Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 10
 OG GUÐINIi MAO Gréin eftir hinn kunna enska blaðamann NORMAN BARRYMAINES. Danski teiknarinn Jörgen Knudsen var með í förinni. Barrymaines hefur skrifað greinar um stjórnmál fyrir Daily Express í 20 ár og vann í 5 ár fyrir utanríkis- fréttaþjónustu blaðsins. f fyrra fór liann til Norð- ur-Vietnam og skrifaði þá fyr ir Sunday Telegraph í Lond- on. Fjórir hafnsögumenn fikruðu sig upp tágastigann á flutningaskipinu og færð- ust fjær gráhvítum dráttarbátnum, sem birzt hafði úr morgunþokunni á Jang- tsekiang-fljótinu. Vinstra megin á brjóstinu báru þeir rauð og gullin merki með vingjarnlegu andliti Mao Tse-tungs. Neðst voru uppáhaldsslagorð formannsins og titill aðalslagara Kína „Austrið er rautt“. Þegar þeir komu upp í brúna á hæla þriðja stýrimanns og höfðu heilsað skip stjóranum drógu þeir úr vösum bláu bómullartreyjanna litlu rauðu bókina með Mao-tilvitnunum og lásu hljóm- brigðalaust: Orka þess kjarna, sem fær- ir boðskap okkar fram á við er kín- verski kommúnistaflokkurinn! Þegar þeir voru orðnir nógu innblásn- ir til þess að leiðbeina skipinu þá 60 kílómetra upp okkurgult Jangtsekiang- fljótið að mynni Hwangpu, sem rennur fyrir dyrum Shanghai, lögðu þeir minn- isbækur sínar til hliðar. Yfirhafnsögu- maðurinn gaf skipstjóranum skipun tim að halda áfram og draga úr hraðanum. Þannig kynntist ég undarlegri veröld sameiningarstjórnar en það er stjórn „þrenningar-sameindar" fólksins — byltingarnefndir, byltingarherdeildir, fulltrúar hersins og byltingaralþýðu. Þetta eru meginþættir hinnar miklu menningarbyltingar alþýðunnar, sem hafa á undanförnum tveimur árum hald ið Kína í heljargreipum. Meðan við biðum næstu tvo daga eft- ir skipalægi í mynni Hwangpu varð ég vitni að nokkrum sérkennilegum atburð- um, sem hver um sig var spegilmynd hversdagslífsins hjá aðþrengdum, snar- rugluðum, heilaþvegnum 750 milljónum kínverksra íbúa. Maður getur talað við hundruð manna úr öllum stéttum kínversks þjóð- félags, en útilokað er að skiptast á skoðunum við þá. Engu auðveldara er það Moskvadyggum kommúnista hvorki andlega né stjórnmálalega að skilja hugsunarhátt Kínverja en fulltrú- um hins frjálsa heims. Pólverjarnir gengu í þá gildru að reyna að vega og meta orð og athafnir Kínverja sam- kvæmt eigin rökhugsun. Slíkt er ger- samlega tilgangslaust. Stutt samtal við meðlim kommúnista- herdeildar í verksmiðju útskýrir betur hvað ég á við. — Hefur ekki menningarbyltingin haft í för með sér minnkandi framleiðslu? var mín einfalda spurning. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Hann svaraði með annarri spurn- ingu: Er framleiðsluminnkun sem nem- ur milljón skyrtna mikilvæg fyrir þjóð, sem leitar sannleikans? — Eigið þér við, að það skipti engu máli hve hröðum skrefum þið iðnvæðist? — Hraðinn í framförum okkar kann að hafa þýðingu. En það sem er enn mikilvægara er, að við náum takmarki okkar eftir réttum hugsjónaleiðum. Við förum ekki inn á kapítalistiskar brautir. Á pólska flutningaskipinu, sem ég kom með var einungis einn laus klefi — hafnsögumannisklefinn með einni koju Þetta er alvanalegt þar eð