Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1969, Side 4
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
Gijia
rHa.TÆ'
trW
»Jaa
[Jröu
gjarfjw
hann gleymi vandamálum sam-
félagsins.
Þegar þorpsljóð Stefáns
Harðar eru lesin, kemur í Ijós
hve mikils virði er að eiga
skáld eins og Stefán Hörð, sem
getur ort um þorp án þess að
gera ádieiliu elða þjóðfélagsgagn
rýni að aðailaifcriði eða láta Ijóðið
byggjast á henni að mestu. Um
skeið leit út fyrir, að íslenska
þorpið ætlaði ekki að gagna
sem yrkisefni, nema á það vaeri
lagt sósíalistískt mat. Stefán
Hörður Grímsson hefur með
þorpsljóðum sínum afsannað
þetta rækilega, eins og Tómas
Guðmundsson sannaði, að
Reykjavík var ekki bara „möl".
sem menn flúðu til þegar aðrsu'
bjargir voru bannaðar.
Fjairri fer því, að Stefán
Hörður Grímsson sé ekki þjóð-
félagslega sirmað skáld. Glugg-
inn snýr í norður, gefur til
kynna að það sé skapmik-
ið skáld, sem kveður. Tvö ljóð
í Svartáifadamisi eiru til dæimis
spegilmyndir þjóðfélagsins,
bæði eru þau ádrepur á auð-
söfnun, þá fölsku gleði, sem
peningar veita. Skáldið gengur
svo langt að setja í eina lest
dansinn kringum gullkálfinn og
kristna trú:
Loks þegar morgunninn birtist
í austrinu
eins og rauðbirkinn
skólastrákur
sá ég hvar drottinn almáttugur
kom vestan flóann
ríðandi á brokkgengum
heildsala
og lamdi fótastokkinn.
(Daras á saindimum).
Næstu tvær línur eru í
ísmeygilegum hæðnistón:
Þá tók ég ofan
því ég er guðhræddur maður.
Lokaljóð bókarinnar, sam-
mefnt henni, lýsir sömu skoðun
og Dans á sandinum. Svart-
álfadans, er ljóð um þá nótt,
sem skáldið grunar að fram-
undan sé: „nótt allra nátta” í
því eir lýst fólki, sem gleymir
sér við dans og vín, á sér
„Rauðagullssinfóníuna” að eft-
irlæti. En af sfcrengjum tímans
fellur blóðdögg. Upphaf ljóðs-
ins er hinn myndræni ljóðstíll
Stefáns Harðar í algleymingi:
Lifrauð sólkringlan viðrar
dreglana
út um syngjandi hafflötinn
og nóttin kemur í sínum gamla
vagni
yfir blátt fjall.
Við blöndum kvöldskininu í
fölgult vínið
og bíðum eftir nóttinni sem er
að koma.
Hnötturinn snýst og löndin
elta hvert annað.
Eilíf og friðlaus er snældan
sem bláþráðinn vindur.
Gamalt
hús
rautt
Smásaga eftir
Jóhannes Eiríksson
Myndrænn skáldskapur Stef-
áns Harðar býr yfir ýmsu, sem
ekki er auðtekið. Líf ljóða hans
er stundum af mystiskum toga
spuinnið; þau eigia sér galdiur,
sem ekki verður skýrður nema
sem uppljómun hugans. Óvænt
hugmyndatengsl skjóta upp
kollinum, fortíð og nútíð renna
saman í eitt: allt getur gerst.
Vetrardagur, er til að mynda
lýsing á köldum febrúardegi.
Augu vafcniamna eru brostin; af
ferðum vindanna hafa engar
spurnir borist; blaindið hrkn-
þoku hefur lognið stirðnað við
brjóst hvítra eyðimarka. Eina
lífsmarkið er sláttur íshjartans,
uns:
Á mjóum fótleggjum sínum
koma mennimir eftir hjaminu
með f jöll á herðum sér.
Ljóðið öðlast hreyfingu. En
það er eins og mennirnir hverfi
í auðnarlegt landslagið. Það er
einmitt það, sean málli sikiptir;
á þann hátt verður myndin
sjálfri sér samkvæm.
f óttan felldi sin blátár, er
sagt frá því hvernig jörðin
verður svöl og djúp undir fót-
um, beygur grípur skáldið:
„mér þótti snöggvast fölva á
brjóst mitt slá og feyskin bein
mín varða.”
Þá heyrðist mér hvíslað eins
lágt
og lokist blóm:
þú ert vor fyrir þúsund árum.
Þessi tengsl við fortíðina,
næir skáldið að tjá með þrótt-
milkilum hæfcti í Ijóðiruu B-ifireið-
in sem hemlar hjá rjóðrinu:
Bifreiðin sem hemlar hjá
rjóðrinu
í líki svartrar pöddu
hvílir heit hjól sín
á meðan fólkið streymir í
skóginn
og fyllir loftið blikkdósahlátri.
Að baki liggnr vegurinn
langur hlykkjóttur ormur.
Vina mín með spékoppana
og málmbjöllumar
einu sinni var
enginn vegur
hér hafa tærðr menn og
bleikar konur
reikað torfærar móagötur
í skini og skugga
dökkar sjalrýjur á herðum
hendur luktar um kvistótt prik.
Við sem erum hingað komin
til að laugast fo'ssúða
við erum ekki hrein
það er gamalt blóð okkar
þau eru skuggar okkar
þau eru skuggar okkar.
Að mínu viti er þetta ljóð
dæmiigert mútímaljoð; það er
Eraanih. á bls. 12
I.
