Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 20
Hann var sjálfur misheppnaður listamaður, en geysilega hagur og gat stælt hvað sem var, Þegar hann gat ekki lifað á sölu eigin verka, byrjaði hann að falsa einn og einn Picasso og og þá var salan tryggð Elmyr de Hory ELMYR einn mesti listaverkafalsari allra tíma Eftir Clifford Irving S umarið 1961 kom til spænsku eyjarinnar Ibiza í Mið jarðarhafi, snagganalegur mið- aldra maður, sem nefndi sig Elmyr Dory-Boutin, og tók hann þar á leigu þægilegt ein- býlishús. Hann bar einglyrni í gullkeðju og allar peysur hans voru úr kasmír-ull. Hann talaði fimm tungumál — öll reiprenn andi, ekkert lýtalaust. Um út- lendinganýlenduna á Ibiza barst sá kvittur að þetta væri svart- ur sauður úr ungversku kon- ungsfjölskyldunni í útlegð. Elmyr gerði hvorki að viður- kenna eða andmæla. Hann var værukær hóglífsmaður, sem virt ist eftir öllum sólarmerkjum að dæma, ekki gera handarvik. Að eigin sögn var hann „listaverka safnari". >ví heyrðist einnig fleygt að hann ætti í fórum sín- um verðmætt fjölskyldusafn af málverkum eftir Dufy, Vlam- inck, Renoir og aðra franska meistara. f þrjú ár lifði hann rólegu lífi í leiguhúsinu, en byggði sér svo nýtízkuhús, sem hann kallaði „La Falaise, með öllu tilheyrandi, sundlaug, sól- flötum, blómagarði og forkunn- arfögru útsýni yfir dimmblátt hafið nærri hundrað metrum fyrir neðan. Þeir, sem féll vel við Elmyr, sögðu að hann væri „greiðvikinn, tilfinninganæmur og elskulegur maður“, og „prúð menni af gamla skólanum". Þeir sem geðjaðist illa að honum (eða var ekki boðið í samkvæmi hans) kölluðu hann höfðingja- sleikju og sníkjudýr og töluðu um hann sem „þennan þreyt- andi litla karl, sem talar ekki um neitt n,ema kóngafólk í Mið- Evrópu, sem maður hefur aldrei heyrt nefnt og efast hvort sem er um að hann hafi þekkt sjálf- ur. T M. veir listaverkasalar fra París, Fernand Legros og Réal Lessard komu stundum til hans í stuttar heimsóknir. Legros var taugaóstyrkur, málliðugur, ísmeygilegur, snareygður og dálítið kvenlegur Ameríkumað- ur af egypzkum ættum, liðlega þrítugur.Lessard var átta árum yngri, mjög laglegur og við- mótsþýður franskur Kanada- maður. Fyrstu mánuði ársins 1967 tóku fyrstu merkin um hneyksli í sambandi við þá Fernand Legros og Réal Lessard að gera vart við sig í blöðunum eins og bollaglamur á undan jarð- skjálfta. Sagan var mjög óljós og ruglingsleg en virtist fjalla um falsanir nokkurra mjög verð mætra listaverka og sölu á þeim. Hið saklausa fórnarlamb var milljónamæringur frá Tex- as, Algur Hurtle Meadows að miafnii, og átt.u Feimanid og Réail að hafa selt honum fjörutíu fölsuð málverk eftir franska meistara, þar á meðal Dufy og Vlaminck. Verð þessara verka, ef þau hefðu verið ósvikin, var metið á eina og hálfa til tvær milljónir dala, þótt sagt væri að Meadows hefði greitt all- miklu minna fyrir þau. Er Elmyr var spurður tíð- inda af þessu, reyndi hann að hlæja. En hlátur hans var hálf hjáróma og sumt fólk á Ibiza var sannfært um að hann væiri á einhvem hátt flæktur í málið. Spurningin var, hvemig? Hafði hann veitt þeim Fernand og Réal fjárhagslega aðstoð við myrkraverk þeirra? Var hann £ höndum fjárkúgara? Hafði hann í fávizku skrifað undir einhver skjöl, sem bendluðu hann við svikárana? Voru einhver mál- verkanna, sem talin voru föls- uð, úr einkasafni hans? Átti hann nokkurt safn? -I byrjun apríl flaug hann, að því er virtist hinn rólegasti, til Madrid. Ekki var hann fyrr farinn, en frönsku blöðin útbás únuðu nýtt hneyksli. f borginni Pontoise nálægt París var fjöldi málverka — eftir Dufy, Vlaminck, Derain — sem selja átti á uppboði, dæmd fölsuð og Femand Legros talinn eigandi þeirra. Nokkrum vikum síðar kom japanska löggjafarráðið saman til að ræða vafasaman uppruna málverka sem keypt höfðu ver- ið fyrir rúma sjötíu þúsund dali af Femand Legros og Réal Less ard handa japanska listasafn- inu. En þann 9. apríl 1967 kom Legros í fylgd tveggja ungra lífvarða til Ibiza frá Barceiona. Hann ók til La Falaise í fjar- veru Elmyrs, brauzt inn, lét skipta um allar skrár og lýsti yfir í heyranda hljóði: „Ég á þetta hús en ekki Elmyr. Hann á engan rétt til þess og ég ætla mér að búa í því“. Þótt undar- legt megi virðast gerði lögregl- an enga tilnaun til að fjarlægja hanin. Frá Madrid kemur ElmyT á vettvang — náfölur, bálreiður og bölvandi með einglymið rammskakkt. Enn gerir lögregl an sig ekki líklega til að refsa Fernand. Elmyr æddi um borg- ina, heitandi á vini sína til lið- veizlu, réði lögfræðinga og sagði þeim upp á víxl. Að nokkr um dögum liðnum kom málið fyrir rétt, dómarinn athugaði viðkomandi skjöl og kvað upp úrskurð sinn: húsið hafði greini lega alltaf verið eign Fernands, þótt Elmyr hefði með einkasam komulagi öðlazt réttindi til að búa í því ævilangt. Þessir heið ursmenn yrðu því að skipta hús inu á milli sín. „Fráleitt", sagði Elmyr. Mað- urinn er óður! Hann er eftir- lýstur af frönsku lögreglunni og hefur sezt að í húsniu mínu með tvo pilta sem ganga með hnífkuta á sér! Hvernig getið þér ætlazt til að ég hýsi glæpa- menn?