Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 4
BÓKMENNTIR siðun og kristnun í löndum sín um. Samkvæmt frásögn Ein- hards, ævisöguritara Karls mikla hafði keisarinn látið safna saman fornum söguljóðum og hetjukvæðum og festa á bók- fel'l. Þessi fornu ljóð eru sögð hafa fjallað um hetjur og at- burði frá þjóðflutningatímun- um, þegar Frankar og aðrar germanskar þjóðir áttu í bar- áttu við Húna og elduðu einn- ig grátt silfur sín í milli. Um það leyti sem Karl keisari læt- ur latínulærða klerka sína hefja skrásetningu þessara fornu ljóða var líti'll áhugi meðal lærðra manna á þessum kvæðum. Þetta voru „raritet" og gátu haft nokkurt gildi fyrir þá, sem röktu ættir sínar til þessara kappa, þótt þá væri í tízku, að rekja ættir til rómverskra keisara. Lærðir menn hneigðust til latneskrar ljóðagerðar og lærðs kveðskapar samtímans. Þegar tekið var að safna kvæð- unum, hefur verið talin hætta á að þau glötuðust, enda fór svo, þótt þau kæmust á skinn. Afkomendur Karls miklahöfðu engan áhuga á þessum kvæðum. Siðun og kristnun samfélags Franka hafði mótað nýjan smekk, sem var reistur á mál- skrúðsfræði fornra klassískra höfunda og kristinn viðmiðun og siðakröfum. Þessvegna týn- ast hin fornu hetjukvæði og sagnakvæði og hinn forni þulur og rúnameistari h'laut nú að hefja nýjan söng, ef hann átti ekki að flokkast til seiðskratta og fordæða. Frá 6. og fram á 8. öld er forn lífernismáti að koðna nið- ur, hættir og venjur samfélag- anna taka á sig mynd siða- fálms, forn hjátrú og kristni hjátrú fyllir hugi manna vegna skorts á nauðsynlegu kirkjulegu aðhaldi, sem tekur að eflast fyr ir baráttu Karls mikla. Slíkar tilraunir höfðu verið gerðar áð ur og nokkuð unnizt einkum meðal íra og Engilsaxa. Það- an fékk Karl mikli þá menn, sem mörkuðu mjög vakningu þá í Miðevrópu, sem við hann er kennd og þar blómgast kirkju legar menntir, meðan Miðev- rópa er hálfsokkin í barbar- isma og siðafálm, þótt kristni eigi að kallast að nafni. Það er eftirtektarvert að tekið er að rita á þjóðtungunni, þar sem latínukunnátta var í beztu lagi. Sama sagan endurtók sig í Frakk landi á 11. og 12. öld og á Ítalíu á 13. öld. Latínukunnáttan varð til þess að efla þjóðlegar mennt ir. Latínan var höfuðmálið út miðaldir og lengi eftir það og latneskar menntir voru fyrir- mynd höfundanna. Það má því meta menningarstig hverrar þjóð ar á þessum tímum eftir kunn- áttu og leikni höfundanna í meðferð latínu. Menntunin bygg ist á kunnáttu í grammatík og rhetorik og því fylgdi kunn- átta í lögum og vísindum þeirra tíma, sem voru rómverskur arf- ur varðveittur af kirkjunni. Sið un þjóðfélaganna varð ekki haldið fram nema innan ramma kirkjunnar og ágæti þeirrar stofnunar var samferða lær- dómi þjóna hennar. Lærðir menn þessara tíma voru af yfirstéttinni undantekn ingarlítið, og flestir prestvígð- ir eða ábótar og múnkar. Mennt un leikra tekur að eflast sam- fara meiri áhrifum kirkjunnar, en menntun þeirra varð þó ekki kveikjan til þjóðlegra bók mennta. Þá kveikju var að finna í klaustrunum, og að því leyti, sem það snerti meginland Evrópu, var sá logi kveiktur af írskum og engilsaxneskum múnkum í þeim klaustrum sem þeir stofna í Evrópu, svo sem Fulda og St. Gallen. Menningarvakning sú sem er kennd við Karl mik'la varð ekki langæ, vegna aðsteðjandi barbarisma. Á 9. og 10. öld koðnar það niður, sem áunnizt hafði til sköpunar siðaðra og styrkra rík iseininga. Astandinu er bezt lýst í annálum og skilríkjum tíma- bilsins. Biskupar samankomnir í Norður-Frakklandi 909, setja saman skrif þar sem segir: „Alls staðar má sjá reiði Guðs birt- ast.... Borgirnar eru tómar, klaustrin rænd og brotin eða brennd til ösku, akrar ósánir fylltir íllgresi... Hinn sterki kúgar þann veika, og mennirn- ir eru líkastir grimmum lagar- dýrum, sem rífa hvert annað í sig...