Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 7
Jón Kristvin Margeirsson Tvö harðinda- bréf Veturinn 1755—1756 og sumar ið eftir voru erfiðir tímar á ís- landi. Eftirfarandi bréf til stjórnarinnar lýsa ástandinu í tveim sýslum á Norðurlandi. Bréfin eru rituð af sýslumönn- um í viðkomandi sýslum, Jóni Benediktssyni og Bjarna Hall- dórssyni. Þau eru birt hér í þýð ingu, enda frumrituð á dönsku. — Ávarpsorðum og kveðjuorð- um bréfanna er sleppt. — Bréf- in eru varðveitt í Þjóðskjala- safninu. (indk. isl. br.) Jón Benediktsson (1714?— 1776) var sonur Benedikts lög- manns Þorsteinssonar á Burst- arfelli. Hann nam skólalærdóm hjá síra Þorleifi Skaftasyni. að Múla, varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1731 og fór utan ári® eftir til náms í háskólan- um í Kaupmannahöfn. Árið 1734, 15. febrúar, fékk hann veitlngu fyrir Þingeyjarþingi og hélt þeirri sýslu til æviloka. Hann bjó jafnan á Bauðu- skriðu. Bréf Jóns er dagsett Rauðu- skriðu 23. september 1756. „Hér fer á eftir skýrsla um ástandi'ð í þessari Norðursýslu, sem mér hefur allra náðarsam- legast verið trúað fyrir, hvern- ig það hefur verið frá því að Húsavíkurskip sigldi síðastliðið ár til þessa dags. Hinn 16. nóvembar síðastlið- ið ár lagðist veturinn að fyrir alvöru hér í sýsluruni með frost hörkum, hríðum og kuldum, sem stóðu nær óslitið fram í marzbyrjun yfirstandandi ár, þá hlánaði og hélzt þíðviðri með golu í þrjá daga, en það nægði ekki til að svo mikið tæki upp af öllu því fannkyngi, sem komið var, að beit nýttist að ráði, enda snerist veðurfar strax aftur í hið fyrra horf með illviðrum og hríðum, og stóð það fram til 12. maí; þá mild- aðist frostið og voru sólskin og þíðviðri öðru hvoru fram til 22. maí, en þá gekk hann aftur í norðangarð með hvassviðri, frosti og fannkomu, og hélzt þetta fram til 17. júní. Eftir það og fram í ágústbyrjun var köld norðanátt og sólfar með næturfrosti og éljagamgi öðru hvoru, en síðan og fram til þessa dags hefir þó guði sé lof, verið allsæmilegasta sunn- anveðrátta með sunnanátt. Skepnum varð að gefa inni nær óslitið allan veturinn, og þrutu heyföng víða svo að mik- ið féll af skepnum. Er í sýsl- unni enginn sá, svo ég viti, sem ekki hefur misst eitthvað, en flestir hafa misst helminginn af sauðfé og hestum og margir allt saman, sem þeir áttu, bæði kýr, hesta og sauðfé. Margir hafa og slátrað ein- vörðungu sér til matar, þeir sem ekki áttu kost á að bjarga lífi sínu með öðrum hætti. Græn- landsísinn, sem lagðist að land- inu í marz og fyllti alla flóa og firði kringum landið og hefur legið hér þar til síðast í ágúst, á mikinn þátt í því, hve hræði- legur tími þetta hefur verið, þar sem við höfum verið sama sem innilokaðir og höfum ekki komizt á sjó til að sækja okkur guðsblessun í soðið. Síðan ísinn fór, hefur fisk- veiði heldur ekki gengið vel. Grasspretta hefur og verið sára lítil í sumar, og þar að auki hefur heyskapur, sem hófst seinna í sumar en venjulega, gengið seint; þó er hið litla, sem heyjazt hefur, að mestu óhrak- ið. Síðastliðinn vetur Dg í vor dóu hér margir úr hungri og vesöld bæði inni við og úti á milli bæja. Á að gizka hafa þannig látizt nær eitt hundrað manns, og á hverjum degi bæt- ast einhverjir við þessa tölu, og það er fyrirsjáanlegt, að næsta vetur mun verða miklu meiri manndauði, nema guð rétti fram ósýnilega náðarhönd sína og af stýri hinni verðskulduðu refs- ingu.“ Bjarni Halldórsson (1703?