Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 10
Það er lífsstyrjaldargleði í loftinu þrátt fyrir hörö veður . . . Blöð úr lífshók Krúsa þegar kornið og hismið saxað- ist og feyktist til í sól og sterkjuhita. Að lifa — það var að hafa góðan hest undir sér og sitja hann vel og hafa til taks undir öðrum fætinum hríð- skotariffil og að lifa var að hafa fyrir augunum fjall og streymandi fljót með tré á bökkunum og innst inni í daln- um fjöll í fjarska . . .“ Eitthvað þessu líkt eða lýs- ingunni á E1 Sordo og lífs- magni hans er andrúmsloftið í kringum Krúsa á Svartagili. Það er lífsstyrjaldargleði í loft- inu þrátt fyrir hörð veður og þungbúinn himin og keim af válegum atburðum, sem kring- um hann hafa alla tíð gerzt, t.d. á stríðsárunum, þegar am- eríska herflugvélin hrapaði og steyptist næstum ofan á hlöð- una hans og brann upp og tveir menn fórust fyrir augunum á heimafólkinu, og þegar maður varð bráðdauður á Súlum eða þegar tveir misindismenn úr litlu stórborginni Reykjavík gerðu aðför að Krúsa og brenndu ofan af honum bæinn og limlestu hann og brutu og næstum komu honum fyrir katt- arnef. Það var frækileg vörn, karlmennskuraun fyrir Krúsa, sem þá var kominn töluvert á sjötugsaldur. Hann sýndi æðru- leysi. Þorpararnir komu úr Reykja- vík í leigubifreið ásamt ein- hverjum Dana og konukind — þetta var að haustlagi seinni hluta dags. Bílstjórinn og Dan- inn veittu Krúsa enga hjálp, horfðu bara á aðfarirnar. Arásarmennirnir komu að Krúsa sofandi, vöktu hann af síðdegisblundi, slitu símann úr sambandi, tóku byssu af vegg og létu höggin dynja á honum með henni, af því að þeir fundu ekki skotin. Sagt er, að þeir hafi hálfbrotið byssuna á hon- um í átökum þessum. Krúsi komst undan, mikið meiddur og fór heim að Kárastöðum til hreppstjórans þar, sem fer með lögregluvald í sveitinni. Lög- regla úr Reykjavík kom seint og síðar meir. Þegar Krúsa varð litið í áttina að Svartagili frá Kárastöðum, sá hann reyk stíga til himins og grunaði, hvað var á seyði. Lögreglan hand- samaði árásarmennina einhvers staðar í Þjóðgarðinum. Þegar kom heim að Svartagili loguðu húsin og engu varð bjargað. ÍC rúsi lét ekki hugfállast sem fyrr. Hann byrjaði strax að byggja. Hann og heimafólk- ið höfðust þennan vetur við í gömlum herbragga, sem hafði verið þarna frá því setuliðs- menn dvöldust að Svartagili á stríðsárunum, og um vorið var hægt að flytja inn í nýja bæ- inn. Þetta var erfitt fjárhags- lega. Talið var, að aðförin að Krúsa kynni að standa eitthvað í samband við ímyndað vin- fengi árásarmanna við kven- mann. Eitt sinn var Krúsi spurð ur, hvernig stæði á því, að menn gætu orðið slík skrímsli, enda þótt kvenmaður væri í spilinu. „Æ, þeir fengu svo slæmt uppeldi þessi grey. Það var farið svo illa með þessi skinn, þegar þeir voru börn“. Og svo eyddi hann talinu. Eins og fyrr segir átti Jónas frá Hriflu sinn þátt í því, að Krúsa tókst að byggja Svarta- gi'l á sínum tíma. En síðar breyttist viðhorf Jónasar. Hann hafði fleiri gæðinga á snærum sínum, aðstoðar-Þingvallavörð að nafni x. . . Jónas reyndi að byggja Krúsa út og kærði hann fyrir sýslumanni Árnesinga og Þingvallanefnd á þeim forsend- um, að ákærði hefði brotíð landslög. Krúsi hafði orðið uppvís að því að brjóta eitt ákvæði í lögum um Þingvelli, sem fjallar um það, að eigi megi gera neitt jarðrask á Þingvöll- um nema bera undir Þingvalla- nefnd: Krúsi hafði sléttað tún- ið á Svartagi'li. Það var hans stóra synd. Og ekki tókst