Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Side 2
ekki væru þeir ánægðir með það nema
síður væri, enda kom það fljótlega í
ljós. Benedikt gamli Sveinsson hafði
ætlazt til þess, að landstjóri yrði skip-
aður yfir fslandi og væru sérmál ís-
lands lögð fyrir hann, enda hefði hann
sitt eigið ráðuneyti hér á landi. Dr. Val-
týr Guðmundsson ætlaðist áreiðanlega
ekki til annars en íslenzk sérmál yrðu
borin upp fyrir konungi í rikisráðinu,
ef hann yrði ráðherra með aðsetri í
Kaupmann'aihöfn.
Þegar Hannes Hafstein tek-
ur við ráðherraembætti, eru íslendingar
tilneyddir að samþykkja uppburð sér-
mála sinna í danska ríkisráðinu, því að
danska stjórnin lætur þau boð út ganga,
að íslendingar verði annað hvort að
taka öllu frumvarpinu um heimastjóm-
ina eða málið væri úr sögunni. Breyt-
ingar stóðu íslendingum ekki til boða.
Bjöm Kristj ánsson segir að svo hafi vilj-
að til „að einhver allra glæsilegasti ís-
lendingurinn var valinn i ráðherrastöð-
una, Hannes Hafstein, sem var allt í senn
Stórgáfaður, mesta göfugmenni að eðlis-
fari og glæsilegur að öllu útliti og í allri
framkomu. En þetta gagnaði ekkert. Haf-
stein varð nauðugur viljugur að dansa
eftir vilja dönsku stjómarinnar og
danskra fyrirtækja og hagsmuna eins og
hver ráðherra sem var hefði orðið að
gera ...“. Örjria.r leið væri aklk,i til „neima
þá að ráðherrar íslands hefðu hver af
öðrum sagt af sér vegna neitunar um að
beygja sig undir vilja ríkisráðsins. Og
hvað hefði tekið við?“ Það sjáum við
raunar síðar, þegar Sigurður Eggerz segir
af sér.
Ríkisráðsákvæðið stendur síðan eins og
fleinn í holdi íisiendinga.
■Þetta ákvæði, eða rí'kisráðLsffley'gurinn
eins og kallað var,, etti Hanfres Haf-
stein alla tíð síðan, enda verður fleyg-
urinn eitur í beinum stjómarandstöð-
unnar og einn helzti ásteytingarsteinn
sfálfstæðismanna í baráttu þeirra fyrir
fullveldi íslands. Ríkisráðsákvæðið
•verður því eins konar tákn þessarar
baráttu og með það í huga er hægt að
skilja, hversu mjög sjálfstæðismenn
leggja ávallt upp úr þessu atriði, og að
sumra áliti um of.
I þessu ljósi er einungis hægt að
skoða þau átök, sem urðu í stjómmála-
sögu íslands tvo fyrstu áratugi aldar-
innar eða fram til þess tíma, er ís-
lendingar hljóta fullveldi sitt 1918. Og
með ríkisráðsfleyginn í huga skýrast
þær heimildir betur, sem vitnað verð-
ur til hér á eftir.
Bjöm Kristj ánsson segir um þingið
1903 að vegna stjómarskrárfrumvarps-
ins, sem samþykkt hafði verið á auka-
þinginu 1902, hafi orðið að rjúfa þing og
efna til nýrra kosninga. Hafi þá heima-
stjórnarmenn, þrátt fyrir miklar breyt-
ingar, orðið í meirihluta „og kenndu
menn flokksnafni heimastjómarmanna
um það, sem var vitanlega rammskakkt
og villandi fyrir almenning. Réttara nafn
á flokknum hefði verið „hafnarstjómar-
flokkur", því þó ráðherrann ætti að vera
hér búsettur og tala og skrifa íslenzku,
þá yoru öll ráðin eftir frumvarpinu í
sérmálum íslands hjá dönsku stjóminni
eftir sem áður og það með samþykki ís-
lendinga sjálfra, sem þeir hingað til
höfðu einmitt forðazt að samþykkja."
Síðan segir hann að ekki hafi verið ann-
að að sjá en foringjar Heimastjórnar-
flokksins „legðu mjög sterka áherzlu á
að gera ekkert á móti vilja dönsku
stjórnarinnar,“ en þjóðin blinduð af
Ileimastjórnarnafninu. Bjöm segir enn-
fremur, að allmiklar umræður hafi orðið
um frumvarpið „og gaf séra Siigurður
Jensson þingm, Barðstrendinga tilefni til
þeirra. Benti hann á aðalagnúana á frum-
varpinu, sem riðu mjög í bága við kröf-
ur íslendinga um sjálfstæði landsins.
