Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 17
arma, er teygja sig ems og risa- fingur út yfir hið mikla haf. Báturinn er orðinn eins og lít- il skel í fjarlægðinni, langt vestux á sundum. >að er eins og hann sé smám saman að hverfa í sólarlagið, eldrautt og ægifagurt. Enda þótt þessi stórbrotna mynd sé í fullkomnu samræmi við hinar heitu og sterku til- finningar hennar á þessari skilnaðarstundu vekur hún samt ugg, allt að því hræðslu í hennar unga brjósti. Er þetta eddki allt of gott til þess að geta verið raunveru- legt og satt? Fær hún að halda þeirri gæfu, sem hún heíur höndlað? Verður hún ekRi tek- in frá henni? Það er þessi hugsun, sem teygir ískalda hönd að hjartarótuim hennar. Þess vegna horfir hún hrelld inn í kvöldroðann, eins og hennar eigin hamingjusól sé að ganga þar til viðar. María í Vesturey, konan sem framtíð- in brosir við gengur buguð til bæjar. Hjarta heninar, þessa eftirlætisbarns, sem örlögin hafa hossað frá blautu barns- beini, er blýþungt af ótta við eitthvað, sem hún ekki veit hvað er. Hún, sem ævinlega hefur fuindizt allt gott og gæfusamlegt sjálfsagt sér til handa, stendur allt í einu ör- vingluð og trúir naumast á sína eigin gæfu. að líður að jólum. Eyjólf- ur sýsluimaðuir hefuir notað tím- ann vel. Hann hefur keypt hús í Fjarðakaupstað og vinn- ur að því að búa það hið bezta. Með vorinu hyggst hann sækja brúði sína inn yfir sundin. Hann hefur gert boð í Vestur- ey, að hann muni koma þar á jólum og halda þar hátíðir. Er þar mikill viðbúnaður undir komu hans. Norska húsið, sem þar er nýreist úr kjörviðum er betuir fallið til gestaboða en gamli torfbærinn, sem stendur að baki því. Þar eru stofur góðar og svefnkammelsi, máluð björtum litum. Bláa stofan er viðhafnarharbargi hússins. Þar er vítt til veggja og húsbún- aður góður. Listofin teppi hanga þar á veggjum, en á gólfi er bjarnarfeldur mikill. Amór dannebrogsmaður féklk hann á Ströndum og lét súta erlendis. Þykir sá gripur hinn ágætasti og hin mesta hýbýlaprýði. Silfurbikar mikill stendur á borði á miðju gólfi. Fékk bóndi hann frá dönsku búnaðarfélagi fyrir framtak í búsýslu. Þetta haust er svo kyrrt og milt, að elztu menn muna naum ast slík kjör. Jörð er alauð og fénaður gengur úti fram að jólum. Aðeins hæstu fjallatind- ar eru hrímaðir. Daginn fyrir jól leggur Eyj- ólfur sýslumaður upp trá Fjarðakaupstað, að finna unn- uslu sína í Vesturey. Hefur hann fjögurra manna far, frem ur lítið, til fararinnar. Með honum eru tveir ungir menn, annar frændi hans af Austur- landi. Veður er kyrrt og bjart við bnottför þeirra, og róa þeir sem leið liggur út fyrir nes og inn yfir sund. Er degi þá tekið að halla og myrkur fellur yfir. Þair sem jörð er al- auð verður enn dimmara en ella. Hin háu fjöil gnæfa dul- úðug og hrikaleg yfir fjötrðum og vfkum, þar sem lífsbaráttan er Jjáð í lágreistum bæjum við kröpp kjör og stöðuga og á- hættusama glímu við höfuð- ikepnurnar. En hinn ungi sýslumaðux og ferðafélagar hans eru glaðir og reifir. Þeir eiga í kvöld góða heimvon. Fyrir stafni er hátíð, veizla, faðmur unnustunnar. Þeim sækist róðurinn vel. Ljósin í Vesturey blasa við, og undir kvöldið lenda þeir þar heilu og höldnu. Maddama Ragnheiður fagnar gestum sínum ásaimt dóttur sinni á hlaðinu í Vesturey. Iiúskarlar ráða bát þeirra til 'híluinns. í Bláu stofu eru tinbik- arar fylltir gömlu góðu víni, sem Lengi hefur verið geymt og einungis er borið vildustu vin- um. Milkil hátíð er runnin upp á þessu forna óðali. •IVIaddama Ragnheiður er höfðingi heim að sækja. Hún hefur yndi af veizlum og mannfagnaði, og er þess alráð- in að sýslumanninum, tilvon- andi tengdasyni hennar og fylgdarmönnum hans skuli ekki leiðast á heimili hennar um þessi jól. Allt hið bezta, sem til er í búi hennar skal fram borið. Hér skal vera gleði og glaumur, sem langi verð- ur munað eftir. Norska húsið er allt upp Ijómað. Gamlir látúnslampar hafa verið fægðir og funsaðir. Silfurstj akar eru teknir upp úr kistum og kertaljós logar í hverju horni. Aðeins í göngum gamla bæjarins og í fjós- inu logar á grútartýrum. Heimasætan í Vesturey er í ikvöld glöð og fegin. Þetta haust hefur verið lengi að líða. Aldrei hefur nokkur tími í ævi hennar liðið svo hægt. Dagarn- ir haifa sligazt áfram, eins og þeir væru jafnvel að hugsa um að snúa við, í stað þess eð efna fyrirheitið um framtíðina, nýj- an tíma, sem kæmi með fangið fullt af dásemdum lífsins. En jafnvel hinn lengsti dag- ur kemur að kvöldi. Og