að hrekja Krúsa á brott. Hann sat sem fastast. Og Jónas lét að- stoðarþjóðgarðsverðinum í té ábúð annars staðar. Krúsi lifði af þessa hríð að honum. Málið var í höndum sýslumanns ins á Selfossi, Páls Hallgríms- sonar, sem þá var ungur að ár- um. Sýsli sýndi litla tilburði í þá átt að sauma a@ Krúsa. Mál- ið fjaraði út. Krúsi hefur löng- um þótt stríðinn við yfirvöld, t.d. á bruggárunum, og haft ýmsar bekingar í frammi við þau, sem svalað hafa bæði kímnikennd hans og verið eins konar útrás á ofnæmi hans fyr- ir valdboði, en þetta ofnæmi hans á sér sína sögu. Hann segir sjálfur þá sögu frá æskuárum sínum, er gerðist austanfjálls, sem sýnir viðhorf til embættisstéttarinnar. Þá kom maður í sveitina að norðan, sá hét Hafliði, kolgeggjaður, og kom hann gangandi suður hreppa. Þetta var um haust nokkru fyrir réttir, og ílentist hann þarna eitthvað fram á haustið. Þaðan fór Hafliði þessi austur á land og lét í veðri vaka, að hann mundi fara fjalla baksleið og halda austur á Síðu. Hann óð Þjórsá eins og ekkert væri, en hvar vissi enginn. Magnús Torfason var þá sýslu- maður í Árbæ í Holtum. Hann fréttir þetta og bítur sig í það, að þetta sé stórháskalegur glæpamaður, sem sé að strjúka og að hann geti lent illa í því sem embættismaður, ef hann láti kauða renna sér úr greip- um. Magnús lætur safna mönn- um og senda eftir Hafliða, og þeir ná honum fyrir ofan Leiru bakka í Landssveit og flytja hann niður að Austvaðsholti í Holtum til hreppstjóra. Þar er hann settur í gæzlu. Þetta var á sunnudegi. Á mánudegi átti Krúsi að fara að smala í Hellna túni. Þá sér hann og skilur ekkert í nautkálf með helvíti mikið reiptagl dragandi á eftir sér. Þetta fór að minna á Þor- geirsbola. Krúsi harkaði af sér og stökk á nautið og hélt því föstu. Enginn vissi neitt, enginn skildi neitt, hvaðan á hann stóð veðrið, en svo smátt og smátt fréttist, að bóndi að austan hefði farið út í Flóa að sækja þangað nautkálf frá Langstöð- Framh. á bls. 12 ÍSLANDSALMANAKIÐ fslandsalmanakið, sem oftast er kallað „litla almanakið" eða „háskólaalmanakið", kemur út í 133. sinn á þessu ári. Er það því elzta rit, sem út er gefið hér á landi, að Skírni einum frátöldum, en hann hefur tíu ár umfram. Útgáfa íslandsal. manaksins hefur lengi verið svo nátengd útgáfu Almanaks Þjóðvinafélagsins, að ekki er óalgengt, að þessum ritum sé ruglað saman. Ætlun mín með þessum línum er að gera grein fyrir helztu atriðum úr sögu beggja ritanna, og mun ég þá fyrst ræða um það sem eldra er, íslandsalmanakið. íslandsalmanakið, þótt gam- alt sé, var ekki fyrsta tilraun til almanaksútgáfu á íslandi. íslendingar virðast snemma hafa fengið áhuga á útágfu al- manaka. Elzta íslenzka alman- akið, sem vitað er um með vissu, mun vera almanak Arn- gríms Jónssonar, sem prentað var á Hólum 1597. Er eintak af því almanaki varðveitt í Landsbókasafninu. Þegar fram liðu stundir, munu dönsk al- manök hafa verið notuð hér töluvert, en að sjálfsögðu hafa þau ekki komið að fullum n^t- um. Ýmsir framtakssamir ís- lendingar urðu því til þess að ráðast í almanaksútgáfu um lengri eða skemmri tíma. I Cor- nell safninu í Bandaríkjunum er til dæmis varðveitt hand- rit af almanaki frá 1800 til 1836, þó ekki samfellt. Hefur það almanak að mestu verið reiknað fyrir Eyjafjörð, en hluti af því er afrit af danska almanakinu. Almanaksútgáfa þessi hefur ekki farið fram hjá ráðamönn- um í Kaupmannahöfn. Hafnarhá- skóli hafði einkarétt á útgáfu almanaka á íslandi, og