Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 13
va!!arorsökin fyrir hinni ótrúlegu fram- þróun í grískri skipaútgerð síðustu átj- án árin“. Onassis hefur haldið áfram að byggjs sífellt stærri olíuskip (hann á tíu 200.000 lesta skip í smíðum víðs- vegar), og græða á hækkandi flutn- ingsgjöldum, sem eru fylgifiskur styrj- alda. Sá stæsti, sem hlaupið hefur á snærið hjá honum árum saman var júní-stríðið milli Araba og ísraelsmanna sem lokaði Súez-skurðinum. Onassis kveðst hafa séð það fyrir og hafði til taks skip, sem voru samtals 300.000 lest- ir Flutningsgjöld fyrir olíu hækkuðu úr 5 upp í 18 dollara á lest. Hann var einnig svo forsjáll að út- vega sér til hagræðis sinn eiginn sigl- ingafána og samdi sjálfur siglingalög- in að mestu. Árið 1947 dvaldi Onassis um helgi hjá gömlum vini sínum, Ed- ward Stettinius fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. „Stettinus var í angurværu skapi,“ segir Onassis, „og sagði mér að á leið sinni heim frá Jalta ráðstefnunni hafi hann komið við í Liberíu og orðið þess vísari, að hann væri fyrsti ameríski stjórnmálamaður- inn, sem sækti það land heim. Hann hafi lofað þeim að gera eitthvað fyrir efnahagslíf þeirra. „Þú ert framtaks- samur í hugsun“, sagði hann við mig, „þú ættir nú að leggja heilann í bleyti og athuga hvað ég gæti gert til að hjálpa Líberíumönnum að vinna sérinn peninga á heiðarlegan hátt.“ Þegar ég hitti hann næst sagði ég: „Sjáðu nú til, við höfum öll okkar egg í sömu körfunni í Panama. Því ekki að segja vinum okkar í Líberíu að búa til körfu svo við getum flutt eitthvað af eggjun- um okkar þangað?“ Nú, og þetta gerð- um við. Við tókum afrit af allri sigl- ingalöggjöf Panama með þó nokkrum umbótum. Síðan sendi Stettinius Bull Halsey aðmírál á fund forstjóra skipa- deildar Standard Oil, sem var Anna- polis maður og leit á Halsey sem hálf- guð. „Settu einhver bannsett skip undir þennan bannsettan fána“, sagði Halsey, og þar með var það gert“. Um mi'ðjan fimmta tug aldarinnar voru margir þeir skipaeigendur, sem áður höfðu forsmáð Onassis farnir að feta í fótspor hans. Árið 1943 bauð Stavros Livanos, sem þá var ríkastur grískra skipakónga, honum heim í íbúð sína í New York, kynnti hann fyrir tveim kornungum dætrum sínum, og gaf honum ákveðið í skyn að hann ætti að festa ráð sitt. „Táningar eru of ungir fyrir mig,“ svaraði Onassis. Livanos hélt áfram að hampa heimilislífinu og sínu eigin hamingjusama hjónabandi með tutt- ugu árum yngri konu. En það var At- hina (Tina) hin brúneygða yngri dótt- ir Livanos, sem kom Onassis -á aðra skoðun. Þremur árum síðar skrifaði hann föður hennar og spurði: „Hvað myndirðu gera ef ég bæði þig um hönd Tinu?“ Livanos svaraði og sagðist ekki vilja að Athina giftist á undan eldri systur sinni, Eugeníu, en Onassis gaf til- vonar.di tengdaföður sínum ekkert eftir í þrákelkninni og kvæntist Tinu árið 1946, en þá var hann 39 ára gamall og hún 17 ára. Ári síðar giftist Eugenía Stavros Niarchos, sem átti eftir að safna enn meiri auðæfum en Onassis. Tina gat ekki lastað mann sinn sem fyrirvinnu. Þau áttu hús í Ostruflóa á Long Island og annað í Sutton Place í New York. Um vetur dvöldu þau í Monte Carlo og á sumrum um borð í snekkjunni