Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 30
hafi verið um allt land, en sé nú að kalla dauð. Þó segir hcinn að dr. Maurer hafi verið sýndur álfakirkjugarður hjá Hofstöðum í Þorskafirði, og sagt að menn hafi orðið varir við að grafið var í honum. Þá segir hann og frá að álfar eigi þingstað hjá Húsavík í Stein- grimsfirði og þingi þar enn. ÁMar séu eins og memn að skapnaði og líkir þeim í hátt- semi allri. Þeir stunda land- búnað og útróðra hafa menn stundum séð fénað þeinra og heyrt bæði áraglam og manna- mælgi, en ekki orðaskil, einnig heyrt þegar álfar settu báta sína eða hrundu þeim á flot. Dr. Jón Þorkelsson segir í formála fyrir Þjóðsögum sín- um, sem komu út 1899, að úti- legumannatrú og tröllatrú sé útdauð sér á landi. „En drauga- trúin ætla ég sé enn mögnuð hér, og álfatrú og skrímsla við sæmilega heilsu.” Þeim nöfn- um ber því ekki alveg saman. En sá er gallinm á sögum beggja, að þser eru helzt til gamlar til þess að geta ver- ið mælikvarði á þjóðtrúna, eins og hún var á ofanverðri 19. öld. Þó úir og grúir þar af sögum, sem einu nafni eru nefndar dulrænar og allar byggjast á trú á að til sé líf með öðrum hætti en mannlífið, en huldu verum svipi þó mjög til mairuna og séu skyni gæddair eins og þeir. Og þegar um er að ræða svipi eftir látna menn, þá er það bein viðurkenninig á framhaldslífi. N 11 æst er svo að nefna hið mikla og merka þjóðsagnasafn Ólafs Davíðssonar, sem hann var að viða að sér frá unglings- árum til banadægurs 1903. Þetta eru 3 stór bindi og í 2. bindinu eru eingöngu dulræn- ar sögur. Á rúmum hundrað blaðsíðum (161—268) eru sam- tals 136 sögur, og þar af eru 70 sögur óvéfengjanlegar, eða rúmur helmingur. Þær eru um skyggni og sýnir, fjarsýnir, heyrnir, forspár, draumvitjanir og drauga. Sögur þessar gerð- ust flestar um aldamótin og eru komniar frá fyrsitu hendi og sýna nógsamlega að menn standa stöðugt í sambandi við lífið í alheimi. Þó var það enn svo á þeim éirum, að skyggnir menn voru ófúsir á að segja fhá reynslu sinni, vegna þess að þeir áttu á hættu að verða fyrir spotti og athlægi. Á því hefir orðið mikil brieyting á þessari öld, og mun það Sálarrannsóknafé- laginu að þakka. Á þessum tíma hafa komið fram margir miðlar og merkilegir og marg- ar bækur hafa verið ritaðar um hæfileika þeirra og þau fyrirbæri, sem gerzt hafa í ná- vist þeirra. Öll miða þessi fyr- irbæri á það að sanna að til sé annar lífheimur en jörðin, og að menn lifi þótt þeir deyi. (Wm. Stead segir frá því í „Bl'áu eyimni“, að þegar Titanic fórst hafi hinir fram- liðnu verið fluttir með miklum hraða út í geiminn, þar til þeir komu að landi sem hann kall- ar Bláu eyna. Þar höfðu þeir áraviðdvöl meðan þeir voru að losa sig við jarðlífsvenjur og „til þess að venjast andrúms- loftinu”, eins og hann segir, og mun ýmsum þykja undar- legt. Þanna kom faðir hans til móts við hann. Þarna sá hann menn af öllum þjóðflokkum. Þarna voru tré og blóm og alls konar jarðargróður, einnig ótal tegundir dýra. Þeir gengu iengi fram með sjávarströnd og þar voru stórhýsi skammt frá sjón- um, hressingarhæli og skólar, íþróttahús og sönghallir. „Þetta voru raunverulegar byggingar”, tekur hann fram. „Hversdagslíf einstaklingsins er afarlíkt lífinu á jörðinni. Og þén verðið að gera yður ljóst, að þér verðið ekki guðleg þeg- ar eftir dauðann. Leyndardóm- ar lífsins eru ekki opinberaðiir í kveðju skyni, þegar þér kom- ið hingað.” — Eftir nokkur ár fluttist Stead svo með fjölda anniaira í næsitu veröld, „og þar er dvalið lengur en á jörð- irmi”. Hann segir svo frá ferða iiagimu: „Osis virtist að vér værum að fljúga. Vér þutum með miklum hraða gegnum loft ið. Það var því líkast að ég ferðaðist meðal stjarn- anna, þangað til vér komum á aðra stjörnu, annað land. Þau eru mörg þessi önnur lönd. í- búar, sem verið hafa á jörð- inni, eiga þar heima. Þar er allt fullkomnara. En þarna eru eitt eða tvö önnur lönd, þar sem hamingja er minni eða jafn vel engin eftir því hvort lífið á jörðinni hefur verið heilbrigt eða óheilbrigt”). I slenzkur sálfræðingur, Gylfi Ásmundsson, hefir gert nýstárlega skoðanakönnun hjá fólki í Reykjavík og nágrenini. Birti hann árangurinn í Vísi 16. öktóber s.l. Til þessarar köiraniuinar haifði ihann valið 12 karla og 156 konur, og skipti þeim í aldunsflokka. Meðal annars áttu menn að svara því hvort þeir tryðu á framhalds- líf, og jákvæð svör voru: 16—19 ára 56% 20—29 ára 58% 39—39 ána 56% 40 ára og eldri 85% Þetta eru athyglisverðar töl- ur, enda þótt varla sé rétt að gera máð fyrir því, að allir hin- ir trúi því, að framhaldslíf sé ekki til. Margir hafa eflaust verið óákveðnir og ekki viljað samvizku sinnar vegna svara jákvætt, vegna þess að svarið Ki enwood uppþvotfavélin gerir yður Ijóst ( eitt skipti fyrir öll a3 uppþvottavél er ekki lúxus, heldur nauðsyn og mikil heimilishjálp, sem léttir húsmóðurinni leiðin- legasta og tímafrekasta eldhúsverkið. Kenwood uppþvottavélin tekur fullkominn borðbúnað fyrir 6. Kenwood upp- þvottavélina er hægt að staðsétja f hvaða eldhúsi sem er: Frístandandi, inn- byggða eða festa upp á vegg. Mfinwood er og verður óskadraumur allra húsmæðra. Verð kr. 24.780.— HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. hlaut að era óskotruð yfirlýs- inig vegnia orðailiagsinis í könn- unarskjalinu: „Ég trúi á fram- haldslíf.” Ekkert er getið um í greininni hver hafa verið svör þessara 15—44%, sem ekki vildu játa trú sína, en gizka mætti á að helmingur þeirra tryði alls ekki á annað líf, og er það nógu alvairlegt í kristnu þjóð- félagi. Nú hafa kennimenn áður haldið því fram, að þetta sé ekkeirt að marka, hver einasta sál hljóti að vera sér þess með- vitandi, að hún sé ódauðleg. Þessi afstaða er röng. Ef ein- hver heldur því fram að hann sé trúlaus og sannfærður um að lífinu sé lokið með dauðan- um, má ekki væna hann um ó- sansnsögli. Hann heldur því fram, sem er sannleikur fré hans sjónairmiði. Og þetta þýð- ir að hann hefir aldrei komizt í kynni við lífið í alheimi og heldur að það sé ekki til. i etta stafar líklega af því, að trúleysi hefir verið boðað af miklu kappi um heim allan á undanförnum árum, en blind efnishyggja sett í staðinn fyrir trú. Nú er það einkenmi efnis- hyggjumanna, að þeir fárast allra manna mest um ranglæti, kúgun og illvirki hér á jörð. En væri það nú rétt, sem þeir hald-a fram, að lífinu sé lokið með dauðanum og því algjör- lega tilgangslaust, þá væri hvorki til synd né siðgæði, eng ar hugsjónir, engin von, og engin ástæða til þess fyriir manninn að berjast fyr- ir lífimu. Lífið hefði engan til- gang, og framþróunin væri ó- skiljanleg. Skilningur á þessu mun ráða því hvað lífstrúarmönnum fjölg ar mikið hlutfallslega þegar komið er frcim yfir feirtugsald- ur. í könnunarskjalinu er einn liður orðaður þannig: „Prestur getur læknað sjúkdóma með bænum og handaálagningu” og þessu svara játandi 16% karla og 9% kvenna af öllum hópnum. Þetta eru athyglisverðar tölur, einkum vegna þess að í hópn- um voru aðeins fulltrúar fárra starfshópa, og að þar voiru engir úr hópi verkamanna, sjó- manna né bænda. Þessar lækningar, sem hér eru nefndar, kallast einu nafni huglækningar, því