Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 10
„Þetta byggist
á vinnu og
skipulagningu
með íslenzkt
mannlíf
í fyrirrúmiu
Sighvatur kannar liráefnið í einum fiskbingnum hjá Vinnslustöðinni.
w
Sigfhvatur Bjarnason forstjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum hefur í áratugi
verið einn af kunnustu afla-
mönnum og athafnamönnum
í Eyjum, en hann var tæpa 4
áratugi aflasæll skipstjóri og
aflakóngur og síðan forstjóri
Vinnslustöðvarinnar í Eyjum,
sem hefur að meðaltali 3—4
hundruð manns í vinnu. Sig-
hvatur hefur um langt skeið ver
ið einn af forystumönnum Sjálf
stæðismanna í Eyjum og m.a.
sat hann í bæjarstjórn fyrir
Sjálfstæðismenn. Við heimsótt
um Sighvat á heimili hans
að Ási í Eyjum og spjölluðum
stuttlega við þennan kunna at-
hafnamann um æsku hans, sjó-
mennsku og önnur störf. Fer
viðtalið hér á eftir:
— Þú ert Stokkseyringur að
uppruna. Sighvatur.
— Já, ég er fæddur 27. októ
ber 1903 að Útgörðum á Stokks
eyri. Þar ólst ég upp fram að
fermingu og var á sumrum í
sveit í Hreppum. Frá 14—16
ára aldri var ég í Hrunamanna
hreppi í Birtingarholti og sinnti
þar störfum eins og gengur og
gerist í sveitinni.
Út í Eyjar kom ég fyrst
í janúar 1919 og varð þá vetr-
armaður hjá Stefáni Gíslasyni
í Ási. Lengst af ævinni hef ég
verið í Ási. 1930 kvæntist ég
konu minni Guðmundu Torfa-
dóttur og höfum við eignazt 8
börn, 6 stráka og tvær stúlkur.
Nú, fyrst eftir að ég kom tii
Eyja var ég í aðigerð á vertíð-
um, en alfluttur er ég til Eyja
10. janúar 1926. Þá fékk ég eld
skírnina og fékk á móti mér suð
austan stormveður eins og það
gerist verst við Eyjar. Þá vor-
um við á leið til Eyja frá
Stokkseyri á bátnum Svölunni
sem ég var með, en hann var
16 tonn að stærð. í þessari ferð
var ég að saekja foreldra mína
út eftir og þeirra búslóð auk
vetrarfólks. Við vorum 22 tíma
til Eyja frá Stokkseyri í þessu
óveðri. Einn bátur, Goðafoss,
fórst hér í þessu veðri. Eðlileg-
ur siglingatími á Svöliunni var
um 5 tímar, en þetita ferðalag
var svona heldur erfitt þar sem
um borð voru alls 27 manns.
1922 hóf ég róðra í Eyjum og
var þá fyrst háseti á vélbátn-
um Gústaf. Fyrst varð ég for-
maður 1925 á 12 tonna bát, sem
hét Enok. Þá var ég búinn að
vera tvö sumur áður austur á
Langanesd með áraskip, en þar
vorum við fjórir á. Eftir þetta
var ég stöðugt formaður í 34
vetrarvertíðir, eða til ársins
1959 og 33 sumarvertíðir var ég
á síldveiðum. reknetum, snurpu
og hringnót. Eg held að Þorgeir
goði sem óg var með árið 1929
hafi verið fyrsti báturinn, sem
fór héðan með snurpu til veiða
fyrir norðan.
— Hvernig var veiðum hátt
að á vetrarvertíðum á þessurn
árum?
— Breytingarnar hafa náttúr
lega orðið mjög mik'lar og marg
þættar, en til dsemis árið 1925
var veiðum hagað ekki ósvipað
og nú. Framan af vertíð var
lína og síða.n voru lögð net, en
þá var aðeins verið með 36 net
í sjó miðað við um 150 til jafn-
aðar nú. Línan var á 12—14
bjóð á móti 40—45 núna.
Ef eitthvað gekk voru síldar
sumrin skemmtilegust, en svo
voru síldarl'eysisárin líka það
drepleiðinlegasta sem hægt var
að hugsa sér. Manni finnst nátt
úrlega alltaf skemmtilegt á
hvaða veiðum sem er ef fiskast,
en alltaf þótti mér nú línan
skemmtilegasta veiðarfærið.
— Lentir þú oft í illviðrum
á sjónum?
— Ekki er hægt að neiita því,
en við náðum alltaf landi hér
í Eyjum nema eina nótt sem
við lágum undir Eiðinu við
Heimaklett vegna byls. Annars
kom yfirleitt lítið fyrir, það
meiddist aldrei maður hjá mér
svo orð sé á gerandi og aldrei
Sighvatur Bjarnason. Heimaklettur í baksýn.
Spjallað við Sighvat Bjarnason
athafnamann í Vestmannaeyjum
Eftir Árna Johnsen
missti ég mann fyrir borð. Þetta
gekk alltaf eðlilega fyrir sig.
— Hvað telur þú aflasæidina
vera, heppni eða náttúrugáfu?
— Það fer óneiltanl'ega mi'kið
eftir krafti og dugnaði. Útsjóna
semi og dugnaður hljóta að
ráða milklu. Maður veit ekkert
um heppnina og oft var það ó-
ski'lj'anl'egt hvað maður setti
stundum í fi®k fremuir en aðrir.
En það var ekki eins haegt að
finna fiskinn þá eiits og nú með
öllum þessum taekjum nýju skip
anna.
— Réðu draumar nokkurn
tíma ferðum þínum?
— Ég veit það varla. Það var
eins og stundum hefði lagzt
svona eitthvað í mann.
Ég man sérstaklega eftir
tveim skiptum, er ég hreinlega
svaf yfir mig, en i bæði skipt-
in varð vitlaust veður.
Svo veit maður ekki stund-
um í þessu lífi hvað er tilvilj-
un og hvað ekki þó að maður
setji atvikin og atburðina í sam
band við ýmislegt.
Ég var yfirleitt búinn að á-
kveða það kvöldið áður en lagt
vat' í róður hvert halda skyldi,
nema ef veður hamlaði.
— Nú hefur oft verið sagt að
menn finni veðrið á sér. Hver
er þín reynsla í þvi efni?
—• Maður varð að reyna að
fara eftir sjálfum sér eins og
maður gat. Það er alveg ábyggi
legt að eftirtekt hefur hnignað
mikið eftir því siem tækninni
hefur fleygt fr.am.
Gömlu karlarnir voru ári
glöggir á veðurspárnar, eigin-
lega svo að með ólíkindum var.
Þeir sem stunda sjóinn nú af-
þjálfast að nokkru í veðiurat-
hugun sjálfir með aukinni
taekni. En tæknin hefur líka
aukið öryggið til mikiJla muna.
Það var strax muniur að fá vit
ann á Þrídranga, hvað þá þegar
radarinn kom til sögunnar.
— Hvenær hófst þú útgenð
sjálfur, Sighvatur?
— Ég fór í útgerð eftir fyrslu
10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
17. m/aií 1970