Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 17
.Tóhannes Jóhannesson
stfilis í stjórnmálaskákinni íslenzku
íetVar að reynast andstæðingum hans
linria skeinuhættur. En látum bréfin.
tala.
t905 er dr. Valtýr þungur í garð
]\eimastjórnarmanna. Hann segir í bréfi
ítð stúdentar í Kaupmannahöfn hafi
mótmælt harðlega dönsku greininni í
Jh'.j kj avíkinni. Mönnum þykir nóg að
heiiaastjórnin hafi orðið til að flytja
(ianskt vald inn í landið (í staðinn fyr-
ir í ilenzkt vald, sem ætlunin þó var að
hún flytti) — þótt ekki bæti hún því nú
ofaná að fara líka að flytja danska
tungu inn í það, skrifa blöð sín á
dönsku fyrir fólkið og gera þannig til-
raun til að gera okkur sjálfa danska.“
líonum er mikið niðri fyrir, því að
hvað sem um dr. Valtý má segja að öðru
loyti var hann sannur fslendingur, og
t'ik upp þykkjuna fyrir land og þjóð,
þegar honum þótti við þurfa. Hann er
vel á verði, er gagnrýninn og síður en
svo alltaf sanngjarn í garð heima-
s'.jórnarmanna og ráðherrans, enda
virðist hann ekki sízt líta á það sem
litutverk sitt og flokks síns að koma í
Víg fyrir að heimastjórnarmenn sofni á
Vírðinum. Hann segist 1905 hafa hitt
F.inn Jónsson, einn helzta stuðnings-
xtiann Hannesar Hafsteins og heima-
stjórnarmanna, og hafi hann verið
ájiægður með ástandið eins og það var:
„I’innur kvað allt gott eins og það væri,
o#í kvaðst nú skoða alla stjórnarbar-
áttu endaffa. fsl. hefði nú fengið allt
ssm þeir þyrftu og gætu krafizt.“ Er
ekki að undra þó að landvarnar- og
þjóðræðismenn hafi talið sér skylt að
vera vel á verði, meðan þeir heyrðu
slíkar raddir af munni andstæðinga
sinna. En orð Finns Jónssonar eru síð-
ur en svo töluð út úr brjósti Hannesar
Hafsteins. Hann er að vísu með hug-
ann við framkvæmdir innanlands og
þær framfarir, sem hann vonar að
stjórn sín eigi frumkvæði að í land-
inu, en lætur ekki við það sitja. Hann
veit að hávær krafa er uppi með þjóð-
inni um það, að sjálfstæðismálinu sé
Jialdið vakandi þrátt fyrir unna sigra
undir forystu hans og reynt sé að þoka
því í höfn. Og nú rekur þetta fagnað-
arefni á pólitíska fjöru hans: þing-
mannaheimsóknina til Danmerkur. Jó-
hannes, á heilsuhæli í Danmörku, skrdf-
ar dr. Valtý 24. apríl 1906: ,,f gær-
morgun komu hingað blöð og bréf frá
Reykjavík, af þeim virðist auðsætt að
I’jóðræðisflokkurinn, eða flokksstjórn
oklcar, ætlast til að a.m.k. einhverjir af
okkur tökum þátt í heimboðinu til Dan-
merkur og er það leiðinlegt, sérstak-
l"ga vegna þess, hvernig ísafold og
I'; allkonan voru búnar að taka í málið.
A'inars vitum við séra Einar (alþm.
