Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Side 5
s'kúmum, gerSar eftir myndum í blöðunum. Ég er með nýja skopmynd á hverjum degi. Þeg- ar fjárlögin lágu fyrir var til dsemis mynd af Winston að reyna að ýta á eftir fíl sem á stóð ’Skuldir’, og fyrir neðan hafði ég skrifað, ’Kemur hann homum úr sporunum?’ Þér skilj- ið? Það er leyfilegt að hafa skopmyndir um hvaða flokk sem er, en engan áróður fyrir sósíalisma, þá skerst lögreglan í leikinn. Einu sinni gerði ég mynd af kyrkislöngu sem ég kallaði ’Auðvaldið’ og var að kingja kanínu sem á stóð ’Verkalýðsflokkurinn’. Lög- reglumaður kom og sá myndina, og sagði: ’Þetta þurrkarðu út, og verður fljótur að því’. Ég varð að strjúka það út. Lög- reglan getur visað þér burt fyrir að flækjast fyrir umferð- inni, og það hefur ekkert upp á sig að lenda í stælum við hana.“ Ég spurði Bozo hvað stræta- pentari gæti haft upp úr sér. Hann sagði: „Á þessum tíma árs, þegar ekki rignir, fæ ég svo sem þrjú pund milli föstudags og sunnudags — fólk fær launin sín á föstudögum, sjáið þér tiL Ég get ekki unnið í rigning- um, litirnir skolast burt jafn- óðum. Yfir árið fæ ég um eitt pund á viku að meðaltali, því það er lítið upp úr vetrinum að hafa. Kappróðrardaginn og við bikarkeppnina í fótbolta hafa komið inn al'lt að fjórum pundum. En það verður að taka þau með töngum — þú færð ekki grænan . túskilding með því að sitja og glápa á fólk. Hálfan penning er venjulegast að menn láti af hendi rakna, en þú færð hann ekki nema þú yrðir á þá. Ef þeir hafa svar- að þér, þá finnst þeim sneypu- legt að sletta ekki í þig smá- peningi. Bezt er að halda áfram að breyta myndinni, þá stanzar fólk til að sjá þig teikna. En meinið er að dónarnir taka til fótanna strax og þú snýrð þér við með hattinn. Sannleikur- inn er sá, að ekki veitir af hjálparkokk í þessari atvinnu- grein. Þú heldur áfram að vinna, og smámsaman er orð- in um þig mannsöfnuður, en hjálparkokkurinn hefur stanzað fyrir aftan hópinn líkt og af tilviljun. Menn vara sig ekki á honum, vita ekki hver hann er. Þá tekur hann allt í einu húfuna ofan, og nú er hópur- inn milli tveggja elda. Þú færð aldrei eyri hjá heldra fólki. Allskonar garmar eru örastir á myntina, og út- lendingar. Ég hef fengið sex penninga frá Japönum, og svert ingjum, og slíkum. Þeir eru ekki eins nánasarlegir og Eng- lendingar. Áríðandi er líka að skjóta peningunum undan jafnóðum, hafa ekki nema svo sem einn penning í hattinum. Fólk gefur ekki neitt ef inn er kominn skildingur eða meira.“ Bazo hafði mestu fyrirltin- ingu á hinum strætapenturun- um á árbakkanum, kallaði þá ’klastrara’. Á þeim tímum var pentari niður við ána með nærri tuttugu og fimm metra millibili — en sú fjarlægð milli vinnustöðva þeirra var viður- kennt lágmark. Bozo benti með fyrirlitningu á gamlan, grá- hærðan pentara, sem var ekki langt frá honum. „Þér sjáið þennan gamla aulabárð? Hann hefur verið með sömu myndina á hverjum degi í tíu ár. „Tryggur vin- ur“ kallar hann hana. Hún er af hundi sem er að tosa krakka upp úr vatni. Þessi gamli bjáni kann ekki meira að teikna en tíu ára barn. Hann hefur lært að gera þessa einu mynd, fing- urnir á honum lært hana utan að, eins og maður lærir að setja saman leikfang. Það er fullt af samskonar ’listamönnum’ hérna á stéttunum. Stundum koma þeir og hnupla hugmyndum mínum, en sama er mér, þessum græn- ingjum getur ekkert dottið í hug sjálfum, svo ég verð alltaf á undan þeim. Skopmynd- ir verða að vera nýjar af nál- inni! Einu sinni festi barn höf- uðið milli járnrimlanna á Chel- sea-brú. Nú, ég heyri þetta, og teikningin mín var komin á stéttina áður en tekist hafði að losa höfuðið á barninu. Snar er ég, það má ég eiga!