Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1969, Side 5
Kg TærWl mig nær liennl, og
bauðst til að halda á yngra
barninu, sem var drengur. And
lit hennar Ijómaðist varfærnu
þakklæti, roði hljóp í liáls og
vanga, og eftir dálítið hik þáði
hún hjálpina með þökkum.
Við töluðumst ekki við alla
leiðina, en sá litli lék á als
oddi, söng, skríkti og togaði í
eyru mín og bablaði: — Babbi,
babbi, babbi gói. Ég var sæll og
glaður og stúlkan leit í augu
mér og brosti.
Hún fór af vagninum nokkru
áður en minn tími var kominn,
en ég slóst í för: góðmennskan
skyldi fullkomnuð auk þess var
drengurinn bara skemmtilegur.
— Hvar átt þú heima?
— í húsinu þarna á horninu,
svaraði hún, og benti á lítið
múrhúðað timburhús. í kjallar-
anum, bætti hún við.
Það kom af sjálfu sér, við
gengum saman þennan spöl. Ég
opnaði fyrir hana hliðið og
horfði á granna, ávala fæt-
urna, þegar hún gekk léttum
skrefum niður tröppurnar.
Skórnir voru skakkslitnir og frá
hæl upp á miðja kálfa var breitt
lykkjufall og skein í mjólkur-
hvítt hörund. Hún þakkaði
hjálpina með handabandi og sá
litli vildi endilega kyssa mig,
og svo — ég var aftur orðinn
einn.
IV.
Það var ekki fvrr en nokkr-
um vikum síðar sem hún bauð
mér inn. Oft vorum við sam-
ferða í vagninum, og alltaf
fylgdi ég henni heim að dyrum,
en þetta kvöld var rigning og
hún spurði hvort ég vildi ekki
bíða uppstyttu og þiggja kaffi-
bolla hjá sér.
íbúðin var óskemmtileg, dökk
ir saggablettir í hornum og
málningin máð, og gólfdúkur-
inn slitinn niður í tré. Gegnt
útidyrum voru aðrar hálfopnar,
— þar undir stiga salerni. Til
hægri handar var lítil stofa
með fábreyttum munum; svefn
sófa, skáp, litlu borði og nokkr-
um stólum. I einu horni: lítið
sjónvarpstæki á kassa, sem hag
lega gerður dúkur huldi. And-
spænis stofu var allstórt eld-
hús og svefnherbergi inn af því.
— Ég ætla að renna á könn-
una. Hreiðraðu um þig í stof-
unni á meðan, sagði hún.
Ég settist varlega á sófann
og lcit í kringum mig. Á veggn-
um gegnt liékk mynd af tog-
ara, stór Iitmynd — og í vinstra
horni að ofan var lítilli passa-
mynd stungið innundir ramma-
listana. Myndin var af nngum
manni dökkhærðum og falleg-
um. Ég tók myndina af ramm-
anum og skoðaði. Aftan á henni
stóð: „Þinn að eilífu". Hún kom
inn með kaffið áður en mér
hafði unnizt tími til að setja
myndina aftur á sama stað.
— Hver er þetta? spurði ég.
— Maðurinn minn, svaraði
liún.
— Er hann sjómaður?
— Hann var á Þórólfi þcgar
hann fórst.
Það komst enginn af?
— Nei, enginn.
A milli okkar fór köld stroka.
Ég sneri mér undan og smeygði
myndinni á sama stað aftur.
Hún stóð þétt við hlið mér, rauð
leitt hárið féll í lokkum um
herðar og bak. Hátt ennið var
þakið freknum og reyndar
kinnar og háls. Nokkur tár brut
ust fram — dapurleg augun
voru orðin alvot.
— Er langt síðan? spurði ég.
— Fjórtán mánuðir rúmir.
Hún teygði höndina fram, greip
myndina og lagði í skúffu í
skápnum. — Viltu meira kaffi?
spurði liún.
— Nei takk, það er víst bezt
að ég fari.
— Ekki fara, bað hún lág-
vær. — Þarftu að fara strax,
bíður kannske einhver?
— Nei, enginn. Ég hélt þú
vildir vera ein, — og svo eru
það börnin, þurfa þau ekki að
fara að sofa?
