Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Side 13
uíl, í>ar sem hann kTúklr undlr
fjallinu. Þegar gengið er heim
frá bílnum, berst ísköld gola
ofan af öræfunum. Allt í einu
heyrist urr og hundgá og fjórir
rumungs-hundar stökkva út
eins og lífverðir með brugðin
vopn. Sá aldraði gráskeggjaði
kemur fram í dyrnaæ í hnaus-
þykkri peysu og hálsklút bund-
inn á sæfaravísu og horfir
leiftursnöggum hauksaugum á
komumann. Svo verður hann
blíðlegri á svip og hastar á líf-
verðina, einkum á þann stærsta
og herskáasta, Kola að nafni,
sem kominn er til ára sinna, en
veit þó auðsjáanlega ekki afl
sitt til gins tanna og klóa.
Sá aldraði býður í bæinn
sinn, sem er óvanaiegur að
allri gerð og með persónuleik
eins og eigandinn. Hundarnir
eru orðnir eins og sjentilmenn
og heimsmenn samkvæmt skip-
un. Fyrst anddyrið, þar sem líf-
verðir dvelja löngum, svo stof-
an og inn af henni til annarrar
handar herbergið hans Nonna,
og þar hanga skotvopn og þung
skotfærabelti á vegg og síðan
aftur gengið inn í stofuna, þar
sem herkíkirinn er við glugg-
ann og til hliðar við hann bóka-
skápur með bókmenntum innan
um og saman við við léttúðugar
bækur: m.a. er þar „það kilj-
anska“ Kristnihald undir Jökli,
sem húsráðandi fór litlum við-
urkenningarorðum um og sagði,
að væri tilgerðarleg og tilbú-
in og hundleiðinleg að auki.
Hreinskiptinn maður Krúsi og
á engri snobblínu eins og 70—
80prs af íslenzkri þjóð nú til
dags. Og svo setzt að hressingu
í kokkhúsinu, þar sem allt er
í röð og reglu og eins og á
„luxus-liner" í gamla daga.
Hellt á í snatri og kex og
bakkelsi raðað á disk eins og
verið sé að stokka spil og
leggja niður „full house“í pok-
er, svartaga'ldursspili — vesgú.
Sonur hans Sigurd Evje og
sonarsonur Jón Friðrik koma
utan frá gegningum og setjast
að borði. Þeir tala ekki mikið
nú. Krúsi leysir frá skjóðunni.
Um „heydagana" sína segir
hann: „Helvíti trúði maður á
betri menn og betri tíma og
betri stjórn í þá daga“.
„Hvar eru samherjar þínir
nú?“
„Þeir eru orðnir fáir — ég á
ekki samleið með neinum, þótt
ég fylgist vel með því, sem er
að gerast"
„Hafa ekki flestir svokallað-
ir leiðtogar og forsprakkar al-
þýðunnar svikið alþýðuna fyrr
eða síðar?“
Þessu svaraði hann alls ekki,
en leit snöggt upp.
Hefur hugsunarhátturinn
hjá þjóðinni breytzt?“
„Að visu, en skannski of
skammt. Mér finnst vera búið
að fara illa með hlutina, i'lla
með fjármuni þjóðarinnar. Við
höfum haft svo ótal tækifæri.
Ég held, að hver einstaklingur
verði að bjarga sér“.
„Er þetta stærsta hugsjón
þín?“
„Hún nær ekki lengra. Guð
hjálpar þeim, sem hjálpar sér
sjálfur".
„Er það þinn kristindómur?“
„Hann nær ekki lengra — ég
hef aldrei verið kristnari en
þetta“.
„Óttastu ekkert um afdrif
mannkyns?"
„Mér finnst, að þó maður sé
óánægður, sé mannkynið þrátt
fyrir allt á framfaraleið. Á
meðan húslestrar voru lesnir í
mínu ungdæmi, þá gat fólk út-
hýst þurfálingum með kulda-
glotti. . “
„Stundum ferðu suður til
Reykjavíkur — hvað sækirðu
þangað?“
„Það er helzt, að ég sæki
þangað brennivín. Ég vil hins
vegar ekki drekka nema vel
gangi og liggi vel á mér — þá
nýt ég þess“.
essi sjötíu og átta ára
bardagamaður lítur yfir far-
inn veg. Oft hefur verið ill-
viðrasamt í lífi hans eins og
oft er á Svartagili. „Ég vil
hafa hvasst — það hressir
rnann1, segir hann, „hér eru
góðar vættir, þótt margir trúi
því ekki. Við höfum oft séð ljós
upp með Ármannsfelli, dauft
ljós, við Ármannsgil og upp af
S'láttugili fyrir vestan bæinn.