Ræður sra. Sigurðar voru mjög prúð-
mannlegar, rökstuddar og sýndu ótví-
ræða föðurlandsást og einlægni. Þrátt
fyrir þessa einlægu og göfugu fram-
komu sra. Sigurðar var frumvarpið ó-
breytt samþykkit í Efrideild með öllum
atkvæðum nema hans.“ Neðrideild sam-
þykkti svo frucmvarpið óbreytt eftir að
það hafði verið afgreitt úr nefnd „sem
hélt því fram að frumvarpið veikti ekki
i neinu landsréttindi vor“, segir Björn
Kristjánsson kaldhæðnislega. Síðar í ævi-
sögubroti sínu segir hann að breytingar
er snertu sjálfstæði íslands hafi sízt orð-
ið til bóta við gildistöku stjómarskrár-
innar 1903, þó að hið ytra stjórnarfyrir-
komulag hafi orðið annað. „Hvorugur,
landshöfðingi eða ráðherra, gátu náð
eyrum konungs nema fyrir milligöngu
hins danska ríkisráðs . . . Þvert á móti
var aðstaða hins íslenzka ráðherra verri
en landshöfðingjans, því nú var sjálft
Alþingi fyrirfram búið að samþykkja
nálega í einu hljóði að sérmál íslands
skyldu sæta mieðtferði ríkisráðs Dana, áður
en þau gætu náð samþykki konungs.“
Gamla sjáMstæðishjartað berst enn í
brjósti Björns Kristjánssonar, þegar
hann sikrifar þessi orð.
★ ★
Er nú ástæða til að ganga beint til
verks, og verður þá fyrst fyrir okkur
dr. Valtýr Guðmundsson, höfuðandstæð
ingur Hannesar Hafsteins, og sá mað-
ur sem lengst af átti ríkastan þátt i að
móta andstöðuna gegn honum, enda
gamall foringi helztu sj álfstæðiskemp-
anna, eins og Bjöms Jónssonar, ritstjóra
ísafoldar og Skúla Thoroddsens, ritstjóra
Þjóðviljans.
Dr. Valtýr Guðmundsson hafði náið
samstarf við mág slnn, Jðhannes Jð-
hannesson, bæjarfógeta á Seyðisfirði,
um langt skeið. Harin hafði stundum
siglt beggja skauta byr, en þó lengst
af haft mótbyr, þrátt fyrir einarða
bariáttu, oft og tíðum pólitíska útsjónar-
semi og óvenjuglöggan skilning á lög-
fræðilegum atriðum, þótt hann væri
norrænufræðingur og ekki „lærður í
lögum“. En hann sást ekki alltaf fyrir,
var of gustmikill til þess. Trúði hann
því fast og ákveðið, að stefna sín færði
þjóðina nær því sjálfstæði sem hún
barðist fyrir og ekki síður að málstað-
ur hans gæti drepið þjóðlífið úr dróma
og veitt fjöri í efnahagsmál og atvinnu-
vegi. En ákafi dr. Valtýs í ráðherraemb-
ættið villti honum oft sýn og varð smám
saman þröskuldur milli glæstra hugsjóna
hans og raunhæfs mats. Freistingar
hans og metnaður voru að sumu leyti
skæðasta vopnið gegn honum. Fyrir
þær sakir, og einnig vegna þess að sá
einn er sekur sem tapar, var hann „mis-
skiliinin oig hefur venð rainigt dæmdur“,
eims og Þorsteinn Gíslason kemst rétti-
lega að orði.
Dr. Valtýr var um margt prýðilega
til foringja fallinn, þótt einbeitni hans
og harka í garð andstæðinganna kall-
aði yfir hann hatramma andstöðu, jafn-
vel róg. En hann var flokksmönnum
sínum ekki strangur húsbóndi og átti í
ríkum mæli þá kosti góðs forystumanns
að stjóma án þess ldðsmenn fyndu fyr-
ir því. Sjálfur segir hann í bréfi að
hann sé ákjósanlegur foringi, vegna
þess að hann skorti hörku við sam-
herja, þeir viti varla af forystu sinni:
hann sé góður foringi vegna þess hve
lítill foringi hann sé.
★ ★
Þeir Bjöm ritstjóri Jónsson og dr.
Valtýr voru nánir vinir og samherjar
lengi vel, eða fram til þess að Uppkastið
kom til sögunnar, enda gerði dr. Val-
týr sér grein fyrdr því, að engan sam-
herja átti hann atkvæðameiri né betur
vopnum búinn en Bjöm Jónsson. Dr.
Valtýr skrifaði Jóhannesi, mági sínum,
bréf dags. 25. nóv. 1903 (bréfið er með
svartri sorgarrönd, ekki vegna efrnis
þess, heldur hins, að stutt var þá síð-
an Anna Jóhannesdóttir, kona hans og
systir Jóhannesar, var látin) og kemst
hann svo að orði: „Nú er ráðgjafa-
spursmálið leyst og Hannes Hafstein
sama sem orðinn ráðgjafi. Hann kom
hingað með Lauru, kallaður af Alberti,
cng var hér mieðiam húin sitóð vi'ð, ein fór
-&<-c es/é ^<TX-t-e-e/^íét-/£
y-fiS j^7re2-e><<j ^éaSfJieje-.-.
I&e-c-^rs^-t eZ ^zfe-Cj^re-ec-eee-e/-
/l>-\
( :
.»5 J 9 7
17J"kS>: 11370
2 LESE 'K MORGUNBLAÐSINS