Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 7
mrssn ntm einmg 4. somnn, föður minn, í hina votu gröf. í ferð okkar nú átti ég nætur- stað á Krossum og hef ekki síður ástæðu til að þakka við- tökurnar í það skifti, héldur en fyrri komur mínar þang- að til ömmu og frændfólksins þar, en þær minningar geymst mér sem ylmur angandi æsku- stunda. Gegnt Krossum, neðan við þjóðveginn og all nær sjónum er bærinn Hella. Hella er mik- ið myndarbýli og hefur verið svo lengi. >ar bjó Kristján E. Kristjánsson á Krossum, í fjölda ára, en konur þeirra Snorra Sigfússonar skólastjóra, Sigur- björg og Guðrún jóhannesdæt- ur frá Stærra-Árskógi, voru systur. Heimilin tvö Hella og Krossar hafa oft á umliðnum öldum átt nátengda sögn og verður nokkuð minnst á það sfðar. Við erum nú brátt á sveitar- enda, því framundan er Há- mundarstaðaháls, er aðskilur Ár skógsströnd og Svarfaðardal. En undir hálsinum austanverð- um eru Hámundarstaða-bæirn- ir. Litlu- og Stóru-. Sá síðar nefndi er ysti bærinn á Ár- skógsströnd og hin raunveru- lega landnámsjörð Eyjafjarðar, Við tjörnina, sem bræðurnir hafa búið til við bæinn í Litla- Arskógi. því, eins og getur í Landnámu, tóku þeir fyrst land þar fé lagarnir Hámundur konungs- son heljarskinn og Helgi hinn magri tengdafaðir hans, er þeir komu úr Dumbshafi fyrir norð- an, á leið sinni til Islands, og byggðu þar fyrsta býlið við Eyjafjörð. Mætti því Hámund- ur Hjörsson heljarskinn teljast fyrsti landnámsmaður Eyja- fjarðar öl'lu fremur en Helgi margri, er átt hafði heima á Há mundarstöðum og síðar Bíldsá á annað ár, áður en hann færði bú sitt í Kristnes, eins og kunn ugt er af Landnámu. Kristnes er að vísu ein af merkustu landnámsjörðum Eyjafjarðar, en ekki sú upphaflega eða fyrsta. Það eru Hámundarstaðir, er borið hefur nafnið æ síðan. Yfir bæjunum fornu Bratta- völlum, Litla-Árskógi, Krossum Hellu og Hámundarstöðum rís Sólarfjall það, er Helgi magri kleif vorið eftir fyrstu vetrar- setu norrænna manna á Ár- skógsströnd og þá um leið við Eyjafjörð og leist, við sýn það- an, sem innsveitrr Eyjafjarðar mundu öllu snjóléttari og þar með búsæ'ldarlegri og fýsti að flytja þangað bú sitt, eins og kunnugt er af Landnámu. Fjall þetta, Sólarfjall, er nú almennt kennt við Krossa og kallað Krossahjnúkur, en Sólarfjall er mjög eðlileg nafngift, þar eð fólkið þarna í útsveit Árskógs- strandar hefúr í fornöld séð, og sér enn, hátind þess, Krossa- hnjúkinn, fyrstan fjallatinda þaðan séða, roðaðan geiálum rís- andi sólar og síðast kvaddan miðnæturkossi hennar á björt- um sumarkvöldum, enda hæst gnæfandi fjallatinda, séða frá áður greindum bæjum. Á Hámundarstaðahálsi nem- um við staðar. Framundan birt- ist sjónum okkar ytri hluti Svarfaðardals, fegursta dalsins á íslandi, með kauptúnið Dal- vík, hina myndarlegu framfara- miðstöð þeirra Svarfdæla þar úti við fjarðarkrikann, og enn utar mesti glæfravegurinn til þessa á okkar ástkæra landi, — vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla. Á Dalvík vekur athygli afar smekkleg, nýbyggð kirkja í stað hinnar gömlu Upsakirkju. í