á löngu, þar til glytta sást
í tvö augu við stíginn rétt fram undan.
Hún heyrði einnig mjálm lengra burtu,
og brátt straukst eitthvað mjúkt við
fætur hennar.
„Prins, Lotta, Perla, Mjaldur, — kis,
kis!“ kallaði hún aftur. Skógarstígurinn
bergmálaði rödd hennar, sem nú hafði
fengið mjúkan gælutón ólíkan þeim, er
hún notaði, þegar hún talaði við fólk.
Skrjáfið og málmið umhverfis hana
hélt áfram og jókst því lengra sem
hún gekk, og svartir og hvítir og brönd-
óttir kettir skutust fram og aftur í
skininu frá ljóskerinu. Þeir sveifluðu
skottinu og mjálmuðu og reyndu að
nudda sér við fætur gömlu konunnar.
Hún stanzaði tvisvar og bjóst til að
telja þá, en það reyndist árangurslaust
í þessari daufu og flöktandi skímu.
Þegar skógarstígurinn beygði loks upp
að kofanum, sá hún, hvernig þeir hlupu
kátir og léttir í spori á undan henni.
Ef til vill höfðu einhverjir þeirra ratað
heim fyrir stundu síðan.
Þarna stóð kofinn, og yfir honum
hvelfdist dimmur næturhiminninn, en
umhverfis hann sá hún lýsandi smá-
stjörnur eins og perluröð á bandi þeg-
ar kettirnir horfðu móti henni og birt-
unmi frá ljóskerinu.
Þegar hún hafði kveikt upp í eld-
stónni og sett kaffikönnuna yfir, taldi
hún kettina og tvo vantaði. En þeir
mundu vissulega skila sér. Þetta voru
gamlir og reyndir skógarkettir, báðir
tveir, og höfðu áður komizt í kynni
við refinn. Þeir gætu smogið inn í
skemmuna, þegar þeir kæmu heim.
Hún var ánægð að vera komin heim
í kofan sinn. Þeir skyldu fá að skila
henni kommóðunni á morgun. Hér ætl-
•aði hún að verða kyrr. Engum skyldi
takast .að narra hana héðan. Stundum
fekk hún nokkrar krónur frá börnun-
um, og svo komu ofurlítil ellilaunmán-
aðarlega. Þetta mundi allt bjargast eftir
leiðis sem hingað tiL Hún ónáðaði eng-
an, og þeir gátu látið hana í friði
/þarna í skóginum.
Um morguninn þegar hún vaknaði
og reis úr rekkju, hugsaði hún með
nokkrum hvíða til kattanna tveggja,
sem ekki höfðu skilað sér um kvöldið.
En þegar hún opnaði útidyrnar, sat
annar þeirra í sólskininu á dyraþrep-
inu og sleikti sig i ró og næði eins og
ekkert hefði skeð. Og um hádegisbil
kom hinn labbandi upp stíginn. Hann
mjálmaði, svo að ginið opnaðist aftur
að eyrum, þegar hún lokkaði hann til
sín.
„Hún skal víst fá að hírast þarna,
unz fjandinn hirðir hana og kettina
hennar“, sagði hreppsnefndaroddvitinn
fúll í skapi. „Henni er ekki við bjarg-
öðrum, liggi hún þarna dauð einhvern
daginn“.
Síðan skipaði hann svo fyrir, að
draslið hennar skyldi flutt til hennar
aftur. Það hlutverk fékk annar öku-
karL Sá fyrri hafði enga löngun til
þess. Jón H .Guðmundsson þýddi
Þar sem litirnir glóa
FramhaLl af bls. 5
hjálmsson, arkitekt, hefur teiknað fyrir
hann veglegt hús, sem nú er hátt 'í
að vera fokhelt. Það stendur við Barða-
voginn: þar sér norður á sundin og til
Esjunnar. Þetta verður einkennilegt
hús og ákaflega ólíkt venjulegum ein-
Ibýlishúsum. En Kristján Davíðsson
kveðst ekki láta eina húsbyggingu trufla
sig. Nú sem stendur hefur hann vinnu-
stofu í því húsi við Ingólfsstræti, þar
sem Félagsbókbandið var lengst af til
liúsa. Sjálfur heíur Kristján að
undanförnu búið í nafnfrægu húsi við
Garðastræti, Unuhúsi, en væntanlega
verður bráðlega breyting á þvi.