— 1773) var sonur Halldórs Áma- sonar prests að Húsafelli. Hann lærði undir stúdentspróf í Skál holtsskóla og stundaði síðar guð fræðinám við Hafnarháskóla. Hann var rektor í Skálholts- skóla 1723—1728. Sýslumaður í Ilúnavatnssýslu var hann frá árinu 1728 til dauðadags. Árið 1737 varð hann einnig Klaiistur haldari á Þingeyrum og fluttist þangað sama ár. Bréf Bjarna er dagsett Þing- eyrum, 20. september 1756. „Enda þótt ég hafi ekki ver- ið svo lánsamur að fá bréf frá yðar hágöfgi og háu herrum þetta ár, þar eð Skagastrandar skipið komst ekki til Skaga- strandar sökum hins mikla haf- íss, sem hefur þakið allt hafið á margra mílna breiðu svæði þar til í byrjun þessa mánaðar, og hindrað alla aðflutninga frá Kaupmannahöfn, hef ég samt fyrir tilstilli landfógeta fengið fregnir um, að hans konunglegu hátign hafi allra náðarsamleg- ast þóknazt að líta af með- fæddri dýrlegri náð og mildi á hinar bágu aðstæður mínar og örlög og gefa mér eftir allra náðarsamlegast af afgjöldum mínum 31 spesíuríkisdal og 180 álnir vaðmáls. Og vil ég hér með færa mínar allra auðmjúk- legustu þakkir fyrir þessa miklu og stórmannlegu náð með þá innilegu og einlægu ósk í huga, að hinn almáttugi Guð megi launa ríkulega hans konung- legu hátign og allri konungs- ættinni þá miklu náð, óviðjafn- anlegu gæzku og gjafmildi, svo og þá föðurlegu umhyggju. sem hans hátign hefur auðsýnt mér sérstaklega. Á sama hátt stend ég í þakkarskuld við yðar há- göfgi og háu herra vegna miili- göngu yðar, og ber mér að meta þetta af allra auðmjúklegastri undirgefni. Á þessum harðindaárum og erfiðleikatímum er ástandið hvergi á landinu eins hörmu- legt og í þessari sýslu og hinni næstu, Skagafjarðarsýslu, vegna þess, að skepnum hafði áður fækkað mjög, sumpart fallið, en sumpart verið lagðar inn hjá kaupmönnum, og hafið þakið ísi allt sumarið, svo að ekki hefur verið hægt að stunda fiskveiðar, og af sömu ástæðu engir aðflutningar á mat vælum frá Kaupmannahöfn og engin grasspretta; hið litla, sem hefur sprottið, hefur þó ekki náðst í garð vegna sífelldrar þoku, úða, slyddu og rigninga af völdum íssins. Einnig hefur ísinn valdið furðulega miklum kulda í loft- inu, svo að hitamælirinn, sem annars fer hér á sumrin upp fyrir 80 gráður, hefur í sumar ekki komizt hærra en í 50 gráð- ur í logni og sólskini svipað og algengt er í febrúar í hlákum, og er þetta allundarlegt. í þess ari sýslu hafa í vetur og í vor dáið úr hungri og af matar- skorti nálega sjötíu manns, en margir hafa flosnað upp og leit að hjálpar og bónbjarga annars ' staðar á landinu, og glatast við þetta konungstekjur, svo að varla verður hægt fyrir mig að innheimta helminginn af tekj- um sýslunnar og klaustursins, þar sem bændur eru allir orðn- ir öreiga, og margir farnir úr héraðinu; og ég fæ ekki séð, hvað þeir, sem eftir eru, eiga að hafa sér til matar, en þó enn síður, hvernig á að ná saman næsta ár upp í afgjöld til kon- ungs, þar eð útlit er fyrir, að fjöldi fólks deyi úr hungri næsta vetur, ef guð hjálpar þeim ekki á einhvern ósýnileg- an hátt. í þetta skipti hef ég fengið peninga að láni til að borga gjöld mín þetta sumar, en bið auðmjúklega um, að yðar hágöfgi og háu herrar láti sér ekki mislíka, að sýslugj aldavað málið mitt og sokkavamingur- inn, sem á að greiðast á Skaga- strandarhöfn, hefur ekki verið afhent, þar eð skipið hefur ekki komið, en verður ásamt öllum öðmm ullarvarningi mínum að liggja hér í geymslu til næsta sumars". 12. de.sember 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.