Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 15
ÆVISKEIÐ Framhald á bls. 7 er það hin eina hvíld hugans að hvarfla til minninganna frá starfsárunum, þegar hægt var að beita óskertum kröftum sín- um gegn örðugleikunum, þegar hægt var að leita til síns eig- in máttar gegn því, sem á stríddi. Þá var svo sælt að hljóta sigur eftir unna þraut, en það var líka hægt að sætta sig við ósigur, þegar allt hafði verið gjört, sem vitið og kraftamir leyfðu. í hinni hljóðu og at- hafnalitlu veröld efri áranna er oft fátt framundan, sem hugur- inn getur dvalið við. Tilveran öll er með annarlegum svip. Hún er að flestu ólík því, sem var. Það er erfitt að sætta sig við hana. Og þá verður hinum aldraða einnig hugsað til æskuáranna, þegar flest lék í lyndi, og hann segir með skáldinu: Hv-e glöð er vor æska, hve létt er vor lund. er lífsstríð ei huga vorn þjá'ir Vér áttum svo fjölmarga inn dæla stund, er ævi vor saknar og þráir. En æskan er braut, og blóm in dauð, og borgirnar hrundar, og löndin auð. Já þegar borgir lífsins eru hrundar, þarfnast mcnn samúð- ar og skilnings hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Ég átti einu sinni gamlan frænda, sem nú er löngu dá- inn. Hann lá mörg ár í rúm- inu og var lamaður af slagi og auk þess blindur. Ég kom stöku sinnum til hans og þó allt of sjaldan. Ætíð var hann glaður og reifur, talaði um alla heima og geima, en minntist aldrei á sitt eigið sjúkdómsböl. Snemma á rúmlegu árum þessa frænda míns tók ungur maður að heimsækja hann, og var hann einmitt ættaður út minni sveit. Hann kom til gamla mann ins reglulega, að mig minnir tvisvar í viku. Þetta gerði þessi ungi maður án þess að hafa þekkt frænda minn áður, og éinnig án þess að vera lionum vandabundinn á nokkrun hátt. En hann brást aldrei meðan gamli maðurinn lifði, og mörg voru þau blessunarorð, og hlýr var sá hugur, sem liann hlaut að launum frá hinum aldraða, örvasa manni. Þessi sami maður er hér í bæn um enn og ennþá heldur hann áfram að fórna tómstundum sín um fyrir þá, sem bágt eiga og enga björg geta veitt sór. Hvern einasta dag gerir liann góðverk með því að veita ósjálfbjarga, lömuðu fólki Vináttu sína og hjálp, og hvem einasta dag blessar þetta fólk líf hans og starf. Ef vér værum öll eins og þessi maður, ef vér mættum öll vera að því að eyða ofurlítilli stund, þótt ekki væri n.ema öðru hvaru, hversu mjög gæti það ekki breytt lífi margra hinna öldruðu og sjúku. Það þarf oft svo furðulega lítið til þess að gleðja og hressa þá, sem sviptir eru munaði lífsins. Til þess þarf ekki alltaf fyrst og fremst fjármuni né heldur mikinn tíma. Vingjarnlegt tillit, eitt hlýlegt orð, getur verið slíku fólki miklu dýrari gjöf en gull og gersemar eða skraut leg klæði. Hinn mikli skáldjöfur, Einar Benediktsson s-egir svo í einu kvæða sinna: Eitt bros getur dimmu í dags ljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brazt við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt Iíf eitt augna kast, til baka. En þótt ellin sé að margra dómi hinn myrkasti liluti æv- innar, þá ber hún þó margt í skauti sínu, sem æskan og ann- ríkisárin eiga minna af og kunna síður að rneta. Hinir öldruðu og Iífsreyndu eiga oft þá göfgi andans, sem allt getur yfirstigið og allt fyr- irgefið. Þeir eiga oft þá sálarró og þá stillingu skapsmunanna sem jafnvel hinar dýpstu og sár- ustu sorgir fá ekki bugað. Þeir öðlast líka oft þá trú á eilífa forsjón, sem g-efur þeim líf fyrir dauða, ljós fyrir myrk ur. Ef til vill getum vér flest tekið undir boðskap hinna gömlu spakmæla: Ævi vor er sem dimmur klefi, þar sem mynd annars heims er framkölluð — og það því skær ar, sem myrkrið er svartara. Bænin er vængir þéir, sem sálin flýgur með til himnis, og umhugsunin augað, sem vér sjá um guð með. um aftur til Friðarhótelsins. Þar hófust ákafar umræður. Ég spurði Cheng og starfsmanninn: — Vilduð þér vera svo góðir að segja mér hvers konar myndir éig má tafca? — Fyrir menningarbyltinguna gátu Æerðamieim ljósmyndað eins og þá lysti. Nú gilda vissar takmarkanir. — Mér skyldist, að takmarkanir þess- ar giltu einungis á svæðinu umhverfis éna. í morgun tók ég eingöngu myndir af fólki, sem