Krúsi er litríkur eins og
lyngið á Þingvöllum á haustin
og mörgum hefur þótt erfitt að
átta sig á breytileikanum í per-
sónunni. Því er fleygt, að gerð-
arleg kona, á albezta aldrinum,
aðflutt í Þingvallasveitina,
heimskona í ofanálag, telji
Krúsa mesta kvennaljómann í
sveitinni þrátt fyrir aldur hans.
Enn er rödd hans ung með upp-
reisnar- og stríðnishreim og
augun leiftrandi og veiðileg.
„Eg mundi haga mér alveg
eins, ef ég ætti að lifa upp aft-
ur, sem fyrir mig hefur komið",
segir hann.
Á FERÐ
Framh. af bls. 1
mér þótti sómi að vera sokka-
'laus einsog krakkarnir á hin-
um bæjunum.
Hinsvegar fékk ég strax í
æsku andstyggð á Markar-
fljóti. Ég heyrði þess ætíð get-
ið sem manndrápsforaðs. Og
að engum dáðist ég jafnmikið í
þá daga og Samúel (föður
Guðjóns húsameistara), sem þá
var ungur smíðasveinn við að
smíða kirkjuna í Odda. Hann
hafði eitt sinn vaðið yfir Mark-
arfljót og hafði aðeins lélegt
stafprik í hendi. En það hafði
enginn annar leikið eftir hon-
um. Hann sagðist hafa komizt í
harrn krappan, því illt var að
fóta sig í straumþunganum. En
mér fannst hann hefði átt að
binda á sig hellur í bak og fyr-
ir áður en hann fór út í, til
að vaða með botninum, því það
ráð hafði ég heyrt getið um og
oft brotið heilann um að reyna
við tækifæri.
Ætíð síðan hefur þetta þrek-
virki Samúels staðið mér fyrir
hugskotssjónum, og það er ým-
ist Þór hinn rammi eða Sam-
úel, sem ég sé vaða knálega
yfir fljótið og styðja for-
streymis Gríðarvöl.
En það var annað atvik ó-
heil'lavænlegt, sem gjörði mig
að fjandmanni Markarfljóts.
Það var 1885, þegar það svalg
vaskleikamanninn Bjarna Thor
arensen frá Móeiðarhvoli.
Hann hafði verið mér svo góð-
ur, og vænn var hann að yfir-
liti, fimur og sterkur. Þeir
bræðurnir komu oft að Odda
og ég oft með föður mínum að
Móeiðarhvoli.
Mér fannst Bjarni vera
Gunnar á Hlíðarenda, en
Grímur bróðir hans Skarphéð-
inn, og þótti mér sómi að vin-
fengi þeirra. Fyrsta kynningin
þótti mér líka sköruleg. Það
var þegar ég kom í fyrsta sinn
að Móeiðarhvoli. Þá hitti ég
svo á er ég kom í bæjardyrin,
að Bjarni var önnum kafinn
við að hýða einn vinnumann-
inn á heimilinu. Þótti mér
verkið karlmannlegt, því hús-
karlinn var þrekvaxinn og lík-
lega nærri jafngamal'l Bjarna.
Grimur stóð hjá í hlutleysi, en
þótti gaman að.
Við áðum í Gunnarshólma,
nálægt klettinum Stóra Dímon.
Það er grösug flatneskja og
enginn afmarkaður hólmi leng-
ur, en sama fallega sýnin til
Hlíðarinnar eins og þegar
Gunnar horfði Hlíðarbrekku
mót.
„Nú horfir landið og væntir
manns,“ segir E. Ben.
UNDIR EYJAFJÖLLUM
Óvíða hefur mér fundizt
vistlegra en í Eyjafjal'lasveit.
Þar liggur leiðin fram með
grænum hlíðum og þverhnýpt-
um klettavegg margra klukku-
tíma leið. Neðan undir standa
bæirnir. Ein röðin undir brekk
unum, en önnur lengra frammi,
því eggsléttar, grænar grund-
ir og engi breiða úr sér alla
leið fram að sjó. En Vest-
mannaeyjar liggja fyrir landi
og prýða útsýnið í þá áttina.
