Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Side 2
„Það hlcaut að koma að því eftir aila kaffidrykkju íslendinga## Hús kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber: Allt það nýjasa. í byggingarlistinni, segir Kjarval. Þegar ekið er út úr bænum austur á bóginn og eins og leið liggur framhjá Árbæjarhverfi, þá b'lasa við vegfarandanum nokkrar nýjar verksmiðjubygg ingar norðan vegarins. Umhverf ið er rammíslenzkt: grýttum holtum hallar niður að Grafar voginum og þegar miðsvetrar- hrímið hylur klappirnar, er svalur og hreinn blær yfir land inu. Innar og ofan við Bullaug- un verða hæðir og stórgrýtt- ir hólar með huldufólksbyggð og merkilegt er, að það skuli ek'ki sjást á stjái á hrímfögr- um febrúardegi. En það var ekki ætlunin að ræða um huldufólksbyggðir hér heldur þá byggð, sem allir sjá. Það segir sig sjálft, að það er ekki vandalaust að gera stór- byggingu svo úr garði, að hún líti út eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Að hún verði eins og eðliiegt framhald af náttúrunni sjálfri og stingi á engan hátt í stúf við þá kaldhömruðu tign, sem landið býr yfir. Kannski hefur ekki verið nógu Ijóst, að þetta væri hægt, þegar um verksmiðjubyggingu er að ræða Verksmiðja er einungis verk- smiðja og hvað kemur það bygg ingalistinni við? Það kemur ekki aðeins bygg- ingalistinni við, heldur kemur það mér og þér við og öllum, sem augu hafa að sjá. Okkur kemur það öllum við hvað gert er til þess að fegra umhverfið; hvað gert er til þess að meðal- mennskan og flatneskjan setji ekki svipmót sitt á alla skap- aða hluti. Eg vil ekki halda því fram, að við byggjum ljótari verk- smiðjuhús að jafnaði en hægt sé að finna dæmi úr nágranna- löndum okkar. En of mörg eru einungis eins og hverjir aðrir kassar, sem dreift hefur verið útá víðavang. Taikfð ef'tir þessu, þegar þið farið framhjá nýjum verkstæðisbyggingum, nýjum verksmiðjum. Takið eftir þessu í röðinni meðfram Arbæjarhverf inu og takið sérstakega eftir því að eitt húsið sker sig alveg úr. Gráblátt stendur það eins og monúment í sínu grýtta og nakta umhverfi, einfalt í sniðum. Við sjáum, að uppúr standa allmairgar pípur og ein- hverskonar hettur ofaná pípun- um: þetta minnir á mínarettur í austurlenzkum borgum, nema hvað hér læðist reykjarlopi út um pípuendana og gefur manni ósjálfrátt þá hugmynd, að „i'lm- urinn er indæll og bragðið eft- ir því“. Og þeim sem ennþá vita ekki, hvað við er átt, skal bent á, að þetta hús er kaffibrennsla O. Johnson og Kaaber. Ég verð að játa, að ég var lengi að átta mig á þessu húsi. Það leit út fyrri að vera ein- hvers konar stórkostleg kaffi- vél, sem tyllt hefði verið niður á berangurinn. Það hefur lík- lega verið vegna þess, að það var ekki eins og aiíLar aðrar verksmiðjur. Svo var þetta allt í einum lit, blágrátt og kannski dálítið kuldalegt við fyrstu sýn en vegfarandur fóru að horfa og veita því sérstaka eftir- tekt, því þama vair eitthvað, sem meiddi ekki fegurðarsmekk inn og fór vel á sínum stað. Sízt af öllu kom það mér á óvart, að Jóhannes Kjarval tæki eftir þessu. Hnn hefur stund- um minnst á þetta við kunn- ingja sína og raunar kemur það fram í Kj'arvalskveri, þar sem Matthías Johannessen ræðir við meistarann. Þeir Ragnar í Smára voru í heimsókn í vinnustofu málarans og kepptust um að segja gáfulegar athugasemdir og komust að þeirri niðurstöðu að augað í myndinni af Sig- urði Jónassyni væri eins og skráargat. Ragnar var öðru hvoru að syngja, því hann var nýbúinn að vinna forsetakosn- ingar, en Kjarval sagði kaldur og rólegur: „Hafið þið séð hús O. John- sons og Kaaber? Þar er allt það nýjasta í byggingarlistinni, þar er það rétta, bæði í lit og forrni. Yfirlætislaust og eðlilegt Það hlaut að koma að því eftir alla kaffidrykkju fslendinga, að hún legði eitthvað af mörk- um ti'l svokallaðrar listar“. Svo fór hann að tala um skipin og bætti við: „Málara- list tiiheyrir eldri tíma og er í felum við sjálfa sig í áfram- haldinu. Kaffið er svo gamalt að það hlaut að spretta úr því önnur list en drykkjuskapar- listin. . .