“ II. Bozo virtist vera maður girnilegur til fróðleiks, og mig langaði að kynnast honum betur. Sama kvö'ld fór ég aft- ur niður á árbakka til að hitta hann, því hann hafði lofað að fara með okkur Paddy á næt- urhæli, fyrir sunnan á. Bozo þurkaði myndir sínar af stétt- inni og taldi tekjur dagsins — þær voru um sextán skildingar, og hann sagði að þar af væru tólf eða þrettán hreinn ágóði. Við gengum yfir í Lambeth- hverfið. Bozo haltraði seinlega, með skrítnum krabbagangi, út til hliðanna, dró brotna fótinn á eftir sér. Hann hafði staf í hvorri hendi og litakassann í ól á öxlinni. Þegar við gengum yfir brúna staldraði hann við í einum básnum til að hvílast. Hann þagði stundarkorn, og mér kom á óvart að sjá hann horfa á stjörnurnar. Hann kom við handlegginn á mér og benti með stafnum upp á himinninn. „Jæja, hvernig lízt ykkur á stjörnuna A'ldebaran! Horfið þið á þennan lit. Er hún ekki líkust — stórri blóðappelsínu!“ Hann talaði einna helzt eins og listfræðingur á málverka- safni. Ég undraðist. Ég játaði að ég þekkti ekki stjörnuna Aldebaran — auk þess hefði ég aldrei veitt því athygli að stjörnurnar væru mismunandi á litinn. Bozo tók að fræða mig um ýms undirstöðuatriði stjörnufræðinnar, og sagði mér frá helztu stjörnumerkjum. Honum virtist renna fáfræði min til rifja. Ég sagði við hann undrandi: „Þér virðist vita heilmikið um stjörnurnar." „Ekki ýkja mikið. En samt talsvert. Ég hef fengið tvö bréf frá konunglega stjörnufræða- félaginu, sem þakkar mér fyrir skrif um vígahnetti. Stjörnurn- ar eru ókeypis sýning, það kost ar ekkert að nota augun“. „Þetta er fyrirtaks hug- mynd! Aldrei hef ég hugsað út í það.“ „Jæja, einhverju verður mað ur að hafa áhuga á. Þó að þú eigir heima á götunni, þá leiðir ekki af því, að þú getir ekki hugsað hærra en um tesopa og tvær brauðsneiðar.“ „En er ekki mjög erfitt að fá áhuga á einhverju — á ein- hverju eins og stjörnunum — ef maður lifir þessu lífi?“ „Lífi strætapentarans, mein- ið þér? Ekki endilega. Það þarf ekki að gera úr þér mold- vörpu — það er að segja, ekki ef þú kærir þig ekki um.“ „Það virðist þó fara þannig með flesta." „Auðvitað. Lítum á Paddy — gamlan teþambara-vegabónda, ónýtan til allra hluta nema að hnupla sígarettustubbum. Svona enda þeir flestir. Ég fyrirlít þá. Því það er eng- in nauðsyn á að svona fari. Ef þú hefur einhverja menntun, þá skiptir þig engu þótt þú eigir heima á vegum það sem eftir er ævinnar.“ „Jæja, ég hef nú verið allt annarrar skoðunar," segi ég. „Ég hefði haldið, að sá sem aldrei ætti peninga dyggði sja’ldan til nokkurra hluta.“ „Ekki þarf svo að vera. Ef þú beitir þér að því, þá get- urðu lifað sama lífi, ríkur sem fátækur. Þú getur haldið tryggð við bækur þínar og hugmyndir. Þú þarft ekki ann- að en segja við sjálfan þig, ’Hérna er ég frjáls maður’“ — hann kom við ennið á sér — „og þá er allt í lagi með þig“. Bozo hélt áfram í sama dúr, og ég hlustaði með athygli. Hann virtist vera mjög óvenju- legur strætapentari, fyrsti maður sem ég hafði heyrt halda því fram að fátækt gerði ekk- ert til. Ég hitti hann oft næstu daga, það var skúraveður og hann gat ekki unnið. Hann sagði mér æfisögu sína, og hún var furðuleg. Hann var sonur gjaldþrota bóksala, hafði gerst húsamál- ari átján ára, síðan verið í her- þjónustu í Frakklandi og Ind- landi á stríðsárunum. Eftir stríð fékk hann atvinnu sem húsamálari í París, og var þar í nokkur ár. Frakkland átti bet- ur við hann en England (hann fyrirleit Englendinga), og honum hafði crðið vel til fjár í París, hann laggði upp peninga og trúlofaðist franskri stúlku. Einn dag beið unnustan bana undir hjólum strætisvagns. Bo- zo drakk í viku, fór svo aftur til vinnu fremur bágborinn, sama morgun féll hann af palli, þar sem hann var við starfa sinn, datt fjörutíu fet ofan á gangstéttina, og hægri fótur- inn mölbrotnaði. Af einhverjum ástæðum fékk hann aðeins sextíu pund í skaðabætur. Hann