Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Qupperneq 8
Ein öldruð kona og kapall... Ferðaþættir úr Öræfasveit Eftir Gísla Sigurðsson 1 Undir þeim jökli, aem hæst gnæfir á íslandi öllu, kúra bæ- irnir í einfaldri röð; þeir eru átta talsins. Þó eru austan frá Kvískerjum og vestur að Skaftafelli hvorki meira né minna en 50 km. Hvergi ann- ars sbaðar á landinu er um aðr- ar eins vegalengdir að fara innansveitar. Ekki eir þó svo að skilja að átta bændur skipti þessu flæmi á milli sín. Á flest- um bæjunum er margbýlt og bæirnir standa þétt saman á gróðursvæðum, sem hamfarir náttúrunnar náðu ekki að eyða. Alls staðar er jökullinn að baki eða snarbrattar og lítt grónar undirhlíðar hans. Fram- undan: Flatlendi og sandar, þar sem ár flæmast um, óstöð- ugar í farvegum sínum, en fjær: brimgarðurinn við sbröndina. Og síðan hafið. En austan við sveitina og vestan eru þær landsfrægu torfærur, sem fyrrum voru nefndar Lómagnúpssandur og Breiðárs- sandur ásamt þeim jökulfljót- um, sem þar vetrða. En hvers vegna þessi kald- ranalega nafngift: öræfi. Táknar það ekki vemjulega óbyggð og auðn? Að vísu, en Öræfasveit hefu,r heldur ekki frá upphafi íslandsbyggðar borið þetta nafn. Það mun fyrst koma fyirir árið 1412, eða réttum fimmtíu árum eftir að þar urðu slíkar náttúru- hamfarir að aleyddi byggðina. Það var árið 1362. Þá stóð fólki í þessum hlu'ta landsins sízt af öllu ógn af Öræfajökli, sem í þá daga nefndist Knappa fellsjökull. Þar höfðu ekki sézt eldar uppi, enda höfðu eld- stöðvar Knappafellsjökuls leg- ið í dvala öldum saman, þegar þær vöknuðu skyndilega til lífsins vorið 1362. Telja jarð- frœðingar, að gos af því tagi 'geti orðið með miklum ódæm- um, og eru þær hliðstæður nefndar við þetta gos, er Hekla kaffærði byggð Þjórsár- dals með vikri árið 1104, og gosið mikla í Vesúvíusi árið 79, sem gróf bæinn Pompeji svo í ösku, að öldum saman vissu menn ekki hvar hann hafði staðið. En víkjum ögn að jarðeldum Knappafellsjökuls vorið 1362. 2 Á örfáum klukkutímum breyttist sú blómlega byggð, sem ýmist var nefnd Hértað, Litla Hérað, eða Hérað milli sanda í ömurlega eyðimörk rjúkandi vikurs. Öskustrókur- inn úr gíg Knappaflellsjökuls var með þvílíkum ódæmum, að askam dreifðist um þriðjung landsins. En ógrynni vikurs og ösku hefur þó íenit á haf út, enda segir í samtíma heimild- um að vikurinn sást reka hrönnum fyrir Vestfjörðum, svo naumast komust þar skip áfram. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hefur áætlað, að samanlagt hafi aska fallið á svæði, sem væri nálægt þre- falt stærra en allt ísland, og samanlagt hafi þetta öskumagn numið 10 rúmkílómetrum. í síð- asta Heklugosi leizt mönnum ekki á blikuna þegar vikur- inn huldi túnin í Fljótshlíð- inni, en til samanburðar má geta þess að öskumagnið 1362 hefur líklega verið 50 sinnum meira en frá Heklugosinu 1947. Heimildir um hin válegu eldsumbrot og eyðingu héraðs- ins eru að vísu hvorki margar né fjölskrúðugar, en gefa þó í vissum atriðum glöggar hug- myndir. Skálholtsannáll segir að sandurinn hafi tekið í miðj- an legg á sléttu, en rekið sam- an í skafla, svo að varla sá húsin. Þar er einnig sagt, að auk Litla Héraðs, hafi eyðzt mikið af Homafirði og Lóns- hverfi. í Gottskálksannál seg- ir svo: „í Austfjörðum sprakk í sundur Knappafellsjökull og hljóp ofan á Lómagrtúpssand, svo að af tók vegu alla. Á sú í Austfjörðum, cr Úlfarsá heitir, hljóp á stað þann er heitir að Rauðalæk, og braut niður all- an staðinn, svo að ekki hús stóð eftir nema kirkjan." f Oddaverjaannál, sem að vísu er tekinn saman mun síðar, stenduir þetta um eyðingu Hér- aðs. „Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall.