Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 21
Friðrik VIII
að þingmenn beggja landanna hefðu tal
ið æskilegast „að reyna að upphefja
ágreining þann, sem verið hafði um
langan tíma milli landanna", og talið
heppilegast að kjósa nefnd þingmanna
beggja þinga til að gera tillögur um,
hvernig sambandinu milli landanna
yrði bezt fyrir komið ,,og skyldi svo
bæði ríkisdagurinn danski og Alþingi
samþykkja þau sambandslög, sem sam-
komulag yrði um að leggja til grund-
vallar fyrir sambúðina framvegis“. Þá
greinir hann frá því að minni hlutinn á
þinginu, þ.e. sjálfstæðismenn, hafi
treyst hvorki stjórninni né Alþingi til
að velja í nefndina „og álitu þess ut-
an að málið væri svo stórt og þýðing-
armikið að slíkt val mætti ekki
fara fram nema annað hvort, að þingið
yrði leyst upp og boðað til nýrra kosn-
inga eða valinu í nefndina yrði frest-
að fram yfir kosningarnar, sem áttu að
fara fram 1908. Með því eina móti gat
þjóðin sjálf gert þær kröfur í
sambandsmálinu, sem hún teldi viðun-
andi.“ Getur Björn þess síðan, að
Þjóðræðisflokkurinn hafi borið fram
tillögu í báðum deildum þingsins þess
efnis að skora á stjórnina að fresta
tilnefningunni í milliþinganefndina, en
þær tillögur hafi ekki náð fram að
ganga.
Þegar þessi frásögn er lesin, sezt
óneitanlega að manni sú hugsun, að
e.t.v. hefði verið ráðlegra að rjúfa þing
og efna til nýrra kosninga, áður en
samkomulag yrði reynt við Dani, því
að þá hefðu menn betur getað áttað
sig á þjóðarviljanum og auðveldara
fyrir samninganefndarmenn að fylgja
eftir ósk meirihluta þjóðarinnar, þegar
á hólminn væri komið. En það var ekki
gert, eins og kunnugt er, og áttu allir
aðilar eftir að bita úr nálinni með það.
★ ★
Ekki ber öllum heimildum saman um
afstöðu Skúla Thoroddsens til ráð-
herradóms Bjöms Jónssonar. En stað-
reyndirnar tala sínu máli:
Ritstjóri Þjóðviljans segir að sér sé
nokkuð kunnugt um áróðurinn, sem afl-
aði Birni Jónssyni þeirra atkvæða, sem
úrslitum réðu. „Óþarft að beita þjóð-
ina nokkurri blekkingu í þessu efni.“ I
endanlegri atkvæðagreiðslu innan
Sjálfstæðisflokksins fær Björn Jónsson
15 atkvæði, en Skúli 8. Kristján
Albertsson vitnar í bók sinni um
Hannes Hafstein til óprentaðra minn-
inga séra Sigurðar Stefánssonar frá
Yigur, en Björn Kristjánsson staðfestir
að hann hafi staðið næst ráðherradómi,
a.m.k. hafi sj álfstæðismenn fyrst leitað
til hanis, etn hancn hafnaði boðiniu. Sna
Sigurður segir m.a.: „En að því búnu lét
Skúli það ótvirætt upp með allmikilli
þykkju, að flokkurinn hefði sýnt sér ó-
verðskuldað vantraust með því að ganga
fram hjá sér; kvaðst Björn þá albúinn
þess að víkja fyrir honum, ef flokkurinn
samþykkti það, en ekki tók Skúli það í
mál og veik af flokksfundi í fáþykkju
mikilli. Við það urðu fylgismenn Bjarnar
enn ákveðnari og töldu sjálfsagt að láta
við svo búið standa. Fylgismenn Skúla
sáu og þann kost vænstan úr því sem
komið var, að láta tilnefninguna ekkert
frekar til sín taka, og lauk þannig þessu
stjórnarþjarki . . . Þessi fyrsta sundrung í
Sjálfstæðisflokknum varð upphaf þeirr-
ar misklíðar og sundurlyndis, sem síð-
ar átti þar heima og gjörði hann óhæf-
an til að fara með völdin í framtíð-
inni.“ Björn Jónsson var skipaður ráð-
herra 31. miairz 1909, ein þagar í apríl
sama ár gengur Skúli gegn honum í
mikilsverðum málum á Alþingi. Þá seg-
ir í ísafold að þetta sé fyrsti greiðinn,
sem Skúli geri stjórnarandstæðingum
„eftir vonbrigði sín, þegar hann ekki
varð ráð(herr.a“.
En ekki eru allir sammála um að líta
beri þessum augum á deilur Skúla og
Björns. Skúli hafi ekki sótzt eftir að
verða ráðherra, forsendurnar hljóti því
að vera aðrar. í ævisögubrotum sínum
segir Björn Kristjánsson, að enginn
hafi unnið ósleitiilegar fyrir kosninga-
sigri sjálfstæðismanna en „Björn Jóns-
son ritstjóri með blaðið ísafold sem
tæki til að upplýsa þjóðina og að tala
í hana kjark til að láta ekki bugast af
þrálæti gegn óskum frjálslyndra íslend-
inga og þrálæti dansksirmaðra fslendinga.