í Hofteig) ekki annað en það sem í
11'ðunum stendur. Ég tel sjálfsagt, að
IMT
þú hafir fengið bréf og vona, að þú
skrifir mér sem fyrst, hvernig sakir
standa. Við séra Einar erum ekki búnir
að skrifa heim, enda virðist mér bréf
forseta sam.þings e-igi benda til þess, að
hann ætlist til þess að fá svar. Mér
finnst að H.H. megi ómögulega falla á
þessu spursmáli fyrir Dönum, þá væri
þjóðræði voru megn hætta búin, ef
konungur kæmist upp á að láta ráð-
herra vora fara frá nauffuga, án þess að
það sé sýnt eða sannað, að þeir hafi
meirihluta þings eða kjósenda á móti
sér, en það verður ekki sannað nema
með þingrofi. Öðru máli er að gegna að
nota má spursmálið sem agitationsmeðal
(í áróðursskyni) gegn stjórninni við
kjósendur. Við megum ekki vinna það
til að stofna þjóðræði voru í hættu,
þótt vér gætum losast við stjórn sem
okkur líkar ekki, heldur jafnvel styðja
hana gegn konungsvaldinu, sem þar
verður ekki annað en vald Danastjórn-
ar í sérmálum vorum." Og enn skrifar
hann dr. Valtý 26. apríl: „Mikið vand-
ræðamál er þetta heimboðsmál orð-
ið, einkum fyrir undirtektir ísafoldar
og Fjallkonunnar í byrjun. Eg skil
ekki í þeim Birni og Einari (Birni
Jónssyni og Einari Kvaran), að taka
máldð eins stíft og negla sig eins ræki-
lega og þeir hafa gjört, áður en þeir
vissu með vissu, hvað mundi verða
ofaná í flokknum. Ég er þeirrar skoð-
unar, að við hefðum gjört réttast í að
þiggja ekki boðið. Við hefðum þá stað-
ið betur að vígi gagnvart þjóðinni og
haldið Dönum í ótta fyrir aðskilnaðar-
hreyfingunni. Þótt nú stjórnarliðið
hefði farið og fengið t.a.m. leiðrétt-
ingu á undirskriftarmálinu, þá hlutu
allir að kannast við að annað hvort var
það einskis vert, eins og stjórnarliðið
samþykkti með atkvæðagreiðslu sinni í
sumar, eða þá að leiðréttingin var okk-
ur að þakka, því stjórnarliffið gat eigi
eftir framkomu sinni farið að hreyfa
viff því máli nema af ótta viff okkur.
Setjum nú svo, að eitthvað annað
hefði orðið áunnið, þá er ekki nema
eitt af tvennu: Að það hefði orðið svo
lítilfjörlegt, að við hefðum ekki getað
sætt okkur við það og orðið að vera á
móti því, eða það hefði orðið svo veru-
legt, að við það hefði mátt una, og þá
skiptir í raun og veru minnstu hverjum
þaff var þakkaff. Óttinn fyrir því að
stjórnarliffinu yrffi þakkaff þaff og
prófíteraffi (hagnaðist) sérstaklega af
því, getur eigi bent til annars en aff
þeir, sem hann bera, berjist ekki vegna
málefnisins, heldur af persónulegum
effa flokksástæffum. Við hefðum þá
helzt átt að sitja allir heima. Nú er þó
líklega svo komið, að það getur ekki
orðið. Og þá er að líta á hvernig hlut-
takan má verða að sem mestu gagni og
sem vansaminnst fyrir flokkinn, til
þess að reyna að láta það líta svo út,
sem samninganefnd af okkar hálfu fari.
En hver á að kjósa þá menn? Hvaða
umboð hefur hún? Og frá hverjum? Og
um hvað getur hún samið? Þingflokk-
urinn nær ekki saman og getur því ekki
kosið og komið sér saman um prívat
prógramm (stefnuskrá) um stjórnartil-
högunina. Þeir, sem fara, geta því ekki
einu sinni veriff vissir um aff liafa allan
þingflokkinn aff baki sér. Um kjósend-
urna tala ég nú ekki. Ég er langt frá
því viss um, að allur þingflokkurinn,
hvað þá kjósendurnir, vildu fylgja
landsstjórafyrirkomulaginu, þótt vér
ættum kost á því. Ég verð því að álíta
bezt, úr því sem komið er, að allir okk-
ar flokksþingmenn sem mögulega geta,
taki þátt í förinni. Þá getum við tekið
ráð okkar saman fyrir fram, áður en
við förum að tala við Dani, kosið menn
úr okkar flokki til þess að tala við for-
ingjana dönsku, þeir geta borið sig
saman við flokkinn áður en nokkru er
slegið föstu og þá erum við vissir um
að fylgjast allir að. Þá getum við sleg-
ið föstu prógrammi í stjórnarskrármál-
inu, er vér viljum berjast fyrir og
standa eða falla með við næstu kosn-
ingar. Þetta getur sendinefnd ekki,
vantar umboð og því óvíst að hinir
fallist á þær niðurstöður, sem hún
kemst að. Ég fyrir mitt leyti er nú
vantrúaður á, að við vinnum nokkuð
prívat, þótt við förum allir. Danir láta
sig ekki fyrr en þeir sjá að okkur er
alvara, þ.e.a.s. þjóðinni, og affskilnaffur
er annað alternativið (kostur), sem
þeir verða að velja um. Með öðrum orð-
um, málaleitun við Dani er of snemma
upp borin nú og það er nærri skoplegt
að Alþingi, eins og það nú er saman-
sett, fari að leita hófanna í þessu máli.
