Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 10
Stóri-Hamar. Bærinn til hægri hlaut verðlauna grip Búnaöarsambandsins fyrir snyrtilega um- gengni í fvrra, en Stóri-Hamar II, sem er vinstra megin á myndinni, fékk hann í ár. í næsta blaði verða birtar fleiri myndir frá þessum framúrsk arandi fallega bæ. Handan árinnar er frægur bær að fornu og nýju: Grund í Eyjafirði. Snyrtimennska sem af ber Þverá. Þar er tvibýli og íbúðarhúsin sambyggð. Bæði þau og öll gripahús og hlöður eru vel máluð, veggir hvítir eða kannski fremur Ijósgráir, en þökin rauðmáluð. Á Þverá búa Arni Jó- hannsson, hreppstjóri og Jón sonur hans félagsbúi á öðrum bænum en Itósa Jónsdóttir er talin fyrir búin á hinum bænum. Rifkeísstaðir. Myndin er tekin af klettahæð, sem verður við bæinn. íbúðarhúsið stendur nokkuð sér, veggir málaðir í tveim litum, gulum og brúnum, en þakið raut*~ Mjög snyrtilegt er allt í kring um bæinn. Á Rifkelsstöðum er tvíbýli og þar búa Jónas Iialldórsson og Hörður Garðarsson. Karl Bjarnhof: K0lvands- striber. Gyldendal. K0benhavn 1968. K0lvandsstriber eru þœttir úr ævi Karls Bjarnhof. Bók- in er þó ekki beint framhald af fyrri endurminningabókum hans, „Stjernene blegner“ og „Det gode Lys“, sem íslenzk- um lesendum eru kunnar. 1 Kþlvandsstriber lýsir Bjarn- hof þroskajerli ungs lista- manns, frá því hann byrjar að hafa ofan af fyrir sér sem organleikari í strjálbýlinu. Síðan liggur leiðin til Kaup- mannahafnar og Parísar og mörgu frægu fólki kynnist ungi listamaðurinn á þessum árum. Bókinni lýkur í þann mund er höfundur sendir frá sér fyrstu bókina, þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Bjarnhof einskorðar sig þó ekki við það tímabil, sem hér hefur verið tilgreint. Oftsinn is ber það við, að hann fylgir tilgreindum persónum lengra í tímanum og lýsir mismun- andi kynnum sínum af fólki fyrr og síðar. Dregur hann upp lifandi myndir af ýmsu þekktu lista- og menntafólki í Danmörku, en einnig ber fyrir myndir af ónafngreind- um samferðamönnum, sem fyrir tiltekin atvik eða at- hafnir hafa orðið sérstaklega eftirminnilegir. Kþlvandsstriber er tæpar 200 bls. að stærð. Byrjar Bjarnhof að rekja endurminn ingar sínar, er hann yfirgef- ur blindraheimilið árið 1916 og bókinni lýkur á minning- um um Knut Hamsun síðla árs 1949. Vladimir Nabokov: Min europæiske ungdom. Gyldendal. Kpbenhavn 1969. Min europœiske ungdom er áttunda bók Vladimirs Nabo- kovs sem kemur út í Dan- mörku. Eins og nafniö ber með sér, er bókin sjálfsævi- saga, sem lýsir æviskeiði höf- undarins í Evrópu. Hefst lýs- ingin fyrir u.þ.b. sjötíu árum í Rússlandi, þar sem Vladimir Nabokov naut bernskuáranna í þeirri tryggu v'eröld, sem aðallinn í Pétursborg gat bú- ið afkomendum sínum á Zar- Bækur Organ- leikarinn, konan og firring / í kommúnista- ríkjunum Karl Bjarnhof. Adam Schaff. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. aept. H970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.