las af veggspjöldum stjórn- axinniar og manni, sem seldi síla. Þetta getur varla taiizt hættulegt öryggi laindsins? •— Við æskjum þess, að þú gerir þér Ijósari igrein fyrir því hvað menningar- þyltingin er. — Þess vegma er ég hér. •— Eftir menningarbyltinguna ier bannað að taka myndir af veggspjöld- um. — Þá verður mjög erfitt að taka myndir í þessari götu. Þar eru samfelld veggspjöld. — Rauðvarðliðastyttuna í þessari götu má ekki ljósmynda. — Hvers vegna ekki? Eruð þér ekki stolitir af henni? Unga kynslóðin er fulltrúi menningarbyltingarinnar. — Rauðvarðliðastyttan er við höfn- ima. Ljósmyndun er ekki leyfilieg með- fram ánni. — Eru þá allar takmarkanir upp- taldar? Yfirmaður Chengs greip fram í: — Þú mátt ekki taka myndir af fólki án þess að byðja leyfis. Þú mátt heldur ekki taka myndir af hermönnum, sagði hann. Cheng tók aftur við: — Við óskum þess að þú sért frjáls ferða þinna í bænum og út um iandið. — Þýðir það, að ég hafi ekki leyfi til þess að taka ljósmyndir? — Fólkið misskiiur það ef til vill. Það kann að líta á þig sem fjandmann. Mao formaður segir: — Fjendur vorir ieru allir þeir, sem eru í bandalagi við heimsvaldiastefnuna. Ég var í klípu. Þeir reyndu greini- lega að fá mig ofan af því að taka myndir, en ábyrgðinni vildu þeir skella á mig. Seinna komst ég að raun um, að ómögulegt er að fá beint svar við spurningu. — Haldið þér, að ég geti lent í fleiri álíka vandræðum og í morgun, ef ég held áfram að taka myndir á götum úti? Þessi spurning var of bein til þess að hlenni mætti svara. Þeir þögðu. Yf- irmaður Chengs leit mynduglega á arm- bandsúr sitt. Það var hádegi. Hann var svangur. Það hlaut ég einnig að vera. — Ég legg það til, að þú farir að borða, sagði hann. — Við getum hitzt aiftur klukkan tvö. Eftir hádegisverðinn kom Cheng einn að hitta okkur. Ég hitti yfirmann hans ekki aftur. Cheng vildi nauðugur ræða meira um ljósmyndun, en ég tók þráð- inn upp að nýju. — Hverjar eru fram- tíðaráætlanir hvað ljósmyndun snertir? — Þér er frjálst að ljósmynda innan 'þeirra takmarka, ssm nefnd voru í morgun. Það er nú lítið frelsi. Þér sögðuð jú m.a. í morgun, að ég gæti orðið fyrir óþæigindum. — Það getur reynzt hættuiegt að Ijós- mynda. Það er ekki víst, að þú sért alltaf í niágrenni við skrifstofu mína. Þú talar ekki kmversku. Var Cheng í raun og veru að forða mér frá vandræðum? Það kom greini- lega í 'ljós um morguninn, að dregið gæti til alvarlegra tíðinda fyrirvara- laust. Kínverska þjóðin er opin fyrir einstrengingsllsgasta útlendingahaturs- áróðri. Maður skynjar sífellt ólgandi andúð. Allir útlendingar eru fjandmenn. Mér þótti skynsamlegast að segja Cbeng, að í framtíðinni mundi ég ekki taka myndavélina með. Ef til viLl heif ég gefizt of auðveldlega upp. Cheng virt- ist létt. Ég komst að raiun um það síð- ar, að ákvörðun þessi færði mér vin, þar eð hún varð til þess að bjarga sóma Chengs í augum yfirmanns hans. Næsta dag fékk ég filmuna aftur. Framköllunin var léleg. Þiigar ég lít til baka til þessa at- burðar er mér næst að halda, að sak- sóknarinn bafi verið lögreglumaður, sem veitti mér eftirför eingöngu til þess að koma sjónieik á svið. Þeir kærðu sig ekki um að ég tæki Ijósimyndir af- skiptalaust. En þó vildu þeir ekki strax leggja blátt bann við ljósmyndun. Menningarbyltingin lofar frelsi og jafn rétti allra. Þesis vagna var sjónlei'knum SKÁK Á Fiskeskákmótinu kom upp í skák þeirra R. Byrne og Friðriks Ólafssonar eftir 30. leik hvíts. Friörik. Hvítur hefur 3 frípeð Dr.-megin og eitt þeirra virðist orði'ð all hættulegt, en sv. finnur ráð til að skapa sér einnig frípeð. 30. — g5! 31. hxg5 h4! (Þetta peð má hv. ekki drepa, ef 32. Hxh4 Hglt 33. Kaz Hal mát). 32. Hd8 Bf2 33. f4 Bg4 34. Hd3 Hglt 35. Hxgl Bxgl (Nú hefst spennandi kapphlaup!) 36. a6 h3 37. Hd2 Bf.3 38. e5> h2 (Svartur varð á undan!). 39. Hxh2 Bxh2 40. C4 Bxf4 41. b4 Bd2 Þó peð hvíts séu mörg tekst svarti stöðva þau öll. Hv. gafst upp. Gefa nýja möguleika HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13, símar 13879 og 17172. Pósthólf 193, Reykjavík komið í kring. Fólkið mótmæiti athöfn- 007 um 1. sepfember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.