Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 19
Sr. Gísli Brynjólfsson Bréf til biskups frá Hunku- Hunkubakkar á Síffu bökkum Skaftá hjá Huiikubökkum N 11 æsti bsar á Síðunni utan (vestan) Kirkjubæjarklausturs ©r Humlkiubakkar. ÁSur fyrir vair að minnsta kosti öðru hvoru, eitt býli á þessari bæjarleið. Það var Laxáirnes, hjáleiga frá Klaustrinu. Ekki var þar byggð í Skaftáreldum. Þegar eldflóðið úr Laka geystist austur eftir farvegi Skaftár og lagði undir sig allt láglendið, flýðu bændumir á Út-Síðu með byggð sína upp yfir heiðarbrúnina og endur- reistu bæina þar. Má með sanni segja, að margur hefur látið undan síga fyrir minni háttar andstæðingi. Hunkubakkabærinn stóð alveg við brtekkufótinn ofan við Skaftá. Sér enn til tóftanna en þær eru nú óðum að hverfa í ána. Hraunflóðið tók af allt túnið og engjarnar og þegar áin þrengdi sér upp að hlíðinni gekk hún svo nærri bænum að flytja varð hann á „óhultara pláss.“ Þannig léku eldurinn og áin þessa firiðu jörð. Eldstraum urinn eirði engu, sem á vegi hans varð unz sr. Jón Stein- grímsson stöðvaði hann í Eld- messutanga, svo sem frægt er „þar í afhallandi farveg, hér um 70 faðmar á breidd en 20 faðmar á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda, ef þar verður ei á önnur umbreyting." Hunkubakkar er eitt af okkar óskiljanlegu bæjanöfn- um. Á því hefur engin skýr- ing fengizt þótt margir hafi velt því fyrir sér. Sumir vilja kenna það við persónur „Hún- igerði (stytt í Hunka) eða Hungað (sbr. Dungaður). Stundum er nafnið skrifað Hunkurbakkar og er þá stutt í Hungurbakkar, enda þýðir hunka: aumingi, vesalingur. (Orðabók Menningarsjóðs). En þetta stangast á við stað- reyndirnair og þeim skyldi eng- inn neita að gamni sínu. Á Hunkubökkum hefur jafnan verið vel búið, því að þótt jörð- in sé ekki stór, er hún sérstak- lega notasæl, einkum með til- liti til eldri búskaparhátta áð- ur en útheysskapur og vetrar- beit viku fyrir ræktun og fóðr- un á innistöðu. Allt land jarð- arinnar er grasi vafið neðan frá Skaftá og inn af allri heiði. Skiptast þar á valllend- isholt og mýradrög. Þar eru að vísu hvergi samfelld loðin engi, en víða er þar góð og greiðfær slægja, sérstaklega þar sem saman kemur mýri og valllendi (samryskja). Jörðin gaf að vísu ekki aðstöðu til mikillar heyöflunar. En á heiðskírum, hitaþungum þurirkdögum engja- sláttarins var gaman að heyja í heiðinni. Og þegar á daginn leið, gaf að líta græna hey- bagga, sem stóðu 2 og 2 saman eins og ráðsett hjón á strjál- ingi meðfram holtunum. Þeir eru snyrtir og snurfusaðir og bíða þess í sínum fallegu hross- hárs- eða ullarreipum að vera hafnir til klakks og fluttir heim í garð. Mikið hefði það átt vel við að hafa eins og einn svona heykapal á Landbúnaðarsýn- ingunni. Hann hefði þar minnt á hinn gamla heyskaparmáta, sem er á allan hátt svo lítt sam- bærilegur við heymokstur og heyblástur og annan hamagang ræktunarbúskaparins. En, hvernig sem með hey- skapinn tókst, þá brást ekki beitin á Hunkubökkum. Fram- an í hinum bröttu, grasgefnu brekkum náði fénaður alltaf í einhverja jörð þótt snorka og klepra tækju fyrir allan haga á sléttlendi. A þessum bæ, eins og raunar Út-Síðubæjunum öll- um, var gott undir gagnsamt bú og í rauninni ekkert fjær lagi en að kenna þá við hung- ur eða sult. Tilgátuna Hungur- bakkar, setjum við því í bréfa- körfunia. En orðið Hunkurbakkar minnir líka á að það hafi get- að orðið til úr Hunkárbakkar. Ekki er óeðlilegt að bær, sem stendur á bökkum ár og ber heiti þeirra (bakkanna) sé einnig kenndur við ána sjálfa, svo mikill þáttur sem hún er í öllu daglegu lífi. Það liggur við að hún verði einn meðlimur fjölskyldunnar. Eitt sinn kom maður á bæ í Landbroti nálægt Skaftá. Hann var á leið upp á Síðu og ætlaði yfir ána hjá Heiði. Feirðamaður spurði bónda hvernig áin mundi vera. Og bóndi svaraði að bragði: „Þakka þér fyrir, Ég held hún sé bara góð.“ Svarið var eins og spurt hefði verið um líðan lasinnar húsmóður.