Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 28
Bréf til biskups Framh. af bls. 19 bandi yðar og niefndrar Ólaf- ar. Þeir mér tilsendu vitnis- burðir fylgja hér innlagðir til baka. veirða greið. Hvetmig sem á því stóð, vildi Margrét, móðir Ólaf- ar, ekki með nokkru móti gefa þessum Fljótshverfingi dóttur sína. Sjálfsagt hefur hún hugs- að henni annað gjaforð, að hennar dómi álitlegra. En hvort sem Margréti líkaði þessi ráða- hagur betur eða verr, fór unga fólkið sínu fram. Einar fór á fund prestsins, séra Bergs á Pnestsbakka, og bað hann lýsa með þeim Ólöfu. En svo mikið mátti sín andstaða Margrétar gegn giftingunni, að prestur neitaði þeim um lýsingar nema samþykki hennar fengist. Þetta var vorið 1795. Svo líður af sumarið með önnum heyskapar og öðru hversdagslegu striti. Sjálfsagt hefur þeim stundum verið þungt í huga, elskendun- um á Bökkunum þegar þau leiddust heim af engjunum í kvöldhúmi síðsumarsins. — Þau eru í miklum vanda stödd. Ávöxtur ástarinnar lætur ekki á sér standa. Ólöf á von á bami en vanþóknun móðurinn- ar hvílir yfir þráðu hjónabandi hennar og unnustans. Og sókn- arpresturinn er á hennar bandi, eða treystir sér að minnsta kosti ekki th að gera neitt gegn vilja hennar. En þegar haustið gengur í garð, færist Einar í aukana og leitar nýrra úrræða. Hann sezt niður og skrifar sjálfum biskupnum bréf um hjúskapanmál sín svohljóðandi: Háæiruverðuigi, hálærði hr. biskup. Hágunstugi, náðugi herra. 0 rsökin hvar fyrir ég mæði yðar háæruverðugheit með línum þessum er sú, að svo sem þar er minn hugur til hjónabands millum mín og æruprýddrar yngisstúlku Ó1 afar Pálsdóttur á Hunku- bökkum hvar upp á ég hefi leitað aðgjörða sóknarprests míns sr. Bergs Jónssonar, sem sig telur undan því vegna þess að móðir nefndrar stúlku Margrét Ingimundar- dóttir lætur merkja óvilja sinn til þess ráðahags án þess þó að færa mér nokkuð til saka; so innflý ég hér með í djúpustu auðmýkt til yðar háæmverðugheita náðugra úrræða og úrlausnar að hjónabands samfarir mættu í Drottins nafni fá framgang millum mín og fyrrgreindrar stúlku so framarlega sem yð- ar háæruverðugheit finna það ei mótstríða Guðs eða manna lögum. Eg forblív í djúpustu und- irgefni yðar háæruverðugheita auðmjúkasti þénari Einar Pálsson Hunkubökkum d. 4ða okto- ber 1795 Hannes biskup lætur Einar á Hunkubökkum ekki vera lengi í óvissu um hver staða þeirra ólafar og réttur er í þessu máli. Svar hans er glöggt og skýrt: Til Einars Pálssonar á Hunkubökkum d. 27. oktober 1795. Til ansvars upp á bréf yð- ar af 4. þ.m. þénar, að við- komandi prófastur og sýslu- maður eiga úr því að skera hvort Margrét Ingimundar- dóttir, móðir Ólafar Pálsdótt ur, hafi lögmætar orsakir eða ekki til að standa á móti hjóna Á þessum tíma voru andleg og veraldleg yfirvöld í Vestur- Skaftafellssýslu þeir sr. Jón Jónsson prófastur á Mýrum í Álftaveri og Lýður Guðmunds- son sýslumaður í Vík. Ekki eru nú heimildir fyrir því, hvernig Einar brást við þessu biskups- bréfi, hvort hann hefur nokkru sinni leitað álits þeirra yfir- valda, sem úr þessu áttu að skera. Ef til vill hefur honum nægt, að sýna Margréti gömlu svar biskupsins og hóta henni að láta málið ganga