Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 3
Sjálfsmorð eru sjaldgæf meðal fólks, sem býr alla ævina á sama stað. Augu forfeðranna hvíla því. Maður sem býr, þar sem hann var borinn og barn- fæddur, er sjaldan einn. Allt sem hann sér og heyr- ir, þekkir hann fram í fingurgóma. Englandi, lór einu sinni í hnatt ferð vegna þrábeiðni fjölskyldu sinnar. Hann skoðaði London, París, Róm, Mið-Austurlönd og fjarlægari Austurlönd, öll út- höfin og flest' furðuverk mann- kyns. Loksins komst hann aftur heim, og þegar hann sást aftur í klúbbnum sínum, þar sem hann hafði setið við sama borð- ið, snætt sama hádegisverðinn og verið þjónað af sama þjón- inum í fjörutíu ár, var hann spurður að því, hvort hann hefði notið ferðarinnar. O, sagði hann áhugalaus, ferðin var svo sem ágæt, nema hvað ég gat ekki hugsað um annað en allt það gaman, sem ég færi á mis við hér heima. Hvernig eigum við að bregð- ast við slíkum manni? Eigum við að fyrirlíta nesjamennsk- una? Eigum við að skimpast að honum, af því að hann tekur sitt eigið heimili fram yfir Taj Mahal? Eða ættum við heldur að öfunda hann af því, hvað hann er ánægður með sitt? En að sitja kyrr á sama stað, hefur óánægju í för með sér ekki síður en ánægju. 1 einni bók sinni, sem er skrifuð fyrir nærfellt fimmtiu árum, lýsir rit ihöfundurinn Hamlin Garland tilfinningum sínum, þegar hann snýr aftur á bernskuheimili sitt á sléttunum. Hafa verður í huga, að þegar Garland skrif- aði þetta, voru Ameríkanar enn tiltölulegar sjaldgæfir. En það hryggði hann að sjá, hve mikl- um breytingum þessir fáu fram býlingar höfðu getað komið til leiðar. Sléttuna, sem hafði ver- ið óspillt af manna völdum, þegar hann var drengur, höfðu þeir brotið undir sig og plægt. Þar sem höfðu áður verið kross götur, voru nú kauptún og kaup túnin voru að verða að borg- um. Það tók hann heilan dag að finna svolítinn blett af upp- runalegum grassverði sléttunn ar. En séu „framfarir" illa séðar hjá mönnum eins og Garland, sem snúa aftur eftir langa fjar- veru, er auðvelt að gera sér í hugarlund, hvernig þær orka á mann, sem dvelst um kyrrt á fæðingarstað sínum, og sér þær gerast fyrir augunum á sér. Við lifum á tímum jarðýtunnar. Eigi að halda eftir, þó ekki væri nema örlitlum bletti af sléttu- torfunni, eða einni þúfu, verð- ur að friðlýsa það sem þjóð- garð. Maður, sem býr alla ævi á Jón úr Vör SKÁLDAMÁL Hví skyldum vér gera ráð fyrir því sem er ó- hugsandi? Skáld, sem er barnfæddur Þingeyingur það herrans ár 1910, hvernig gæti hann orðið frumlegur og komist á hæstu skáldalaun? En í trúnaði sagt: Það er hlægilega auðvelt fyrir oss hina að troða nýjar brautir í ljóðlistinni, því skinnsokkað sálarlíf er orðið fátítt við sjávarsíðu nútímans og ástarljóð á peysufötum var síðast ort um síðustu aldamót. Notið bara gáfur yðar, mínir elskanlegu. En nú þýðir ekki lengur að byrja ljóðlínu með upphafsstaf og því síður með litlum, að ég nú ekki tali um að fella niður punkta og kommur. Vér hinir ættlausu setjum t.d. ypsílon í annað hvert orð eða þá þriðja hvert, svo að háttvirtir kjósendur neyðist til að hugsa og yrkja ljóðin sjálfir, en vér, hinir útvoldu, lifum við ráðherralaun, grafnir á Þingvöllum, fyrr eða síðar. sama stað, getur því hvorki lif- að við sífellda óhamingju né sí- fellda hamingju. Hann er í stöð ugum uppreisnarhug gagnvart þeim mönnum, sem loka bernskuminningar hans inni í steypurörum undir því yfir- skini, að þeir séu að koma í veg fyrir flóðahættu. Honum er meinilla við trjáviðarlengjurn ar, sem skríða eins og margra mílna ormur eftir landinu. „Hvar eru trén, þar sem ég skar út stafina mína?