Sendinefnd af okkar flokki getur að
mínu áliti ekki gengið inn á minna en
fullt autonomi (sjálfstjórn) frá okkar
hálfu yfir sérmálum: aff stjórnarskrá
okkar verffi eins og viff fslendingar
getum ltomiff okkur saman um, án þess
aff Danir hafi þar nokkuff um aff segja,
og að byggt sé á stöðulögunum eins og
þau eru (við eigum ekki heimtingu á að
þeim sé breytt, við erum að mínu áliti
bundnir við þau) eða nýr samningur sé
gjörður milli vor og Dana í stað þeirra
— en að þessu ganga Danir auðvitað
ekki fyrr en þeir mega til, eða ekki
fyrr en þeir sjá, að þeir verða að velja
á milli þess og aðskilnaðar. En eins og
ég gat um áðan, getur allur flokkur-
inn, ef hann er til staðar, bundið sig
gagnvart Dönum til þess að berjast fyr-
ir ákveðnum stjórnarskrárbreytingum,
er við þá eigum víst að fá baráttulaust
af Dana hálfu . . . En ég tel engan
vafa á því, að það sé miklu betra fyrir
flokkinn að við förum allir úr því
nokkrir fara.“
Fyrir neffan stjómarráðshúsiö, bændur mótmæla simanum 1905.
Stefán Stefánsson
Þessu bréfi svarar dr. Valtýr 28.
apríl; eða tveimur dögum siðar. Hann
segir m.a.: „Það er einmitt mergurinn
málsins, að Danir láta ekki undan nema
þeir verffi hræddir um skilnaff. Og
bezti vegurinn til að hræða þá var ein-
mitt að við hefðum allir sem einn
(oppositiationin) neitað boðinu, þá
hefðu nægar raddir risið hér upp í
blöðum, sem hefðu sagt: það má ekki
hrekja oppositionina (stjórnarandstöð-
una) yfir í skilnaðinn, heldur reyna að
gera hana ánægða. Þessu hefðu lýðhá-
skólamennirnir haldið fram (fyrir þeim
er það brennandi tilfinningamál að
halda íslandi) og þeir eru voldugir um
alla Danmörk og mega sín margfalt
meira, ef á reynir en Kaupmannahafn-
arblöðin. — Ég skrifaði öllum heim síð-
ast, aff viff mættum ekki klofna í spurs-
málinu og yrðum að fara annað hvort
allir eða enginn. En þá þekkti ég ekki
þessa hugmynd um sendinefndina, enda
er hún í rauninni ekkert annað en
marklaust tilbagetog (flótti), því eftir
því sem mér skilst af bréfi Bj. (Björns
Jónssonar), þá er það meiningin, að aU-
ir fari sem vilja og þeir svo komi fram
sem deputation (sendinefnd) fyrir
flokkinn. En við það er ótalmargt að
athuga, sem þú einmitt tekur fram í
bréfi þínu, og þó enn fleira . . . Það
er því alveg rétt, sem þú segir: máliff
er of snemma upp boriff hér.“
Síðan tekur dr. Valtýr fram að rétt-
ast væri að flokksstjórnin ákveði að
enginn þingmanna Þjóðræðisflokksins
fari í þingmannaförina til Danmerkur.
Það er honum næst skapi og segist
hann vera viss um, að hægt sé að fá
meirihluta í flokknum fyrir því. Stefán
(Stefánsson) mæli ákafast með því að
förin sé farin. „Mér er næst skapi aff
segja af mér þingmennsku, þegar svo
gengur, öll plön ónýtt sem vanalegt vit
er í og um ekkert hugsaff nema per-
sónulegar spekulasjónir (bollalegging-
ar). Því það er alveg rétt, sem þú tek-
ur fram, að óttinn fyrir því, að stjórnar-
liðið fái einhverju framgengt, sem því
yrði þakkað, ef það færi eitt, er bein-
línis af því kominn, aff menn setja per-
sónulegar og flokks intresser yfir mál-
efnin. Þetta skín út úr bréfum margra
(utanþings) sem ég hef fengið úr Rvík
og þar í gneir.inidDin.ni.
Ef við þrír, (ég, þú og séra E) vildum
setja málið á spidsen (á oddinn), að
við hótuðum að leggja niður þing-
mennsku allir þrír, ef ekki yrði að ráði
að enginn fari eða þá: allir eða enginn,
(sem þó er miklu verra, einkum nú, þvi
þá er sem við höfum allir heyrt), þá
er ég viss um að það fengi framgang.
En þá er spurningin, hvort slíkt er
vogandi vegrna kjósendanna, hvort
þeim líkaði það ekki svo illa. Svo
mundi verða í Rv'k en ég er ekki
17. miaí 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17