Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 12
Ilannes Jónsson Fílabeinsturninn og fleira í sumar var í rabbinu hans Gísla Sigurðssonar gullkorn i orði, sem lýsir vel Háskóla þjóð arinnar, og reyndar þjóðíélag- inu öllu. Orðið var félabeins- turn. Það á ekki við hús Háskól ans, heldur kennara og nemend ur. Ég var hrifinn af Háskól- anum, er hann var stofnaður, og svo var um aðra unga menn og konur. Kennararnir fóru þá í skólann til að kenna það, sem þjóðfélagið vissi ekki en hafði þörf fyrir. Og nemendur til að læra það, sem þeir höfðu þörf íyrir, til að geta unnið þjóð sinni gagn. Þeir unglingar, sem nú upp- íyiia Háskólann, fara argir út um öll iönd, og ánetjast er- lendri skrilmenningu og komm únisma. Þeir vita ekki, að við erum afkomendur Germana, sem flýðu Asíu, af því þeir unnu frelsinu, vildu ekki vera þrælar. Og margir okkar erum afkomendur írsku ambáttanna, sem Danir rændu og seldu til fslands. Þeim eigum við það að þakka, að fsland var siðmennt- að löngu á undan öðrum Evrópuþjóðum. Og irsku áhrif- unum er það að þakka, að hand ritin urðu til. frar skrifuðu sög ur fyrir 500 eftir Krists burð, en Germanir ekki fyrr en um 1200. Og svo eru þeir að kenna í Háskólanum, að handritin séu lýgi, og ómerkiiegur skáldskap ur. „Kóngsþrælar ísienzkir aldreigi vórum, enn siður skrílþrælar lyndi með tvenn.“ Þetta er hverjum íslendingi í brjóst borið, hvort sem hann er götusópari eða forseti þjóðar- innar. Það verður erfitt að setja valdið í staðinn, hvort sem það er kommúnistavald eða auð- vald. 62 arkitektar, klumpasmiðir og klessumakarar skrifa ríkis- stjóminni bréf, þar sem þeir skipa henni, að láta kofana í miðbænum standa óhreifða. Gamalmenni og verkamenn eiga að borga. Ég sá mógeymslu gamla bakarans við Skólastræti 1907, og hefi glaðst yfir hverj- um kofa, sem hverfur í Reykja vík, og hve nýju húsin eru glæsileg. Um gömlu kofana sagði Sveinn Benediktsson ný- lega: „Þessar dönsku fúaspýt- ur.“ Það var vel sagt. Ég sá i Morgunblaðinu, að einn skuldugur íslendingur hafði ekki sent peningana -á réttan stað. Skuldin var við Strandakirkju, en fjárhald hennar annast biskupinn. Og þó hann sé góður, og margir prestarnir, þá held ég að ís- lenzka kirkjan sé að verða nokkurs konar filabeinsturn. Ég er gamall og þekki erfið- leika lífsins, þegar við ferðafé- lagarnir erum orðnir uppgefn- ir. Hvernig væri ef kirkjan léti sig meiru varða ellina en út- lendinga? Það hefði Kristur gert, og mæður okkar létu upp í okkur fyrsta bitann, þó þær væru hungraðar. Og Kristur hefði tárfellt yfir ofdrykkju- mönnum okkar. Um það vitnar giataði sonurinn. Ég var hrifinr. af, að Dval- arheimili aldraðra sjómanna komst á fót. Ég hélt, að það væri ætlað sjómönnum og kon- um þeirra. Nú er þar ailt fuiit af embættismönnum og þeim, sem geta borgað. Ég held, að þar sé einn fílabeinsturninn. Ég þekkti alla þá, sem stofn uðu Elliheimilið Grund. Það eru 38 ár siðan ég flutti í verka mannabústaðina, í hlýju, litlu íbúðina mína, sem er horn- skökk, af því ég var ólukkans staurfótur. Síðan hefi ég séð Elliheimilið á hverjum degi. Mikið hefir guð almáttugur gert sig dýrlegan með því, að láta Elliheimilið verða til. Þang að liggja guðs vegir, þar var líknað þeim, sem engan áttu að, þar voru Samverjar, þar var hlið Himnarikis, þar var heilög jörð. Og mikið má þjóðin vera þakklát honum Gísia Sigur- björnssyni, sem hefir stjórnað Grund af hreinustu snilld í nær 40 ár. Og ég hefi verið hissa á því, hvers vegna borgarstjórn og ríkisstjórn sækir ekki vit i hann, þegar eitthvað á að gera fyrir gamalmenni og vesalinga. Hann hefir reynslu. „Ætli guð borgi ekki, ef ég káka við aumingjann", sagði Natan langafi minn, þegar hann sá vesalinginn, sem enginn hlúði að. Hann hvísiar að mér, að ég skuli benda mönnum á, að þeir skuli heita á Elliheim- ilið Grund, ef þeir biðja guð um eitthvað. Þeir fá áreiðan- lega bænheyrslu. Organleikarinn