Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Page 8
Gröf. Einn allra fallegasti bærinn í Öngulstaðahreppi, enda hefur hann fengið viðurkenningu Búnaðarsambandsins. Öll hús eru steinsteypt í veggiahæð, en þar fyrir ofan er brún litað timbur. Bóndi í Gröf er Ingólfur Lárusson. Túnhliðið í Gröf og brúsapallurinn. Jafnvel þar hefur sama alúðin verið lögð við frá- gang og viðhald. SNYRTI MENNSKA SEM AF BER Höskuldsstaðir. Frá- bærlega fallegur bær, íbúðarhús úr steini, brúnmálað, en dökk timburklæðn- ing ofan til á göflun- un?,. Gluggar eru hvítmálaðir. íbúðar- húsið stendur sér, en lorhliðar fj'árhús- anna snúa einnig út að veginum. Þar er aliui frágangur prýði legur. Þök eru mál- uð í ljósgrænum lit. Trjárækt er ung, en á góðuim vegi. Bóndi á Höskuldsstöðum er Sigurður Snæbjörns- son, Til vinstri: Öngulstaðir. Á þessum bæ er hlaða og gripahús sambyggð við íbúðar- húsið, sem raunar ætti aldrei að gera, en það er önnur saga. Veggii' eru ekki múrhúðaðir, þeir hafa verið hvítmál aðir eins og þeir komu úr mótunum og fer mjög vel. Öll umgengni er mjög til fyrirmynd- ar. Í baksýn sést Krist- nt'íJ. Búnaðarsamband Ey j af j arðarsýslu veitir árlega viðurkenningar fyrir fallega umgengni á bæjum og bænd- ur í Öngulstaðahreppi hafa lagt það í metnað sinn að fegra útihús jafnt sem íbúðarhús. Mun ekki á neinn hallað þótt sagt sé, að nú ber þessi sveit af öðrum að þessu leyti. Myndir: Gísli Sigurðsson. Nú er mjög á Joíti haldið vígorðum á borð við „Hreint land, fagurt land“ og var raunar timi til kominn. Við viljum vernda landiö, fag- urt og frítt, en umgengni ferðafólks ræður ekki öllu þar um. Sveitir landsins eru misjafnlega fallegar að þessu leyti og verður að játa, að alltof margir bæir setja sóðalegan svip á um- hverfið. Þar er öllu illa við haldið, vélalík og hverskyns járnarusl er dreift út um allt og ef til vill flæðir fjóshaugurinn niður einhverja brekkuna. En til eru einstaka sveitir, sem bera af að þessu leyti, enda hefur oft verið sagt, að falleg umgengni smiti út frá sér. Varla mun unnt að finna á landinu öllu jafnstórt hlutfall framúr- skarandi fallegra bæja sem í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði. Snyrtimennskan, sem þar virðist raunar rótgróin, hefur þó ef til vill fengið enn frekari fjörkipp, þegar Búnaðarsamband Eyja- fjarðarsýslu fór að veita viðurkenningar á ári hverju fyrir bezta umgengni við bæi. Það er verulega ánægjulegt að fara um þjóðveginn í Öngulstaðahreppi og sjá þá natni, sem bændur þar leggja auðsjáanlega við umliverfi sitt, livort heldur það eru fjárhús eða önnur peningshús, íhúðarhús og hlöðin í kring. Sums staðar er trjá rækt á góðum vegi, en alls staðar fagurlega grasi gróið heim að húsunum, þar sem ekki er snyrtilega malborið. Svað er hvergi til við þessa bæi og þaðan af síður sjást þar draslhaugar eða rennandi haugur utandyra. Að vísu er eitthvað hagstæðara að halda við húsum í Eyjafirði en á Suðurlandi til dæmis, þar sem slagviðri mæðir meira á málningu. En fyrst og fremst munar um afstöðuna til umhverfisins og það, hvort menn eru í eðli siínu sóðar eða snyrtimenni. Og fleiri hliðar eru á þessu máli. Raunin mun yfir- leitt sú, að sóðunum vegnar verr; þar fer margt í súginn fyrir trassaskap, vélar og hús endast þar mun verr en efni standa til. Gott viðhald, snyrtimennsika og fögur umgengni eru ekki einungis fyrir augað, heldur einnig gott búsílag og venjulega merki um góða afkomu, enda mun það sannast á bændum í Öngulstaðahreppi. G.S. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. aept. 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.