“ 3 Munnimæli síðari alda hermdu, að gífurleg vatnsflóð af völdum igossins hefðu lagt byggðina í eyði. í seinni tíð hefur þeinri kenningu verið hafnað; vikurregnið hefur tví- mælalaust átt drýgri þátt í eyð- ingu byggðarinnar. Þó mun gíf urlegt, jökulhlaup hafa beljað fram, sín hvorum megin við kirkjustaðinn Sandfell, og af völdum þess hafa eyðzt all- margir bæir, sem stóðu frammi á sléttlendinu. Auk þeirra átta bæja, sem enn eru í byggð, kunna menn nöfn á 19 eyði- jörðum. Frægust þeinra og mest var kirkjustaðurinn Bauðilæk- ur, ekki alllangt frá Svína- felli. í máldaga frá ofanverðri 12. öld, er kveðið á um eignir og hlunnindi kirkjunnar á Rauðalæk, og sézt að þar hefur verið auðug kirkja. Ef hægt e.r að dæma eftiir kirkj- um og bænahúsum, hefur guðs- ótti og góðir siðir verið kenni- mark í Héraði milli sanda. Auk kirkjunnar á Rauðalæk hafa verið þrjár alkirkjur, með prestskyldu, tvær hálfkirkjur og ellefu bænahús. Er það hald manna, að bæir í Litla Hóraði hafi verið þrjátíu, eða jafnvel fjörutíu talsins. Menn hafa löngum velt fyr- ir sér þeirri spurningu, hver hafi orðið örlög fólksins, þess er byggði héraðið undir hlíð- um öræfajökuls. Ef að líkum lætur hefur jarðskjálfti fylgt hinni fyrstu eldsuppkomu og trúlega hafa hús hrunið. En samkvæmt femginni reynslu má ætla, að það hafi ekki orð- ið mörgum að fjörtjóni. En vel má ímynda sér þetta nauð- stadda fólk ó flótta austur með fjöllunum. Það veður öskuna í mjóalegg. í myrkrinu heyrir það ofstopafullan hávaða af jöklinum. Trúlega eiru aðeins brýnustu nauðsynjar með í för inini en öskuirykið svo þétt að sumum liggur við köfnun, og auk þess regn vikurhmullunga. Af þessum flótta feir litlum sög- um og kannski e,r ómengað sannleikskom í hinni sam- þjöppuðu setningu Oddaverja- annáls: „Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall.“ 4 Það var á síðasta sumri; sól- in skein glatt, aldnei þessu vant. Skúmurinn veitti bílnum eftirför um sandana vestuir af Kvískerjum. Þar voru nokkr- ir lækir óbrúaðir. En síðan hrikaleg jöklasýn, þar sem Kvíárjökull steypist niður úr skarðinu milli Vatnsfjalls og Staðarfjalls. Á Herforingja- ráðskortinu nær Kvíárjökull langleiðina fram í sjó. Nú breiðir hann ekki úr sér að ráði niðri á sléttlendinu. Hér uppi af Kvíárjökli er gígurinn sá hinn mikli oglengi vel var það skoðun manna, að gífurlegt jökulhlaup hafi kom- ið undar Kvíárjökli við elds- umbrotin. Samt segir Gott- skálksannáll skýrum stöfum, að hlaupið hafi lent ofan á Lómagnúpssand. Hvað sem því líður, taka fáir íslenzkir skrið- jöklar Kvíárjökli fram um fegurð. Nokkur risastór björg standa uppúr jökulruðningun- um víða, og gætu hafa borizt fram í tröllauknu jökulhlaupi eða þá að jökullinn hefur mjakað þeim áleiðis. Síðan sandar og aurar með einstaka ársprænum og að baki dimmbláar undirhlíðar öræfajökuls og stundum grill- ir í Knappana, hnjúka þá er jökullinm dró áður nafn sitt af. En vestan við sandinn: bæjar- hverfið Hnappavellir, sem ég rangnlefndi Knappavelli í síð- ustu grein, og vonandi halda menn ekki að ég sé Norðlend- ingur vegna þess arna. Ástæð- an var einungis sú, að á Hier- foringjaráðskortinu stendur Knappavellir, og nafngiftim er augljós, þegar Knappajrniir í jöklinum fyrir ofan eru hafð- ir í huga. En öiræfingar hafa með tímanum gert úr þessu Hnappavelli og þá er að halda sig við það. Heldur er graslendið af skorinum skammti á Hnappa- völlum. Blágrá sandalda með stöllum ofan við bæina; þeir eru nú fjórir talsins. Þar eru bæði ný íbúðarhús og gömul hús í burstastíl; þeim bregð- uir víða fyriir í Öræfasveit. En nú eru þau að syngja sitt síð- asta, sýnist méa- og eftir nokk- ur ár standa tóftirnar einair eftir. Það er óraunhæft og rómantísk óskhyggja að ætlast til að Öræfingar haldi þessum gömlu bæjarhúsum við. Varla ætlast neinn til þess. En það er í þeim eftirsjá; þau standa fallega í bneiðum röðum und- ir bnöttum fjöllum. Auk þeiinra má víða sjá í Öiræfunum smá- kofa út um hvippinn og hvapp- inn, sem mér þykitr nú rauin- ar ólíkiegt að séu í notkun öllu lengur. Kofar af þes3U tagi voru í mínu ungdæmi stundum nefndir hirútakofarog stundum voru þar hænsni, en hitt var líka til á bæjum, að fjárhúsum væri dreift út um allar trissur á þennan hátt, og gerði það gegninigar óhemju tímafrekair og ertfiðar. Aðaltún Hnappvellinga er iraunar á graslendi nokkru framar, og þegar áfram er haldið eftir veginum, verðuir landsskapurinn ívið grösugri og hlýlegri. En skammt vest- ar, þegar komið er að Fagur- hólsmýri, er berangurslegt um að litast, grýtt holt og sýnist þar lítt til ræktunar fallið. 5 Sjoppumenninigin hefur ný- lega haldið innreið sína á stað- inn, og það er sjálfsagður hlut- ur að nema staðar og líta inn í útibú kaupfélagsins í Höfn, þó ekki væri til annars en að sjá hvort Oddur útibússtjóri á þjóðarréttinn ómissandi: Kók 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. feibrúair 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.