Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 15
Frank Zappa
— Brezki blaðamaðurinn
Geoffrey Cannon ræðir við
hann um viðhorf hans til líf sins
FRANK ZAPPA er aðal-
maðurinn í Mothers of Invent-
ion, sem er þekkt í Bandaríkj-
unum og hefur getið sér vin-
sældir í Evrópu fyrir flutning
á sérstæðri rock-tónlist. Nýj-
asta verk hans er 200 Motels,
sem var flutt nýskeð í Los
Angeles með Zubin Mehta og
verður flutt sem tveggja
stunda sjónvarpsdagskrá af fé
laginu VPRO, sem er hollenzkt
sjónvarpsfyrirtæki, nú í des-
ember. Blaðamaðurinn Geoffrey
Cannon frá brezka blaðinu
Guardian ræddi við Zappa og
forvitnaðist um hin ýmsu við-
horf hans til lífsins. Aðspurð-
ur um hvað furðulegast hefði
á daga hans drifið sagði Zappa:
— Sjálfsagt þegar ég var
sagður hafa staðið að „samræri
til að breiða út kynferðisólifn-
að.“ Það var hreint ágætt. Hef
urðu aldrei heyrt það? Og svo
segir Zappa söguna með glettn
islegt blik í auga. Sagan er
einnig vitnisburður um þá
músík sem hann hefur unnið
mejð Mothers of Invention á síð
ustu fimm árum.
Einhver hefur komizt svo að
orði að bezta skilgreiningin á
siðmenningunni sé í ruslatunn-
unum. Kannski hefur það ver-
ið fornleifafræðingur, þar sem
fornleifafræðingar stunda þar
sinar rannsóknir. Það gerir
Frank Zappa líka. En hann þarf
ekki að ganga um húsaport og
skúmaskot til að rekast á rusla
tunnurnar. Þær eru alls staðar.
Og árið 1963, þegar hann var
22 ára gamall í Cucamonga i
Kaliforníu, sat hann í raun og
veru í ruslatunnu.
í Cucamonga var bílskúr,
verzlun, vínbúð, banki, kaffi-
hús, skóli, kirkja og upptöku-
salur Pauls Boffs við Archi-
bald Avenue. Paul hafði útbú-
ið upptökusalinn, en hafði far-
ið á hausinn. Frank átti þá
1500 dollara sem hann hafði
fengið fyrir kvikmynd og
keypti Paul út. Hann hafði
einnig keypt nokkur sviðstæki
frá FBK. Rochette studios, sem
einnig hafði farið á hausinn.
Tækin voru fimm þúsund doll
ara virði, en hann fékk þau
fyrir fimmtiu dollara. Tæki
þessi og tjöld voru 12 feta há,
svo stór um sig að engum datt
í hug að hægt væri að hreyfa
þau úr stað. Frank dröslaði
þeim einhvern veginn til Cuca
monga og það var ekki laust
yið að blessað fólkið ræki upp
stór augu. Vinna hófst við einu
myndina sem hugsanlegt var að
gera með þessum tólum og tækj
um. Þannig varð Frank Zappa
ikvikmyndakóngurinn í Cuca-
monga. Hann hafði nægan tima
en enga peninga. í níu mán-
uði snæddi hann ekki annað
en hnetusmjör, stappaðar kart-
öflur, kaffi og hunang. „Ég
var tvímælalaust í mjög annar-
legu efnafræðilegu ástandi
þennan tíma.,“ segir hann.
Ásamt með Don van Cliet, sem
enn hafði ekki hlotið nafngift-
ina Captain Beefheart gerði
Frank ýmsar tilraunir, m.a.
með combo. Hann fór með þess
ar spólur til Los Angeles og
sá sem á hlýddi sagði að hann
myndi aldrei fá neinn til að
hlusta á þessa músik.
