Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 1
Eftir Steingrím Matthíasson, lœkni Því miSur er ferðasaga þessi aðeins ferðasögubrot eða lýs- ing á aðeins litlu af því sem fyrir augun bar á ferðalaginu. Þó nærri 50 ár séu liðin frá því að ferðin var farin þá ber frásögnin enn ljóma af glæsi- leik lanðs vors. Mætti grein Steingríms læknis Matthíasson- ar enn í dag benda mönnum á hve mikið sáluhjálparatriði það er að hafa kynnt sér ræki lega náttúrufegurð og leyndar- dóma gamla Fróns. Vissulega hefði faðir minn nauðsynlega þurft að rita miklu fleiri ferða- sögubrot frá þessu langa ferða- lagi. Bragi Steingrímsson. Sumarið 1921 fór ég ásamt 13 ára gömlum sonum mínum, Baldri og Braga, hringferð um landið, gegnum 14 sýslur, fyrst frá Akureyri vestur á bóginn og suður til Reykjavíkur, en þaðan austur um Suðurlands- umdirlendið, norður á við aust- anlands og vestur til Akureyr ar aftur. Aðallega var ferðin gjörð til fróðleiks mér og drengjunum í landafræði. Ég hef frá barnsa'ldri þráð að sjá sem allra mest, bæði af þessu landi, sem öðrum, og er ætíð fús til ferðalags til að kanna ókunnar slóðir, þegar tækifæri býðst. Ef til vill er ég að langfeðgatali kominn af flökkurum (nóg var af þeim í gamla daga) og liggur þá flakkaratilhneigingin í blóðinu. Það er svo margt í okkar eðli, sem við ráðum ekki við. Ein- hver innri rödd skipaði mér að fara þennan hring um land- ið. Nú eða aldrei. — Þú ert farinn að eldast. Ef til vill bannar gigt og getuleysi síð- ar. Áfangastaðirnir á hringbraut vorri voru: Bakki í Öxnadal, Víðimýri, Steinnes, Grænumýr- artunga, Varmilækur, Stóri Botn í Hvalfirði, Reykjavík, Kárastaðir, Skálholt, Birtinga- holt, Fellsmúli, Kirkju- bær, Stórólfshvol'l, Drangshlíð, Höfðabrekka, Kirkjubæjar- klaustur, Kálfafell, Fagurhóls- mýri, Kálfafellsstaður, Nes í Homafirði, Stafafell, Búlands- nes, Arnhólsstaðir, Brekka, Hofteigur, Möðrudalur, Reykja hlíð, Lundarbrekka og Akur- eyri. Yfirlitið sýnir að áfangarnir voiru margir og stuttir. Stund- um dvöldum við nokkra daga um kyrrt. Viðstöðúlaust hefði ferðalag- ið staðið 29 daga. Svo langan tíma tekur að fara hringinn um landið með gætilegri reið. Með sömu hestum alla leið, er illgjörlegt að fara þennan hring á svo stuttum tíma, nema með því að hafa fjöldamarga hesta til skiptanna. Sandar, hraun, mýrlendi, grýttir fjallvegir og þung og köld straumvötn, slæpa jafnvel góða hesta. Sumir heltast, sum- ir meiðast og sumir uppgefast, nema vahlega sé farið. Þess vegna tók ég þann kostinn (þó dýrari væri), að leigja mér nýja og nýja hesta á köflum og hafði ýmsa fylgdarmenn. Slík hringferð tekur a.m.k. þrisvar sinnum lengri tíma en sjóferð með strandferðaskipum. LandfeiJð:m er að vísu meira en þrefalt dýrari, en líka eflaust þrefalt skemmtilegri, ef tími er til að geta dvalið hér og hvar, þar sem vistlegast er, og kynnst sveit og fólki betur. Allra bezt væri að fara gang- aindi, nema láta reiða sig yfir vötn og verstu torfærur. En það tæki vafalaust tvo og há'lf- an mánuð. Sumrinu væri vel varið fyrir þá, sem ráð hefðu á að eyða því þannig. Mér reiknaðist eftir kortinu, að öll leiðin, sem við fórum, sé samtals um 1200 kílómetrar. Að jafnaði fórum við aðeins 40 kílómetra ó dag, eða nálægt þingmannaleið að góðum og gömlum íslenzkum sið. Nú vil ég skýra frá nokkr- um stöðum, þar sem mér þótti sérlega skemmtilegt að koma. En það var í Rangárvalla — og Skaftafel'lssýslum. AUSXUR UM FLJÓTSHLÍÐ Eftir að ég hafði legið í in- flúenzu að Kirkjubæ á Rang- árvöllum, mataður eins og ungi í hreiðri og við mig dekrað af mestu nærfærni húsfreyjunnar þar, konu Gríms bónda Thor- arensen, og eftir að ég þar næst hafði dvalið tvo daga mér til hressingar á