Það er talað um að málarar þurfi að
finna sjálfa sig og sú leit kann að drag-
ast á langinn. Þegar menn eru nýlega
orðnir fimmtugir eins og Kristján, fara
þeir ugglaust að komast að einhverri
niðurstöðu. Og allavega geta þeir hugg-
að sig við eitt sem ég veit ekki hvort
er algilt, en sýnir sig oft: Það er að mál-
arar endast vel og ná gjarnan sínu
bezta í kringum sextugsaldurinn. En
allavega eiga myndir Kristjáns tæran
hljóm, þó hann sé aðeins fimmtugur og
auðfundið er það á sýningunni í Boga-
salnum að honum finnst gaman að vera
til- G.S.
HAFÍSÁR
Framhald af bls. 7
hefur hlotið að vera svimandi há ef við
miðum við þær tölur sem til eru yfir
fallinn búpening á svæðinu frá Skarðs-
heiði og Oki að sunnan og Gilsfjarðar
að vestan, en á þessu svæði er talið að
hafi fallið 136 nautgripir 26 þúsundfjár
16400 unglömb og 1300 hross.
Það sem bjargaði frá algjörum fjár-
felli á Norður- og Austurlandi, þar sem
ég hef gleggstar frásagnir af, var að
haustið 1882 var fremur gott og vetur-
inn 1883 var snjóléttur og fremur mild
ur.
Þegar fregnir bárust til útlanda um
hallærisástandið á íslandi, var víða far-
ið að gangast fyrir því að safna gjöfum.
í október 1882 var búið að safna í Dan-
mörku 150 þúsund krónum í peningum
matvöru og fóðurbæti. Skáldið Willi-
am Morris og Eiríkur meistari Magn-
ússon söfnuðu í Englandi 90 þúsund
krónum. Eiríkur kom hingað með gjaf
irnar á gufuskipi. í því voru
350 smálestir af matvöru og nokkuð af
heyi. Gjafir bárust oinnig frá Þýzka-
landi, Noregi og víðar að.--------
Um þetta hallærisár mætti rita heila
bók, en hér verður að nema staðar vegna
rúmleysis. Skylt er þó að geta þess, að
afleiðingarnar af þessu fellisáru urðu
meðal annars þær, að íslendingar tóku
að flykkjast til Ameíku. Árið 1886
fluttust vestur um haf héðan 500 manns
flestir til Kanada, og árið eftir um 2000
manns, en fleira kom þar að visu til en
harðindin þótt þau ættu sinn stóra þátt
í flóttanum.
Veturinn 1918
Þennan vetur muna margir íslendingar
enn í dag. Ég minnist þess að fádæma
snjóþyngsli voru á Norðausturlandi og
ílla leit út á tímabili, en vorið var
gott og allt bjargaðist vel menn og
skepnur.
Frá þessum vetri er sagt á þessa leið:
Fádæma frösthörkur um allt land. Haf
ís teppir siglingar fyrir Norðurlandi
Vestfjörðum og Austurlandi. 5. janúar
'I
Það er Susan Þorvaldsson, sem seg
ir frá því, hver er uppáhaldsmatur
eiginmanns hennar, Skúla Þorvalds-
sonar. Þau hjónin búa að Bogahlíð
12, ásamt fjórtán mánaða syni sínum
Þorvaldi.
íbúðin er afar vistleg, má vera að
hún búi yfir finnsk-íslenzkum sjarma
því að Susan er finnsk. Hún er frá
Helsingfors og tilheyrir þeim tíu pró-
sentum finnsku þjóðarinnar, sem
hafa sænsku að móðurmáli. Hún
réðst flugfreyja til Loftleiða 1962
og hefur því verið búsett hér á landi
í sex ár, reyndar meiri hlutann af
þeim tíma jafnmikið í lofti og á
láði. En eftir valdi hennar á ís-
lenzku máli að dæma gætu árin eins
verið sex sinnum sex.
Skúli maður Susan, er á kafi í
próflestri, er að búa sig undir loka-
próf í lögfræði. Fólk, sem stendur
í próflestri þarf að borða vel af
hollum mat, og það þarf engar eft
ir tölur til þess, þegar Susan ber fram
— Lifur í potti-
% kg. svínalifur
3—6 sneiðar bacon
1—2 piparhulstur (paprika)
1 laukur
1 lítil dós sveppir
Baconið er skorið í strimla, lauk-
urinn sneiddur og sömuleiðis pipar-
hulstrin. Þetta er steikt ó pönnu
ásamt sveppunum. Síðan er það sett
Hver er
uppáhaldsmatur
eiginmannsins ?