hvarf aft- ur ti'l Englands, eyddi pening- um sínum í að leita sér at- vinnu, reyndi að selja bækur á markaðnum í Middlesex-götu, og svo leikföng, sem hann bar á bakka, en gerðist loks stræta- pentari. Siðan hafði hann rétt haft í sig og á, hungrað á vetrum, oft sofið á næturhæl- um eða niður við Tempsá. Hann átti ekkert nema fötin sem hann stóð í, teiknidótið sitt og fáeinar bækur. Fötin voru venjulegir betlaragarmar, en hann gekk með flibba og slaufu, og var dálítið upp með sér af því. Flibbinn var eins eða tveggja ára gamall, og allt- af að gerast slitnari í hálsmál- inu, en Bozo setti á hann bætur með pjötlum sem hann klippti neðan af skyrtunni, svo hún var orðin býsna stutt að aft- an. Slasaði fóturinn var að versna, og sennilega mundi verða að taka hann af, og á hnjánum, sem hann kraup fram á við myndagerð sína, var húð- in orðin að þykkildum, engu þynnri en skósólar. Hann átti bersýnilega ekki aðra framtíð en betl, og síðan dauða á þurfa- mannahæli. III. En þrátt fyrir allt þetta bar hann hvorki ótta í brjósti né iðrun, né blygðun, né sjálfs- aumkun. Hann hafði horfst I augu við ástæður sínar, og myndað sér lífsskoðun. Hann sagði sem svo, að ekki ætti hann sök á því að hann væri betlari, og neitaði að hafa sam- vizku af því, né láta það böggl- ast fyrir brjósti sér. Hann var af sannfæringu frábitinn spar- semi. Hann lagði ekkert fyrir á sumrin, eyddi í áfengi því sem hann vann inn fram yfir þarf- ir, og kvenfólk kærði hann sig ekkert um. Ef hann væri fé- laus þegar vetur færi í garð, þá yrði þjóðfélagið að sjá fyrir honum. Hann var fús á að kria út hvern eyri sem hægt væri frá góðgerðarstofnunum, að því tilskildu að ekki væri ætl- ast til að hann þakkaði fyrir sig. Þó forðaðist hann trúar- leg góðgerðarfélög, sagði að sálmasöngur fyrir þegna bollu kæmist ekki upp um sín radd- bönd. Það var ýmislegt annað sem heiður hans ekki þoldi, til dæmis gortaði hann af því að aldrei á æfi sinni, heldur ekki banhungraður, hefði hann tint upp sigarettustubb. Hann taldi sjálfan sig hafinn yfir venju- legan betlaralýð, sem hann sagði að væri viðurstyggilegt rusl, sem hefði ekki einu sinni stolt í sér til að vera van- þakklátt. Hann talaði frönsku sæmi- lega, hafði lesið sumar af skáld sögum Zola, öll leikrit Shake- speares, Ferðir Gullivers og talsvert af ritgerðum. Hann gat lýst æfintýrum sínum með orð- um sem festust í minni. Til dæm is sagði hann, þegar talið barst að jarðarförum: „Hefurðu nokkurntíma horft á líkbrennslu? Það hef ég, í Ind- landi. Þeir settu gamla skrögg- inn á eldinn, og á næsta augna- bliki var mér öllum lokið, því hann byrjaði að sparka. Það var nú ekki annað en að vöðv- arnir skruppu saman af hitan- um, — samt varð mér bylt við. Jæja, hann kipraðist sundur og saman dálitla stund, eins og reykt síld á glóandi kolum, og svo tútnaði maginn upp og sprakk með hvelli sem hefði heyrst í fimmtíu metra fjar- lægð. Síðan hef ég verið ein- dreginn andstæðingur lík- brennslu." Öðru sinni sagði hann, í sam- bandi við slys sitt: „Læknirinn sagði við mig, „Þér duttuð á araian fótinn, maður góður. Og þér voruð þrælheppinn að detta ekki á þá báða. Þvi ef þér hefðuð komið niður á báða fætur þá hefðuð þér farið í klessu eins og har- moníka og lærleggirnir staðið út um eyrun á yður!’“ Þetta voru auðvitað ekki orð læknisins, heldur Bozos sjálfs. Hann gat verið hnittinn. Hon- um hafði tekist að varðveita heila sinn óskertan og vökul- an, og þess vegna gat ekkert svínbeygt hann undir fátækt- ina. Þótt hann væri i tötrum, og máski kalt á kroppnum. þá sagðist hann samt v°ra frjáls í huga sínum meðan hann gæti lesið, hugsað og haft gætur á himintunglum. Hann var bitur guðleysingi (einn af þeim, sem fremur en Framh. á bls. 14 16. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.