Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 9
„Éffnnundi liaga mér alveg eins, ef ég' ætti að <tfa upp aftur, sem fyrir mig hefur komið“. Sfeingrímur Sigurðsson: Blöð úr lífsbók Krúsa á Svartagili eiginkonu, sem þá vænti sín. Krúsi var maskínumeistari á bátnum. Gekk útgerðin þokka- lega, að minnsta kosti ekki rek in með tapi. 1918 er hann tekirín upp á fyrra líferni: „Út vil ek.“ Norskt skip um hríð og síðan íslenzka þrímastraða skonnortu með dieselvél, Hauk, sem Hauks félagið átti. Systurskip Hauks var Svala, sem Sambandið gerði út. Svo aftur á norskt skip, Bisp, leiguskip ríkisstjórn arinnar, sem sigldi á Ameríku, og þar var Krúsi Hofmeister — eða bryti. Og svo aftur á ís- lenzka skipið Borg, sem Júlíus Júleniusson var skipstjóri á, kenndur við Goðafoss. Þar er Krúsi 1921—23. Af Júlíusi eru sögur sagðar. Eitt sinn kallaði hann á Hjört Nielsen bryta (það var á Dettifoss-árum Júl- íusar) til sín í skipstjórakáet- una og sagði skipandi: „Hof- meister, rekið út flugurmar hérna“. Daginn eftir kallaði hann enn á ný Nielsen til sín og sagði: „Sagði ég yður ekki hof- meister, a'ð reka út flugurnar". Nielsen svaraði: „Það gerði ég líka, herra kapteinn“. „Blessað- ir verið þér ekki að þessum þvættingi, hofmeister, þetta eru presís sömu flugurnar og voru hér í gær.“ Krúsi hefur sagt, að skip- stjórnarmienn, kapteinar á „fínu“ skipunum í þá daga hafi verið í sérumslagi og litið stórt á sig, skólaðir í Danmörku und ir áhrifum af þýzkum offísera- móral. Gjáin á milli yfirmanna og undirmanna á þessum skip- um var svo breið, að ekki náði nokkru tali. Krúsi átti bágt með að þola stéttaskiptinguma og var stundum erfiður, enda þótt hann teldist oftlega til yfir- manna skipanna. 1923 er hann enn á ný á togurum, fyrst á Reed, leigð- um frá^ Hafnarfirði og siðan Austra. Svo taka við róstur- söm ár, verkföll, hásetaverkföll. Hann minnist hásetaverkfallsins 1916 og svo Blöndals-slagsins árið ‘23, sem kenndur var við Björn Blöndal, sem síðar gerð- ist embættismaður, vörður liag- lanna. Kvisazt hafði út, að menn af Gulltoppi og Gleið, sem lágu við höfnina, ætluðu að brjótast um borð. Þeir ætluðu að fara þangað með vatn. Margir sjó- menn voru um borð í Gulltoppi og Glað að vinna að ketilhreins un. Ákveðið hafði verið hjá verkfallsmönnum, að ef eitthvað brygði til tíðinda að fara mieð veifu — eins konar gunnfána — upp á vindupall við höfnina. Féll það í Krúsa hlut að klifra upp og fylgjast með því, sem gerðist hjá verkfallsbrjótum. Veifan var blá í þetta sinn af ásettu ráði til þess að hleypa ekki of illu blóði í mannskap- inn. Páll pólití Árnason verður þessa var og veitir Krúsa eftir- för. Krúsi segir við hann: „Ef þú ekki pillar þig burtu héðan, set ég löppina í hausinn á þér“ Þá sér Krúsi,að sjómenn und- ir lögregluvernd eru komnir í vatnsbátinn. Þá segir Krúsi við Pál: „Ég hef lítið með það að gera héðan af“ og veifar. Vatns báturinn ýtir frá og reynir að leggja að skipinu og koma vatn inu um borð. Dró nú til tíðinda. Verkfallsverðir stukku yfir skip in með þá Krúsa, Björn Blöndal og Ólaf Friðriksson í farar- broddi, og þegar þeir komu að Gulltoppi og Glað, sló í brýnu milli lögreglunnar og þeirra. Urðu sumir fyrir áverkum í við ureigninni. Allt í einu hafði verið skorið á vatnsslönguna. Verkfallsmönnum tókst að koma í veg fyrir, að vatnstakan yrði framkvæmd, og þar með var sigurinn unninn. IC. rúsi setti upp fisksölu, en hagnaðist lítt, fólk var aura- lítið og hann lánaði. Svo byggði hann hús við Bergþórugötu 10. Hann var kominn með ómegð og litinn hornauga af ráðamönn- um, talinn óæskilegur þegn og borgéiri vegna uppreisnarhugs, og „þeir“ þóttust þurfa að gefa honum ráðningu, svo að um munaði. Eitt sinn skuldaði hann 1—200 krónur í vatnsskatt. Þá sáu yfirvöldin sér leik á borði. Þá tóku „þeir“ af honum hús- ið með lúalegum hætti — i eins konar mafíustíl. Krúsi kom ekki vörnum við. Þannig var í pottinn búið, að þeir vissu, að Krúsi átti bát, sem hann skuld- aði í rneð veði í húsi. Þóttust þeir því ekki geta gert fjár- nám í honum. Og svo laumu- pokalega fóru þeir að, að þeir létu sölu hússins fara fram á næstu lóð við húsið, svo að kona