Stórólfshvoli hjá Guðna lækni Guðfinnssyni, riðum við austur um Fljótshlíð. Fylgdi hann okkur áleiðis og sömuleiðis sýslumaður Rang- vellinga Björgvin Vigfússon. Gerði hann sér meðfram ferð austur á bæ einn í h'líðinni til að ganga úr skugga um, hvort fjárkláðasaga, sem þaðan hafði borizt, væri sönn eða kviksaga ein. En ekki þurfti á okkar vísdómi að halda, því vafa- gemlingurinn var löngu skor- inn og étinn, og gaf ekki einu sinni hljóð frá sér niðri í görn- um neinna heimilismanna, eins og Móri forðum. Enda hefði tæplega heyrzt á hljóðinu, hvort um kláða hefði verið að ræða. Fögur er Fljótshlíð, og Gimn ar vildi heldur láta lífið þar en annarsstaðar úr því hann hafði svo í pottinn búið. Væri það langt mál og ekki mitt með- færi að orðlengja þar um. Það eru 'líklega teljandi þeir blettir á landi voru, sem eins eru vel fallnir til ræktunar og Fljótshlíðin. Og eitt mun víst, að hvergi tekst betur matjurta- rækt en þar. Þess vegna heppn uðust Vísa-Gísla sýslumanni, prýðilega allar slíkar tilraun- ir í Hlíðarenda forðum. Gras- rækt er í bezta 'lagi og sjást óvíða jafnfagrar engjar og tún. En galli er, að rigndngasamt er þar, svo að hey bjargast oft illa. Þess vegna held ég, að rétt mæt sé uppástunga Steingríms Jónssonar, sýslumanns, að gjöra skyldi Fljótshlíðina alla að jarðepla- og rófnagarði alls landsins, en hætta þar við all- ar beljur og búskap að öðru leyti. (Yfir höfuð er allt of mikið syndgað í þá átt hér á landi, að á öllum jörðum er sama búskaparlagið, þó skil- yrðin séu feikna ólík). Því mið- ur sjást ekki lengur aðrar menjar um ræktunartilraunir Gísla sýslumanns, en að kúmen hefur breiðzt út um alla Hlíð- ina, svo að tún eru hvít af kúmengrasi — og sáldrast hef- ur það alla leið austur á Síðu. En því miður er kúmenið ill- gresi og skepnur forðast það. Eru litlar horfur á, að það komi að verulegum notum fyrr en farið verður að framleiða brennivín í stórum stíl, þvi kúmenolía er ómissandi krydd í því falli. Ég kom að Hlíðarenda. Það- an er víðsýnt úr brekkunni þar sem bærinn stendur, upp að Þórsmörk og til Eyjafjalla- jökuls — og út yfir eyrar, sem Þverá og Markarfljót hafa myndað og þenja sig yfir, svo að enn halda þeim engin bönd. Gaman verður að lifa, þegar því verður komið í fram- kvæmd, sem löngu er fyrirhug- að og ta'lið framkvæmanlegt, að marka þessum elfum rétta rás eftir söndunum, og þessar villiskepinur leiddar sem sauð- þæg nytjahjú til sjávar. Má þá nota áburðarmagn þeirra eftir vild til að rækta miklar land- spildur og gjöra allt, sem nú er auðn, að Gósenlandi. Erlendur gamli á Hlíðarenda gjörðist fylgdarmaður okkar austur á Síðu. Hann var, þó sjötugur væri, hinn ötulasti ferðamaður og vatnamaður góð ur. Við fengum Þverá skaplega, en Affallið og Markarfljót í meðallagi. Strákarnir vöknuðu í faetur. — Áður fyrr var Markarfljót aðalvatnsfallið, sem öllum stóð stuggur af. Nú er þetta orðið öfugt. Mrakarfljót hefur skenkt í Þverá miklu af sínu flóði, svo hún, sem áður var tær og vel viðráðanleg, er orð- in mesta vatnsfall og spýtir mórauðu. Líkt og þegar tveir sitja við drykkju og annar héll ir í laumi í glasið hjá hinum, til að komast hjá ofdrykkju sjálfur, eins hefur Markar- fljót farið lymskulega að við Þverá og hefur hún fyrir þetta orðið að mórauðu skaðræðis- fljóti, sem skemmir bæði engjar í Odda og eyðileggur jarðir í Landeyjum. Þetta hygg ég sé Markarfljóti að kenna, því ég þekki Þverá að öllu góðu frá því ég var kúasmali á bernskuárunum. Þá var hún ætíð blátær og skikkanleg og svalaði mér við þorsta og oft þvoði hún mínar leirugu lapp- ir, þegar ég hafði rekið kýrnar yfir mýrina berfættur af því Framh. á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.