Og svo mikið vann Björn Jónsson þá, að
hann beið þess aldrei bætur, enda missti
hann smám saman heilsuna upp úr því,
sem kom aldrei aftur. Alþingiskosning-
arnar fóru þannig, að Þjóðræðis- og
Landvarnarflokkurinn, sem gengu sam-
einaðir til kosninga, urðu í hrein-
um meirihluta. Ég var, eins og vant var,
endurfcosinn, en samþingmaður minn
varð nú ágætismaðurinn séra Jens Páls-
son . . . Samkvæmt því sem á undan
var gengið í sambandsmálinu, hefði mátt
telja sjálfsagt að velja Skúla Thorodd-
sen, (í ráðherraembætti), en vegna
þess, að hann hafði um mörg ár staðið
í harðvítugri baráttu, bæði í stjóm-
málum og persónulegri baráttu við
landshöfðingjann, og haft auk þess um-
fangsmikil störf á hendi, þá var hann
orðinn útslitinn maður og heilsubilaður.
Hann mun því hafa veigrað sér við að
taka ráðherraembættið á sínar herðar,
þó skyldulið hafi talið hann færan til
þess.
Þó líkt væri ástatt með Björn Jóns-
son og Skúla, að báðir væru útslitnir
menn, þá varð það ofaná að benda á
Björn Jónsson sem ráðherra, þegar
Hafstein bæði um lausn, sem hann gerði
ekki fyrr en í fulla hnefana, því að
Hafstein bjóst við að Þjóðræðisflokk-
urinn mundi klofna út af ráðherraval-
inu, en þó reyndist svo ekki, í það sinn.
Hafstein fór því ekki frá, fyrr en meiri-
hluti þings hafði gefið honum van-
traustsyfirlýsingu 23. febr. 1909 og nýr
ráðherra var skipaður. En þegar
danska stjórnin sá að lífakkeri hennar,
Hannes Hafstein, var fallinn, kallaði
hún 28. febrúar alla forseta þingsins,
þar á meðai Björn Jónsson, sem var
sameinaðs þings forseti, á sinn fund til
Hafnar, og það gerði hún auðvitað til
að trufla þingstörf sem mest og til þess
að reyna að kúga meirihluta þingsins
og væntanlegan ráðherra til að sam-
þykkja sambandslagafrumvarpið, eins
og sambandslaganefndin hafði gengið
frá því, sem hefði þýtt skýlausa inn-
limun í danska ríkið. En ekki varð
henni kápan úr því klæðinu.
Svo treg var danska stjórnin til þess
að taka við hinum nýja ráðherra, að
hann fékk ekki skipunarbréf sitt fyrr
en 30. marz. Þrátt fyrir þessi þrælatök
og vanvirðu, sem danska stjórnin sýndi
Alþingi, þá héldu þingfundir áfram. Á
fundi 19. febr. kom frumvarp sambands-
laganefndarinnar til fyrstu umræðu,
eða á fjórða degi eftir þingsetningu,
og var sett í níu manna nefnd, sem
klofnaði. Komu báðir nefndarhlutarnir
fram með breytingartillögur, þjóðræð-
ismenn þó miklu víðtækari og voru til-
lögur þjóðræðismanna allar samþykkt-
ar. Eftir þrjár umræður var málinu
vísað til efri deildar. í efri deild var
málið samþykkt við þrjár umræður og
afhent ráðherra sem lög.“
Af þessum orðum mætti ætla, að
Skúli Thoroddsen hafi ekki sjálfur
treyst sér til að taka við ráðherra-
embætti, en skyldulið hans haft á því
þeim mun meiri áhuga. Ekki verður þó
um það sagt. En óneitanlega bendir
framkoma Skúla, bæði í Þjóðviljanum
og á Alþingi, til þess, að hann hafi set-
ið eftir fflieð sánt einná, þegiar Björn
Jónsson tók við ráðherraembættinu. Og
ekki er að sjá að gróið hafi um heilt
milli þeirra, enda hrökklast Björn upp
úr þessu úr röðum sjálfstæðismanna og
hafnar að lokum í Sambandsflokknum.