Krúsa yrði þess síður vör og gæti ekki bjargað málunum. Lögfræðingur einn lét slá sér húsið, og svo var látið líta út, að nokkrir starfsmenn bæjar- ins væru kaupendur að húsinu — allt ein brella. Ekki í fyrsta skipti sem leppum er beitt af lögfræðingum. Þegar Krúsi kom iheim af síldinntf, stóð hann með fjöiskylduna á götunni. Krúsi minnist margs frá þess- um árum: „Hvíta stríðsins“, þeg ar allt logaði í ófriði í Reykja- vík. Ólafur Friðriksson og fé- lagar hans, Krúsi og aðrir, voru hinum ráðandi stéttum erfiður ljár í þúfu, svo erfiður, að fimm hundruð manna vopnuð varalögregla var kvödd til starfa. Þá voru hugsjónirnar hreiniar hefur Krúsi sagt, og engin svik höfð í frammi af leiðtogum fólksins. Þá voru for- sprakkar uppreisnar hnepptir í fangelsi, og þeir fóru í „hung- urverkfall“ í rasphúsinu. Harð- ir dómar voru kve'ánir upp, en þeim ekki alltaf framfylgt — kannski af ótta, kannski vegna mannúðar hver veit. Og svo áttu verkfallsleiðtogar hauk í horni, þar sem Jónas sálugi á Hriflu var. Hann hafði vissa samkennd með þeim, t.d. var hann viðriðinn sjómanna- verkf.allið 1916. Þá kynntust þeir talsvert náið Krúsi og hann, og fékk Jónas álit á Krúsa sem hélzt töluvert lengi. Jónas var á þeim árum undir áhrifum frá Fabían-hug- sjóninni brezku, enda gengið á kjarabaráttuskóla Fabían-fé- lagsins í Engl-andi. . . . skóla undir merki Beatrice og Sidn- ey Webbs, Bernard Shaws, H.G. Wells og annars hugsjónafólks. Jónas var hættulegasti and- stæðingur borgarastéttarinnar íslenzku á þeim árum, undir- róðursmaður, sem beitti hinum Þetta var ríkisjörð, harðbýl nokkuð, undir Súlum, eiginlega upp til öræfa og talsvert úr al- faraleið. Þar er veðrasamt og stórweðrótt, en á vissan hátt til- komumikil náttúrufegurð. Krúsi tekur drengina litlu með sér og aðra vikapilta þá um vorið og byrjar að byggja bæinn og lætur hendur standa fram úr ermum. Hann slær upp tjaldi, og er þar hafzt við allt sumarið og fram á vetur, mat- reiðir ofan í allan hópinn og vinnur eins og berserkur. Hús- ið rís. 0 g Krúsi varð landfastuf í Þingval'lasveitinni og er þar » « Þrjár kynslóðir: Sigurd Evje, Jón Friðrik og Markús. Krúsi með dætrum sínum tveim, Arnbjörgu og Margréti. (Myndin tekin fyrir nokkrum árum). og þessum meðulum til þess að ná sér niðri á „ihaldinu", sem hann hataði. Hann varð ráð- herra í stjórn Tryggva Þór- hallssonar, sem mynduð var í ágúst 1927, og lét þegar til sín taka, en eins og margir, sem fá völd, týndi sínum fyrri hug- sjónum eða sagði skilið við þær. Ár 1929 og Krúsi er orðinn 38 ára með fimm börn á fram- færi, þrjá drengi og tvær stúlk- ur. Hann fékk enga vinnu í Reykjavík. Alls staðar lokaðar dyr. Samantekin ráð af vinnu- veitendum. Hann þótti hættu- legur. Hann ákveður að hverfa til upprunans með trú á mold- ina. Bardagadynurinn kveður enn við í eyrum: hann þó ekki beinlínis talinn kommúnisti eins og síðar varð, heldur uppreisn- larseggur, sem heimtaði rétt. Jónas frá Hriflu, sem þá var dómsmálaráðherra og réð öllu, sem hann vildi, stuðlaði að því að Krúsi fengi Svartagil í Þingvallasveit til ábúðar, en bærinn þar hafði verið i eyði í mörg herrans ár og engin hús. enn með Botnsúlur og himin- inn fyrir ofan sig og Þingvalla- skóga, Bolabás, Meyjasæti og Öxará í námunda við sig og þar hefur hann barizt sleitu- laust í fjörutíu ár. Barizt? Vita- skuld, hefur hann aldrei lagt niður vopnin. Hann berst öðru vísi en áður og við annað má kannski segja líka. Þegar mað- ur sér hann, minnir hann á einhverja hetju Hemingways úr Spánarstyrjöldinni, einna helzt E1 Sordo, sem barðist við fascistana á hæðaribrúninni og tók dauðanum eins og að taka inn asperín, enda þótt hann hat- aðist við dauðann. Og eins og segir í „Hverjum klukkan glym- ur“: „. . . Að deyja var ekki nokkur skapaður hlutur og hann hafði enga mynd í hugan- um af slíku né bar í sér ótta af s'líku. En að lifa minnti hann á kornakur, sem þaut í, þegar vindurinn blés ofan fjallshlíð- ina. Að lifa minnti á veiðihauk á flugi hátt á lofti. Að lifa minnti á leirbrúsa fullan af drykkjarvatni í rykinu, sem þyrlaðist undan þreskivélinni, 16. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.