þessari athyglisverðu kirkju Tvö verk þeirra Litla-Arskógs- bræðra. Að ofan: Skírnarfontur í Dalvíkurkirkju. Til hægri „Hugmynd". er að finna einn hinn hagleg- ast gerða skurðlistargrip er ég hef séð hérlendis og skapaður hefur verið af nútíma eyfirsk- um huga og höndum. Er það skírnar-„fontur“ úr tré, skor- inn og skreyttur fagurlega af mikilli listrænni hugkvæmni. Ætti enginn ferðalangur að fara um Dalvík án þess að skoða þennan kjörgrip og kirkjuna, sem varðveitir hann. Hér að framan hefur öðrum bæjum Árskógsstrandar frem- ur verið minnst á Stærri- og Minni-Árskógsbæina, en nöfn þeirra eru að sjálfsögðu runn- in af sömu rót og sjálfrar sveit arinnar, — en einnig Krossa og Hámundarstaði. Raunverulegt stærðarhlutfafl Árskógsbæj- anna má segja að raskast hafi nokkuð á undanförnum áratug- um, eins og víða hefur orðið annars staðar á landinu, þar sem forskeyti, svo sem stærri og minni, hafa minnkað bilið sín á milli eða jafnvel skift um gildi. Við einn þessara bæja, Krossa, er kennd umtalaðasta ætt Árskógsstrandar síðustu aldirnar, — hin alkunna Krossa ætt, sem raunar væri réttast að skipta í tvo kafla: Krossaætt hina eldri, sem rakin er til Þor- geirs bónda Steinssonar á Grund í Svarfaðardal og tal- inn er að verið hafi einn af sveinum Jóns biskups Arason- ar, en ýmsir afkomenda hans bjuggu löngum á Árskógs- ströndinni, einkum Krossum, en einnig Hámundarstöðum og Hel'lu og fl. bæjum. Hétu þeir þar oftast til skiptis Rögn- valdur Jónsson, Jón Rögnvalds- son, eða Jón Jónsson. Voru ýmsir manna þessara forustu- menn sveitarinnar eða hrepp- stjórar. Var amma mín, Sigur- laug Jóhannsdóttir á Krossum, Rögnvaldssonar á Sökku í Svarfaðardal, Jónssonar þar, afkomandi þessárar eldri Krossaættar. Krossaætt hina yngri hafa ýmsir viljað rekja til Snólaugar Baldvinsdóttur, prestsdótturinnar annáluðu frá Upsum og Þorvalds Gunnlaugs- sonar manns hennar, sem þó mun afkomandi hinnar eldri Krossaættar. En þau Snjólaug og Þorvaldur bjuggu á Kross- um með anná'laðri rausn fyrir og eftir miðja s.l. öld. Voru þau Snjólaug á Krossum, Jónas Hallgrímsson skáld, Skafti Tkn- óteus Stefánsson, hinn annál- aði námsmaður frá Völlum í Svarfaðardal, og séra Þórar- inn Kristjánsson á Prests- bakka og síðast Vatnsfirði, — langafi núverandi forseta ís- lands, Kristjáns Eldjárn, — öll brseðrabörn og feður þeirra allir prestar. Til viðbótar því, er Snorri Sigfússon, hinn ástsæ'li skóla- maður okkar, segir í nýútkom- inni bók sinni: „Ferðin frá Brekku“ vil ég geta þess, að fyrir og eftir aldamótin 1800 bjuggu á Krossum Jón Jónsson f. 1745 og kallaður Jón ríki, og kona hans Guðlaug Vigfúsdótt- ir frá Stóru Hámundarstöðum (landnámsjörðinnni). Pétur, eldri bróðir Jóns, hafði hins- vegar flust búferlum, úr sam- býli við bróður sinn á Kross- um, að Litla-Árskógi ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnús- Framh. á bls. 14 "iú'KY:' s' • IIIIÍIII - v -,v - i Tvö verk sem sýna listfengi og hagleik bræðranna í Litla-Árskógi. A3 ofan: Fánastöng. A3 ne3an: Vegglampi. 16. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.