konan og firringin Frh. af bls. 11. hann stund, á heimspeki í Pól- landi og Rússlandi og varði doktorsritgerð við Varsjár- háskóla árið 1945. Hann var kjörinn í pólsku Vísindaaka- demíuna árið 1951 og jrá 1957—68 veitti hann jorstöðu stojnun akademíunnar í heim speki og þjóðjélagsjrœði. Schaff hefur rttað margt um heimspekileg ejni, einkum um kenningar Marx. Síðustu rit hans um jirringuna í sósí- ölsku ríkjunum haja vakið miklar umrœður og ásakanir jlokksstjórna. Ejtir marzóeirð irnar í Póllandi 1968 var Sc- hajj vikið úr jorstjórastarji heimspeki- og þj óðjélags- jrœðistojnunarinnar. Hann starjar þó ájram við stojnun- ina, en hejur auk þess gegnt embætti gestaprójessors við háskólann í Vín. Bókin Marx eller Sartre? En jilosoji om mennesket kom jyrst út í Póllandi árið 1965. Þar tekur höjundur sérstak- lega til meðjerðar samanburð á kenningum Marx og Exi- stentialismanum. Fjallar hinn jyrsti aj þremur meginköjl- um bókarinnar um þennan samanburð. Þá kemur kajli um manninn sem heimspeki- legt viðjangsejni og að lokum kajli um deilur milli einstakra skóla, sem aðhyllast mannúð- arstejnu. Mannúðarstejna er Schajj mikið hugðarejni og hejur hann í ritum sínum lagt mikla áherzlu á sósíalska mannúðar stejnu. Telur hann það ekki aðeins viðjangsejni sósíalism- ans að breyta hagkerjinu, held ur þurji einnig að gera rót- tækar breytingar á viðhorjum manna hvers til annars. Smásaga Frh. af bis. 5. myndum af mömmu og pabba Júníkar og Ó!afíu-Önnu. Pabbinn er ekki ómyndarlegur, en okkar í milli sagt er ég viss um að það er í tionum svart blóð ein- hversstaðar frá. Hann var höfuðsmaður í Borg- arastyrjöldinni og það er svolítið sem ég gleyini aldrei, þökk sé sverð inu hans, sem hangir yf- ir arinhillunni og ætlað er stórt hlutverk í atriði því sem næst er á dag- skrá. Mamman er nieð sania hálfvitasvipinn og Ólafía-Anna, þótt ég verði að segja að mamm- an beri hann betur. Ég var rétt að festa blund, þegar ég heyrði Jiíníku öskra: „Hvar er hann? Hvar er hann?“ Og svo vett ég ekki fyrri til en Júníka er innrömmuð í <1 vrnar með hendurnar klestar á mjöðmunum og heila pakkið másandi að baki sér; Bluebell, Ólafíti- Önnu og Möggu. Fáeinar sekúndur líða meðan Júnika stannar í gólfið eins ótt og títt og hún getur með stóruni, berum fætinum og kælir á sér feitt andlitið með stórri pappamynd af Níagarafossunum. „Hvar eru þeir?“ seg- ir hún svo. „Hvar eru lumdrað doliararnir sem hann stal frá mér meðan ég snéri í hann baki, hvar?“ „Nei, drepiði mig nú ekki alveg,“ segi ég, en var samt of þreyttur og latur til að standa á fætur. „Jú, það geri ég svo sannarlega, ef þú skilar ekki peningunum aftur,“ segir hún og það er eins og aiigim ætli út úr höfð inu á henni. „Þetta voru jarðarfararpening- arnir mínir og ég vil fá þá aftur: Hver skyldi hafa trúað því að hann stæli frá dauðu fólki!“ „Kannski hann hafi ekki tekið þá,“ segir Margrét. „Þú lieldur þig fyrir utan þetta, væna mín,“ segir Ólafía-Anna. „Víst stal hann pen- ingunum mínum," segir Júníka, „sjáiði bara aug un í honum . . . svört af sekt!“ Ég geispaði og sagði: „f lögunum stendur að ef annar aðilinn ákæri hinn ranglega, þá sé hægt að stinga hinum fyrrnefnda í fangelsi, jafnvel þótt hið opin- bera sé til staðar og verndi þá sem við máiið eru riðnir." „Guð mun refsa hon- um,“ segir Júníka. „Ó nei, systir," segir Ólafía-Anna, „bíðum ekki eftir guði.“ Nú nálgast Júnika mig rneð þennan líka svip á andlitinu og dreg ur á eftir sér skítugan flónelsnáttsloppinn. Á eftir henni kenuir Bluebell og stynur svo hátt að það hlýtur að hafa heyrst til Júfala og aftur til baka, en Magga stendur kyrr, nýr sam- an höndum og grætur. „Ó, ó,“ snökti Mar- grét, „elsku láttu hana fá peningana aftur.“ Ég: „Og þú líka, Brútus,“ en það er úr Shakespeare. „Sjá þetta viðrini,“ segir Júníka, „þarna flatmagar það allan dag inn og gerir ekki svo mikið sem sleikja frí- merki.