★ ★
Björn Kristjánsson hafði lengi staðið
í fremstu röð sjálfstæðismanna, aldrei
hvikað frá stefnu þeirra og verið einn
dyggasti fylgismaður Björns Jónssonar
lengi vel, en gengur þó ekki með hon-
um í Sambandsflokkinn 1912, þegar yf-
ir 30 þingmenn ganga í einn flokk sam-
an undir forystu gömlu flokksforingj -
anna þriggja, Hannesar Hafsteins, Björns
Jónssonar og dr. Valtýs Guðmunds-
sonar, þótt dr. Valtýr væri síður en
svo hrifinn af flokksmyndun þessari,
enda átti hann erfitt með að fylgja sín-
um gamla vini, Birni Jónssyni, að mál-
um eftir Uppkastið, hvað þá að hann
gæti sætt sig við að eiga samleið með
Hannesi Hafstein, sem hann sagði að
hefði misst alla tiltrú Dana, þegar hér
var komið, enda hefði hann forgöngu
um að fella mál andstæðinga sinna en
taka þau svo sjálfur upp, þegar hon-
um hentaði. Samt hafði gengið nokkuð
saman með þeim Hannesi, þegar hér var
komið og bauð dr. Valtýr honum heim,
þegar Hannes var í Höfn, og stóð í
bréfaskiptum við hann. Dr. Valtýr vill
helzt láta sambandsmálið liggja um
sinn, enda hafi Danir harðnað í af-
stöðu sinni til íslendinga, dönsk blöð
kalli ísland jafnvel „Norður-Dan-
mörku“. f bréfi til Jóhannesar Jó-
hannessonar, bæjarfógeta, segir dr. Val-
týr (15. nóv. 1912) að farið - hafi í
sambandsmálinu, eins og hann hefði
fyrir sagt: „J.C. Chr. sagði þar (á
fundum með Hannesi Hafstein um sum-
arið) að bræðingur kæmi ekki til
greina og engir nýir samningar nema
í nýrri kommission (nefnd) og þá mál-
iS tekiff frá rótum á nýjum grundvelli.
Fleiri tóku í sama strenginn, forsætis-
ráðh. (Dana) og Edv. Brandes. Hef
þetta ekki svo greinilega frá H.H., en
betur frá J.C. Chr.“ Dr. Valtýr segir að
Hannes hafi sagt sér að Danir séu góð-
ir „hver í sínu lagi, en slæmir, þegar
þeir komi saman“. Sannleikurinn sé sá
að í Höfn „trúir honum enginn maður,
hvorki konungur né aðrir. Hvort þetta
er verðskuldað, skal ég ekkert um
segja, en svona er það, og H.H. sagði
mér sjálfur dæmi upp á það, hve rægð-
ur hann væri hér og hve menn van-
treystu honum.“ Og í bréfi dags. 10.
jan. 1913 segir hann, að hann hafi sagt
Hannesi að „bræðingurinn“ væri stein-
dauður. „H.H. hefur unnið málinu óbæt-
anlegan skaða með því að hætta ekki
samningunum." Síðan mótmælir dr. Val-
týr að hann sé með málsmeðferð Sam-
bandsflokksins og gagnrýnir mág sinn
síðar harðlega fyrir fylgisspekt við
Hannes. Hann kveðst vilja stofna nýj-
an flokk, miðflokk, sem þeir geti átt
aðild að, sem séu utan flokka og fylgj-
andi hvorki Sjálfstæðisflokknum né
Heimastjórnarflokknum. í bréfi frá dr.
Valtý dags. 12. jan. 1914, segir hann
við Jóhannes: „Þú segist ekki geta bar-
izt fyrir kosningu minni, nema ég bjóðl
mig fram sem Sambandsflokksmann. Ég
skil þétta vel, þar sem þú ert formað-
ur flokksins, ef ég viðurkenndi að um
flokk væri að ræða. Ég yrði þá fyrst
að heyra prógrammiff, stefnuskrána.
Hver er hún? Að láta sambandsmálið
liggj a, en sinna því einhvern tíma
seinna við tækifæri. Gott og vel undir
þetta get ég skrifað, en ég get ekki
viðurkennt að þetta geti verið nokkur
flokksgrundvöllur . . . Ég hefi haldið
að sambandsmálið væri nr. 1 fyrir þér
og fá sambandsmenn á þing, og þá get-
ur þú með góðri samvizku stutt mig.“
En sem sagt: Dr. Valtýr er alla tíð
mjög gagnrýninn á Sambandsflokkinn
og störf hans og varla er hægt að segja
með sanni að hann hafi verið einn af
forystumönnum hans.
Sambandsflokkurinn átti að reyna að
lægja öldurnar og leysa deilumál Dana
og íslendinga á friðsaman hátt. For-
maður hans fyrst um sinn var Jón
Magnússon úr Heimastjórnarflokknum,
og átti það sinn þátt í tortryggni dr.
Valtýs. „Og því skal ég heita og efna,“
segir hann í bréfi dags. 17. marz 1913,
„að verði Jón Magnússon ráðherra, þá
skal ég ekki linna látum fyrr en hann
er felldur. Ég þekki hans pólitísku
samvizkusemi frá fomu fari, þegar
hann sveik bæði mig og allan flokk-
inn í tryggðum til að þóknast lands-
höfðingja . . . Það þarf enginn að koma
til mín og segja að hann sé vandaður
og samvizkusamur í pólitík. Og auk
þess yrði hann bráðónýtur ráð-
herra . . . “ — nema í stjóm með fleir-
um, bætir hann við annars staðar: „En
landsritari hefði hann getað orðið
ágætur."
Sagan átti heldur betur eftir að af-
Konungur, Friðrik VIII, og Ilannes Hafstein á leiff eftir Póstliússtræti, ásamt
fylgdarliði, 1907.
17. maí 1970
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21