Christinu. Þegar hennileidd ist fór Onassis með hana á hvalaveiðar í Perú eða keypti handa henni tízku- sýningu einhvers Parísar tízkukóngsins. En hann átti vanda til að hverfa og Tina kunni því illa að vera skilin eftir ein oft og óvænt. Hún fann einnig til aldursmunarins og safnaði um sig hóp af ungum vinum í Sct. Moritz og New York. Hún talaði um eiginmann sinn sem „karlinn". Hann talaði um Tinu, son þeirra og dóttur sem „börnin sín þrjú“. Árið 1960 fékk hún skilnað frá honum og bar við andlegri grimmd. Hann var þá þegar farinn að stíga í vænginn við Maríu Callas (enda þótt hann hafi margoft sagt að hann hafi óbeit á óperum og hafi sjaldan heyrt hana syngja). Þar sem Ari hefur nú selt hlutábréf sín í Monaco og hvalveiðiflotann hefur hann meiri tíma aflögu til að sinna nýj- ustu hugðarefnum sínum — eyjunni sinni, þar sem hann hefur beðið skrúð- garðaarkitektinn að byggja aflíðandi götur í staðmn fyrir stalla og þrep með tilliti til þess tíma þegar hann verður að aka um í hjólastól: flugfé- laginu sínu, sem hann útvegaði leyfi til leiguflugs milli heimsálfa eftir vel- heppnaða viðureign við grísku stjórn- ina: og mögulegri samvinnu sinni við Rússa um byggingu margmilljón doll- ara olíuhreinsunar- og álbræðslustöðv- ar í Grikklandi. Engu að síður finnst honum sem fyrr að auðæfin séu þung byrði. í þrettán ár hefur hann leitast við að bæta álit almennings á sér með aðstoð fréttafull- trúa síns, en hann er þrekvaxinn, góð- lyndur Ný-Sjálendingur, Nigel Neilson að nafni. Þegar þeir hittust í fyrsta skipti, sagði Onassis: „Jæja, segðu mér hvað fólki finnst um mig,“ og Neilson dró upp undirbúinn lista yfir þau at- riði sem skýrt gætu hina óæskilegu ímynd almennings af Onassis: „Dular- fullur. Neitar að tala við blaðamenn. Þekkir ekki rétta fólkið. Fórnarlamb slúðursagna. Gengur með dökk gler- augu, sem gera hann illmannlegan. Ólán ið virðist elta hann.“ En áður en hann gæti byrjað að lesa listann, tók Onassis fram í fyrir honum. „Nei, ég skal segja þér það,“ sagði hann. „Því finnst ég vera Grikki — sem á of mikið af peningum." Aðalstarf Neilsons er að betrumbæta ímynd húsbónda síns, útmála hann sem skemmtanafíkinn gleðimann í stað dular fullrar skuggaveru. Hneigð Aris fyrir leiki og skemmtanir hefur gert honum þetta kleift. Samhliða þessu er það skyldustarf hans að bera til baka all- ar lygasögur um húsbóndann — að On- assis sé aflið bakvið grísku stjórnar- klíkuna, Onassis ætli að láta kaup- skipaflota sinn sigla undir fána Vati- kansins, Onassis sé að endurbyggja ris- ann á Rhodos. Þetta er vonlaust verk á meðan nafnið Onassis er samnefnari fyrir ótakmarkaðn auð. Bandarískur ferðamaður, sem sá Onassis á gangi eft- ir götu í Monte Carlo fyrir skömmu, sagði við konu sína: „Sjáðu, hann er bara lítill karl.“ „Ekki þegar hann stendur á peningunum sínum,“ svaraði konan. Witold Combrowicz Framh. af bls. 3 henni. Gombrowicz lætur atburðarásina ákvarða hegðun mannsins — hann læt- ur þvi staðar numið þar sem epíska leikritið byrjar". f leikriti Gombrowicz „Brúðkaupið“, sem þykir einna skýrast sýna mann- skilning hans á sviði, segir ein persón- an á þessa leið: Vissulega veit ég ekki hvað ég á að segja þó mun ég iinnan skamms fá að vita hvað ég var að segja í þessu. (Þýðinig þessi er tekin úr grein Thors Vilhjáimssonar, Mrozek og fleiiri pólsk leikritaskáld, í Birtimgi, 2.