Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 8
Bærinn á Svartagili er þögull, þar sem hann klúkir undir fjallinu. Þegar maöur sér hann, minnir hann á einhverja hetju Hemingways úr Spánarstyrjöldinni, einna helzt E1 Sordo, sem barðist viö fascistana á hæðarbrúninni. (Myndir: stgr). riggja mánaða gamall var hann boðinn upp og sleginn lægstbjóðanda „eins og plagaði að vera“ á þingstað að Ási í Ásahreppi í Holtum. Oddvit- inn framkvæmdi athöfnina fyr- ir kóngsins mekt. Þetta tíðkað- ist í þá daga, er í hlut áttu börn fátækra vinnuhjúa. Segja má, að þrælasala hafi verið við lýði á íslandi fram undir alda- mótin síðustu og lénsherra- skipulag, sem mótaði mannfé- lagið. Krúsi á Svartagili, Markús Jónsson fullu nafni, fæddist í þennan heim fyrir sjötíu og átta árum, og hans biðu ofan- nefnd örlög, af því að hann átti til fátækra að telja. Fæddur í Svarta Flóa, að Lambastöðum, þar sem hann var aðeins þrjár fyrstu nætur lífs sins, en fluttur þa'ðan að Hala í Holtum, unz hann var boðinn upp með viðeigandi sið- arreglum og tekinn í fóstur af Filippusi Jónssyni á Hellnatúni, þar sem hann átti heima að mestu leyti rétt fram yfir ferm- ingu. Forsjáin var honum raun- ar hliðhoil að því leyti, að fóstri hans var mætasti maður, sem ól drenginn upp í anda kristinna lögmála: réttlætiskennd, örlæti og fórnfýsi og gaf honum lífs- veganestið að breyta eins við aðra menn og maður vill, að aðrir breyti við sig. Slitinn úr blóðtengslum með öllu þræddi Krúsi fyrstu braut ir lífs síns. Móðir hans hafði verið vinnukona á Lambastöð- um, María Ámundadóttir, dótt- ir Ámunda bónda á Bjólu, af hinni svokölluðu Sandlækjar- ætt, en til hennar töldust með- al annars Ólafur Ámundason, faktor hjá Bryde, og Brynjólf- ur skáld og fræðimaður á Minna Núpi. Er og skyldleiki gegnum þá ætt með þeim Krúsa og Ingólfi Jónssyni ráðherra, Brynjólfur á Minna-Núpi stund aði fornleifarannsóknir af hjartans lyst, kannaði fornar bæjarrústir. Hann uppgötvaði fyrstur manna minjarnar að Stöng í Þjórsárdal. Faðir Krúsa, Jón Jónsson, var all-lengi vinnumaður hjá Sigurði Ólafssyni, sýslumanni í Kaldaðarnesi. Fóstri Krúsa, Filippus ól upp áfcta vandalaus börn. Hann var í hjarta lítillátur og yfirlætis- laus maður. Ef hann lét eitt- hvað af hendi rakna, sem oft kom fyrir, og átti að fara að þakka honum, var viðkvæði hans þetta: „Þú þarft ekki að minnast á þetta við neinn — það kemur engum við nema mér. Ég vil ekki hafa það, að þú orðir þetta“: Þegar Filippus sálaðist, orkti Brynjólfur gamli á Minna-Núpi þetta í minningu hans fyrir hönd Maríu, móður Krúsa: En ég skal með gleði geyma góðverk þitt í minni fest’ veit ég líka að fólkið flest fögrum dygðum seint mun gleyma, sem í hegðun sýndir þú, sakna ég og margir nú. Frá uppvextinum minnist Krúsi þess, að öll blöðin komu í sveitina. Þau gengu á milli bæjanna. Hann man eftir frá- sögnum úr þeim af Búastríð- inu, sem var stríð réttlætisins. Fóstri hans sagði alltaf, að Bú- arnir hlytu að sigra, enda þótt við ofurefli væri að etja, rétt- lætið sigraði allfcaf að lokum. Þetta grópaðist inn í drenginn og varð að ieiðarljósi í gegnum hörð ár lífsins. Og svo var það Alþýðublað- ið (hið fyrra), sem kom út ár- in 1905—’OB og ’07. Rödd fólks- ins, sem krafðist frelsis, jafn- réttis og bræðralags. Ritstýrt af Pétri G. Guðmundssyni, sem var boðberi hugsjóna, er seitl- uðu inn í fólkið. Sumir hötuðu Alþýðublaðið. Aðrir elskuðu það. Fólk fór að hugsa. Á þess- um árum man Krúsi eftir harða bala- og eymdarkotum allt í kring, þar sem bjó fólk, auð- mýkt og undirokað eins og Suð- urrí kj anegrar. U m fermingu er Krúsi allt í einu kominn að Ásólfsstöðuim. Það var allfcaf verið „að lána“ hann, sem var ekki að skapi hans. Upp frá því er hann að heiman að meira eða minna leyti. Einn vetur er hann vinnu kraftur í Nesi við Seltjörn hjá Sigurði Ólafssyni. Seytján ára fer hann á skútu. Svo var mál með vexti, að hann hafði verið ráðinn fram á ver- tíð suður á Miðnes. Þegar þang- að kemur, hafði verið ráðinn maður í staðinn fyrir hann. Krúsi brást reiður við og fór inn í Reykjavík og réð sig á vetrarvertíðina hjá Eyjólfi Jó- hannssyni á Melstað á Sel- tjarnarnesi. Tvö næstu ár er Krúsi á skútum, á aldrinum 17—19 ára. Hann er eina ver- tíð í Hnífsdal — haustverfcíð. Þar fannst honum gott að vera, „þær vestfirzku örari til ásta en víða annars staðar og böllin hressileg“. Síðan byrjar Jack London — líferni fyrir alvöru. Ráðinn á norskt skip, Eduard Grieg, vöruflutningaskip, sem sigldi til Spánar og Englands: hann var á skipinu á þriðja ár. 22ja ára fer hann í land í Grimsby og vinnur við sjómannaheimili, þar sem hann hlýtur nafnbótina „clerk“, en starfi hans var fólg- inn í því að ráða menn á skip í alls konar tilgangi. Þá var sós- íalismahugsjónin orðið rótföst í Krúsa og hann las Daily Mirr- or og kynntist verkföllum af eigin raun og tók þátt í þeim af alefli sálarinnar og lærði bardagaaðferðir í slíkum átök- um. Hann kaus sér eldlínuna snemma. Eitt sinn gerðist hann ásamt nokkrum félögum sínum verk- fallsvörður. Þá voru öll skip í banni. Tóku hann og félagar hans að sér að stöðva Kínverja sem voru að fara um borð í sikip, hentu þeir mörgum Kín- verjum frá borði eins og fiskum. Þá var Krúsi handtekinn í fyrsta skipti af lögreglunni og stungið inn ásamt félögum sín- um. Daginn eftir kom maður frá sjómanna-sambandinu og borgaði þá út. Krúsi kom hert- ur út úr viðureigninni, „hvergi smeykur hjörs í þrá“. Eitthvað var hann á brezkum togurum á þessum árum. Það var alltaf í honum órói og eirðarleysi og þörf á að breyta til. Svo brýtur hann blað í líf sitt. Hann er tuttugu og fjög- urra ára og ræður sig á pramma, sanddæluskip, gerist kokkur fyrir þrjú slík, sem áttu að fara til Brazilíu. Þetta vowr gamlir koppar frá Suez-skurðinum. Förinni var heitið til Rio- Granda-zul, þar sem unnið var iað hafnargerð. Hann var þar þrjá mánuði, en þaðan til Bu- enos Aires og þaðan upp í landið og vann við bústörf, unz hann réð sig ásamt fleiri Skandínövum, aðallega Norð- mönnum, á hvalíangara í Suð- ur-íshafinu. Heimsstyrjöldin var þá í algleymingi. T X uttugu og fimm ara gam- all og árfð 1916. Krúsi heldur heim til Íslands og siglir frá Buenos Aires til Amsterdam og þaðan gegnum Þýzkaland til Noregs. Þeir félagar höfðu matvæli meðferðis, sem þeir höfðu keypt í Amsterdam. Öm- urlegt var um að lifcast í Þýzka- landi, þar sem lestin nam stað- ar, fólkið sveltandi og það hrifsaði allt matarkyns út úr höndunum á félögunum. Frá Noregi fer hann heim með Flóru sem var síðasta ferð skipsins til íslands, en skipinu var sökkt á leiðinni út. Hann átti þá svolítinn pening í vasanum eða nóg til þess að kaupa bát í félagi við annan og gera hann út. Hann og Edward Sæmund- sen kaupmaður á Blönduósi festu kaup á bát, sem hafði strandað og orðið fyrir hnjaski við Kálfshamarsvík á Skaga. Fóru þeir og sóttu hanin á sfcað inn og negldu striga fyrir göt- in og sigldu honum til Akur- eyrar, þar sem hann var settur í viðgerð hjá Bjiarna skipasmið. Þetta var að hausti. Síðan fóru þeir með bátinn suður og létu gera betur við hann hjá Geir Pálssyni trésmið í Reykjavík. Um vorið er siglt norður og róið frá Skagaströnd næstu tvö ár. í ferðinni norður tók Krúsi með sér tilvonandi Sá aldraöi, gráskeggjaði kemur fram í dyrnar . . . 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.