Ég er alltaf ein, sagði hún.
Mér finnst evo gott að hafa
einhvern hjá mér. Þú gætir
kannski hjálpað mér að svæfa
krakkana?
V.
Hún var búin að svæfa telp
una, og byrjuð að þvo bollana
unp eftir okkur, en ég sat enn
hjá drengnum og raulaði: —
Fljúga hvítu fiðrildin — fyrir
utan gluggann. — þarna siglir
eimhver inn — ofurlítil duggan
og fleiri vísur. Þegar hann loks
sofnaði gekk ég fram í eld-
hús. Hún tók ekki eftir mér;
horfði á tvær dúfur sem héngu
saman á nefjunum á glugga-
syllunni. Hún var komin með
græna svuntu og rauða hárið
bundið upp í linút. Ég fylltist
gráðugri löngun, óviðráðanlegri
kremjandi þörf, færði mig var-
lega nær og kyssti á hálshenni
rétt neðan við hársvörðinn. Ég
fann hvernig hálsvöðvarnir
stríkkuðu undir vörum mínum
og dökkur roði spratt í flekkj-
um út á hálsinum og breiddist
yfir enni og vanga. Hún studd-
ist við borðbrúnina og bærðist
ekki.
Hafði ég sært hana? Guð
minn hvað hef ég gert?
Hvers vegna þessi drottnandi
eyðileggjandi löngun sem lagði
vináttuna undir eins og skitinn
pening í von um skammæja full-
nægju? Ég hörfaði frá, rek-
inn af feiminni blygðun, greip
frakkann fálmandi höndum og
tróð mér í hann, tafðist við að
fara í skóna: varð að krjúpa
við að rcima þá — timinn varð
að eilífð og skömmin að blýi.
Þá varð það: Ég fann snert-
ingu lítillar handar, sem þrengdi
sér bliðlega niður háls og strauk
yfir axlir og bak. Ég stóð upp,
allar kenndir voru úr sálu
minni nema þessi eina sem aftur
öllu réð. Tilfinningar mínar
voru líkt og fugl í búri, sem
ber stuttum vængjum í æði og
vill út. Þegar ég var staðinn
á fætur færði hún sig nær þar
til líkami hennar snerti minn.
Hún teygði fram hendur, læsti
um höfuð mitt og dró að sínu og
ég kyssti lukt augu og blóð-
þyrstan munn í hamstola girnd.
★
Kurr dúfnanna, sem enn sátu
á gluggasyllunni minnti á söng
brims við sandströnd, stígandi,
hrynjandi, látlaust. En nótt fór
að, svört og mjúk, kyrrð komst
á hússins litla heim. Dúfurnar
blunduðu og brimið í hjarta
mínu — og hennar — varð að
sléttum sjó.
VI.
Haustið er komið. í gær þeg-
ar ég beið eftir vagninum sá ég
konu koma gangandi upp göt-
una. Hún leiddi tvö börn,
dreng og stúlku, ég kannaðist
eitthvað við göngulagið.
— Góðan dag.
Mér krossbrá. Það var sá
ruglaði aftur. Góðan dag, anz-
aði ég. — Nú verður húsið
mitt rifið á morgun. Ég stend
einn, skjólstæðingar mínir hafa
svikið mig allir með tölu, eins
og þeir sviku frelsara sinn fyr-
ir tvö þúsund árum: þekkja mig
ekki lengur.
— Hafa virkilega allir svik-
ið þig, áttu engan að?
— Þú ert mannlegur, sagði
gamli maðurinn — það ómaka
sig ekki allir við að anza mér,
gömlum manninum. Má ég ekki
bjóða þér inn rétt sem snöggv-
ast, ég þarf að tala við þig.
★
— Kannske manstu ekki eft-
ir bekknum, byrjaði hann. En
bekkurinn var einskonar kjöl-
festa lífs mins, hérna undir hús
gaflinum var hann. Vetur jafnt
og sumar sat fólk þar og hvíldi
sig og beið eftir vagninum. Sum
ir töluðu saman, röktu raunir
sinar eða sigra í lífsbaráttunni.