“ „Aumkunarvert á- stand,“ kvakar Ólafia- Anna. „Maður gæti haldið að það væri hann sem ætti von á sér, en ekki þetta blessað barn,“ segir Júnika. Bhiebell: „Já, það má nú segja." Ég: „Þegar oin belja rnígiir, þá er öllum mál.“ Júnika: „Hérna er hann búinn að slæpast í þrjá mánuði og hikar svo ekki við að kasta að mér skætingi." Ég diistaði rykkorn af erminni og sagði salla- rólegur: „Pr. Carter hef ur sagt r.iér að ég sé með hættulegan skyrbjúg og megi ekki komast í minnstu hugaræsingu — annars sé hætta á að ég fari að slefa og bíti ein- hvern." Þá segir Bluebell: „Af hverju kemur hann sér ekki aftur í skitinn í Mobile, ungfrú Júníka? Ég er satt að segja orð- in dauðþreytt á að liella úr koppnum hans.“ Og náttúrlega gerði Jiessi kolsvarta ófreskja mig svo óðan að ég sá rautt. Ég stóð á fætur, róleg- ur eins og agúrka, greip regnhlíf sem hékk á hattastandimim og barði kerlinguna með henni í liöfuðið þar til hún hrökk í tvennt. „Japanska silkisólhlíf- in niín!“ hrópar Ólafía- Anna. Og Margrét: „Þú hef- ur flrepið Bluebell, þú hefiir drepið auniingja Bluebell gömlu!“ Júnika ýtir Ólafíu- Önmi í biirtu og segir: „líann er búinn að tapa sér, systir! Hlauptu! Hlauptu og náðu í Mist- er Tubberville!" „Mér geðjast ekki að Mister Tubberville,“ seg ir Ólafía-Anna full hollnustu. „Ég fer og næ í biirlinífinn minn.“ En þar sem mig langar ekkert til að deyja strax, bregð ég henni þegar luin snýr til dyr- anna svo hún dettur kylliflöt. Við það snér- ist ég illa í baki. „Hann ætlar að drepa hana,“ skrækir Júníka svo hátt að þakið ætlar af húsinu. „Hann drep- ur okkur öll! Ég varaði þig við, Margrét! Kéttu mér sverðið hans pabba og fljót nú barn!“ Margrét nær í sverðið hans pabba og réttir Júníku það. Og svo er verið að tala um holl- ustii eiginkvenna! Tii að kóróna þetta gefur Ólafía-Anna mér svo þetta rokna Iiögg með hnénu svo ég verð að sleppa henni, og segir ekki meir af henni fyrr en hún er komin út í garð og íarin að góla sálma: „Ó þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut .. .“ Á meðan æðir Júníka um herbergið og Ienmr eins og vitlaus út í ioft- ið með sverðinu hans pabba. Mér tókst ein- hvern veginn að komast upp á píanóið. Þá klifr- ar Júníka upp á píanó- stólinn, og hvernig þessi hrörlegi stólgarnuir hélt uppi ferlíki eins og henni, það er mér Inilin ráðgáta. „Komdu þarna iiiður, bölvaður ekkisen hug- leysinginn, eða ég rek þig í gegn,“ segir hún og lieggur til mín sverð- inu, og því til sanninda- merkis ber ég hálfs þumltings langan skurð. Um þetta leyti rankar Bluebell úr rotinu og skokkar út í garð til Ólafíu-Önnti að taka þátt í guðsþjóntistunni með henni. I.íklega hafa þær búizt við dauða mín um, og gtið einn veit livort svo hefði ekki orð ið ef Magga hefði ekki fallið í yfirlið. Það er það eina sem ég get verið henni þakk látur fyrir. Hvað síðan gerðist á ég ekki auðvelt með að nitina, nema hvað Ólafía -Anna birtist á ný með eldluisbredduna sína í höndtintim og heilt her- fylki nágranna á hæltin um. En skyndilega var Magga orðin stjarna við bitrðanna, og ég geri ráð fyrir að það hafi borið hana í herbergið lienn- ar. Hvað um það, strax og pakkið var farið, víg- girti ég herbergið. Ég er búinn að hlaða fyrir stofudyrnar pluss- stólumim svörtu og græmi, mahoníborði sem lilýtur að vega að minnsta kosti nokkur tonn, hattastantlimim og heilmiklu drasli öðru. Gliigganum hef ég lok- að og dregið gltigga- tjöldin fyrir. Sto fann ég fimm punda box af ávaxtabrjóstsykri og er einmitt núna að japla á safaríkiim mola með kirsuberjabragði. Stund um kemur pakkið að dyrunum og lennir og vælir og biður. Ó já, það kveður svo sem við svo- lítið annan tón en áður. En hvað mig snertir, þá spila ég lagstúf á píanó- ið öðru liverju — ja svona rétt til að láta það vita að ég liafi það bara gott. Þýð. J.Y. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. sept. H970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.