Frank sem var nú i meiri
peningavandræðum en nokkru
sinni fyrr stofnaði tríó; gítar,
bassi og trommur. Trióið flutti
aðallega blues-músik og fékk
fasta vinnu á stað sem kallað-
ur var „The Saints and the
Sinners“ (Dýrlingarnir og synd
ararnir), i nærliggjandi borg.
Frank Zappa var þessi músik
alls ekki að skapi, en um sinn
átti hann ekki annarra kosta
völ.
Einn góðan veðurdag spurði
einn lögreglumanna veitinga-
staðarins Frank að þvi hvort
hann hefði áhuga á að gera
stuttar þjálfunarkvikmyndir
fyrir lögregluliöið. Þá stóð svo
á að Frank sat inni með filmur,
sem hann hafði tekið og ægði
þar öllu saman og honum fannst
ekki fráleitt að sýna lögreglu-
manninum þessa mynd. Annar
maður skaut upp kollinum og
gerði Frank tilboð. Hann vant
aði mjög tvíræðar segplbands-
upptökur fyiúr sölumannasam-
Útgefandi: Hjf, Arvakur, Heykjavik.
Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar; Matthias Johannessen.
Eyjólfur Koiuáó Jónr*on.
Ritstj.fltr.: GisJi SigurCsson.
AugJýsirgar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6. Simi 10100.
tök, sem seldu notaða bíla.
Gæti Frank gert þetta fyrir
hundrað dollara. Hann hélt nú
það. Hann fór inn í stúdíóið
ásamt með vinkonu sinni og
fyrir framan hljóðnemann
stundu þau nú, óuðu og and-
vörpuðu í dágóða stund. Mað
urinn kom aftur og spurði um
segulbandið. Frank hafði það.
Og ljósmyndarar og lögreglu-
menn þyrptust inn i upptöku-
salinn: Upp með hendur o.s.
frv. Frank var leiddur úthand
járnaður. Meðan hann beið
réttarhaldanna í fangelsinu
kom til hans maður sem tjáði
honum, að hægt væri að setja
hann á geðveikrahæli næstu
tuttugu árin. „Það gerði mig í
meira lagi óhressan." sagði
Frank.
Hann slapp með vægan dóm
og svo liðu árin og nú hefur
skipt um svið. Nú er það Hilt-
on hótelið í Rómaborg. Þar er
Frank að lesa „Játningar Al-
eister Crowley". Ég opna bók-
ina á bls. 223. Þar stendur.
„Kalifornía fór í taugarnar á
mér. Lifið er þar flókið og
sjúkt. 1 nokkurn tima hafði ég
verið að reyna að ljúka við
ljóðabálk, þar átti að minnast
alls sem var að gerast í heim-
inum. „Það fer nokkuð nálægt
því sem Frank Zappa er að
gera i 200 Motels.
mmmr
Vinsælustu lögin í Bandarikjunum:
1 (1) War
2 (9) Ain’t no mountain high enough
3 (2) Make it with you
4 (4) In the summertime
5 (3) Close to you
6 (10) 25 or (i to 4
7 (7) Patches
8 (G) Why can’t I toueli you
9 (5) Spili the wine
10 (12) I.ooking- out my backdoor / Long as
I can see the light Creedence Clearwater Revival
Edwin Starr
Diana Ross
Brcad
Mungo Jerry
Carpenters
Chicago
Clarence Carter
Ronnie Dyson
Eric Burdon
Vinsælustu Iögin í Bretland:
1 (I) The wonder of you Elvis Presley
2 (4) Tears of a clown Smokey Robinsen and Miracles
3 (G) Rainbow Marmalade
4 (2) Neanderthalman Hot Legs
5 (5) Something Shirley Bassy
6 (3) Lola Kinks
7 (11) 25 or G to 4 Chicago
8 (10> Natural sinner Fairweathcr
9 (20) Mama told me not to come Three Dog Night
10 15) The love you save Jackson 5
6. aept. 1970__________________________________________________LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15