“ Að vísu kann það að þykja álitamál, hvort kaffiverksmiðj an er það fyrsta sem kaffi- drykkjan leggur af mörkum til svokaUaðrar 'listar. Menn mega ekki gleyma Guðrúnu frá Lundi og hinum mjög svo vel lukk- uðu og sífellt endurteknu uppá hellingum í bókum hennar. Þar er kaffidrykkjan og kaffi- menningin að minnsta kosti komin í bókmenntirnar. En að kaffidrykkjan legði eitt- hvað af mörkum í byggingar- listinni, það virtist í fljótu bragði liangsóttara. Líklega er þa'ð rétt, sem Kjar val heldur fram: Það hlaut að korna að því . . . Því hvað værum við án kaffisins. Af öllu hallæri hefur fslendingum igengið verst að þola kaffileysi. Síðan við eignuðumst heims- metið í sykuráti, hefur kaffið líka reynzt nauðsynlegt hjálp- artæki til að viðhalda hefð- inni og heimsmetinu. Við kæm- um ekki í okkur öllum þess- um sykri án kaffis. Sumir vilja snúa þessu við og segja, að við kæmum ekki í okkur öllu þessu kaffi án sykurs. En það er smekksatriði. Það var ekki nema sjálf- sagt að byggja fal'lega yfir kaffið og kaffibrennsluna. En okkur hefur ekki alltaf tekizt það, sem okkur þótti sjólfsagt og langaði til að yrði. „Við þurftum að byggja yfir gamlar vélar og nýjar“, sagði Ólafur Johnson, framkvæmda- stjóri O. Johnson og Kaaber. Áður var verksmiðjan til húsa í Sætúni, en við þurftum að auka framleiðsluna og getaboð ið fleiri kaffiblöndur. Fyrst var athugað, hvort hentugt væri að byggja ofan á í Sæ- túninu, en þeir kaffivélafram- leiðendur, sem við áttum við- skipti við, mæltu með þeirri 'lausn, sem síðan var gerð. Við fengum lóð við Árbæjarhverfi og byggðum þessa byggingu samkvæmt teikningum Gunnars Hanssonar. Hann réði útliti og þessum fallega lit, sem sjá má. Verksmiðjan er hugsuð þannig, að síðar má byggja við báða enda. Austurendinn er breið- ari, þar er pakkhús og þang- að tökum við óunnia kaffið inn. Kaffinu er blásið í háan síló eða sívalning með fimmtán hólfum fyrir mismunandi kaffi- tegundir. Reyndar erum við ekki með svo margar tegund- ir. En úr sívalningnum, sem nær upp í gegnum báðar hæð- irnar, fer kaffið í brennslu- samstæður, mölun, pökkun og loks fer varan fullunnin út um vesbuirenda hússins. Sjálf- virkni er mikil, sem bezt sést af því að í verksmiðjunni vinna aðeinis sjö manns. Allir útveggir eru úr Ro- bertson-járni. Það er einskon- ar bárujárn, þó ekki líkt hinu venjulega bárujárni. Það er marghúðað, bæði með galvaní- seringu og tjöru og asbesti og hægt að fá það í ýmsum lit- um. Annars er húsið byggt á súlum en platan milli hæða er steypt og eins þakplatan. Meg- inatriðið er, að hér var ekki bara byggt verksmiðjuhús, og síðan raðað í það vélum á eft- ir. Við vissum nákvæmlega um vélarnar fyrirfram, bæði gaml- ar og nýjar. lögðum þær til gnundvallar og síðan er hús- ið teiknað utan um þær. Nota- gildið ræðtir a'lveg forminu, állt sem ekki kemur framleiðsl- unni við er í sérbyggingu og snýr hún í norður. Þar er kaffistofa, rannsóknarstofa, skrifstofa og búningsherbergi. Það er mesti misskilningur, að verksmiðjuhús þurfi for- takslaust að vera sviplítil eða ljót O'g ég held, að skilningur sé að glæðast á því.“ G. S. Vcrksmiðjuhúsið séð frá vcstri. » 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.