“ Ástandið var ekki ósvipað því á dögum Mervíkinga á Frakklandi, nú geisaði ófriður- inn um alla Evrópu og hafði svo farið fram meginhluta 9. aldar. Ránsflokkar austrænna og norrænna þjóða, herjuðu á þann vísi að mótuðum þjóðfé- lögum, sem Karl mikli hafði verið frumkvöðull að. Árásir og herseta Araba í kristnum lönd um aukast. Gjörvallur kristin- dómur átti í vök að verjast. Ástandið minnkar á þjóðflutn- ingatímana. Og þetta voru þjóðflutninga- tímar fyrir þær þjóðir, sem byggðu Norðurlönd. Norður- lönd voru víkingahreiður um það leyti, sem fsland byggist. Þá eru Norðurlönd algjörlega afskipt menningarlega og ein- angruð frá kviku kristinnar menningar og arfleifð Rómar. í hetjukvæðum Eddu segir frá atburðum, sem vottar fyrir í frásögnum og brotum þess, sem varðveizt hafa meðal Ev- rópuþjóða frá þjóðflutningstím unum. Það bendir til mikílla tengsla og jafnvel í þessum at- burðum af forfeðrum þeirra, er varðveittu þessi kvæði. Þessi fornu minni, sem berast út hing að og verða varðveitt hér í kvæðum eru af ýmsum talin af svipuðu tagi og hin týndu kvæði Karls mikla, þ. e. sameiginleg- ur forn germanskur hetjuljóða- kveðskapur, sem varðveitist hér lendis betur heldur en annars staðar sakir þess að hið ís- lenzka þjóðfélag var mjög frá- brugðið samfélögum manna á Norðurlöndum, bæði atvinnu- lega og stjórnarfarslega. Allir sem verið hafa í Lundúnum kannast við teiknarana sem gera litkrítar-myndir á steinhellur gangstéttanna í von um smápening í húfuna sína frá þeim sem á horfa. Einar Benediktsson hefur brugðið upp mynd af slíkum manni í þætti sem ber sama heiti og hér er gefið annarri og ólíkri frásögn um einn af listamönnum götunnar. Kaflinn er úr bók Orwell’s „Down and out in Paris and London“, þar sem hann lýsir fátæktarævi sinni á unga aldri. Paddi átti vin sem hét Bo- zo, var strætaprentari og dró fram lífið einhvers staðar í Lambethhverfi. Við rákumst á hann á Tempsárbökkum, þax sem hann var við iðju sína, ekki langt frá Waaterloo-brú. Hann lá á hnjánum, með krítarsteng- ur í pappírstokk, var að teikna Winston Churchill á stéttina eftir fyrirmynd í ódýrri vasa- bók. Myndin var talsvert lík. Bozo var lítill, dökkhærður maður með kónganef og hrokk- ið hár sem óx langt niður á enni. Hægri fóturinn var mjög i'lla bæklaður, hællinn undinn fram, svo að hörmung var á að lita. Eftir útliti hefði mátt halda að hann væri Gyðingur, en því neitaði hann harðlega. Hann taldi kónganefið sitt „rómverskt", og var hreykinn af að vera líkur einhverjum af keisurum Rómaveldis — Ves- pasianusi, minnir mig. Bozo hafði furðulegt tungu- tak, með lágstéttarkeim, en þó ljóst og skilmerkilegt. Það var eins og hann hefði lesið góð- ar bækur, en aldrei hirt um að forðast málvillur. Við Paddy stóðum nokkra stund niður við ána og töluðum við hann, og hann sagði okkur frá iðn strætapentarans, nokkum veg- inn á þessa leið: „Ég má teljast pentari með sjálfsvirðingu. Ég nota ekki skólatöflu-krít, heldur almenni lega liti, sömu og málarar nota; þeir eru níðangurslega dýrir, einkum þeir rauðu. Ég fer með fimm skildinga i liti á löngum vinnudegi, og aldrei minna en tvo. Ég teikna skopmyndir, sjá- ið þér til, stjórnmálamenn og kroketleikara og slíkt. Horfið þér á þetta“ — hann sýndi mér í skissubók sína — „hér eru skissur af öllum þjóðmála- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.