Ungir menn létu kannske fleyg
ganga á milli sín og sögðu frá
konum. Ég stóð hér uppi yfir
og fylgdist með, lifði mig inni,
tók þátt i glcði þessa fólks og
sorgimar styttu mér stundir
lika á sinn hátt. Sumir sátu
þegjandi og létu hugi líða yfir
sléttur eða hrikafjöll minninga,
og ég reyndi að ráða í þær gát-
ur. Ég hef lært að þekkja ykk-
ur öll. Þetta var minn bekk-
ur, mitt fólk. Ef eitthvert ykk-
ar rataði í raunir eða var órétti
beitt, lagði ég mig fram til
hjálpar, en nú er af sú tíð.
Mér fer að verða verkafátt,
bekkurinn horfinn og á morgun
taka þeir húsið. Einu vonast ég
þó til að koma í verk, ekki í
afþreyingarskini; mér er lagt
það á herðar.
Ég leit út um gluggann. Kon
an var þarna enn. Hún hélt á
drengnum, rautt hárið var tek-
ið upp í hnút. Þá þekkti ég
þau aftur þau frá í vor Ieið.
Og ég vissi ekki einu sinni
hvað þau hétu, og hann sem
hafði kallað mig pabba.
— Það er Iangt siðan ég tók
að hjálpa afbrotamönnum, hélt
gamlinginn áfram. — Enginn
vildi líta við þeim eða ljá þeim
húsaskjól, vinnu fengu þeir
varla. Mig munaði ekki um að
lofa þeim að sofa hérna í ein-
hverju horninu. Sama máli
gegndi um drykkjumenn. Þess-
ir menn urðu kannski ekki mikl-
um mun betri fyrir minn til-
verknað, prédikanir voru ekki
viðhafðar, ég veitti þeim aðeins
heimili að svo miklu leyti ég
gat, og jafnrétti á við sjálfan
mig. Jafnrétti gagnvart þjóðfé-
laginu var ekki í mínu valdi að
færa þeim.
— Hvernig hafðirðu efni á
að halda þessa menn?
— Ekki skal ég synja fyrir
að hafa haft svolítið gott af
þeim. Þeir komust að ýmsu fyr-
ir mig, sem gagnlegt var að
vita, sagði sá ruglaði kankvís-
lega.
— Hverskonar upplýsingar
voru það? spurði ég.
— Ég, ef svo má segja, safn-
aði siðferðisbrotum, sérstaklega
ef í hlut áttu broddar i þjóð-
félaginu, ríkir menn eða vel
giftar konur, sem misstigu sig
í hjónabandinu. Þetta fólk hef-
ur stöku sinnum látið lítilræði
af hendi rakna við mig. Komið
hefur og fyrir að þessi þekk-
ing mín hefur dugað til áhrifa
á réttvísina í málum varnar-
lausra skjóJstæðinga minna.
— Var það af þessum ástæð-
um að þeir tóku bekkinn?
— í langan tíma hafa verið
gerðar allskonar ráðstafanir til
þess að eingangra mig, risið
hafa upp eins og gorkúlur heim
ili fyrir drykkjumenn og af-
brotamenn, bæði á vegum ein-
staklinga og hins opinbera.
Þetta er engin tilviljun, enda
er svo komið að enginn kemur
til mín, ég hef einangrazt með
öllu. A morgun verður svo hús-
ið mitt rifið.
Meðan brjálæðingurinn tal-
aði litaðist ég um í herberg-
inu. Engin húsgögn voru þarna
inni nema legubekkurinn sem
ég sat á, í ljósastæðinu í lofti
herbergisins var aðeins peran
ber. Kannske hefur það verið
fyrir þennan tómleika að ég
tók eftir lítilli mynd á veggn-
um gegnt mér. Ég kannaðist
eitthvað við hana og stóð upp
til að skoða hana betur. Ég
hrökk ónotalega við, þetta var
mynd af freknóttri stúlku með
sítt hár og raunaleg augu,
mynd af henni.
— Hvernig stendur á þess-
ari mynd héma. spurði ég.
— Myndín, þetta er eina
myndin sem ég á, eina mynd-
in sem ég hef haldið upp á.
Ilún gaf mér hana sjálf, vitan-
lega.