“ Dómarinn var fullur samúðar en benti Elmyr á að hans væri ekki valdið til að hýsa einn eða neinn. f þrjár vik ur bjuggu Elmyr og Fennand saman í La Falaise við stopulan frið. A meðan fékk ný furðu- saga byr undir báða vængi í kaffihúsunum á Ibiza. Einhver var svo frakkur að geta þess til að Elmyr hefði falsað sumar — eða allar — myndirnar sem seldair voiru í Dallas, Pontoise og Tokíó. Sá sem kom sögunni á fram- færi við Elmyr, var Erwin Broner, hinn þýzk-ameriski arkitekt, sem teiknað hafði og byggt La Falaise. Hann hafði oftsinnis heimsótt Elmyr og öðru hverju staðið hann að því að mála, olíu- og vatnslitamynd ir. „Heyrðu mig, Elmyr“, sagði Broner morgun einn. Það er sagt að þú sért höfundur fals- málveirkanna, sem Legros seldi í Texas. Þú hefir aldrei getað málað þau. Til þess hefurðu ekki nóga hæfileika. Við höf- um séð þín málverk". Hann klappaði Elmyr hlýlega á öxl- ina. „Og það fyndnasta af öllu er, að um daginn sagði mór ein- hver, að undir La Falaise væri leynileg vinnustofa, þar sem þú skapaðir „meistarastykkin" þín. Ég hló bara að þessum fáráðlingum og sagði. „Ég skal segja ykkur að ég byggði húsið og undir því eru ekkert nema klettar. Og alla morgna fram yfir hádegi situr hann á Alham bra og sötrar Cinzano; síðdegis hvílir hann sig og á kvöldin fer hann út — hvenær hefði hann svo sem átt að mála þessar 40 myndir?“ E n þótt Broner vildi vel, hafði hann á iröngu að standa. ElmyT hafði málað öll falsmál- verkin, sem Meadows voru seld, öll málverkin á uppboðinu í Pontoise og öll málverkin, sem Tokíó safnið hafði keypt. í rauninni hafði Elmyr frá árinu 1946 teiknað og málað um eitt þúsund listavark, sem eignuð voru frönskum meisturum, seld frá meiriháttar listavedkasýn- ingum og hengd upp á söfnum og einkaheimilum um heim allan frá New York til Tokíó, Stokk hólmi til Höfðaborgar. Og þessi afkastamesti og snjallasti lista- verkafalsari allra tíma hafði gengið óáreittur um tveggia ára tuga skeið. Arið 1966 vair vegur hans hjá Bandaríkjastjóm ekki minni en það, að hann hefði get að orðið gestgjafi forsetadóttur innar, hefði hann viljað. Þegar Lynda Bird Johnson hafði orð á því að sig gæti kannski lang- að til að heimsækja Ibiza, sím- aði ameríska sendiráðið í Mad- rid til eyjarinnar til að grennsl ast fyrir um möguleika til gist- ingar á einkaheimili. Embættis- menn staðarins bentu á La Fala ise. Sendiráðið hringdi til Elm- yrs, en heimsóknin fór út um þúfur þegar hann varð þess vís ari að leyniþjónustumenn yrðu með í förinni. Ef ekki hefði verið fyrir fár- ánlega snurðu í einkalífi hinna tveggja víðtæku sölumanna hans, eir eins líklegt að aldrei hefði komizt upp um afrek Elm yrs. Fyrstu fimmtán ár „lista“- ferils sína var hann einn á báti og seldi umdir svo mörgum dul nefnum, að þeir fáu listaverka- salar sem urðu varir við eina og eina fölsun, fundu ekkert samband á milli Elmyrs de Hory, sem seldi New York lista safni árið 1949, Herzogs baróns, sem seldi safni í Miðríkjumum árið 1952, E. Raynal, sem seldi Fogg safninu í Boston árið 1955 og Josephs Boutin, sem seldi listasafni í Lundúnum árið 1961, og svo listamannsins, sem gert hafði málvarkin 44, er hér.gu á veggjum Meadows fjölskyld- unnar í Dallas, þar til í marz árið 1967. „Jú, ég hitti de Hory“, segir Klaus Perls, fynrum forseti Sambands amerískira listaverka sala. „Hann var orðinn þekkt- ur þegar á fimmta tugsárunum. Síðar, eða kringum 1950 frétti ég af honum í fangelsi í New Orleans, fárveikum. Eftir það missti ég sjónar á honum“. „Raynal? Hann Var frábær falsari, hreiinn snillingur", seg- ir eigandi Stephen Hahn lista- safnsins í New York. „Ég frétti að hiaran hedtód látizt í Fbaikk- landi kringum 1960“. „Það er engum efa bundið,“ segir F.R. Fehse, svissneskur listasafnseigandi, „að hann var —• eðia eir — einhvers konar snillinguir. En hvers konair veit ég ekki. Ég veit það eitt að 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. dlasiemtbeir 1909

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.