Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 18
í þennan mund eru menn á ferli að ýmsum störfum í kaup- staðnum og er tekið að nálgast hádegi. Var þá hvítalogn að sjá inn í fjarðarbotninn. En á augabragði var sem stormsveip slsegi niður af fjöllum, og rauk síðan í vestan háarok út eftir firðinum, yfir kaupstaðinn og allt norður fyrir nes. Var rok- gseran fjallhá að sjá norður um flóann. Þóttust menn eigi hafa séð sllíkt finna veður æs- ast upp á svo skömmum tima. Þegar skip sýslumanns og hinir þrír fiskibátar eiga eftir eina eða tvær lóðalengdir að landi, innan Sigluvíkurness hvolfist rok mökkurinn yfir þá sem hendi væri veifað. Er veð- urofsinn slíkur að eigi verður við neitt ráðið og slitna skip- in öll frá landi og rekur fyrir stormi og sjó út á fióann. Fá skipverjar eigi að gert en reyna að halda bátum sínum í horfi með árum og láta þann- ig berast undan vindi. Land- taka vestan flóans er óhugs- amdi. Eina láfsvonin er að ná landi á ströndinni norðan fló- ans. En þangað er löng leið, sjóar teknir að stærast og land taka óviss. En hinir vönu sjó- menn vita að þetta er þó eini kosturinn, sem þeir eiga völ á. Öllu máli skiptir nú að halda bátunum á réttum kili. En til þess verður að forðast að beita seglum. Af þeim stendur hinn mesti háski í slíkum ofsa. A xl ðeins öðru hverju stutta 6tund sjá hinir fjórir smábátar hver til annars. Rokgæran byrgir annars alla útsýn. Skips höán eine fiskibátsins sér báti Eyjólfs sýslumanns bregða fyr- ir sem andartak. En hann hef- ur enn uppi sprittsegl og fokku. Hann ber undan storm- inum með örskotshraða og hverfur í sortann. Það hafa menn síðast séð til hams og fé- laga hans. Nú víkur sögunni austur á land, þar sem heitir Hof í Djúpafirði. Þar búa foreldrar og gömul fóstra Eyjólfs sýslu- manns. Síðari hluta hins 29. desem- beir gengur prestur faðir hans um baðstofu og sér að hin aldr- aða fóstra rær ákaflega fram í gráðið á rúmi sínu. En svo gerði hún jafnan er henni var mikið niðri fyrir. Þótti hún ramm- skyggn og forvitri. Hvað ber fyrir þig í dag Þórdís mín, spyr prestur. „Guð hjálpi mér, ég sé þá tvo, og annar þeirra er hann Eyjólfur minn.“ Fellur svo nið- ur talið. Þremur mánuðum síðar berst sú harmafregn austur á firði, að Eyjólfur sýslumaður hafi far izt vestur á Fjairðaflóa þann dag, er hin gamla fóstra hans sá sýnina í baðstofunni á Hofi, og með honum frændi hans og einn maður vestfirzkuir. Nánar innt eftir fyrirburði sínum skýrir hin aldna fóstra frá því, að hún hafi séð þá at- burði er gerðust er sýslumaður ferst. Veggur baðstofunnar hjaðnar og framundan er brim- sollið, rjúkandi haf. Tveir ung- ir menn berjast fyrir lífi sínu og hverfa. „Eg sé þá tvo, og annar er hann Eyjólfur minn“, hafði hún sagt nákvæmlega á þeirri stundu, sem sjómennirnir vestra sáu skip sýslumannsins hverfa í sortann. S torminum á Fjarðaflóa slotar að áliðinni nóttu, skyndi lega eins og þegar hann skall yfir. Þá hafa tveir fiskibát- anna náð landi heilu og höldnu, annar á ströndinni, norðan fló- ans, hinn í Fugley innar og austar í flóanum. Skip sýslumanns finnst rek- ið nálægt miðri Strönd. í því er aðeins spanskreirstafur sýslumanns undir röng í skutn um og sviptikista með litlum fatnaði í. Er báturinn mjög brot inn, og þykjast menn vita með vissu að það sé bátur sýslu- manns og hann týndur. Eigi langt frá finnst einmig rekinn einn hinna þriggja fiskibáta með einum manni undir þóftu, ör- endum. Var talið að þeim bát hefði eigi hvolft, þar sem bæði fundust brýni og hnífar í kjal- soginu. Enn einu sinni hefur Fjarða- flói, þessi voti vegur kynslóð- anna krafizt þungra fórna af því fólki, sem byggir strendur hans. Átta menn hafa horfið með þessum tveimur áraskipum. Aðeins einn þeirira hefur borið að landi. Hinum er búin hin vota gröf, þar sem aldrei grær gras á leiði, en hafaldan ærsl- ast, eða lognið speglast í bláma norðursins. fíarmafregnin berst með sjó mönnunum, sem björguðust, til verstöðvanna vestan við flóann og í Fjarðakaupstað. Hún kemur sem reiðarslag yfir fólk ið, ekki sízt örlög hins unga sýslumanns, sem á skömmum tíma hefur uninið sér ástsældir héraðsbúa. En þótt fólkið