Mig snar svimaði. Einmana
hafði hún verið, en þetta gat
ekki verið. í þessum svifum nam
bill staðar fyrir utan og ein-
hverjir hlupu upp tröppurn-
ar. Ég leit út um gluggann
og sá að sjúkrabifreið hafði
stanzað handan götunnar.
f sömu andrá og ég sneri mér
við var dyrunum hmndið upp
og inn komu tveir menn, sjúkra-
liðsmaður og læknir.
— Jæja gamli minn, sagði sá
í læknasloppnum, — Nú er
þessu flakki þínu lokið. Frá
því þú komst til okkar í vor
höfum við þurft að sækja þig
hingað oft í viku. Nú er nóg
komið, yfirlæknirinn hefur
ákveðið að þú fáir ekki út úr
liúsi að fara nema undir eftir-
liti.
— Þetta er óþarfa umstang,
hér kem ég ekki oftar vinir
minir, húsið verður rifið á
morgun.
Þeir tóku sitt undir hvorn
arm gamla mannsins og bjugg-
ust til að leiða hann út. I dyr-
unum leit hann um öxl, horfði
til mín eins og biðjandi og
sagði:
— Þér virtist leika forvitni
á að vita hvernig stæði á mynd-
inni. Hún er af dóttur minni.
Ég hljóp frá móður hennar eft-
ir okkar fyrstu og einu nótt,
og þegar ég komst að því að
hún átti von á barni, stakk ég
af úr landi. Ég var ungur og
þóttist hafa hamingjuna í
hendi mér: fannst sem ævintýri
biðu við fótmál hvert. Norskt
skip kom til bæjarins um þess
ar mundir með veikan matsvein.
Ég réði mig í hans stað og
sigldi glaður á brott. Þá voru
erfið ár á fslandi. Skipið kom
við í Þórshöfn í Færeyjum, og
þar póstlagði ég bréf til hennar.
í því stóð meðal annars eitt-
hvað á þá leið, að ég treysti
mér ekki til að berjast hinni
daglcgu baráttu með henni og
baminu, baráttu um brauð sem
dæmd væri til að heyjast við
náungann, um hylli vinnuveit-
enda og leigusala, baráttu um
hverja vinnustund. Ég leitaði
betra hlutskiptis með þjóðum,
sem um flest voru hamingjusam
legri en hin íslenzka. — í fimm
ár flæktist ég um heimsins höf,
eða vann í landi á hinum ólík-
ustu stöðum. — Skýjaborgimar
hrundu, ein af annarri, ég fór
að drekka. En mitt í volæðinu
fann ég það sem liugurinn
þráði í raun: — bláhélað fjalla
land með sinugula dali, silfur-
ár og læki og undir fisktrön-
um þorpanna við sjóinn, gras
það sem grænast er. Og í
stærsta þorpinu mundi bíða mín
stúlka. — En þegar heim kom
var stúlkan mín dáin og ókunn-
ugt fólk hafði tekið að sér dótt
ur mína: ég hafði glatað ham-
ingjunni. Síðar keypti ég hús-
ið sem þær höfðu búið í, húsið
þar sem Hf mitt hafði runnið út
í sandinn og hér hef ég búið þar
til í vor að óvinimir hremmdu
mig. Hér byggja þeir banka er
mér sagt, og auðvitað koma pen
ingar fyrir húsið. Peningunum
fæ ég ekki að ráðstafa, þeir
hafa séð um það, en dóttir mín
fær þá að mér gengnum. Ég
dey með húsinu, en dauði minn
verður raunar aðeins hálfur,
því mitt hálfa líf dó með henni,
sem ein veitti mér óflekkaða
ást, og galt fyrir með lífi sínu.
Gamli maðurinn hafði talað
hvellum rómi, en nú varð rödd
hans að hvísli og hélt áfram
mildilega:
— Lof mér að gefa þér holl
ráð ungi maður. Láttu eigin-
girnina ekki ná tökum á þér,
miklastu ekki af eigin ágæti
sem gjafara og miðlara góðra
hluta. Þegar við gefum eitt-
hvað, verðum við að gæta þess
að taka það ekki margfalt aft-
ur. Ef við gerum það verðum
við sífel't fátækari. Ungum
Fraimih. á blis. 12
16. nióvember 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5