Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1968, Blaðsíða 6
Jakob Jónasson „Landsins forni fjandi“ Hvar er hafið? Allt er ísköld breiða, eins og draugar milli leiða standa gráir strókar hér og hvar. Eða hvað? er þar ei komin kirkja? Kynjamyndir, hér er létt að yrkja: hér eru leiði heillar veraldar. Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður kuldalegt er voðaríki þitt. hræðilegi heljar arður hrolli slær um brjóstið mitt. Þannig kemst Matthías Jochumsson að orði um hafísinn. Og enn er hann kominn sá skratti, óvinur lands og lýðs, ógnvaldur alls lífs í landinu. Fyrst í stað virtist hann óákveðinn, smá nartaði í Vestfirðina, unz hann gerði áhlaup snemma í marz- mánuði og krækti sínum köldu klóm í allt Vestur og Norðurland. Morgun einn þegar bændur nyrðra stigu af sæng sinni og gengu út í norðanstorminn nepjukaldan, sáu þeir hvergi hafið, allt var ein samfelld ís og jökulbreiða. í þetta sinn var „óvinurinn“ öllu arm- lengri en oft áður, hann teygði vinstri arminn fyrir Langanestá, fyrir Aust- firðina alla og krækti loppunni að síð- ustu í Hornafjörð. En hægri arminn teygði hann langt í suðaustur með Vest- fjörðum. Helzt leit út fyrir á tímabili, að ísinn ætlaði sér að taka landið allt í jökulkaldan faðminn, glotta djöfullega og láta norðanbylinn öskra í eyrun á þjóðinni — Nú hef ég allt ráð ykkar í hendi mér —. En þótt hafið verði að láta sér lynda að leggjast flatt undir fætur „Konungs Norðursins“ þá er það voldugt og sterkt og unir því ekki til lengdar að vera fótaskinn hans, það blundar undir jökul feldinum og bíður eftir tækifærinu, bíð- ur eftir sunnanáttinni. í þetta sinn var biðin ekki löng, 10. apríl vor komin sunnan hláka, þá setti hafið upp kryppuna, og fyrir samstillt átak varð „Hinn forni fjandi“ að sleppa taki á landinu víðast hvar. í dag þarf fólkið nyrðra ekki að spyrja — Hvar er hafið? Enn er þó of snemmt (16. apríl) að spá um hvort má sín betur. Næstu vik- ur koma til með að segja okkur sög- una alla. Mér hefur nú dottið til hugar að tína saman stutt ágrip af því sem skráð hefur verið um ísavetra frá byrjun átj- ándu aldar fram til vorra daga. Ekki geri ég það til að vekja ugg í brjóstum manna eða rýra álit landsins barna á okkar blessaða góða landi, heldur vegna þess, að ég get hugsað mér að einhverjir hafi gaman að fá þetta dregið saman í eina stutta grein heldur en að þurfa að tína það saman úr bókum. Ennfrem- ur til að sýna hverskonar kjarkfólk hefur byggt og byggir þetta land.Fólk, sem hvorki hamfarir náttúruaflanna eða áþján erlendra hefur komið á kné. Þessi ódrepandi kjarkur og þrautseigja fólksins ásamt trú þess á guð sinn og landið má þakka það, að við erum til sem sjálfstæð þjóð í dag. Veturinn 180M803 Sagt er frá þessum vetri 20.6 í Minnis verðum Tíðindum á þessa leið: Hafís gerði vart við sig fyrir áramót og hefur hann legið umhverfis landið í allan vetur. Hafþökin liggja enn fyrir gjörvöllu Norðurlandi, og eru þess eng in merki, að ísinn sé á förum. Segir mönnum því þungt hugur um siglingu þangað í sumar. Fellir he-fur orðið víða í vor, bæði á hrossum og sauðfé. Vestra hafa hafísar og ófærð bannað mönnum sjóróðra og Kaupstaðaferðir. Margir hafa flosnað upp frá búum sínum í vor, og hafa fiestir þeirra neyðzt til að fara á hús- gang. Sumstaðar á Vestfjörðum komu tún ekki undan snjó fyrr en í endaðan júní. Ymsir bændur hafa orðið að skera hvert einasta unglamb vegna snjókyng is og gróðurleysis, enda er liðinn vetur einhver hinn harðasti er menn muna eftir,—— Já kalt hefur blásið á fslandi þá. En það skulum við hafa í huga, að þá var fátt til bjargar, engir vegir, engin farar- tæki nema hesturinn, og matvara í kaup stöðunum naumast handa fólkinu hvað þá handa búpeningi. Hver og einn varð að lifa hjálparlaust af sínu, nema hvað greiðviknir efnabændur reyndu að hjálpa, en það náði skammt. Veturinn 1859. Frá þessum vetri er sagt í Þjóðólfi. Hafís fyrir öllu Norðurlandi og Vest fjörðum og allt inn í Breiðafjörð. 