Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
fft&e
Þjóðfélag og hókmenntir I.
HÁLFSIÐUN
OG
GRAMMATÍK
Eftir Siglaug Brynleifsson
Það vitnaðist skjótlega höfð-
ingjum hinna siðlitlu þjóða, sem
skiptu meðsér Vesturrómverska
ríkinu, að án skriftlærðra varð
engu skipulagi á komið. Það
var tvennt, sem studdi að mót-
un ríkja og siðaðs þjó’ðfélags,
bóklegar menntir og hjólplóg-
urinn.
Fyrir þjóðflutningatímann er
talið að germanskar þjóðir hafi
átt sínar skáldskaparmenntir,
nátengdar göldrum og trúariðk
unum og einnig vinnuljóð, söngl
við viss störf, sem léttu starf-
ann. Hrynjandinn er upphaf
skáldskapar. Eins og aðrar frum
stæðar þjóðir hafa Germanir átt
sín trúar'ljóð, leik- og dansljóð
og greftrunarljóð. I steingerð-
um ættsveitaþjóðfélögum var
enginn jarðvegur fyrir hug-
myndsamíði og risháa frásögn
í ljóðum. Það er ekki fyrr en
á upplausnartímum slíks þjóð-
félagsforms, sem hetjuljóðið birt
ist. Til þess að sundra ætt-
sveitaþjóðfélaginu þurfti sterk
utanaðkomandi áhrif, sem skap
aði spennu og togstreitu innan
þjóðfélagsins og magnaði ein-
staklingshyggjuna. Samfara
þessu verða harkaleg átök, sem
leiða til sundrungar og tilrauna
til sköpunar nýs þjóðfélags-
forms.
Á þjóðflutningatímunum end-
urtekst þessi þróun hvað eftir
annað meðal þjóðanna, sem rás-
uðu um Mið-Evrópu og í því
ölduróti er talið að hetjuljóð-
in hafi myndast. Hetjan tekur
við af ættföðurnum og fremur
afrek og kýs að lokum að falla
heldur en að lognast út af á
pallstráum.
Ljóð þessi koma fram um
það leyti, sem rómverskra á-
hrifa tekur að gæta í samfé-
lagi Germana og menningar-
leg stéttaskipting er í mótun.
Hetjuljóðið og lofkvæðið krefj
ast æfingar og þekkingar skálds
ins og ská'ldið þá laun fyrir
verk sitt. Fyrstu skáldin, sem
yrkja slik Ijóð voru hermenn
en fljótlega verða þau sérstök
stétt, hirðskáld konunga og
fursta meðal Suður- og Vestur
Germana. Meðal norrænna þjóða
var skáldið áfram hermaður og
jafnframt ráðgjafi konunga. Þar
voru skáldin nær því að vera
arftakar hinna fornu þula, voru
í senn skáld og rúnameistarar.
Þar eru skáldin nafngreind, en
svo var ekki sunnar í álfunni.
Gotar áttu sín skáld. Cassí-
ódórus getur þess, að Þeódórik
eða Þiðrek af Bern hafi sent
Kloðvík Frankakonungi söngv-
ara, sem sló einnig hörpu. Prisk
os getur um ská'ld við hirð Att-
ila, sem ortu um sigra hans og
orrustur. Einnig getur hann um
trúða, sem skemmtu veizlugest-
um. Hirðskáldin hverfa svo
smám saman við hirðir kon-
unga og smákonunga sem lof-
endur, nema á jaðri Evrópu,
Norðurlöndum. Skáldin voru
mjög bundin fornum háttum og
heiðnum kenningum og voru
litnir óhýru auga af klerkum.
Þeir áttu einnig í harðri sam-
keppni við trúðana og auk
þessa, var smekkurinn fyrir
gamaldags hetjukveðskap tek-
inn að dofna.
Manndráp og ránsferðir stóðu
með fullum blóma á Mervík-
ingatímabilinu, en þá tekur að
líða að því, að aðrar atvinnu-
greinar þóttu ábatasamari.
Svæsnasti fjandi hetjualdarinn
ar varð hjólplógurinn. Það má
með sanni segja, að með hon-
um hafi rætur hetjualdarinnar
verið plægðar upp, svo að þær
skrælnuðu. Aukin útbreiðsla og
notkun hjólplógsins jók fram-
leiðsluna og festi byggðina, en
varð einnig til þess að auka svo
landhungur manna á Norður-
löndum vegna örrar fólksfjölg-
unar, að menn þar leituðu sér
úrkosta að fornum hætti for-
feðra og frænda sunnar í álf-
unni með ránsferðum, víking-
unni.
Járnvinns'la eykst í Evrópu á
8. öld, sem varð til þess, að
járn hækkaði í verði og notk-
un þess jókst bæði í verkfær-
um og vopnum. Hjólplógurinn,
hentugri aktygi ásamt stóraukn
um framförum í hernaðartækni
mótuðu línsskipulagið.
Karl mikli var sá landstjórn
armaður í Evrópu sem varð tölu
vert ágengt í baráttunni fyrir
Framh. á bls. 4
APPOLLON NÝI
Eftir Jóhann Hjálmarsson
I.
Þú vaknar í desember árið 1968,
sérð landið í augum dóttur þinnar,
heiminn í augum sonar þíns.
Fyrir utan blasir við geimurinn
líkari gömlu ljóði en „vísindum nútímans."
Stjarna bernsku þinnar er fölnuð,
(samt leitarðu hennar á festingu lífs þíns).
„Sérðu stjörnuhrap, þá er einhver að deyja“,
sagði amma á kvöldin.
Yfir víðáttum Jökulsins
eru menn á ferð
á undarlegu skipi.
Manstu eftir bátunum,
sem sigldu fyrir Brimnes
komnir undan Svörtuloftum.
Manstu öll ljósin, sem kviknuðu
í hólunum og klettunum á jólunum
þegar fór að rökkva.
Allt þetta var nálægt þá,
og er nálægt enn
eins og ferð mannsins inn í aðra nótt.
Út úr jarðneskri nótt?
Heim til barnsins í jötunni!
II.
Þú vaknar að morgni
án þess að lesa fréttirnar um óttann.
Heimurinn kyrrist um stund.
Augasteinn í himinhvolfinu
minnir á landnám mannsins:
Leif heppna, Kólumbus,
Galileo, Jules Verne.
„Ég sá pabba fara kringum tunglið",
segir drengur í Texas.
Þú spyrð ekki guð þinn ráða.
En hve lítill ertu
og veik slög hjarta þíns.
Samt fyllir þessi hjartsláttur
tárvota jörð,
gefur henni birtu:
ljós til að lifa af,
ljós til að deyja af?
„Guð greindi ljósið frá myrkrinu“.
Nú hljóma þessi orð
langt úti í dimmum geimnum.
16. febrúar 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3