hefur mönnum þar vafalaust ekki lík- að, að aðrir væru að fara inn á þeirra verksvið. Þann 3. feb- rúar 1836 er gefin út konung- leg tilskipun, þar sem við eru lagðar miklar sektir „ef nokk- ur yfirtreður það Kaupmanna- hafnar háskóla veitta einka- leyfi til almanaksins útgefning- ar, hvort heldur það er með í ísland að innfæra eður þar að selja framandi almanök, eður með að prenta nokkurt alman- ak án háskólans leyfis . . . “ eins og komizt var að orði. Nokkrum dögum síðar, hinn 13. febrúar 1836, er svo gefin út tilskipun um útgáfu á al- manaki árlega á íslenzkri tungu. Var þetta gert vegna tilmæla, sem fram komu í bréfi frá rektor og prófessorum há- skólans í Kaupmannahöfn, en bréfið var dagsett 5. febrúar. Ákveðið var, að þetta alman- ak skyldi vera 1 örk að stærð, og hafði háskólinn einkaleyfi á útgfáunni. Samning almanaks- ins var falin C. F. Olufsen prófessor, en Finnur Magnús- son var fenginn til að þýða almanakið á íslenzku og lag- færa eftir íslenzkum háttum. Var þeim hvorum um sig greitt hundrað ríkisdala fyrir verkið. Fyrsta almanakið, sem út kom samkvæmt hinni nýju til- skipun, var almanak fyrir ár- ið 1837. Þetta íslandsalmanak hefur síðan komið út reglulega á hverju ári. Fyrstu árgangar fslandsal- manaksins, 1837—1860, voru í mjög litlu broti, og hafa þeir gengið undir nafninu „kubb- arnir“. Þessir árgangar eru svo til ófáanlegir. íslandsal- manakið var mjög sniðið eftir danska almanakinu, bæði að út liti og efni. Danska almanakið hafði komið út óslitið frá 1584, og hafði upphaflega verið þýtt úr þýzku almanaki. Er ekki ó- trúlegt, að þaðan komi flest dýrlinganöfnin, sem enn í dag fylla síður almanaksins. Að minnsta kosti eru flestir þess- ir dýrlingar óþekktir hér á landi fyrr og síðar. Finnur Magnússon, sem í fyrstu sá um þýðingu alman- aksins, lét setja inn ýmsar mess ur, sem hér var haldið sérstak- lega upp á, og enn fremur gamla misseristalið. Almanakið vakti mikla at- hygli heima á fslandi, og urðu margir til a'ð skrifa Finni Magn ússyni um útgáfuna. í bréfi, sem Björn Gunnlaugsson skrif- ar frá Bessastöðum 8. septem- ber 1836, segir m.a.: „Ég hef ekki orðið var við eða komið auga á nein lýti eða yfirsjón á því, en mér þykir það fróð- legt, sniðugt og consekvent í sínu formi og innihaldi." Þess má geta, að í almanak- inu lét Finnur breyta til um fyrsta vetrardag, sem lengi hafði verið talinn bera upp á föstudag, en samkvæmt áreið- anlegri heimildum skyldi •«ra á laugardegi. Olli sú ráð- stöfun nokkrum deilum. Fyrir utan dagatalið var í almanak- inu reiknaður tími sólarupp- komu og sólarlags í Reykja- vík á vikufresti. Þá var líka sagt til um kvartilaskipti tunglsins. Árið 1849 tók Jón Sigurðs- son við þýðingu almanaksins af Finni Magnússyni. Fram til þess tíma hafði almanakið verið prentað með gotnesku letri, en Jón lét taka upp latneskt let- ur og færði auk þess ýmislegt til betra máls. Þá var tekinn upp kafli, sem hét „Yfirlit yfir sólkerfið", og stóð hann í al- manakinu fram til 1912. Árið 1861 verður veruleg breyting á útliti almanaksins. Er þá brotið stækkað og síð- unum fjölgað í 24. Stækkun al- manaksins var sýnilega gerð með hliðsjón af danska alman- akinu, en brot þess hafði verið stækkað árið 1856. Um leið var tekin upp umgjörð sú, sem enn prýðir forsíðu almanaksins, bæði þess íslenzka og danska. Er hún mynduð úr stjörnu- merkjum dýrahringsins ásamt árstíðamyndum Bertels Thor- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.