lengra, ef hún gæfi ekki fúslega sam- þykki sitt. — Um miðja jólaföstu, þ. 10 des- ember fæddi Ólöf son, sem skírðuir var samdægurs og hlaut nafnið Einar. Vorið eftir fluttu þau frá Hunkubökkum að Holti, þar sem Einar fékk afnot af parti jarðarinnar hjá Jóni bróður sínum. Og hvort sem Martgrét hefur breytt skoðun sinni á Ein ard eða eidki, þá var niú höfn hjónabandsins ekki langt und- an. Sr. Bergur gaf þau saman í Klausturkiríkjunni þ. 24. júlí eftir þrjár lýsingar af prédik- unarstóli eins og lög gerðu ráð fyrir. Svaramaður Einars var Jón „ríki“ bróðir hans í Holti, en svaramaður Ólafar var Ás- grímur mágur hennar á Breiða- bólstað. Ekki voru þau Einar og Ólöf nema fá ár í Holti. Það- an fóru þau að Vík í Land- broti, síðan að Hólmi í sömu sveit — en 1805 eru þau komin að Skál, þar sem þau bjuggu í rúman áratug. Báðar þessar jarðir, Hólmur og Skál, fóru í eyði í eldinum. í Hólmi voru „húsin öll umflotin af vatni en .iLEEBÐIW CC/f / :M[MIIIEEILL5IHmt| lutausKMiA hagar og nokkuð af engjum uppbremnjt“, en Skól „upp- bneinnd með kirkjuhúsum, tún- um og engjum undir fjallinu.“ En fuirðu fljótt réttu jarðirnar við. Lífið og grasið sigraðist á dauðanum og öskunni. Fólkið og landið tók aftur gleði sína og von: Jörðin ber beztan blóma blómsturin aftur koma til allt er í einum ljóma allmörgum gengur flest í vil kvað sr. Jón Steingrímsson. Og þótt barátta frumbýlinganna væri hörð og efnin lítil, þá var ánægjan með það sem Skapar- inn gaf, sjálfsagt ekki síðri heldur en við njótum í alls- nægtum kröfugerðarinnar. . . . M. Skál höfðu þau Ólöf og Einar oftast um 10 manns í heimili. Þar fæddust þeim tvö böm og auk fjölskyldunnar voru þar oftast ein vinnuhjú og sveitarómagi. Má af þessu ráða að bú þeinra hafi verið all- sæmilegt eða í meðallagi, enda þótt lítil væri nú Skálarjörðin samanborið fyrir eld, þegar hún var metin á 90 hundruð og talin geta framfleytt 900 (stór um) fjár. Vorið 1816 fluttust þau Einar og Ólöf að Hörgsdal í tvíbýli við þann „frómlynda og for- standuga“ ekkjumann Jón Ei- ríksson, sem bjó þar með börn- um sínum. En á þessu góðbýli og stórbýli áttu þau skamma dvöl, hvað sem valdið hefur. E.t.v. það, að ekkillinn Jón kvæntist nú aftur ungri konu, Steinunni Oddsdóttur, 28 ára, (hann sjálfur 52), e.t.v. það, að um þetta leyti losnaði Heið- arselið þegar monsjör Ásgrim- ur hreppstjóri, svili Einars, fluttist að Geirlandi Nokkuð er það, að eftir tveggja ára veru í Hörgsdal flytjast þau aftur út á heiðar og nú að Heiðarseli, sem þá er ýmist niefnd Efri Heiði eða Nyrðri Heiði (Norð- ur-Heiði) í manntalsbókum. Það var vorið 1819. Bjuggu þau þar það sem Einar átti ólifað. Hann dó „af brjóstþyngslum“ 4. októ- ber 1825. Skal nú getið barna þeirna Einars og Ólafar. 1. Einar fæddur á Hunkubökk um 10. des. 1795 d. 18. ágúst 1865. 2. Páll fæddur í Holti 20 marz 1797. d. 30. apríl 1804 3. Margrét fædd í Holti 20. maí 1798 d. 14 júní s.