—3. hefti ’67). Þannig eru allar persónur Gombrow icz fangar atburðarásarinnar, fangar sinna eigin gerða og gerða mótleikara sinna. Vissulega er Gombrowicz hér nærri existentíalisma t.d., en Gombro- wicz tekur afstöðu gegn allri heimspeki — hið raunverulega mannlíf verður aldrei fært í fjötra kerfisins án þess að það afskræmist. Maðurinn vill þrátt fyrir allt vera hann sjálfur, og það er í spennunni milli þeirrar löngunar og ofríkis formanna, sem mannleg þjáning á upptök sín. Gombrowicz bjó í Argentínu fram til ársins 1963 en fluttist þá aftur til Ev- rópu. Verk hans voru bönnuð í Pól- landi fram til ársins 1956, en þá voru gefin út þau verk, sem hann hafði skrif- að í útlegðinni, svo og eldri verk í nýj- um útgáfum, m.a. leikritið Yvonne, sem hann samdi árið 1935. Það var einnig sett á svið bæði í Krakow og Varsjá, og til stóð að sýna einnig „Brúðkaupið“, er Gombrowicz féll í ónáð á ný árið skak Eftirfarandi staða kom upp í skiák þeirra Evans og Rosíolimo í keppni um meistaratitil Bandaríkjanna 1966. Rossolimo Svartur á leik. 1. — Hxc2 (Hvítur má nú gæta sín að verða ek'ki mát uppi í borði. Samspil sivörtu hrók- anna er skemmtilegt, því hvorugan má drepa vegna mátsinis, en svarti riddar- inn er einnig óvaldaður og þvi ekki að taka hann?) 2. Dxh4 Hd4!! Rossolimo leikur enn einum sksmmti- legum og sterkum leik. Það ótrúlega er, að hvítur verður að gefa aftur manninn, því ef t.d. 3. Hel, er svarið einfaldlega 3. — Hxe4 eða jafnvel Dxe4 og ekki dugir 3. f3?? vegna Dxg2 mát. Leikfléttan er með þeim snotrari úr kappskák. 3. Dd8t (Hvítur afræður að láta D af hendi fyr- 1958 fyrir skrif fjandsamleg föðurland- inu. Gombrowicz er núna búsettur í Fraikklandi. (Helztu heimildir — Andrzej Wirth: Det polska samtidsdramat. Gestalter och problem. BLM, 10. 1964, og grein eftir Jan Stolpe: Witold Gombrowiz. En presentation BLM, 8. 1965) ir tvo hróka, enda virðist það skársta úrræðið) 3. — Hxd8 4. Hxd8 Kh7 5. Hxc2 Dxe4 6. Hcl De2 (Oft eru tveir hrókar jafnvel sterkari en drottning, en í þessari stöðu verður hvítur að búast til varnar. Eins og skák- in teflist gat hann ekki spornáð við fram rás svörtu peðanna á kóngsvæng og eftir langa baráttu bar Rossolimo verð- skuldaðan sigur úr býtum). Reissman 'Hvítur leikur og vinnur. Framhaldið var þannig: 21. Bxd5 cxd5 22. Rf6f Kh8 23. Dg6!! (Glæsilega lei'kið. Hvítur hótar máti á h7. Ekki dugar 23. — gxf6 vegna 24. Dxf6f og mát í næsta leik. Ef 23. hxg6 24. Hh3 mát og ef 23. — fxg6 24. Rxg6f hxg6 25. Hh3 mát. Svipuð staða kom einu sinni upp í frægri skák hjá hin- um fræga bandaríska skáksnillingi, M'arShall). 23. — Dc2 24. Hh3! (Nú svarar hv. 24. — Dxg6 með 25. Rxg6f og mátar í næsta leik). SIGURÐUR EYÞÓRSSON: ó Tarsan — þú mikli/ konungur frumskóganna þú ódrepandi — mannapi hetjunnar/ tákn sem öllu grið gefur bræðrum bjargar og virðing skógarins heldur Ó þú — sem dýrin skilja/ og neyð þína skynja þú — sem apinn bjargar — ávallt/ á síðustu stundu af hverju eru ekki til menn eins og apinn þinn ÓÐUR 3. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.