Rauður og svartur, ósköp
venjulegur timburhjallur, en tók
huga minn fanginn eigi að síð-
ur. A morgnana þegar ég vakn-
aði, fann ég og vissi að draum-
ar mínir höfðu átt vettvang þar,
en mundi aldrei snefil af þeim.
Þetta var andstyggileg tilfinn-
ing, eins og leit að veru sem
maður veit af, skynjar en get-
ur ekki fest hendur á og ekki
séð.
Rautt, svart, eiginlega þó nær
alrautt. Þakið, tröppuhandrið-
ið, dyraumbúnaður og girðing-
in, allt var þetta dimmrautt. Ég
held ég hafi ekki séð rauð-
ara hús, aðeins gluggarnir voru
málaðir í svörtum lit, eða höfðu
verið það. Málningin var að
flagna af á stórum blettum, og
stórísarnir voru hryllilega upp
litaðir, saggi og fúi voru eins
og brúnleitar teikningar í hvítu
efninu.
Svo var það hann. í nær
hvert skipti sem mig har að, sá
ég hann á gægjum innan við
einhvern gluggann. Þegar ég
sá hann í fyrsta sinn, þóttist
ég kannast við hann, mundi þó
ekki hvaðan. Smám santan
sannfærðist ég þó um að liann
eins og húsið ætti einhvern hlut
í draumum mínum eða undir-
meðvitund. Þó ég sjái hann fyr-
ir mér, eins og ég sé ykkur
núna, er ekki gott að lýsa hon-
um, hann er eiginlega ólýsan-
Iegur. Aldurinn t.d. hefur varla
verið mikið yfir fimmtugt en
þó bar hann öll einkenni öld-
ungsins, og hafði reyndar sömu
áhrif á mig og lík. Mér fannst
eins og líkaminn væri að deyja,
eða dauður, jafnvel andlitið
líka, svo fölt og gult. Varla
hreyfðist nokkur dráttur and-
litsins utan augun, sem voru op
in og lifandi, svo lifandi að þau
afskræmdu svipmótið. Reynd-
ar minnti hann mest á fisk,
dauðan fisk með lifandihrædd
mannsaugu. Venjulega þegar
hann stóð við gluggann, virt-
ist hann með allan huga við það
sem fram fór við bekkinn und-
ir glugganum. Stundum virtist
mér þó sem hann liti til min og
sýndist þá jafnvel enn daprari
en ella.
Ég gleymdi víst að segja
ykkur frá því að þarna fram-
an við húsið var áfangi strætis-
vagna, og bekkurinn ætlaður
fólkinu sem beið.
II.
Svo dag einn í vor, það
hafði verið eftirvinna og við
vorum seint húnir.
Þegar ég á heimleið kom þar
að sem bekkurinn átti að vera,
var þar enginn bekkur. Ég
hrökk við, stóð hreint ekki á
sama. Bæði er ég ákaflega vana
fastur gagnvart umhverfi mínu
og svo gat verið gott að tylla
sér á bekkinn. Þarna var líka
ung kona með tvö lítil börn,
sem hún réð varla við; hélt á
þvi yngra en leiddi hitt. Henni
hefði ekki veitt af að hvíla sig
stundarkorn á bekknum.
— Góðan dag, ungi vinur.
Ég hrökk óþyrmilega upp frá
hugsunum mínum. Það var
Hann.
— Góðan dag, tók ég undir.
— Þeir hafa tekið hann!
— Já, þeir hafa tekið bekk-
irtn, svaraði ég. — Hann var
nú orðinn gamall og lélegur.
Þeir koma sjálfsagt með nýjan
í staðinn.
— Nei'. nei'. hrópaði gamli
maðurinn — það gera þeir
aldrei. Nú hafa þeir loks haft
sig í að taka bekkinn minn.
Það hefur lengi staðið til. Þeir
vilja rífa húsið líka. Þeir ætla
sér að rífa húsið.
— Mér finnst að bekkurinn
hefði mátt vera þótt húsið yröi
rifið, sagði ég. — Það munu
margir sjá eftir bekknum.
— Þetta er ögrun. En þeir
geta ekki beygt mig. — Ég veit
of mikið. Það er ég sem vaki
yfir réttarfarinu í þessu landi.
Ef mín nyti ekki við væri sak-
leysið fótum troðið í ríkari
mæli en nú, öfund, flærð og
eigingimi skipuðu heiðursess
við pallborð mannlífs í þess-
ari borg. Þeir þora ekki enn.
— En er ég guð? Nei, því mið-
ur er ég ekki guð, — og þó
svo væri: Hafa þeir ekki rekið
hann úr eigin húsi, flæmt út í
horn, breytt honum. Þeir hafa
jafnvel reist nýja guði til notk-
unar á jólunum, eða til að miða
allt líf sitt við. Úti í hinum
stóra heimi eru byggð þjóð-
skipulög, kerfi til að treysta
guði í sessi og öðrum steypt,
og fólk lætur myrða sig unn-
vörpum, ef ekki af tryggð og
undirgefni við einn guð þá af
hræðslu við annan. En líttu á
húsið mitt, hrörlegt og að falli
komið. Það er hús kærleikans,
réttlætisins — og þess vegna á
að rífa það.
Hann er snarruglaður, autn-
ingja maðurinn, — hugsaði ég,
en spurði: — Hvert gagn var
þér að bekknum?
— Hann var mér ....
Ég nam ekki fleira, því nú
var vagninn kominn og ég stökk
upp í hann án þess að kveðja
hinn vitskerta.
Ég litaðist um eftir sæti, en
þau voru öll setin. Ég tók eft-
ir stúlkunni sem ég sagði ykk-
ur frá: enginn gerði sig lík-
legan til að bjóða henni sæti.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. nóv’emniber 1969