þessi dagur er engum öðrum líkur. Norska húsið er fullt af fögn- uði, fögnuði æskunnar, sem á framtíðina skuldlausa, fögnuði roskinna og ráðsettra, sem hafa tekið út forskot á sæluna, fögnuði vinnufólksins, sem á sinn jólamat óétinn. V J- fir þessu húsi gleðinnar grúfir koldimmur skammdegis- himinn eins og dökkur amar- vængur. Þegar móttökuhá- tíðinni lýkur og fólk gengur til hvílu þreytt og sælt, ríkir djúpur friður og kyrrð, sem aðeins er rofin af lágværu hvatli bámnnar utan af sund- unum við klettana sunnan bæj- arvíkurinnar. Þessi litla bára ann sér aldrei hvíldar. Jafnvel margra daga logn fær ekki svæft hana. Hún leikur sér eins og lífsglað- ur unglingur við fjöruborðið og hleinamar, — strýkur þæir ofurlaust og gerir við þær gæl- ur. Fjörusteinarnir eru vinir hennar. Þegar fólkið sefur og dreymir, vakir hún ein með þeim, kát og léttúðug. Jólin líða hratt við gleði og mannfagnað. Síðasta kvöldið sem sýslumaður dvelst í Vest- urey, heldur maddaman honum kveðjuhóf. Það er veizla að góðum íslenzkum sveitasið. Fyrst er borinn á borð hrís- grjónagrautur með rúsínum, síðan alikálfasteik og er rautt vín dmkkið með. Er það úr franskri duggu, sem Fjarða- menn eiga iðulega við hagstæð viðskiptL í ábæti er borðaður flauelsgrautur með kanel og danskiri saft. Loks er drukkið kaffi með sultuðum pönnukök- um. Að máltíð lokinni er borið fram heitt púns og með því smákökur heimabakaðar. E yjólfur sýslumaður þakk- ar maddömu Ragnheiði höfð- inglegan beina og glæsilegar móttökur. Hann og félagar hans hafa átt hér dýrð- lega daga, segir hann. Því mun um við aldrei gleyma. Næst þegar hann kemur hingað inn- an fárra mánaða, þegar dag er tekið að lengja mun hann sækja hingað brúði sína. Það er bjart og hlýtt í Bláu stofu þetta kvöld. María f Vesturey er sæl og ljómandi. Eyjólfur segir henni frá nýja sýslumannshúsinu, sem hann er að búa undir komu hennar. Strax og það er tilbúið mun hann sækja hana. Hvenær verður það, spyr hún? Ef til vill í byrjun einmánaðar, en í síðasta lagi rétt fyrir páska, Þá mun hann koma á sexær- ingi að sækja hana og muni hennar. Og brúðkaup þeirira á að standa hér í Vesturey. Þau hafa þegar að mestu ákveðið hverjum skuli boðið til þess. Þannig líður þetta síðasta kvöld við fögnuð og ráðagerð- ir um framtíðina. Hinn 29. desember ársins 1857 rennur upp. Eyjólfur sýslumaður og ferðafélagar hans rísa árla úr rekkju, og hyggjast taka daginn snemma til fararinnar. Þeir snæða ár- bít, húskarlar hrinda bát þeirra úr nausti og geyma hans í vör. Veður er enn gott og milt, suðaustankæla um morgun inn, en gengur síðan í suður og slettir sem næst í logn. Maddaman og María í Vest- urey fylgja gestum sínum til skips. Sýslumaður minnist við unnustu sína, lengi og innilega, og kveður maddömuna með milkium virktum. Síðan er ýtt úr vör og róinni snertispölur frá landi. Þá er undið upp segl og sigldur hægur byr út yfir sundin. Eftirminnilegri heim- sókn er lokið. Enn einu sinni eins og svo oft áður standa konur eftir á ströndu, Enn sem fyrr eir skip, sem fer tákn kvíða og óvissu, ekki sízt í huga þeirrar, sem er ung og ástfangin, og aðeins 17 ára. f þetta skipti er heimasætan í Vesturey þó ekki eins gneip og í sumar. Hugur hennar hef- Ur fundið frið og jafnvægi. Vissan um það sem framundan er á næsta leiti hefur róað hana. Sætleiki samvistanna við unnustann þessa fáu daga hef- ur veitt henni nýjan þroska og innri gleði, sem er dýpri en hún hefur áður þekkt. Konumar horfa á hvítt segl- ið fjarlægjast og bátskelina hvenfa inn í skugga fjallanna. Síðan ganga þær til bæja. ennan morgun fyrir 112 árum reru nokkur áraskip til fiskjar út á Fjarðaflóa. Voru tvö þeirra að koma frá lóðum og stefndu að lendingu í ver- stöð við utanveirðan flóann. Þriðja skipið var vöðubátur frá Sigluvík, sem einnig var á leið til lands. Af Eyjólfi sýslumanni er það að segja, að hann siglir eins og fyrr segir hægan byr frá vestri út yfir sund og firðL Situr sýslumaður undir stýri en annar ferðafélaga hans gæt- ir segla. Hafa þeir uppi sprit- segl og fokku, þar sem byrinn er í hægara lagi. Nálgast þeir nú nes það, er gengur fram í flóaim innan Fjarðakaupstaðar. „Hún gengur hægum skrefum vestur á klettinn Hreggnesa. Þaðan sér hún út yfir sund- in og á eftir áraskipinu, sem var að leggja frá landi með unnusta hennar. í huga hennar er skip, scm fer, tákn kvíða og óvissu. Kemur það nokkurn tíma aftur? 22. desember 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.