Hér og hvar eru skörð í
klettastallinn. Gegnum þau
opnast fagurt útsýni upp ti'l
jökulsins. Því grænu hlíðarn-
ar og klettarnir mynda fótstall
hans. Það er sérlega fögur
sjón um sólarlagsbil, að horfa
upp skörðin, eins og t.d. skarð-
ið upp af Þorvaldseyri. Þá er
fagurt að sjá háa, tignarlega
Eyjafjallaskallann, skauta gull
roðnum faldinum. Og að sjá
'ljósbláar, svartflekkóttar skrið
jökulsiungurnar, sem hann teyg
ir frá sér niður eftir giljum
hér og hvar (en svartflikrótt-
ar eru þær af sandfoki.) Klett-
arnir og grænu hlíðarnar á
víxl eru með margháttaðri feg-
urð, móleitt berg skiftist á við
dekkri stuðlabergsstalla. Græn
gresið teygir sig upp eftir gilj-
um og gömlum skriðum og
sumstaðar alla leið upp fyrir
stallinn, en alltaf annað veifið
sjást lækir „fossa af brún“ og
flétta margþætt siilfurbönd
niðu.r hlíðarnar.
Seljalandsfoss og Skógafoss
eru stærstu fossarnir og flest-
um ferðamönnum góðkunnir af
myndum. Það má ganga á bak
við báða og dást að regnboga-
litunum í sólskininu, en betra
er að vera vel tygjaður, því
úðinn er mikill.
Seljalandsfoss er vatnsminni,
svo að á sumrin, þegar hvasst
er, kemur fyrir að vindurinn
þeytir honum svo í sundur, að
hann hverfi út í loftið í þoku-
úða. En stundum b'læs hann
honum til hliðar eða þyrlar
honum upp á við, líkt og ljós-
leitri meyjarsvuntu. Skógafoss
er þrekvaxnari, enda miklu
vatnsmeiri. Tárhreinn, gegn-
sær, steypir hann sér hiklaust
fram af sléttri bergsnösinni, all
ur í einu lagi, reglulegur
í sniðum líkt og bæjarlækjar-
buna, sem fellur fram af fjöl
eða hellu.
Af minni fossum hafði ég
gaman af að horfa á Gljúfra-
búa. Hann dregur nafn sitt af
því, að hann felur sig inni í
gljúfri, og verður að klifra upp
á háan klett, sem hálfvegis
byrgir fyrir gljúfrið, til þess
að fá að sjá hann í allri sinni
dýrð. Hvort þessi Gljúfrabúi
er sami fossinn og Jónas kveð-
ur um í kvæðinu „Fífilbrekka“,
læt ég ósagt. En hann ætti
skilið á'líka gott kvæði. Þegar
sólin skín, er svipmikil sjón að
horfa inn í gljúfrið. Þar breið-
ir fossinn úr kembu sinni nið-
ur skáhalt berg í miklum
bratta, og bergið hefir hann
fágað svo og mýkt, að hann
strýkst fyrirhafnarlaust eftir
því, mjúklega og fimlega, líkt
og mund um meyjarvanga —
ætlaði ég að segja, en það nær
því ekki — því flýtirinn er svo
mikill. Það hlýtur hver og einn
að öfunda fossskömmina af
þessu ferðalagi. Og svo er
hann svalandi tær á svipinn,
að maður óskar sig þyrstan —
já, með brennivínsþorsta, ti'l að
geta teygað hann með góðri
lyst.
Öll sú fríða fóssamergð eftir
endilöngum hlíðum Eyjafjall-
anna vöktu hjá mér langa dag-
drauma um allt það gagn, sem
fossarnir gætu komið til að
vinna bændunum undur Eyja-
fjöllum þegar tekizt hefur að
beizla þá. Þeir munu þá reyn-
ast mjög svo mikilvirkir til
léttis við bústritið og spara
bæði vinnufólksha'ld og erfiði
húsbændanna.
Ekki má þó hóglífið ganga
úr hófi, að allir hætti að vinna
og hreyfa sig, — karlmennirn-
ir hætti að slá og róa, og snerti
ekki við að moka eða pæla,
heldur láti vélarnar vinna. Og
kvenfólkið hætti að raka og
snúa heyinu, þvo og vinda lín
og voðir, losni við alla handa-
vinnu og beri ekki við að snúa
saumavél eða prjóna, hvað þá
að rulla þvottinn, já, hætti
jafnve'l að mala kaffi — heldur
láti rafmagnið um þetta allt og
margt fleira. Það kann að enda
með þeirri skelfingu að hend-
ur og fætur rýrni af brúkunar-
leysi og að læknar (sem enn
íáta hendur standa fram úr
ermum) fái atvinnu við að
skera það dinglumdangl burtu
eins og botnlanga nú á dögum.
Verður þá seinast hver mann-
skepna að ístrubúk limalausum,
með afarstórum sitjanda, hvil-
andi í sjálfhreyfihægindum á
dúnsvæflum.