20. apríl 1859. Hafís er með öllu Norðurlandi og Vest urlandi og inn á Breiðafjörð, sem þó er næsta sjaldgæft. Kaupskip komust ekki inn á Stykkishólm fyrir ísi og urðu að hafna sig á Grundarfirði —. Um ástandið í sveitum segir. Fregnir úr sveitum eru mjög bágar og ískyggilegar. Heyleysi er almennt nær og fjær, svo að sumstaðar er farið að skera kýr hrönnum saman. Um byrj- un þessa mánaðar var búið að skera 30 kýr í Eyrarsveit vestra og 20 í Helgafellssveit, og talið víst í bréfum frá 7-9 þ.m., að eins mörgum kúm eða fleiri ætti þar eftir að farga, ef sömu harðindi héldust til sumarmála. Víða að eru líkar fréttir. Úr Skaftafells sýslu er skrifað, að almennt fyrir austan Mýrdalssand, að almennur pen ingafellir liggi fyrir dyrum, ef eigi yrði kominn bati um miðjan þennan mánuð, en allir vita nú, að sömu eru hörkurnar yfir allt—. Ekki er getið um mannfelli í þetta sinn. Sennilegt þykir mér þó að um- renningar hafi týnt tölunni í slíku ár- ferði — En það er aðeins getgáta mín. inn sat fastur í ís fyrir norðan land. Hafís enn fyrir norðan. Liðinn vetur einhver sá harðasti í manna minnum. 1. júní 1859 Liðinn vetur hefur verið einhver hinn grimmasti í manna minnum. Um allt Suðurland var veðrátta grimm frá nýári og fram að páskum, með hagleysum og jarðbönnum, en um páska kom þar góð ur bati. Norðanlands hélzt hinsvegar sæmileg tíð fram á þorra, en þá komu hríðar og harðviðri, er héldust til páska og var oft grimmdarfrost. Hafís lagðist þar að landi í marzmánuði, og litlu síðar fyrir austan og vestan. Margir Norð- lendingar telja, að þar hafi ekki komið jafn harður vetur síðan 1802—. Með sumri batnaði veður þar nyrðra, en af- taka ísalög eru enn fyrir öllu Norður- landi og banna alla siglingu þangað. . Á Vestfjörðum hafa verið miklar frost hörkur með bágindum og bj argarskorti. Á einmánuði var þar oft 20 stiga frost. Hafís teppti alla siglingu á Breiðafjarð- arhafnir fram í maí, en mun nú vera farinn að lóna frá landi. 15- júní. ísinn er nú loks farinn að lóna frá riyrðra. Fynsta kaupfarið kom inn á Eyja fjörð 6. þ.m. og um líkt leyti á aðrar norðlenzkar hafnir. Þessi vetur hefur gengið mjög nærri mörgum, en ekki mun hafa orðið beinn mannfellir af bjargar- skorti. Veturinn 1874 (Öldin sem leið) Liðinn vetur hefur verið einhver sá harðasti í manna minnum. Vetur sá, sem nú er liðinn, er án efa einhver hinn harðasti, sem gengið hefur yfir þetta land á síðari tímum. Hann lagðist að nálega um land allt mánuði fyrir venjulega vetrarkomu. Fyrir nýár gerði hörkur miklar víða um land, og eftir nýár fóru þær mjög vaxandi. Voru og í janúarmánuði ofsalegar stórhríðar, Þessi mynd er tekin þegar Haförn- einkum á Norðurlandi og Austurlandi. Þá urðu allmiklir skaðar. Frost varð lengi 24-26 stig norðanlands og 18-19 stig á Suðurlandi. Frostið linaði nokk- uð í febrúar. Hláka kom um miðjan þann mánuð og talsverð leysing, enjörð kom ekki upp til muna. Losnaði þá um hafísinn fyrir norðan og hörfaði hann frá um stund. f marz kom hafísinn aftur að landi og harnaði þá um hríð. Nyrðra voru hin mestu harðindi þann mánuð allan og fram í apríl. Fénaður hafði víða verið á gjöf frá því fyrir og um veturnætur. Svarf hvarvetna mjög að bændum en ýmsir skáru töluvert af fé sínu strax á þorra. Seint í apríl fór veðráttan loks að batna. Þó lá hafís enn fyrir Norðurlandi, er síðast fréttist. Þrátt fyrir fádæma vetrarhörkur og grimmdarfrost á útmánuðum, hefur orð ið minna tjón af harðindum þessum en ætla mætti. Víða var reyndar skorið af heyjum, en það var gert í tíma, og ekki hefir heyrzt, að fénaður hafi að ráði fallið úr hor. En sármagur kemur hann allur undan vetrinum. Vori sæmilega sleppa menn furðanlega úr klóm þessa langa og harða veturs---. Það sem fyrst og fremst vekur at- hygli manns við að lesa þessa frásögn er hvað veturinn hefur gengið snemma í garð og hvað fannfergið hefur verið mikið, þar sem sagt er að fé hafi verið komið í hús fyrir og um veturnætur. í þá daga var það ekki venja að gefa fé svo snemma heldur halda því á beit meðan nokkrar snapir voru, og víða var það þekkt að tveir eða þrír hraustir karlmenn gengu út með fénu og mok- uðu fyrir því. Menn geta gert sér í hug arlund hvernig þau holt og það land sem hærra bar, þar sem mokað var fyrir fénu, litu út á vorin þegar snjóa leysti. Þetta land var vægast sagt eins og flag, allur kvistur klipptur og rótnagaður, og svo hófst uppblásturinn—. En það 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.