Frú Susan
Þorvaldsson
svarar
spurningunni
í pott, gjarnan eldfastan til að bera
fram í, lifrin skorin í ferninga, velt
upp úr hveiti, steikt á pönnunni og
sett í pottinn ásamt hinu. Soðinu af
sveppunum er hellt yfir og einnig
með salti, pipar og e.t.v. papriku-
dufti. Látið malla í 20 mín. og bætt
út í vatni, mjólk eða rjóma, eftir
smekk og þörfum. Borið fram með
soðnum hrísgrjónum og salati. Salat-
lögurinn er hristur saman úr matar-
olíu og (vín)ediki og kryddaður með
ofurlitlu salti, sykri, hvítlaukssalti,
sinnepi og sítrónusafa.
Þennan rétt má líka laga úr dilka-
lifur, en þá má ekki láta hann malla
nema stutta stund. Piparhulstrin fást
núorðið oft ný, en annars má nota
niðursoðin piparhulstur, sem fást í
flestum stærri nýlenduvöruverzlun-
um.
Eftirréttur er epli með karamellu
sósu. Susan kallar sósuna Tjunski-
sass og er það nafn rússnesk-finnskt.
3 dl. rjómi
1 matsk. síróp
4 dl. sykur
Rjómi síróp og sykur er soðið sam-
an á vægum straum í 30—40 mín.
Eplin f reiknið eitt á mann) eru
flysjuð, skorin í tvennt ef vill, kjarn
húsin tekin úr og þau soðin í sykur-
vatni, þar til þau eru mjúk. Kara-
mellusósunni hellt yfir og rifnum
möndlum stráð ofan á.
gerði hörku veður af norðri með frosti
og fannkomu. Hafísinn rak þá að landi á
fyrrnefndum stöðum og tepptust allar
siglingar gjörsamlega á þessum slóðum
Gífurlegar frosthörkur
Síðan ísinn lagðist að landinu hafa
verið gífurlegar frosthörkur, suma daga
meira en elztu menn muna. Flesta dag-
ana hefur verið yfir 20 stiga frost í
Reykjavik 28 stig á ísafirði, 33% á
Akureyri og 36 stig á Grímsstöðum á
Fjöllum. Allir innfirðir eru nú lagðir ísi
Kollafjörður er ein samfelld íshella og
gengt út í Engey og Viðey, og eftir
frosthörkurnar var sjór svo lagður á
Faxaflóa, að frá Skólavörðunni í Reykj
vik sást einungis bláma af auðum sjó
fyrir Seltjarnarnes. Á Reykjavíkurhöfn
er ísinn orðinn svo þykkur, að skip
verða naumast söguð eða höggvin út úr
höfninni.
Þá vaTð og mlkill kolaskortur í
Reykjavík og víðar og verðið á þeim fór
upp í 300-320 krónur hver smálest. Hvíta
birnir gengu víða á land fyrir norðan
og voru minnsta kosti sjö skotnir (Og
eru til ærið spennandi frásagnir af við-
ureign manna við þá)
l»ann 19.2 segir svo.
ísinn er nú tekinn að reka frá landi,
svo að þess er vænzt, að siglingarleiðir
norður um land muni brátt opnast að
nýju.
Kannski var hafísinn og frosthörkur-
nar ekki það versta sem dundi á land-
inu þetta ár. Þetta ár gaus Katla eftir
58 ára þögn og eyddi bæjum og byggð
og fénaður féll vegna öskufalls. Ofan
á þær hörmungar sem ýmsar sveitirliðu
vegna Kötlugossins, herjaði Reykjavík
skæð drepsótt (Spánska veikin) og
breiddist hún víða um landið. Meirihluti
Reykvíkinga fárveiktist og fjöldi manns
dó úr veikinni, meðal þeirra rithöfund-
urinn Jón TraustL
—En mikinn fögnuð flutti þetta ár
einnig, því 1. desember þetta ár fögn-
uðu fslendingar fengnu fullveldi.
Veturinn 1965
Það sem sagt er um þennan ísavetur
er mestmegnis tekið upp úr fréttum
er Morgunblaðið flutti um hafísinn og
veðurfar veturinn 1965.
í Morgunblaðinu 13. janúar er fyrst
getið um ishröngl við Horn, sem gerði
siglingaleiðina hættulega og næstu daga
var ásinn a‘ð smáþéttast 19. janúar er
isinn orðinn á þeim slóðum, þ.e. beggja
megin við Horn, landfastur. Veður voru
köld og umhleypingasamt. ísinn gerði
ýmist að lóna frá eða reka að landi aft-
ur
13. febrúar ísspöngin orðin samfelld
frá Straumnesi að Horni, skip gátu þó
siglt í gegn um ísinn eftir vökum meðan
bjart var.
Þann 25. febrúar segir í Mbl.
fs fyrir öllu Norðurlandi, og er það
talið fátítt síðustu 20-30 árin. Jóhannes
12. maí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13