“ spyr hann. Jarðýturnar vaða yfir hann sjálfan ekki síður en fæð ingarstaðinn. Óstöðvandi flóð vélamenningarinnar er að færa allt í kaf. Sá, sem situr kyrr á sama stað, tekur hið óbreytta fram yfir það sem hefur breytzt. Það má satt vera, að ferðin inn i miðbik borgarinnar taki nú að eins átta mínútur í stað þrjátíu og fimm áður, en hann kýs held ur að minnast landsins eins og það var, áður en vegurinn kom. Aukinn fólksfjölgun orkar á hann eins og húðsjúkdómur. Hann býr yfir þeirri leyndu ósk, að einhver pest komi upp, sem geti stöðvað jarðýturnar á stundinni. Ekkert heldur hon- um uppi nema sá forði af leyndri vitneskju, sem hann býr yfir, en sem gengur nú óð- um á. Kannski hefði verið af- farasælla fyrir hann að flytja. Hinn innfæddi staðarbúi gengur daglega framhjá leiðum forfeðra sinna á leið sinni úr og í vinnu. Með einhverjum und arlegum hætti verður metnaður forfeðranna og viðleitni þeirra, bæði góð og ill, hluti af lifi hans. Hann er þrunginn tilfinn ingasemi, sem honum vitist æ örðugra að veita eðlilega útrás. Ungur maður, sem ólst upp i Spörtu, neyddist til að verða hermaður. Ef hann langaði til þess að verða mælskusnilling- ur, var ráðlegra fyrir hann að flytjast til Aþenu. Hafi maður ákveðið að dveljast um kyrrt á fæðingarstað sinum, þá eru það forfeðurnir, en ekki maður sjálfur, sem ákveður ævistarf- ið. Hér í Hartford, fæðingarbæ minum, höfum við til dæmis mjög einfalda aðferð til að skera úr því, hvort einhver sé mikilmenni eða ekki. Hefur hann nokkurn tíma verið á föst um launum? Vissulega er okkur ljóst, að Sókrates var aldrei á föstum launum, né heldur Frans af Assisi, Albert Einstein eða Em- ily Dickinson; samt eiga þau öll réttmæta kröfu á því að kallast mikilmenni. En framhjá því verður ekki gengið, að okkur finnst, að þau hefðu ver ið enn meiri mikilmenni, hefðu þau verið einhvers staðar á launaskrá. Við getum ekki að þessu gert. Við höfum tekið þennan mæli- kvarða í arf frá forfeðrunum, og hann hefur gert borgina okkar mikla. Margar af stór- fenglegustu byggingum okkar eru reistar til minningar um menn, sem voru á launaskrá. Skáldin okkar syngja fyrri tíð- ar launamönnum lof og dýrð, og framtakssamir ungir sam- borgarar okkar eru önnum kafn ir við að finna upp nýjar að- ferðir til að fá enn hærri laun. Stærsta styttan okkar, sem veit ir ungum elskendum skjól á ágústkvöldi, er risin úr bronsi á granítstalli og er að taka við launaumslagi. En auðvitað er enginn spá- maður í sínu föðurlandi. Á því fær sá að kenna, sem býr alla ævi þar sem hann sá fyrst dags ins ljós. 1 borginni okkar, til dæmis, býr maður innfæddur, sem verður, ef að líkum lætur, bráð lega forstjóri einnar auðugustu fyrirtækjasamsteypu heims. Hann er ekki nema 45 ára gam- all, en er þegar orðinn forstjóri margra fyrirtækja, fjögurra barna faðir, eigandi skemmti- snekkju, hefur hlotið fjölda heiðursmerkja fyrir störf sín; honum hefur hlotnazt yfirleitt allt sem algóð forsjón gæti hugsanlega veitt einum manni — nema virðing þeirra, sem gengu í skóla með honum, af því að hann grét, hann grét, þegar hann útskrifaðist, vegna þess að hann var ekki útnefnd- ur. Hann hefði vitaskuld átt að flytjast burt og vinna afreks- verk sín annars staðar. Þvi að sá sem situr um kyrrt i fæðing- arbæ sínum, veit svo margt um aðra, alveg eins og þeir vita allt um hann. 6. sept. 197« LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.