harmi hið vin sæla yfirvald og þyki fráfall þess sín missa hvarflar þó hug- ur þess fyrst til hinnar ungu konu, sem Eyjólfur sýslumaður kvaddi síðast, áður en hann sigldi út yfir sundin, sina síð- ustu siglingu. María í Vesturey hefur glatað hamingju sinni áð ur en hún höndlaði hania. Einm- ig hún þetta eftirlætisbaim, sem all’t vair getfið og öllliu var lofa'ð verður nú að sjá það segl hverfa við hafsbrún, seim öll von henmar og þrá vair temigd við. Sexæringur er mannaður frá Fjarðakaupstað og haldið í Vesturey. Hinn dapurlegu tíð- indi verða jafnan að flytjast þeim fyrst, sem þau valda mest- um hairmi. Þann dag, sem María í Vesturey heyrir andlátsfrétt unnusta síns er æsku hennar lokið. Hyldjúp sorgin umlykur hana úr öllum áttum. Enginn fær veitt henni minnstu hugg- un. Engin ljósglæta kemst að í sál hennar. Hún hefur verið svipt öllu. Norslka húsið er í dag heimkynni botnlausrar ör- væntingar og hins beizkasta trega. Dag eftir dag, nótt eftir nótt situr þessi 17 ára mær við gluggann í Bláustofu og horf- ir út á Sundin í orðvana skelf- ingu. Mánuðum saman lifir hún þá stund upp aftur og aftur er henni voru sögð ógæfutíðind- in. Þau eiru alltaf jafn ný og standa eins og hnífur í brjósti hennar. En þótt sorgin sefist ekki segir lífsþrótturinn til sín. Þessi fagra kona hefur misst yndi sitt, gleði og hamingju. En hún lifir áfram. Æskuþróttur líkama hennar hefur ekki lam- azt, enda þótt hjarta hennax sé brostið. Að áliðnu sumri tekur hún sér ferð á hendur til kirkju sinnar. Hún hefur látið yrkja erfiljóð eftir unnusta sinn, sem jafnframt eru persónuleg kveðja hennair. Þessi Ijóð hefur hún látið ramma inn og nú skulu þau hengjast upp í kór hennar eig- in fæðingarkirkju. Þannig skal hún verða eilíflega heitbundin Eyjólfi sýslumanni, hvort sem líf hennar verður langt eða skammt, hvemig sem örlaga- þráður hennar rekst hér eftir. að er fjölmennt við kirkju þennan dag. Svartur rammi hefur bætzt við á kór- vegg hægra megin. Þar getur að líta kveðjuorð Maríu í Vest- urey til unnusta síns. Hér eru grafnir Harmastafir í míns Ástvinar Endunminning------ Hans við mín Samknýtt Heit-bönd ásta Sam og einhelguð Hjörtum beggja Liggja köld, leyst á Lagarbotni. Því er hjarta mitt Harms af funa Eldheitt og brostið af helkulda. Sár það dýpsta svíður Sárt til dauða. Æ, mér hans andlát Enginn bætir Nema minn Guð í mínu andláti. Því, ást vor. Alvalds mynd, Yndi vina Rennur þá saman Úr regindjúpi. Glík röðul geislum Guðs á himni Huggun sú mig hressi Uns hitti ég endur Unnusta minn, er ann ég heitast. F yrir nokkrum árum var ég staddur á prestssetri í nágrenni Reykjavíkur. Þegar ég var að fara þaðan var mér gefin göm- ul Ijósmynd, töluvert máð, en þó svo skýr að vel mátti greina andlitsdrætti fríðrar miðaldra konu, sem myndin var af. Þessi ljósmynd varð til þess að rifja upp þá sögu sem hér hefur verið sögð. Hún er í stórum dráttum byggð á sann- sögulegum atburðum, sem sum- part er greint frá í annálum og sumpart lifa í munnmælum vest ur á Fjörðum. Hér hefur af eðli legum ástæðum verið vikið við nöfnum á fólki og stöðum. Myndin var af Maríu í Vest- urey. Við hittum hana í Svörtu- klettum í upphafi þessarar frá sagnair, sem greinir brot úr ævi sögu hennar, og þar skiljum við einnig við hana. Enn beir bát inn yfir Sundin, enn leitar þessi fagra og ógæfusama kona sér óminnis í sorg sinni. Bát- urinn leggur frá landi. Konan, sem stendur eftir í Svörtuklett- um horfir döprum augum á eft- ir honum, fylgir áratökunum og sér hann hverfa austur fyrir ' klettana. S. Bj. Leiðréttlng TEXTI hefur fallið niSur úx grein uim ókáldslkap Sigfúsar DaJðasonar í Lesbók 23. nóv. Hliuti greinarinnair, er þvl premtaður aftur; það sem feit- letrað er, vairð viðskila við greinina: „Miðkatfli bókairinnar greinir frá reynslu, sean eflaust hefur dýpkað slkilning skálds- ins; ljóðin í honuim eru vitnis- burðuir glataðrar ástair, söngur um konu, sem var „eina vöm g»egn niðdimmri nótt“. Eink- unnarorðin eru komin frá Paul Eluard: „Je dhante la grandte joie de te chanter, / la grande de t’aivoir ou de ne pas t’avoir." 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.