einungis einn hafnrögumaður 'kemur um borð í hverri höfn. Á tveimur sólarhringum koma fjórir hafnsögumenn um borð, út- lendingaeftirlitsmaður og herra Hsu. Mér tókst ekki að fá vitneskju um em- bætti hans, en mig grunaði, að hann væri herdeildarfulltrúi. Þegar yfirbrytinn tilkynnti, að ein- ungis hafnsögumannsklefinn væri laus og að fimm þeirra yrðu að sofa á bekkj- um í kortaklefanum og borðstofu yfir- manna heimtaði Hsu að fá að tala við skipstjófann. Hann krafðist þess að á- höfnin þrengdi svo að sér, að fleiri klefar yrðu lausir. Skipstjórinn neitaði kurteislega en ákveðið að fallast á það. Eftir það breyttist framkoma Hsu. Hann hélt því fram, að honum og hans kínversku félögum hefði verið mismun- að. Mótmælti hann því, að þeir yrðu látnir borða í hinni venjulegu borðstofu yfirmanna. Hvers vegna fengu þeir ekki að borða með skipstjóranum? Af stakri þolinmæði var honum skýrt frá því, að einungis væri pláss fyrir 6 manns við borðið hjá skipstjóranum og þau sæti skipuðu sjálfur skipstjórinn, yfirstýrimaðurinn og kona hans, fyrsti vélstjóri, danski teiknarinn Jörgen Knudsen, félagi minn og undirritaður. Hsu lét sér hvergi bregða. Hann end- urtók ásökunina um mismunun og hélt því fram að matreiða skyldi kínverska rétti fyrir þá þar eð pólsk matargerð væri ekki að þeirra smekk. — í Kína eru allir jafnir, sagði hann. — Við ger- um okkur ekki mannamun. Skipstjórinn baðst velvirðingar á því hve ófullkomið skip hans væri, en benti á, að þetta væri flutningaskip og væri einungis um að ræða tvo störfum hlaðna matsveina til þess að matreiða fyrir u.þ. b. 50 áhafnarmeðlimi. Hann sagði, að sér þætti leitt að geta ekki gert betur við gestí sína. Fór Hsu móðgaður út úr klefanum og að því er ég bezt veit tal- aði hann ekki meira við skipstjórann meðan hann dvaldi um borð. En við mig kvartaði hann sáran undan þeim raunum, sem þeir höfðu ratað í. Eg reyndi að róa hann. Árangurslaust reyndi ég að milda skap hans. Sagði ég hon-um, að ég hetfði dvalizt um borð í margar vikur og að mannskapurinn, eftir því sem ég gæti séð, deildi allur sömu kjörum. — Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta jú pólskt skip og áhöfnin komm- únistar, sagði ég. — Eins og Sovétríkin hefur Pólland valið hinn kapitalistiska veg, svaraði herra Hsu. Mér þótti hyggilegast að svara þessu ekki. Sjómenn, sem heimsækja kínverskar hafnir hafa frá ýmsu að segja úr menn- ingarbyltingunni. Eitt þeirra skipa, sem sögur fara af er hið sovézka „SVIRSK“. Hófst það allt með því, að áhöfnin neit- aði að taka við fræðslu um kenningar Maos og reiður sjómaður var svo grunn- hygginn að kasta Mao-merki fyrir borð. Skipstjórinn var handtekinn, laminn og hæddur opinberlega. Spellvirki voru framin um borð og arndsovézk slagorð máluð vítt og breitt um allt skipið. Aðrar erlendar áhafnir, sem komið hafa í kínverskar hafnir hafa einnig mætt ýmsum erfiðleikum af völdum menningarbyltingarinnar. Hefur það valdið mikilli óreiðu, að hafnarverka- menn hafa orðið að mæta á stjórnmála- lega fræðslufundi. Stundum er ekki einn einasta hafnarverkamann að finna i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.