1 DRANGSHLtÐ
Ég minnist ekki þessi að hafa
komið á sveitabæ, sem er öllu
betur í sveit komið en Drangs-
h'líð. Klettabeltið lykur um
breiðan, grösugan hvamm. Þar
stendur bærinn. En bak við
gnæfa upp úr klettunum nokkr
ir háir, oddmjóir, einkennileg-
ir drangar, líkt og Hraun-
drangar í Öxnadal. Þeir eru
brattir og ókleyfir mönnum
nema máske Eldeyjar-Hjalta.
Fram undan bænum stendur
gríðarstór drangur á miðju
túninu. Hefur hann í fyrnd-
inni hrapað ofan úr klettunum,
þegar goðin voru reið. Klett-
arnir eru einkar skrautlegir,
því þeir eru næstum algrænir
af hvannastóði upp á brún. Og
þarna úir og grúir af fýl-
ungum og fýl, sem eiga heima
á ótal syllum í berginu innan
um hvannastóðið. En hópar af
hröfnum og kjóum eru þar
einnig á sveimi. Fuglabjörg
þessu lík eru víða undir Eyja-
fjö'llum bak við bæina, og
sömuleiðis í Mýrdalnum, en
eru sumstaðar alllangan spöl
frá sjó. Fýllinn telur ekki eftir
sér, að fara margar ferðir á
degi hverjum til að sækja síli.
Út við sjóinn eru einnig fugla-
björg, t.d. í Dyrhólaey, klett-
unum hjá Vík í Mýrdal, í Hjör-
leifshöfða og í Ingólfshöfða
þegar austar kemur.
Þá má ekki gleyma öllum
hellunum, sem eru fleiri undir
Eyjafjöllum, en tölum verði tal
ið. Og sízt vantar þá í Drangs-
hlíð. Sjórinn hefur áður á öld-
um gengið upp að klettunum
og grafið þessa hella, með lít-
illi fyrirhöfn, því bergið er
meyrt. Hellarnir koma víða að
miklu gagni. Fyrrum voru sum-
ir notaðir fyrir peningshús og
heyhlöður. Er þá hlaðinn vegg-
ur fyrir hellismunainn með
dyrum eða byggt framan við
þá til að auka rúmið. Undir
túndranganum í Drangshlíð, er
einn slíkur hellir hafður fyrir
fjós.
Nokkru sunnar en Drangs-
hlíð er annar góður bær, sem
heitir Skarðshlíð, og er þar á-
líka fagurt. Mikill arður er af
fuglatekju á báðum bæjunum.
Þar hefði ég haft gaman af að
alast upp, þegar ég var strák-
ur, bæði til að klifra í klett-
unum og sækja hvönn og egg,
og eltast við fuglana til þess
að kynnast háttum þeirra. Ef
ég mætti kjósa hvar ég vildi
aftur vakna til lífsins hér á
landi, held ég að ég kysi mér
óðal undir Eyjafjöllum, a.m.k.
um tíma.
Fýlar og fýlungar. — „Gagg-
gagg“, segir fýllinn, um leið og
hann flýgur heim í hreiðrið
með mat handa unganum.
Hann á aðeins einn unga. En
þessi eini ungi bakar honum
mikla fyrirhöfn og margar á-
hyggjur. Egginu verpir hann í
5. viku sumars, en fleygur verð
ur ekki unginn fyrr en í 17.
viku. Allan þann tíma verða
foreldrarnir að ala hann og
það er ekki smáræði, sem hann
þarfnast, enda verður hann
stærri en foreldrarnir oghleyp
ur svo bókstaflega í spik, að
sagt er að fyrrum hafi menn
notað fýluunga fyrir grútar-
lampa. Það var hægur vandi.
Þeir drógu Ijósgarnskveik
gegnum fýlungann, eins og
hann var sig til, hengdu
skrokkinn upp á vegg og
kveiktu svo á garninu. Þetta
hefur til skamms tíma tíðkast
á Suðureyjum. (Hebrides).
Fýllinn er til að sjá líkur
skeglu að lögun og lit. En
hann er liangt um fimari, og er
gaman að horfa á, hve hann
er listfengur á fluginu. Það
kemur honum líka betur að
vera fljótur í ferðum — því
bæði þarf hann að bjarga
sjálfum sér og sínum fýlunga.
Langt fram á sjó verður hann
að sækja síli og ýms sjávardýr.
Það er fullyrt, að hann gleypi
margglyttur í viðbót og svo
heim í hreiðrið. Unginn opnar
ginið, en hinn þeysir úr sér
spýjunni eins og Egill ofan í
Ármóð, en kemur henni betur
ofan í kokið, því unginn tekur
á móti með góðri lyst.
Nú skal enginn halda, að
fýllinn fari ekki stundum fýlu-
ferð. Auðvitað gengur honum
fiskiríið stundum illa. En verra
er annað. Hann á marga óvini
16. febrúar 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13