að hugur verður jafinan að fylgja, ef nokkurs árangurs er að vænta. Huguirinn og bænin eru lykill að sambandi við æðri verur og frá þeim kemur lækningakraft- urinn. Allir huglæknar eru samdóma um, að þeir lækni ekki sjállfir, helduir séu þeir milliliður og í gegn um sig beinist lækningakrafturinn frá æðri verum til sjúklinganna. Hér ber að minnast á boð- orðið, sem Jesús gaf lærisvein- um sínum: „Læknið sjúka, vek- ið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af höndum láta”. Hann hafði kenmt þeim að ná sambandi við lífið í alheimi, og hann hafði kennt þeim að lækna með bæn og handa- álagningu. Þeir áttu svo að kenna öðrum, og þannig átti smátt og smátt að aflétta þyngsta böli maminkynsins, sjflMðmunum. og a þennan hátt -átiti ,að oá þeim áirangri, að gera allar þjóðir að lærisvein- um. Lækningarnar o-g fagnað- aðboðskapurinn áttu alltaf að fara saman, því að lækn- ingarnar voru staðfesting á sannleika fagnaðarboðskapair- ins. Kirkjan hefir um aldir van- rækt boðorð Krists um hug- lækningar. Það er því gleðilegt að enn skuli vera til alláht- legur hópur manna og kvenna hér á landi sem trúir því að pirestar geti læknað á sama hátt og Kristur og lærisveinar hans. Á 1 seinni arum hefir lækna- vísindum fleygt svo mjög fram, að tekizt hefir að vinna sigur á drepsóttum og mörgum hættulegustu sjúkdómum, svo sem bólusótt, kóleru, holds- veiki, berklaveiki, taugaveiki, lungnabólgu, blóðeitrun, barna veiki, mislingum o.s.frv. Mætti því ætla að heilsufar væri nú stórum betira í menningarlönd- uim e,n áður. En hver etr rieynsih an? Menn hafa ekki undan að neisa sjúkrahús, stærri og stærri sjúkrahús og öll fyllast þau jafnharðan af sjúklingum. Erlendir læknar halda því fram, að 8 af hverjum 10 lík- amsmeinsemdum sé að rekja til sálarinnar, að á þessum tíma hraða, æðis, hávaða, gaura- gangs, ofstopa og ærsla, hafi rofnað samvinna sálar og lík- ama hjá þorra manna. Afleið- ing þeinra samvinnuslita er sú, að óregla kemst á starf tauga- kerfis og kirtlanna, og þá er voðinn vís. Sjúkdómar manna á þessari öld stafa af því að menn brjóta í bág við lögmál lífsins. Nú eru tvenn lögmál ríkj- andi hér á jörð: lögmál efnis og lögmál anda. Vísindin bafa verið að rannsaka lögmál efn- isins og eiru nú komin að þeinri niðurstöðu, að efinið sé ekki annað en bundin orka. Þegar svo langt er komið, verða vís- indin að s-núa sér aið rannsókin á lögmáium 'anidanis. „Þá sameim- ast trú og visindi. Mikill fjöldi mestu vísindamanna nútím- ans eru trúmenn, og sú þekk- ing, sem menn hafa aflað sér á þessari öld, hefir gert sjón- armið efnishyggjunnar vísinda lega óverjandi í stað þess að styrkja það” (du Noiiy). Þegair trú og vísindi samein- ast verður ekkert lengur dul- arfullt við huglækningar, og þegar er svo komið, að fyrir trúaða menm er ekfcert duliair- fullt við þær. En hin mikla breyting, sem vetrður, er sú að menn skilja, að fram að þessu hefir læknislistin fylgt lögmál- um efnisins, en huglækningar fylgja lögmálum andans. Þá getur hafizt sú samvinna, sem læknar samstarfsslit lik- ama og sálar hjá meginþonra þess fjölda, sem nú fyllir öll sjúkrahús. Þá er að iokum hatf'iin ,ailvar- leg viðleitni að íylgja kenn- ingum Krists, og þá má klerka- stéttin ekki láta sitt eftir liggja. Almemmingur hlýtur að vænta þess, að framar öllum öðrum eigi hún að fylgja boð- um Krists enda ætti henni að vena bezt trúandi til þess að geta haft samband við lífið í alheimi. 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. diesemibeo- 11969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.