Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Qupperneq 3
TT itold Gombrowicz. 'höfundur leik-
ritsins Yvonne, sem Leikfélag Reykja-
víkur frumsýnir á næstunni, fæddist
í Maloszyce í Póllandi 4. ágúsit 1904.
Faðir hans var efnaður óðalseigandi og
ólst því Gombrowicz upp við siði og
háttu efri stéttar Póllands. Hann stund-
aði nám í Varsjá og París oig er lög-
fræðingur að menntun. Árið 1933 gaf
hann út fyrstu bók sína, „Endurminn-
ingar frá æskuárunum“. Árið 1939 urðu
þáttaskil í lífi hans. Það ár bauðst hon-
um far með jómfrúferð pólsks farþega-
skips til Suður-Ameríku en á meðan á
ferðinni stóð, brauzt heimsstyrjöldin út
í Evrópu og Gombrowicz kaus að hverfa
frá borði og setjast að í Argentínu.
Með þessu tók hann ekki einungis af-
stöðu gegn föðurlandi sinu heldur öllu
sem heyrði Evrópu til, þjóðisikipulagi
þess, befðum o-g viðhor'fum. í d-agbókum
sín-u-m o-g skáldsögun-ni ,,Tra-ns-atlanityk“,
sem kom fyrst út í París árið 1953, fjall-
ar Gombrowicz um þessa afstöðu sína
og skýrir þar, hversu gagnger og af-
drifarík hún varð fyrir hann persónu-
lega og ritferil hans. Evrópskt þjóð-
skipulag va-r í auigum hans úrelt o-g úr-
kynjað: aðalinntak þess steinrunnin
form og viðhorf sem varð aðeins hald-
ið uppi með aga og valdi, og sífelld-
lega í andstöðu við ung og fersk öfl
nýsköpunar. í rauninni hafði hann þeg-
ar gert upp við úr-eLt o-g stirð'nuð lífs-
form í Póllandi með skáldsögunni
„Ferdydurke", sem kom út ári áður en
hann tók sér SuðurAmeríkuferðina á
hendur. „Ferdydurke" vakti strax
óhemjuathygli, þegar hún kom út. Aðal-
persónan er þrítugur maður, Jónzio að
nafni. Hann stendur á mörkum æsku og,
fullorðinsára, og enn óráðinn hvoru
megin markanna hann á heima: í heimi
hinna fullorðnu eða meðal hinna ungu
og ómótuðu. Skáldsagan er full af furð-
um og kostulegum tiltækjum og borin
uppi af taumlausu skopi. í bókinni yng-
ist Józio upp, þroskaárin hrynja af
honum hvert af öðru og hvert skref
WITOLD GOMBROWICZ
Steinn Steinarr:
Hallberg Hallniundsson
sneri á ensku.
Within your dream
í draumi sérhvers
manns
í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem br jóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynsilu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Within your dream your finai fall is hidden.
You wander through the dark, enchanted trees
of fantasies by which your breast is ridden
behind the coldly calm realities.
Your dream’s endowed with faculty of giving
birth to a separate life which threatens you.
It grows between yourself and all that’s living,
and yet the rift is never known for true.
Against your muscle strength and mental power
opposing all you see, believe. and think,
in dark and cryptic silence, hour by hour,
your dream expands, and as it does, you shrink.
Behold: you fall before your dream, surrender,
a vanquished man; your downfall is extreme.
And locked within its arms, so long and slender,
at last you are the dream of your own dream.
faerir hann nær barnaskapnum í leið að
hinum upprunalega kjarna. Á þessum
afþroskunarferli Józios fellir Gombro-
wicz hvert samfélagsformið af öðru með
háði sín-u og ádeilu, en kemst hiins veg-
ar næst þeirri úrlausn í verki sínu, að
„upprunalegur“ maður sé ekki til.