------ En þó að við veljum nafnið Hunkárbakkar getum við tekið undir með Finni Jónssyni, sem segijr í ritgerð sinni um bæja- nöfn á íslandi: „Hvað hunk er, veit ég reyndar ekki,“ og erum við þá nokkru nær? Hinu get- um við slegið föstu: Það er jafn gott að búa á Hunkubökk- um hver sem merking bæjar- nafnsins er. M. Skaftáreldum bjuggu á Hunkubökkum hjónin Páll Ól- afsson og Margrét Ingimundar- dóttir. Þau fluttu bæinn all- langt upp fyrir heiðarbrúnina — í „óhultara pláss“ eins og fyrr segir. Völdu þau honum stað sunnan í breiðri valllend- isbreikku. Þair hedtir á mjör- torfu. Þau hjónin Margrét og Páll áttu fimm dætur, allar inn an við tvítugt, sú elzta 19 ára. Hjá þeim var ein vinnukona en ekki annað hjúa. Allt þetta fólk lifði af eldsógnirnar nema yngsta dóttirin Ingibjörg. Sýnir það að viðnámsþróttur Hunkubakkaheimilisins var meiri heldur en á mörgum öðr- um bæjum á eldsvæðinu . Til samanburðar má t.d. geta þess, að í næsta nágrenni, Klaustur- seli, voru níu manns og létust þeir allir nema ein kona. Á Heiði voru 12 manns. Af þeim dóu fjórir. En enda þótt Imgibjörg litla yrði eina fórnin í Móðuharðind unum á heimilinu á Hunku- bökkum, var fast að öllu fólk- iniu siomfið þair einis og aniniairs staðar. Lif sitt töldu þau sig >» eiga sr. Jóni Steingrímssyni a8 þakka eins og fleiri. Þegar Pádl fór vestur í sveitir að leita séc bjargar vorið 1784, fékk sr. Jón honum í nesti bæði fisk og feitmeti. Og meðan hann var I burtu sendi prestur Margréti og börnunum mat hvað eftir annað „að ei skyldu út af sofna, sem annars lá við borð.“ Sama endurtók sig næsta vor. Þá hjálpaði sr. Jón upp á heimilið með „fjörureka (fiski), sem þá var fyrir hendi, að ei skyldum út af deyja né upp flosna." Og á opin og fúin fótasár Páls og einnar dótturinnar bar sr. Jón hressanidi og græðandi meðul „svo að mestu erum nú heil- brigð orðin.“ l annig slapp Hunkubakka- fólkið gegnum raunir Skaftár- elda og hélt áfram lífsbarátt- unni. Ásauðurinn fór aftur að gera gagn í Smjörtorfu, — og ástin kviknaði í ungum hjört- um. — Biðlarnir komu að aust- an og sunnan. Dætumar urðu allar bændakonur á æskuslóð- um og áttu börn. Sú elzta, Hall dóra, giftist Ásgrími Pálssyni Snjólfssonar frá Mörtungu, hreppstjóra í Heiðarseli og síð- ar á Geirlandi. Halldóra dó 14. júní 1840, 75 ára gömul. Næst í röðinni var Sigríður. Hennar maður var Ólafur Þór- arinsson frá Rofabæ í Meðal- landi. Þau bjuggu á Hnausum og síðar í Hólmi í Landbroti, síðast í Seglbúðum þar sem Sig- ríður dó á gamiláirsdag 1856, ní- ræð að aldiri. Yngst af systrunum, er lifðu var Katrín. Hún giftist Þor- steini Salómonssyni frá Arnar- drangi, bróðursyni Gísla Þor- steinssonar á Geirlandi. Þau bjuggu á Hunkubökkum. Börn þeirira voru að minnsta kosti 9. Frá þeim, sem upp komust er mikil ætt um Skaftárþing og víðar. Katrín Pálsdóttir andað- ist á Hunkubökkum 4. október 1833, 61 árs að aldri. Allar eru þær systur taldar efnilegar og vel að sér. Þá er aðeins ógetið einnar dóttur þeirra Hunkubakka- hjóna — Ólafar — Það er ekki sízt hún, og hennar gjaforð, sem er tilefni þessa greinar- korns. Bezt er að byrja nógu aftar lega: Árið 1703 bjó á Breiða- bólstað á Síðu ekkjumaður Sig urður Arnbjörnsson ásamt þrem börnum sínum. Meðal þeinna var Arnbjörn síðar bóndi á Fossi á Síðu, hans sonur var Páll fæddur um 1720, sem bjó í Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Hann átti mörg börn. Meðal þeirira var Jón „ríki“ í Holti á Síðu. Annar sonur Páls var Einar fæddur 1770. Þegar hann var kominn yfir tvítugt, gerðist hann vinnumaður hjá Mairgréti á Hunkubökkum, sem þá var fyrir nokkru orðin ekkja og Ásgrímur tengdason- ur hennar, sem verið háfði hjá henni fyrirfairandi ár, byrjaður búskap á Breiðabólstað. Ekki hafði Einar frá Kálfafellskoti lengi verið í vistinni á Hunku- bökkum áður en hann og Ólöf felldu hugi saman. En braut þessara ungu elskenda á Út- Síðunni virtist ekki ætla að Fnarnjh. á blis. 28 22. dieseimber 1999 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.