á 4. Ingibjörg f. í Vík 7. ágúst 1799 d. 25. s. mán. 5 Ásgrímur f. í Hólmi 11. marz 1801 d. 29. júlí 1834 6. Margrét f. í Hólmi 8. okt. 1802 d. 26. s. mán. 7 Ólafuir f. í Skál 21. marz 1808 d. 9. ágúst 1821 8. Ólöf fædd í Skál í júlí 1810 d. 14. ágúst 1821. Eins og sjá má af þessari dapuirlegu upptalningu, komust aðeins tveir synir af þessum 8 baima hópi til fullorðins ára. Þau tvö, sem ekki urðu ung- barnadauðanum að bráð, lagði barnaveikin í gröfina 11 og 13 ára með 5 daga millibili sum- arið 1821. Er tekið fram, að bnaamein þeinra hafi verið „andariteppa“. Það hafa verið sorglegir sumardagar fyrirfjöl skylduna í Heiðarseli. — Eftir lát Einars föður síns tók Ásgrímur við jörðinni. Hann var þá kvæntur Ragn- hildi Jónsdóttur fré HeiðL Voru þau fyrst í húsmennsku í Heiðarseli. Hjá þeim var Ólöf með sonardóttur sína, Ólöfu Einarsdóttur 6 ára gamla. Með þeim Ásgrími og Ragnhildi flutt ist Ólöf síðan að Efri-Mörk (Blesahrauni) vorið 1829, þar sem Ásgrímur andaðist („úr landfarsótt og gulu“) sumarið 1834 frá konu og 7 bömum, þau elztu, tvíburar átta ára. Það áttunda, Ásgrímur yngri, fæddist rúmum fjórum mánuð- um eftir dauða föður síns. N 1" æstu 3 árin héldu þær tengdamæðgurnar saman þessu forstöðulausa, barnmarga heim- ili, en tvö síðustu æviár sín var Ólöf hjá Einari syni sínum og konu hans Halldóru Jónsdótt- ur frá Hátúnum. Þau bjuggu þá á Fossi. Þar andaðist ólöf úr ellilasleika 17. maí 1839, sjötug að aldri. Um afkomendur Ólafar, auk þess sem fyrr er sagt, skal þessa getið: Einar sonur hennar og Hall- dóra bjuggu á ýmsum stöðum í Landbroti og Síðu en síðast á Þverá. Þar andaðist Einar 18. ágúst 1865. Meðal barna þeirra var Einar, sem lengi var vinnu- maður í Rrestsbakkakoti, kvæntur Katrínu Halldórsdótt ur Davíðssonar (Mála-Davíðs). Dóttir þeinra var Halldóra, móð ir Einars Pálssonar á Hörgs- landi, sem nú mun vera elzti maður á Síðu, f. 6. apríl 1880. Af bömum Ásgríms Einars- sonar og Ragnhildar kvæntust tveir bræður fyrir austan og bjuggu báðir í Landbroti Ás- grímur eldri kvæntist Sigríði Ásgrímsdóttur Bjamasonar í Ytri-Dalbæ og bjó þar allan sinn búskap. Þau voru bam- laus. Ásgrímur yngri bjó í tvíbýli í Efri-Vík með konu sinni Krist ínu Bjarnadóttur. Árið 1887 fluttust þau með börnum sín- um austur á Berufjarðarströnd. Em afkomendur þeirra taldiir í ættum Síðupresta. mt etta er orðið lengra mál en upphaflega var ætlað að spinnast mundi út af bréfinu, sem Einar Pálsson skrifaði Skálholtsbiskupi á haustnótt- um fyrir 174 ámm. Samt er ekki hægt að segja að dregin hafi verið upp nein skýr mynd af aðalpersónunni, heimasæt- unni á Hunkubökkum, utan það sem gefur að sjá í hér að fram- an röktum lífsferli þessarar al- þýðukonu. Hún sýnir staðfestu sína í því að halda tryggð við unnusta sinn, þrlátt fyrir and- stöðu móður sinniar gegn þeim ráðahag og tregðu sóknar- prestsins til að gefa þau saman. Og hún sýnir ræktarsemi við ættmenn sína með því að ala upp systureon sinn, Pál yngna son Katrínar, og auk þess dvaldist Ólöf sonardóttir henn ar hjá henrn eins og fyrr er getið. Svo hefur hún haft sína galla eins og aðrir menn. Fyrsti vitn- isburðurinn, sem sr. Páll í Hörgsdal gaf henmi eftir að hann kom austur sem kapilán sr. Bergs var að hún væri „fréttin (spurul) og málug.“ Sjálfsagt hefur sá dómur að einhverju leyti verið byggður á 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. diesiember 1S69

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.