En nú, með því að brenna allar brýr
að baki, neita að hverfa aftur heim og
setjast að í ókunnu landi, sem var að
mörgu i-eyti í mótun og markað af s-kipu-
lagsleysi, gafst Gombrowicz tækifæri að
reyna örlög Józios á sjálfum sér. I
fyrstu fann hann til léttis. Loksins var
hann frjáls, laus við öll bönd og það
því fremur sem hann taldi sig enga sam-
leið eiga með löndum sínum í Argen-
tínu. Nýlendan pólska lifði í þeirri
barnalegu og bjartsýnu von, að styrj- .
öldin mundi leiða í ljós yfirburði Pól-
lands og manindóm: þeir trúðu því, að
skammt mundi að bíða þess, að hið
frækna, pólska riddaralið héldi innreið
sína í Berlín og gersigraði Þjóðverja.
Gombrowicz sneri baki við þessum lönd-
um sínum, meðfram vegna þess að hann
reis öndverður gegn því að láta skipa
sér í flokk eftir þjóðerni: þjóðernishug-
myndin var honum aðeins enn eitt „form-
ið“ í mannlífinu, sem bindur manninn
og kúgar hann til vissrar hegðunar á
kositnað einsta-kling-sfrelsáis. Þó uppgötv-
aði hann, að frelsið var dýru verði
keypt: honum ógnaði það tóm sem af-
staða hans varpaði honu-m í. Togstreit-
an milli frelsisþrár mannsins og ótta
hans við frelsi er einatt áleitið yrkis-
efni í verkum Gombrowicz.
Um þetta tímabil ævi sinnar segir
Gombrowicz í dagbók sinni: „Utan við
mig og örþrota, arflaus og rótlaus, þjáð-
ur af blindum ástríðum, sem leystust úr
viðjum, þegar tilvera mín hrundi og líf
mitt varð gjaldþrota — eftir hverju var
ég eiginlega að sækjast?“ Þessari spurn-
ingu leitast hann við að svara í skáld-
sögunni Trans-atlantyk, sem fyrr er get-
ið. Söguna byggir hann á eigin reynslu,
aðalpersóna hennar heitir jafnvel Wit-
old Gombrowicz og er kallaður WG í
sögu-nn-i. WG verður vitni að vialdabar-
áttu milli frumstæðs argentísks kynvill-
ings og pólsks majórs af „gamla skól-
anum“ um son hins síðarnefnda. Sjálfur
tekur WG enga afstöðu, og hvorugur
sigrar, því að báðir leitast eftir yfir-
ráðum — um frelsi unga manninum til
handa er engan veginn að ræða. Full-
trúar beggja — hins unga og frum-
stæða og hins gamla — eru jafnmiklir
harðstjórar: eitt form leiðir af sér ann-
að, þessi öfl verða ekki sett upp sem
algerar andstæður, því að í samskiptum
sín á milli skapa þau hvert annað, lifa
hvort á öðru.
Um frelsi er ekki að ræða. Einn er
maðurinn enginn. Og hér er komið að
-uindirstöðuatriði í manmsik-ilningi Gom-
browicz. Persónuleiki mannsins er ekki
stöðugur, óbreytanlegur, einstaklingur-
inn hefur hvorki yfirsýn yfir örlög sín
né áhrif á þau. Atburðarásin, aðstaða
mannsins býr yfir innri lögmálum forms
sem ráða gerðum hans og það er af við-
brögðum sínum sem hann þekkir sjálfan
sig jafnframt því sem viðbrögð hanS
sjálfs og viðbrögð annarra „skapa1*
hann. Frjálst val mannsins er blekking,
atburðarásin ræður valinu. f grein um
pólska leikritun nútímans orðar And-
rzej Wdrith þetta svo: Síbireytileiiki
atburðarásarinnar er driffjöðurin sem
ákvarðar hva-ða stefnu gerðir manna
taka. Þetta er alls óskylt sálfræðilegri
leikritun — þar sem persónuleiki manns
ins ræður hegðun hans — og jafn-
framt óskylt epískri leikritun — þar
sem hegðun mannsins ræður persónu-
leikanum. Hjá Gomrowicz er hegðun
mannsins ekki aðalatriði í samanburði
við atburðarásina, heldur undirorpið
Framh. á bls. 13
3. nóvember 1MB
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3